Innherji
Innherji verður til
Fjölmiðlar á Íslandi þurfa að laga sig að breyttum veruleika. Tæknirisar hrifsa til sín sífellt stærri hlut af auglýsingatekjum, Ríksútvarpið heldur uppteknum hætti í samkeppni við einkamiðla og verðhækkanir á pappír grafa undan rekstrargrundvelli prentmiðla sem var veikur fyrir. Afleiðingarnar birtast okkur í atgervisflótta í blaðamennsku og því að rekstur stórra prentmiðla er háður innspýtingu frá eigendum þeirra. Þetta er vonlaus staða.