Lífið

Helvítis kokkurinn: Pulled pork samloka

Elísabet Hanna skrifar
Ívar elskar að vera í eldhúsinu.
Ívar elskar að vera í eldhúsinu. Skjáskot

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega.

Í þetta skiptið er það Pulled pork samloka. 

Uppskriftina úr þættinum má sjá hér að neðan:

Klippa: Helvítis kokkurinn - Pulled pork samloka

Pulled Pork grísasamloka með chilli mayo, eplum, kasjú hnetum og hrásalati

  • Grísahnakki
  • 800 gr grísahnakki
  • 3 msk dijon sinnep
  • salt og pipar
  • 2 msk chilliduft
  • 200 gr bbq sósa
  • 4 hamborgarabrauð

Chilli mayo

  • 200 gr japanskt mayo
  • 1 rauður chilli
  • 1 msk shriracha sósa
  • 1 msk hunang
  • salt og pipar

Epli

  • 1 grænt epli
  • sítrónusafi
  • 100 gr Til Hamingju kasjú hnetur

Hrásalat

  • 100 gr hvítkál
  • 100 gr rauðkál
  • 50 gr gulrætur
  • 50 gr sellerírót
  • 1 skallot laukur
  • 1/2 msk hunang
  • safi úr hálfri appelsínu
  • salt og pipar
  • Kóríander eftir smekk
Nammi!Helvítis kokkurinn

Aðferð:

  1. Steikið grísahnakka á öllum hliðum í steikarpotti. Smyrjið kjötið með dijon og kryddið. Steikið á 90 gráðum í 6 - 8 tíma í ofni. Rífið kjötið í strimla og blandið bbq sósu saman við.
  2. Skerið hvítkál, rauðkál, gulrætur, lauk og sellerírót í strimla og blandið saman við hunang, appelsínusafa og salt og pipar. Kryddið með söxuðu kóríander.
  3. Skerið epli í þunnar sneiðar, leggið í sítrónusafa og dreifið hnetum ofan á.
  4. Saxið chilli í smáa bita og blandið ásamt öðrum innihaldsefnum í chilli mayo.
  5. Grillið hamborgarabrauð, hitið kjöt á pönnu og setjið saman.

Njótið!


Tengdar fréttir

Hel­vítis kokkurinn: Rauð­víns­soðnir lambaskankar

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og kemur inn vikulega.

Helvítis kokkurinn: Pasta með cajun kjúlla

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega.

Helvítis kokkurinn: Fish & Ships

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega.

Helvítis kokkurinn: Kjúklingasamloka með Bourbon-Beikon sultu

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega.

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn

Ívar Örn Hansen er að fara af stað með matreiðsluþættina Helvítis kokkurinn hér á Vísi og á Stöð 2+ þar sem hann eldar bragðgóðan mat á mannamáli og sleppir öllu kjaftæðinu. Sjálfur er hann mikill matarunnandi sem elskar að gleðja aðra með góðum mat.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×