Neytendur

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Selja ein­tómt brauð á 3.190 krónur

Ýmsir ráku upp stór augu í gær og í dag þegar þeir skoðuðu vefsíðu Dominos en þar er ný pítsa á matseðli sem ber heitið „Nakin pizza“. Nýja pítsan er án áleggs, án sósu og án osts. Brauðið kostar 3.190 krónur samkvæmt matseðli.

Neytendur
Fréttamynd

„Sárs­auka­fullt að sjá“ IKEA vasa dýrari í Góða hirðinum

Dyggur viðskiptavinur nytjamarkaða rak upp stór augu í dag þegar hún sá að IKEA blómavasi til sölu í Góða hirðinum kostaði meira en sami blómavasi nýr úr IKEA. Hún hefur áhyggjur af hækkandi verðum í versluninni. Forsvarsmaður Góða hirðisins segir tilfelli þegar vara er dýrari en ný teljast til algerra undantekninga. Verslunin sé fyrst og fremst óhagnaðardrifið umhverfisverkefni. 

Neytendur
Fréttamynd

„Það sem þú greiðir niður, það kemur aldrei aftur“

Vaxtastuðningur upp að tvö hundruð þúsund krónum á mann stendur fólki nú til boða, til að bregðast við hækkandi vaxtabyrðum húsnæðislána. Fjármálaráðgjafi segir almennt best að ráðstafa fjármunum beint inn á höfðustól lána. Það sé þó ekki algilt.

Neytendur
Fréttamynd

Aldrei verið minna af sykri í ís­lensku Pepsí

Íslenskir neytendur hafa fundið fyrir því nýverið að minni sykur er í venjulegu Pepsí en áður. Þess í stað hafa verið sett sætuefni í staðinn, neytendum til mismikillar gleði. Ölgerðin segir ákall hafa verið eftir minna sykurmagni í drykknum.

Neytendur
Fréttamynd

Lands­net skuldar Lands­virkjun 2,4 milljarða

Landsnet skuldar Landsvirkjun 2,4 milljarða króna sem greiddar voru í svokallað aflgjald af framleiðendum raforku. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að innheimta Landsnets á téðu gjaldi væri ólögmæt.

Neytendur
Fréttamynd

Lands­virkjun vann og neyt­endur borga brúsann

Hæstiréttur hefur dæmt innheimtu Landsnets á svokölluðu aflgjaldi af framleiðendum raforku ólögmæta. Sama niðurstaða á neðri dómstigum gerði það að verkum að Landsnet færði aflgjaldið yfir á notendur raforku, neytendur.

Neytendur
Fréttamynd

Hægir á verð­hækkunum mat­vöru

Verðbólga í matvöruverslunum fer minnkandi það sem af er ári. Til marks um það hækkaði verðlag matvöru um 1,2 prósent milli mánaða, samanborið við 12,3 prósent árshækkun matvöruverð í maí á síðasta ári. 

Neytendur
Fréttamynd

„Gátum ekki setið og beðið enda­laust“

Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. 

Neytendur
Fréttamynd

Sekta Ár­vakur um 1,5 milljónir króna vegna fjölda dulinna aug­lýsinga

Fjölmiðlanefnd hefur sektað Árvakur, fjölmiðlaveitu mbl.is, um 1,5 milljónir króna vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna duldar auglýsingar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa fengið fréttir skrifaðar um vörur sínar á mbl.is, án þess að tekið væri fram að um auglýsingu væri að ræða, eru Nói siríus, Hagkaup, MS og Te og kaffi. 

Neytendur
Fréttamynd

Vonast til að koma dánar­búinu í góðar hendur

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra vonast til þess að hlutir úr dánarbúi foreldra sinna komi öðrum að góðum notum. Neikvæð þróun sé í grænni orku hér á landi og fyrirtæki þurfi að notast við olíu á ný vegna skorts á raforku.

Neytendur
Fréttamynd

Helmingur Ís­lendinga sáttur við falsanir og eftir­líkingar

Tæplega helmingi Íslendinga finnst stundum í lagi að kaupa falsaðar vörur og eftirlíkingar. Þetta er niðurstaða könnunar Maskínu fyrir Hugverkastofu. Níu prósent landsmanna hafa keypt falsanir eða eftirlíkingar síðastliðna 12 mánuði, mest á erlendum vefsíðum. Karlar kaupa mest falsaða merkjavöru og íþróttaföt en konur gleraugu og skartgripi.

Neytendur