Íslenski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - HK 0-0 | Markalaust í Breiðholti

Það var mikið í húfi fyrir gestina úr Kópavogi þegar þeir mættu nýliðum Leiknis á Domusnovavellinum.Markmenn beggja liða voru á tánum í leiknum og átti þeir báðir góðan leik. Í fyrri hálfleik átti Arnar Freyr Ólafsson frábæra markvörslu þegar hann varði skalla frá Sóloni Breka.Í seinni hálfleik varði Guy Smit þrumu skot frá Ívari Erni Jónssyni. Liðin fóru síðan bæði að skjóta boltanum langt fram sem lukkaðist ekki og 0-0 jafntefli niðurstaðan.

Íslenski boltinn

„Þetta er svolítið glórulaust hjá mér“

„Þetta gerðist svo fljótt að það eina sem mér datt í hug var að henda hausnum fyrir þetta. sagði Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Víkings, um björgun sína á marklínu með höfðinu er lið hans vann Val 2-1 í toppslag í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gær. Sölvi Geir segist ætla að hætta eftir tímabilið og vill kveðja með Íslandsmeistaratitli.

Íslenski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Valur 2-1 | Víkingar frábærir er þeir jöfnuðu Valsmenn að stigum á topp deildarinnar

Víkingur átti einn besta hálfleik sem sést hefur til að vinna Valsmenn á heimavelli fyrr í kvöld 2-1. Kwame Quee og Viktor Örlygur Arnarson sáu um að skora en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik sem var algjörlega í eign hiemamanna sem létu Valsmenn líta mjög illa út. Leikurinn jafnaðist í seinni hálfleik en Víkingur var heilt yfir betra liðið og unnu leikinn verðskuldað.

Íslenski boltinn

„Fannst ég oft geta gert betur“

Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður FH, átti frábæran leik þegar Fimleikafélagið vann 0-5 sigur í Keflavík í dag. Jónatan átti beinan þátt í öllum mörkum FH í dag en sagði samt sem áður að hann hefði átt að gera betur í dag.

Íslenski boltinn

Leikur ÍA og KR fer fram í næstu viku

Frestaður leikur ÍA og KR í Pepsi Max-deild karla í fótbolta hefur verið dagsettur á miðvikudaginn næsta, 25. ágúst. Leikurinn átti að fara fram á sunnudag en var frestað vegna kórónuveirusmits í röðum KR-inga.

Íslenski boltinn

„Allir eru Framarar inn við beinið“

Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, segir félagið hafa sett sér það markmið að komast upp í efstu deild áður en gengið yrði frá flutningi félagsins úr Safamýri í Úlfarsárdal. Það tókst í gær er liðið tryggði sæti sitt í Pepsi Max-deild karla að ári.

Íslenski boltinn

Framarar tryggðu sér sæti í Pepsi Max deild karla

Framarar munu leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili, en liðið tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári með 2-1 sigri gegn Selfyssingum. Þá unnu tíu leikmenn Grindavíkur 2-1 sigur gegn Þrótti R. og Grótta vann einnig 2-1 sigur gegn Kórdrengjum.

Íslenski boltinn

Arnar Gunnlaugs sendi SMS í janúar sem skipti sköpum

Nikolaj Hansen, framherji Víkings, er í kapphlaupi við tímann fyrir stórleik liðsins við Val á sunnudaginn kemur. Hansen er markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar það sem af er leiktíð og vonast til að mæta sínum gömlu félögum í toppslagnum sem fram undan er.

Íslenski boltinn