Lífið

„Myndirnar væru ekki eins og þær eru ef ég væri enn inni í skápnum“

Listakonan Rakel Tómasdóttir hefur verið sjálfstætt starfandi síðastliðin ár og er í grunnin menntuð í grafískri hönnun. Viðfangsefni hennar einkennast gjarnan af konum og kvenlíkamanum en hún hefur einnig ferðast ein víða um heiminn og sótt innblástur í ævintýri ferða sinna. Rakel Tómas er viðmælandi þessa þáttar af Kúnst.

Menning

Biðja aðdáendur afsökunar eftir misheppnaða miðasölu

Miðasölurisinn Ticketmaster hefur beðið aðdáaendur stórsöngkonunnar Taylor Swift afsökunar vegna hruns sem varð á síðu fyrirtækisins þegar sala hófst á miðum á tónleika söngkonunnar. Ticketmaster hefur kennt metaðsókn og tölvuþrjótum um algjörlega misheppnaða sölu.

Tónlist

„Lýsa á á­takan­legan hátt bar­áttu sjúk­lingsins“

Svanhildarstofa var opnuð í dag við hátíðlega athöfn á Hælinu, setri um sögu berklanna á Kristnesi. Stofan er opnuð til minningar um Svanhildi Ólafsdóttur Hjartar, móður fyrrverandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Hann segir stundina mikilvæga fyrir sig og fjölskylduna.

Lífið

Marimekko kápa frá langömmu í miklu uppáhaldi

Guðný Margrét Magnúsdóttir, alltaf kölluð Magga Magnúsdóttir, er á sínu lokaári í fatahönnun við Listaháskólann og vakti athygli á dögunum fyrir hönnun sína á sokkum fyrir Amnesty International. Hún heldur mikið upp á kápu frá langömmu sinni og fann sinn persónulega stíl fyrir um tveimur árum síðan. Magga Magnúsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

5 dagar í Idol: Svíður enn að hafa til­kynnt rangan keppanda

Þau eru ansi stór fótsporin sem þau Aron Mola og Sigrún Ósk þurfa að feta í í nýrri þáttaröð Idol sem hefur göngu sína á föstudaginn. Kynnarnir Simmi og Jói settu mikinn svip á fyrri þáttaraðir, svo mikinn að þeir voru notaðir sem fordæmi fyrir Idol kynna í öðrum löndum.

Lífið

„Enginn getur allt en við getum öll gert eitthvað“

„Við eigum öll kost á að taka þátt í sjálfbærni sama hvort um er að ræða í stóru eða smáu samhengi“, segir Sigríður Hrund Pétursdóttir framkvæmdastýra og stofnandi Vinnupalla og fjárfestir. Hún segir að góð leið sé að velja sér eitt eða nokkur af sautján sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, vinna með þau í nærumhverfinu og æfa sig síendurtekið.

Lífið

Danslagið Infinity endurfætt á Íslenska listanum

Danssmellurinn Infinity með Guru Josh Project kom upprunalega út árið 1989 og var svo endurútgefið árið 2008 við miklar vinsældir. Tónlistarmaðurinn Willy William hefur nú gefið út lagið Trompeta sem líkist óneitanlega Infinity en hann notar hljóðbúta úr Infinity og gefur þeim nýtt líf.

Tónlist

„Þær taka valdið aftur í sínar hendur“

Gögn Kvennaathvarfsins eru ekki geymd undir nöfnum kvennanna sem þangað leita vegna ofbeldis í nánum samskiptum. Mikil áhersla er lögð á trúnað og eru konurnar ekki spurðar um nafn þess sem beitti þær ofbeldi. 

Lífið

Pabbakvöld í Al Mazrah

CM!OB pabbarnir ætla að gera heiðarlega tilraun til að mála Al Mazrah rauða í Warzone 2 í kvöld. Það er að segja eftir að börnin eru komin í háttinn.

Leikjavísir

Réði „paparazzi“ til að þykjast vera fræg á afmælinu sínu

Afmælisstelpan Alyssa borgaði ljósmyndurum til þess að mæta í afmælið sitt, taka myndir, kalla á sig og þykjast vera fræg. Gamanið hófst þó á hrekkjavöku þegar ljósmyndarinn Kieran Murray og vinir hans klæddu sig upp sem „paparazzi“ og má segja að þeir hafi verið í hlutverkinu síðan.

Lífið

Fyrsta jóla­lag Helga Björns í yfir 25 ár

Gleðipinninn Helgi Björnsson er löngu orðinn fastagestur í útvarpstækjum landsmanna hver einustu jól. Helgi hafði hins vegar ekki gefið út nýtt jólalag síðan hann gaf út lagið ódauðlega Ef ég nenni. Nú yfir 25 árum síðar sendir Helgi frá sér glænýtt jólalag, Gjöf merkt þér.

Jól

Ólíkar nálganir á hið alræmda jólastress

Systkinin Álfgrímur og Þorgerður Ása voru að gefa út nýtt jólalagið sem ber nafnið „Jólin eru tíminn“. Það er greinilegt að jólaandinn lifir í þessum söngelsku systkinum þar sem þetta er í annað sinn sem þau gefa út jólalag saman.

Jól

Þegar kemur að réttindum barna erum við öll í sama liði

Í tilefni af Alþjóðadegi barna frumsýnir UNICEF á Íslandi áhrifamikið myndband á Vísi sem er framleitt í samstarfi við nafnana Hannes Þór Halldórsson, leikstjóra og fyrrverandi landsliðsmarkvörð og Hannes Þór Arason. Myndbandið er hluti af alþjóðlegu átaki UNICEF í tilefni dagsins. Með átakinu vill UNICEF, í aðdraganda Heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu, vekja athygli á réttindum barna og skera upp herör gegn fordómum, mismunun og réttindabrotum.

Lífið