Lífið

Will Butler kveður Arcade Fire

Will Butler sem var í Arcade Fire hefur yfirgefið hljómsveitina. Hann segir ástæðu þess einfaldlega vera að hann hafi breyst líkt og hljómsveitin sjálf síðustu tuttugu árin frá því að þau byrjuðu að spila saman. Hann segir nýja og spennandi hluti vera framundan.

Lífið

Íslenska súrdeigsveldið í Prag stækkar

„Við vorum næstum því í þeim sporum að geta orðið gjaldþrota áður en við opnum,” segir Davíð Arnórsson bakari sem á og rekur bakarískeðjuna Artic bakehouse í Prag ásamt viðskiptafélaga sínum Guðbjarti Guðbjartssyni.

Lífið

Mynda­veisla frá Hlust­enda­verð­laununum

Það var mikið um dýrðir þegar Hlustendaverðlaunin voru afhent í Kolaportinu í gærkvöldi. Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna steig á stokk, en viðburðuinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi.

Lífið

Stökkið: „Ég gæti aldrei flutt aftur til Íslands“

Al­ex­andra Björg­vins­dótt­ir er búsett í Zürich í Sviss þar sem hún hefur verið í tæp tvö ár og segir þau bestu tvö ár lífs síns. Í dag rekur hún fyrirtækið Travel By ABB þar sem hún hjálpar öðrum að skoða heiminn og uppgötva nýja staði.

Lífið

Galdrapresturinn á Skinnastað hlaut viðurnefnið greipaglennir

„Hann var kallaður Jón greipaglennir af því að hann glennti út fingur sína, er sagt vera, þegar hann blessaði yfir söfnuðinn,“ segir sóknarpresturinn og prófasturinn Jón Ármann Gíslason á Skinnastað í Öxarfirði um forvera sinn, séra Jón Einarsson, sem uppi var á árunum 1655 til 1737.

Lífið

Myndir: Sýnileikadagur FKA

Sýnileikadagur FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, fór fram í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni síðastliðinn fimmtudag. Gjaldkeri félagsins segir daginn hafa verið vel heppnaðan.

Lífið

„Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“

Svavar Pét­ur Ey­steins­son, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 

Lífið

Katy Perry kemur til Ís­lands í sumar

Bandaríska söngkonan Kary Perry mun koma til Íslands næsta sumar í tilefni af því að hún verður svokölluð „guðmóðir“ skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka í Reykjavík í ágúst næstkomandi.

Lífið

„Þessi börn eru fórnarlömb aðstæðna“

Það eru margar áskoranir fyrir fósturforeldra sem taka að sér barn í fóstur og einnig fyrir fósturbörnin sjálf. Fósturforeldrar upplifa oft fordóma frá fólki sem þekkir ekki hvernig fósturkerfið virkar. 

Lífið

Vilja trenda sjálfsvinnu og hugleiðslu

Dagný Berglind Gísladóttir og Eva Dögg Rúnarsdóttir hafa verið áberandi innan vellíðunargeirans en þær hafa hannað netnámskeið fyrir konur og karla á öllum aldri sem veitir fólki innblástur til þess að setja sig í fyrsta sæti og huga að andlegri og líkamlegri vellíðan. Hugmynd þeirra er að gera sjálfsvinnu að sjálfsögðum hluta af lífinu.

Lífið

Pallborðið: Dramatíkin í Söngva­keppninni

Það virtist koma flestum landsmönnum á óvart þegar Sigga, Beta og Elín höfðu betur gegn Reykjavíkurdætrum í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardag. En lá sigur þeirra ef til vill alltaf í loftinu? Er Twitter bara bergmálshellir og endurspeglar kannski ekki vilja þjóðarinnar? 

Lífið

Instagram bannar Kanye

Meta hefur tekið þá ákvörðun að banna Kanye West af Instagram í sólarhring vegna áreitis á miðlinum. Rapparinn hefur verið að áreita Pete Davidson sem er kærasti fyrrverandi eiginkonu hans Kim og einnig þáttastjórnandann Trevor Noah.

Lífið

Karolina Biewleska valin Miss World 2022

Ungfrú Pólland, Karolina Biewleska, var krýnd Miss World 2022 í gær. Keppnin fór fram í Púertó Ríkó. Áður hafði þurft að fresta keppninni vegna Covid-19 útbreiðslu á meðal keppenda en efstu 40 sneru aftur til Puerto Rico fyrir lokakvöld keppninnar. 

Lífið

„Allir þurfa á smá ást að halda núna“

„Tímasetningin er fullkomin, við þurfum eitthvað hlýtt í hjartað og það er fátt fallegra en fólk í leit að ástinni," segir Ása Ninna Pétursdóttir um nýja seríu Fyrsta bliksins en önnur sería stefnumótaþáttanna byrjar í sýningu á Stöð 2 í næstu viku. 

Lífið

Hádramatískur Bachelor lokaþáttur á Íslandi

Hádramatískur tvöfaldur lokaþáttur The Bachelor sem tekinn var upp á Íslandi skildi aðdáendur þáttanna eftir gapandi yfir öllu því sem fór fram. *Höskuldarviðvörun* Í þessari frétt verður talað um það sem gerðist í þættinum og hver hefur verið valin sem næsta Bachelorette.

Lífið

Nökkvi Fjalar og Embla Wigum í paraferð í París

Parið Nökkvi Fjalar og Embla Wigum skelltu sér í paraferð til Parísar þar sem þau eru stödd þessa dagana að njóta borg ástarinnar. Parið byrjaði nýlega saman eftir að hafa upphaflega flutt til London sem vinir og viðskiptafélagar. 

Lífið