Körfubolti

Bikarmeistararnir í undanúrslit

Bikarmeistarar Stjörnunnar urðu í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta er liðið vann sex stiga sigur á 1. deildarliði Skallagríms, 98-92.

Körfubolti

Skvettubræður slökktu í Boston | Jokić dró vagninn að venju

Alls fóru átta leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar má helst nefna stórleik meistara Golden State Warriors og besta liðs deildarinnar, Boston Celtics. Nikola Jokić var frábær í leik Denver Nuggets og Utah Jazz á sama tíma og Chicago Bulls skoraði 144 stig gegn Dallas Mavericks

Körfubolti

„Ætla ekki að koma með söluræðu“

Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var eðlilega sár og svekktur eftir 29 stiga tap gegn Njarðvík í Subway-deild karla í kvöld, 107-78. Ósigurinn í kvöld var fimmta tapið hjá KR í röð og Helgi telur eðlilegt að stuðningsmenn KR séu ósáttir við gengi liðsins.

Körfubolti

„Lætur öllum líða vel í kringum sig“

Hildur Björg Kjartansdóttir, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hætti í atvinnumennsku í nóvember og er komin aftur heim til Íslands. Hildur Björg klárar tímabilið með Val í Subway deild kvenna.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtal: Keflavík-Höttur 71-62 | Keflavík lengdi taphrinu Hattar

Keflavík og Höttur mættust fyrr í kvöld í níundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Höttur byrjaði betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta 8-19 en Keflavík náði yfirhöndinni undir lok annars leikhluta og var yfir 29-27 í hálfleik. Hattarmenn gáfust ekki upp og náðu að halda sér í leiknum fram í seinni hluta fjórða leikhluta en Keflavík vann að lokum níu stiga sigur 71-62.

Körfubolti

„Kannski munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox“

Ísak Wíum, þjálfari ÍR, tók sér góðan tíma til að kæla sig niður fyrir viðtal kvöldsins eftir grátlegt tap gegn Valsmönnum í leik sem var æsispennandi allt fram á síðustu sekúndurnar. Leikurinn hefði í raun getað fallið hvoru liðinu sem var í skaut og ÍR-ingar fengu ekkert fyrir sinn snúð þrátt fyrir að hafa selt sig dýrt í seinni hálfleik og unnið sig inn í leikinn aftur eftir að hafa verið 11 stigum undir í hálfleik.

Körfubolti

Ekkert fær Boston hrað­lestina stöðvað

Boston Celtics er án efa besta lið NBA deildarinnar i körfubolta um þessar mundir. Liðið vann þægilegan sextán stiga útisigur á Toronto Raptors í nótt, 100-116, og er til alls líklegt. Sem stendur er Boston með 80 prósent sigurhlutfall en liðið hefur unnið 20 af 25 leikjum sínum til þessa.

Körfubolti