Menning

Megas að stæla Þorvald að stæla sig

Megas og Skúli Sverrisson ætla að flytja Ósómaljóð Þorvaldar Þorsteinssonar ásamt hljómsveit á Listahátíðinni í Reykjavík og stefna á upptökur með vorinu. Þorvaldur lést langt fyrir aldur fram árið 2013 en skildi eftir sig einstaklega fjölbreytt og fallegt höfundaverk.

Menning

Segir ekki nei við gamla kennarann

Tina Dickow, ein fremsta dægurlagasöngkona Dana, og Helgi H. Jónsson, bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015, halda tónleika í dag í Bókasafni Seltjarnarness.

Menning

Nýtt úr norrænum kvikmyndaheimi

Á kvikmyndahátíð sem hefst í dag í Norræna húsinu verða ellefu myndir sýndar. Einnig verður vinnustofa og spjall. Aðgangur er ókeypis að öllum viðburðum.

Menning

Kirkjur, hús og kisur

Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Ingi Hrafn Stefánsson opna sýningu sem er hluti af hátíðinni List án landamæra.

Menning

Hátíð án landamæra

Um helgina hefst listahátíðin List án landamæra. Hátíðin sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu fagnar fjölbreytileikanum og stuðlar að jafnrétti í menningarlífinu.

Menning

Górillustelpur og klifurdans

Tveir heimsfrægir listhópar opna Listahátíð Reykjavíkur í ár með opnum viðburðum miðborginni sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Menning

Konur í aðalhlutverki

Listahátíð í Reykjavík 2015 Fyrri hluti var kynnt í gær og þar verður fjöldi spennandi listviðburða í boði og er lögð áhersla á að rétta mjög svo skertan hlut kvenna innan hátíðarinnar frá því sem verið hefur allt frá fyrstu hátíðinni 1970.

Menning

Leiðsögumaður um Passíusálmana

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru komnir út í sinni 92. útgáfu en í fyrsta sinn fylgir leiðsögumaður með í förinni um þetta mikla 17. aldar meistaraverk bókmenntanna.

Menning

Vindurinn og hatrið

Vinur minn vindurinn og Maðurinn sem hataði börn eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Menning

Vorinu fagnað með listasmiðju

Listasafn Árnesinga stendur fyrir fjölskyldusamveru í dag þar sem sköpunargleðin fær að njóta sín. Þar verða náttúruleg efni nýtt í anda frumbyggja.

Menning

Tónaljóð um þjáningu

Elmar Gilbertsson tenór og Hanna Dóra Sturludóttir sópran eru einsöngvarar með Mótettukór og Kammersveit Hallgrímskirkju í flutningi óratóríunnar Passíu op. 28 eftir Hafliða Hallgrímsson á morgun, föstudaginn langa.

Menning

Málar hús, landslag og portrett

Ragnar Hólm opnar sýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri á morgun. Pálmi Gunnarsson og Kristján Edelstein leika þar létt lög af fingrum fram.

Menning

Nýmálað 2

Við sýnum hér verk átta listamanna af fjórum kynslóðum, sýnishorn af því sem gefur að líta á Kjarvalsstöðum.

Menning

Samspil og sóló

Gítar-og flaututónleikar verða í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun. Þeir eru síðustu tónleikarnir í röðinni Hljóðön á þessum vetri.

Menning

Lagt á borð fyrir máltíð

Páskadagskráin á Skriðuklaustri í Fljótsdal hefst í dag þegar opnaðar verða tvær sýningar sem báðar tengjast Handverki og hönnun; Síðasta kvöldmáltíðin með verkum átta leirlistakvenna og fatahönnunarverkefni Elísabetar Karlsdóttur, STAND UP / STAND OUT.

Menning