Lífið

Tára­flóð eftir ó­vænt at­riði brúð­gumans

Rakel Orradóttir, markþjálfi og áhrifavaldur, og Rannver Sigurjónsson kírópraktor, giftu sig við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju 17. ágúst síðastliðinn. Nýbökuðu hjónin svífa um á bleiku skýi og njóta nú hveitibrauðsdaganna á fimm stjörnu hóteli á grísku eyjunni Krít. Lífið á Vísi ræddi við hjúin um ástina og stóra daginn.

Lífið

Haustinu fagnað með tón­leikum á Kaffi Flóru

Önnur tónleikaröð Kaffi Flóru í Laugardalnum í tilefni haustsins hefst í dag þegar Hipsumhaps stígur á svið. Eigandi kaffihússins segir Kaffi Flóru bjóða upp á einstaka stemningu þar sem blóm umlykja tónleikagesti á meðan tónleikum stendur.

Tónlist

Myndaveisla: Sexí upp­lifun í mið­bænum

Fjölmennt var á koteilabarnum Tipsý á dögunum þegar Samuel Page, yf­ir­barþjónn veitingastaðarins Sexy Fish í London, tók yfir barinn og bauð gestum upp að smakka á nokkra af þeirra frægustu kokteilum.

Lífið

Hollywood-leikstjóri nýtur lífsins á Ís­landi

Óskarsverðlaunaleikstjórinn Ron Howard er nú á Íslandi og nýtur lífsins. Á reikningi sínum á samfélagsmiðlinum X segir hann frá því að hann sé á landinu ásamt eiginkonu sinni, Cheryl. Við færsluna setur hann myllumerkin Iceland, eða Ísland, og bucketlist, eða laupalisti. Svo spyr hann hvort fólk vilji sjá fleiri myndir. 

Lífið

Var búinn að gefast upp

Jennifer Lopez hafði íhugað það vel og vandlega hvort hún ætti að sækja um skilnað við eiginmanninn Ben Affleck. Þegar á hólminn var komið var Affleck búinn að gefast upp á hjónabandinu, hafði engan áhuga á að bæta það og taldi söngvarinn því ekki aftur snúið.

Lífið

Líf og fjör þegar lundapysjum var sleppt út á haf

Líf og fjör var um borð í Herjólfi í gær, þegar fjölskyldur úr Vestmannaeyjum drógu lundapysjur upp úr kössum og slepptu þeim á haf út. Pysjutímabilið hefst yfirleitt í seinnihluta ágúst í Eyjum, þegar pysjur leita inn í bæinn og villast út á götur og inn í garða.

Lífið

Í­trekað með tárin í augunum á leið í vinnuna

Maren Brynja Kristinsdóttir segir mikilvægt að fólk þekki einkenni kulnunar og bregðist við áður en rauðu flöggin verði orðin of mörg. Maren varð sjálf orðin mjög lasin án þess að átta sig á því og lýsir því í Íslandi í dag hvernig einkennin voru farin að ágerast.

Lífið

Krefjandi golf­völlur í ó­venju­legri náttúru­fegurð

Haukadalsvöllur hefur þá sérstöðu að vera staðsettur nærri hverasvæðinu í Haukadal og má stundum sjá Strokk og Geysir blása úr sér á meðan spili stendur. Völlurinn, sem er 9 holu völlur, var opnaður sumarið 2006 og ber hver hola nafn einhvers af þeim hverum sem finnast á hverasvæðinu.

Lífið samstarf

Segir fitubúninginn hafa bjargað

Breski stórleikarinn Ian McKellen segir að fitubúningur, sem hann klæddist til að leika Shakespeare-persónuna Falstaff, hafi bjargað honum þegar hann datt af leiksviði í Lundúnum í júní. Áverkarnir hefðu verið mun verri hefði hann ekki klæðst búningnum.

Lífið

Guggur og gúmmíbátur hjá Guggu í gúmmí­bát

„Þetta var án efa besti dagur lífs míns,“ segir áhrifavaldurinn Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, sem fagnaði 21 árs afmæli sínu með stæl um helgina á skemmtistaðnum Hax. Patrik, Issi, HubbaBubba og DJ Bjarni K voru meðal tónlistaratriða og að sjálfsögðu var gúmmíbátur á svæðinu.

Lífið

Jennifer Lopez sækir um skilnað

Mikið hefur verið rætt og ritað um stormasamt samband Hollywood-stjarnanna Jennifer Lopez og Ben Affleck undanfarið. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um margra vikna skeið um að sambandi þeirra sé svo gott sem lokið. Nú virðist sem að sá orðrómur hafi verið staðfestur.

Lífið

Fimm sér­býli á Nesinu

Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt framboð af fasteignum af öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók saman lista sem samanstendur af fimm sérbýlum á Seltjarnarnesi sem voru byggð í kringum árið 1970.

Lífið

Ein glæsi­legasta leik­kona landsins á lausu

Leikkonan Ásthildur Úa Sigurðardóttir bætist í hóp glæsilegra einhleypra kvenna. Nýverið slitnaði upp úr sambandi Ásthildar og iðnmeistarans Þóris Hlyns Ríkharðssonar. Saman eiga þau eina dóttur.

Lífið

Helgi Björns ber sig ekki eins vel milli ára

Óskar Magnússon rithöfundur og stjórnarformaður Eimskips er efstur á lista yfir tekjuhæstu listamenn landsins, annað árið í röð. Á listanum er að finna mörg kunnugleg nöfn, meðal annars Siggu Beinteinsdóttur söngkonu, Steinda jr. grínista og Örn Árnason leikara. Helgi Björnsson tónlistarmaður fer úr sæti næsttekjuhæsta listamannsins og niður í 26. sæti, miðað við greitt útsvar.

Lífið

Sunn­eva Einars tekur risastökk á tekjulista á­hrifa­valda

Skemmtikrafturinn og útvarpskonan Eva Ruza Miljevic er tekjuhæst íslenskra áhrifavalda, annað árið í röð. Á eftir henni eru Birgitta Líf Björnsdóttir, Sunneva Eir Einarsdóttir og Guðmundur Birkir Pálmason, sem betur er þekktur sem Gummi Kíró. Sunneva var ekki meðal tíu tekjuhæstu stjarnanna í fyrra og er hástökkvari á listanum í ár.

Lífið

„Smá eins og maður sé alls­ber fyrir framan al­þjóð“

„Ég fæ innblástur með því að staldra við, líta í kringum mig og taka inn öll litlu smáatriðin sem maður er svo gjarn á að líta fram hjá út af stressi og hraða,“ segir ljósmyndarinn Kári Sverrisson sem stendur fyrir sýningunni Being me sem opnar á Menningarnótt. Blaðamaður ræddi við Kára.

Menning

Þor­móður og Þóra skelltu sér til Marokkó

Þormóður Jónsson athafnamaður og eigandi Íslensku auglýsingastofunnar og Þóra Björk Schram listakona eru nýjasta par landsins. Þau hafa undanfarin misseri spókað sig um í Friðheimum og skellt sér til Marokkó svo fátt eitt sé nefnt.

Lífið

„Sumar á disk” að hætti Evu Lauf­eyjar

Matgæðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir deildi einfaldri og ljúffengri uppskrift að sumarlegum snittum á Instagram-síðu sinni. Rétturinn er tilvalinn sem forréttur eða sem léttur réttur. 

Lífið

„Þetta var full­komið og auð­vitað sagði ég já“

Alexandra Friðfinnsdóttir átti ógleymanlega stund á tónlistarhátíðinni Sziget í Búdapest þegar kærastinn hennar Magnús Jóhann fór á skeljarnar. Hjúin eru miklir tónlistarunnendur og fékk Magnús eina af þeirra uppáhalds hljómsveitum í lið með honum. Blaðamaður ræddi við Alexöndru um þessa einstöku trúlofun.

Lífið

Myndaveisla: Líf og fjör á golfmóti FM957

Frábær þátttaka og mikil gleði var á partý golfmóti FM957 sem var haldið í níunda sinn síðastliðinn fimmtudag. Sjötíu og tveir keppendur mættu til leiks á mótinu sem fór fram á golfvelli Öndverðarness í Grímsnesi.

Lífið

Jökull í Kaleo í Glæstar vonir

Jökull Júlíusson söngvari Kaleo mun verða í gestahlutverki í einum frægustu sápuóperuþáttum veraldar, Glæstum vonum. Hann mun flytja eitt af frægustu lögum sveitarinnar í þættinum, Way Down We Go.

Bíó og sjónvarp