Lífið

Stúlka Frostadóttir fædd og nefnd

Dóttir fjölmiðlamannsins Frosta Logasonar og Helgu Gabríelu Sigurðardóttur matreiðslumanns er komin í heiminn og hefur verið nefnd Birta. Nafnið er í höfuðið á systur Helgu Gabríelu sem heitir Birta Hlín.

Lífið

Segir jörðina liðast í sundur á Reykja­nesi

Bandarískur áhrifavaldur, sem er búsettur hér á landi, segir jarðskjálfta á Reykjanesi í gær vera það ógnvænlegasta sem hann hefur upplifað á landinu. Þá deilir hann mynd af stærðarinnar holu sem myndaðist á vegi á svæðinu.

Lífið

Söfnuðu milljón krónum á einni viku fyrir bók um þriðju vaktina

Söfnun fyrir útgáfu bókar um þriðju vaktarina lauk á rúmri viku. Höfundur segir markmiðið vera að veita pörum aðgengilegt samansafn af upplýsingum um fyrirbærið. Þegar hafa á fimmta tug frásagna borist og segist höfundur trúa því að hægt og rólega muni hinar verstu karlrembur vakna úr dvala, karlar muni ekki lengur geta skýlt sér á bakvið skilningsleysi þegar komin er út heil bók um viðfangsefnið. Þriðja vaktin geti rústað hjónaböndum.

Lífið

Amy Poehler birtir myndband frá Íslandi

Svo virðist vera sem bandaríska leikkonan og grínistinn Amy Poehler sé stödd á Íslandi. Í myndbandi sem leikkonan birtir á samfélagsmiðlinum TikTok sýnir hún frá helstu ferðamannastöðum Íslands en þó ekki sjálfa sig.

Lífið

Klæddu sig upp fyrir loka­tón­leika Elton John

Lokatónleikarnir í kveðjutónleikaröð tónlistarmannsins Elton John fóru fram í Stokkhólmi í gær. Tónleikaröðin hófst árið 2018 og er ein sú söluhæsta í sögunni. Íslensk hjón sem mættu á tónleikana í gær segja að þeir hafi verið frábærir. 

Lífið

Líður best með moldina á milli tánna

Leikkonan Ásthildur Úa Sigurðardóttir gerði fjórar tilraunir áður en hún komst inn í leiklistarnám. Bekkurinn hennar fór í gegnum húsnæðisbreytingar og me too byltinguna sem hafði mikil áhrif en ekki síður sú upplifun að ganga með sitt fyrsta barn í miðjum heimsfaraldri. Stuttu eftir útskrift hlaut Ásthildur tvær Grímuverðlauna tilnefningar fyrir leik sinn í aðal- og aukahlutverki. Hún segir frægð aldrei neitt markmið enda líði sér best í sveitinni með moldina á milli tánna.

Lífið

Erlingur leik­stýrði Juli­an Sands í hans síðustu mynd

Julian Sands var jarðbundinn, hlýr og rausnarlegur á sinn tíma. Þetta segir Erlingur Thoroddsen leikstjóri sem leikstýrði breska leikaranum í hans síðustu mynd sem ber nafnið The Piper. Leikarinn lést í fjallgöngu í Kaliforníu í janúar en lík hans fannst ekki fyrr en í þar síðustu viku.

Lífið

Greip ekki í Wemb­an­y­am­a og var ekki sleg­in í gólfið

Tónlistarkonan Britney Spears greip ekki í körfuboltamanninn Victor Wembanyama, heldur potaði í hann til að ná athygli hans. Þá var hún ekki slegin í jörðina af öryggisverði hans, heldur sló hann í hendi hennar en í leiðinni fór hendi hans í andlit hennar eða hún sló sjálfa sig í andlitið.

Lífið

Breytir hundum í lista­verk

Á snyrtistofu Gabriel Feitosa getur allt gerst. Bernedoodles hundar umbreytast í gíraffa og kjölturakkar líkjast Pokémon. Upphalningarnar kosta frá 500 til 1200 Bandaríkjadala. Hundasnyrtistofan er staðsett í San Diego en sjálfur er Gabriel ættaður frá Brasilíu. Stofuna opnaði hann árið 2018 og hefur tíu starfsmenn á sínum snærum sem snyrta að meðaltali tuttugu hunda á degi hverjum.

Lífið

Júlíspá Siggu Kling: Stjórnsemi er kannski þinn helsti galli

Elsku Fiskurinn minn, ekki trúa öllu sem þér er sagt og passaðu þig á áráttu hugsunum sem þú átt erfitt með að stjórna. Þú þarft að vera opinn í allar áttir og taka inn aðrar skoðanir. Þú hefur svo mikla aðlögunar hæfni að það er nákvæmlega sama hvert þú verður settur eða hvar það er, þú finnur réttu leiðina.

Lífið

Júlíspá Siggu Kling: Þú getur haft miklu meiri stjórn

Elsku Vogin mín, þú ert alltaf að stækka og eflast. Alveg sama hvort þú sért hrædd við eitthvað eða hafir kvíða, þá er það bara að mörgu eða öllu leiti bara þín eigin ímyndun. Þér finnst að þú hafir tapað einhverju frá þér eða ekki fengið þá samninga sem þú vildir.

Lífið

Júlíspá Siggu Kling: Líf þitt getur breyst á nokkrum vikum

Elsku Krabbinn minn, þú ert svo tilfinninga mikill að þú ræður ekki alltaf við þig. Þér finnst svo ofboðslega gaman svo brýtur þú þig niður eins og þú hafir ekkert annað að gera. Ég verð að segja þér að þú ert eina mannveran sem þú getur ekki sagt skilið við.

Lífið

Júlíspá Siggu Kling: Hugsaðu um gamla fólkið í fjölskyldunni

Elsku Tvíburinn minn, það er eins og það togist í þér tvö öfl, hið dökka og erfiða á móti hinu bjartsýna kraftmikla og skemmtilega. Það er svo mikilvægt fyrir þig að eitra fyrir hinu dökka, gefa því enga næringu og ekkert fóður. Þetta er svipað sögunni með hvíta og fallega úlfinn á hægri öxl og hinn svarta og grimma á vinstri öxl.

Lífið

Júlíspá Siggu Kling: Lífið er karma og þinn tími er núna

Elsku Nautið mitt, þú ert vinsamlegasta merkið og villt ekkert annað en að friður sé á jörð og í kringum þig. Að rífast er hlutur sem getur lamað orkuna þína til langs tíma því þegar þú loksins reiðist þá er eins og Vesúvíus hafi gosið og allir eru hræddir við það eldgos.

Lífið

Júlíspá Siggu Kling: Gerðu hlutina sjálfur

Elsku Bogmaðurinn minn, þú svo mikill baráttumaður. Þú villt hafa allt á hreinu en það versta sem kemur fyrir þig er, ef þér finnst að þú sért bundin niður og getir þig hvergi hreyft. Ef að eitthvað er að hrjá þig núna þá er þetta ástæðan.

Lífið

Júlíspá Siggu Kling: Þú heldur áfram eins og herforingi

Elsku vatnsberinn minn, það eru búin að vera mikil tíðindi í kringum þig, áföll og ýmislegt sem þú hefur höndlað misjafnlega. En það sem er að breytast er að þér verður miklu meira sama, lætur ekkert á þig fá í rauninni. Þú heldur áfram eins og herforingi, það er meira segja hægt að segja að það rigni upp í nefið á þér. Þú varst í raun búin að búa þig undir að allt gæti gerst og að margt gæti hrunið í lífi þínu.

Lífið