Lífið

Dansað inn í veturinn með hádegispartýi á Prikinu

Áhugasamir dansarar geta glaðst yfir því að viðburðurinn Lunch Beat Reykjavík snýr aftur til borgarinnar í hádeginu á morgun með viðburði á Prikinu. DJ Margeir þeytir skífum og dansararnir Olga Maggý Erlendsdóttir og Rebekka Sól Þórarinsdóttir stýra dansgleðinni.

Lífið

Rithöfundurinn Julie Powell er látin

Rithöfundurinn Julie Powell, sem best er þekkt fyrir að hafa eldað allar uppskriftir í bók kokksins Juliu Child, „Mastering the Art of French Cooking“ er látin 49 ára að aldri. Powell lést úr hjartastoppi á heimili sínu í New York.

Lífið

Tónleikar í heimahúsum Skagamanna

Tónlistarhátíðin HEIMA-SKAGI á Akranesi er einstök hátíð sem fer fram á heimilum Skagamanna. Hún er haldin er í tengslum við Vökudaga, menningarhátíð Akurnesinga. Á henni spila tíu listamenn í tíu heimahúsum tvisvar sinnum yfir laugardaginn 5. nóvember. 

Lífið

Heidi Klum mætti sem ormur

Fyrirsætan Heidi Klum er þekkt fyrir það að klæðast stórkostlegum búningum á hrekkjavöku sem eru í raun listaverk. Í ár hélt hún í hefðina og mætti klædd sem ormur og lá á gólfinu í viðtölunum sem hún fór í. 

Lífið

Rosa­legur lúxus í einka­þotu Icelandair

Gríðarlegur lúxus er um borð í einkaflugvél Icelandair og eru innanstokksmunir langt frá því sem farþegar í hefðbundnu áætlunarflugi kunna að hafa vanist. Fyrirtækið Abercrombie & Kent, sem sérhæfir sig í lúxusferðalögum, leigir vélina af flugfélaginu en áhöfnin er íslensk.

Lífið

Fljótabóndinn segir svínin vera gáfuðustu húsdýrin

„Þetta eru bráðgáfuð kvikindi. Af húsdýrunum, þá eru svínin langgáfuðust. Það er svo auðvelt að kenna þeim allt,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, en svínin eru meðal dýranna í húsdýragarðinum sem þar er rekinn samhliða sauðfjár- og geitabúi ásamt ferðaþjónustu.

Lífið

Egill Ólafsson með Parkinsons

Tónleikum Stuðmanna í Hörpu sem áttu að fara fram í þarnæstu viku hefur verið aflýst. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að ástæða frestunarinnar séu veikindi söngvara Stuðmanna, Egils Ólafssonar. 

Lífið

Stjörnulífið: Hrekkjavaka, Grease og gleði

Gerviblóð, dýraeyru og Íslendingar klæddir sem Hollywood stjörnur einkenndu hrekkjavöku helgina sem var að líða. Grease tónleikarnir fóru loksins fram í Laugardalshöllinni eftir að tilkynnt var um þá árið 2020.

Lífið

Söngvari Low roar er látinn

Ryan Karazija, söngvari hljómsveitarinnar Low Roar er látinn aðeins fertugur að aldri. Hann hafði verið búsettur hér á landi frá árinu 2010.

Lífið