Innherji

Út­lit fyrir að gjald­eyris­kaup líf­eyris­sjóða hafi tvö­faldast að um­fangi í fyrra

Gjaldeyriskaup íslensku lífeyrissjóðanna jukust nokkuð hröðum skrefum á síðustu mánuðum ársins 2022 en samhliða því fór gengi krónunnar að gefa talsvert eftir. Útlit er fyrir að hrein gjaldeyriskaup sjóðanna í fyrra verði tvöfalt meiri borið saman við árið 2021 en svigrúm þeirra til að auka vægi fjárfestinga í erlendum gjaldmiðlum í eignasöfnum sínum hefur aukist talsvert eftir miklar verðlækkanir á alþjóðlegum mörkuðum.

Innherji

Óður til sprengjugleðinnar

Seltjarnarnesbær stóð ekki fyrir flugeldasýningu á Valhúsahæð þetta árið en í tilkynningu til bæjarbúa kom fram að öryggis- og umhverfissjónarmið hefðu vegið þungt. Ákvörðunin var svo sem í samræmi við afstöðu Umhverfisstofnunar sem beindi því vinsamlega til landsmanna fyrir jól að finna sér umhverfisvænni áramótahefðir, til dæmis að öskra árið burt. 

Umræðan

Héldu áfram að selja í verðbréfasjóðum þrátt fyrir hækkanir á mörkuðum

Hreinar innlausnir fjárfesta í innlendum verðbréfasjóðum á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2022 nema samanlagt yfir 37 milljarðar króna á tímabili sem hefur einkennst af mikilli óvissu og hræringum á mörkuðum um allan heim. Ekkert lát var á útflæðinu í nóvember, meðal annars í hlutabréfasjóðum, sem hafa skroppið saman um 30 milljarða frá því í ársbyrjun 2022.

Innherji

Áformar að gefa út ríkisbréf fyrir 140 milljarða og skoðar erlenda fjármögnun

Ríkissjóður, sem verður rekinn með um 120 milljarða króna halla á árinu 2023 samkvæmt fjárlagafrumvarpi, áformar að mæta fjárþörf sinni með útgáfu ríkisbréfa fyrir um 140 milljarða króna. Það er litlu lægri fjárhæð en heildarútgáfa ársins 2022 en í ársáætlun lánamála ríkissjóðs segir að til greina komi að gefa út skuldabréf erlendis eða ganga á gjaldeyrisinnstæður ríkisins í Seðlabankanum til að mæta að hluta lánsfjárþörfinni á þessu ári.

Innherji

LSR byggir upp stöðu í fjarskiptafélaginu Nova

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) er orðinn einn allra stærsti hluthafi Nova eftir að hafa sópað upp bréfum í fjarskiptafélaginu á síðustu dögum ársins 2022. Hlutabréfaverð Nova, sem hefur átt undir högg að sækja frá því að það var skráð á markað um mitt síðasta ár, hefur farið hækkandi undanfarnar vikur og ekki verið hærra frá því um miðjan september.

Innherji

Orkumál í brennidepli

Eitt brýnasta verkefnið að mati Samorku er uppbygging og viðhald flutnings- og dreifikerfis raforku því aðeins með sterku, áfallaþolnu kerfi sem lágmarkar töp skilar græna orkan sér þangað sem hennar er þörf. Þar hefur flókin lagaumgjörð á ýmsan hátt staðið í vegi fyrir raunverulegum umbótum. Úr þessu þarf að bæta til þess að metnaðarfull markmið um orkuöryggi og árangur í loftslagsmálum verði að veruleika.

Umræðan

Kombakk ársins

Þótt nýtt ár beri alls kyns óvissu í skauti sér, bæði orkukrísu og stríð, þá höfum við séð að þessar hindranir virðast hafa heldur minni bein áhrif á ferðaviljann til Íslands en hjá ýmsum samkeppnislöndum okkar. Það verður því að telja litlar líkur á að íslensk ferðaþjónusta beri stórvægan skaða af þessum óvissuþáttum þótt um einhverja eðlilega baksveiflu kunni að verða að ræða. Miðað við útlitið í dag stefnir í mjög gott ferðaþjónustuár 2023, ár þar sem ferðaþjónustan mun jafnvel geta skilað metverðmætum til samfélagsins.

Umræðan

Árið á verðbréfamarkaði – raðirnar þéttar

Undangengin útboð og öflugar nýskráningar og markvissar umbætur hafa átt helstan þátt því að við erum komin á þennan stað, bæði hvað varðar FTSE flokkunina og aukinn áhuga á markaðnum að öðru leyti. Til að við getum gert enn betur sem og aukið líkur á að færa okkur ofar í gæðaflokkun bæði hjá FTSE og MSCI verður að eiga sér stað áframhaldandi samtal við markaðsaðila og stjórnvöld um markaðsumbætur, sem meðal annars krefjast laga- og reglugerðabreytinga.

Umræðan

Ingibjörg og eigendur Eskju kaupa Hótel Selfoss

Hið nýstofnaða eignarhaldsfélag JAE, sem er meðal annars í eigu Ingibjargar Pálmadóttur fjárfestis og eigenda útgerðarfyrirtækisins Eskju, hefur gengið frá kaupum á Hótel Selfoss. Áður hafði sama félag fyrr á árinu einnig eignast Hótel Vestmannaeyjar.

Innherji

Varanlega breyttur heimur

Þeir sem halda að heimurinn verði aftur eins og áður var, ef á einhvern ótrúlegan hátt tekst að stöðva stríðsrekstur Rússa í Úkraínu og í kjölfarið hleypa landinu aftur í viðskipti við hinn vestræna heim, gætu þurft að endurskoða þær væntingar sínar. Varanlegar breytingar á heimshagkerfinu eru komnar af stað. Þriggja áratuga hagvaxtarskeiði sem einkenndist af lágri verðbólgu og ódýru fjármagni er lokið. Nýr veruleiki blasir við.

Umræðan

Vinnum saman að framförum

Gleymum því ekki að stjórnvöld í öðrum ríkjum vinna stöðugt að umbótum til að efla samkeppnishæfni. Með því að gera ekkert þá drögumst við aftur úr. Þær umbætur sem hafa átt sér stað á síðustu árum efla okkur nú á óvissutímum og gera hagkerfið betur í stakk búið að takast á við áföll. Öflugur og framsækinn iðnaður sem skapar verðmæti á óvissutímum er forsenda þess að Ísland verði áfram í fremstu röð.

Umræðan

Auk­inn á­hug­i á nor­ræn­u sjón­varps­efn­i en snarp­ar verð­hækk­an­ir mik­il á­skor­un

Framleiðslufyrirtækið Glassriver, sem meðal annars hefur framleitt Venjulegt fólk og Svörtu sanda, vinnur verkefni nokkur ár fram í tímann. Það gerir til dæmis kostnaðar- og fjármögnunaráætlanir fyrir sjónvarpsverkefni eitt til fjögur ár fram tímann. Þess vegna hafa snarpar verðhækkanir á árinu verið virkilega mikil áskorun. Þetta segir Andri Ómarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Innherji

LSR fyrsti af stóru lífeyrissjóðunum sem fjárfestir í Alvotech

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) var í hópi innlendra fjárfesta, ásamt meðal annars þremur öðrum lífeyrissjóðum, sem komu að fjármögnun á líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech fyrr í þessum mánuði með kaupum á skuldabréfum sem eru breytanleg í almenn hlutabréf að einu ári liðnu, samkvæmt heimildum Innherja. Á meðal þriggja langsamlega stærstu lífeyrissjóða landsins – LSR, LIVE og Gildis – er LSR fyrsti sjóðurinn sem kemur að fjármögnun á Alvotech en það er í dag orðið verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni.

Innherji

Brú yfir óvissutíma

Það blasir við hverjum sem sjá vill að Samtök atvinnulífsins geta ekki samið um aðrar og meiri launahækkanir en felast í þegar gerðum samningum. Í því myndi felast trúnaðarbrot gagnvart verkalýðsfélögunum sem þegar hafa samið og starfa um allt land en ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til að verkalýðsfélög sem enn hafa ekki samið muni viðurkenna þessa óumflýjanlegu staðreynd.

Umræðan

Áforma að ganga inn í tilboð PT Capital og stækka stöðu sína í Arctic Adventures

Fjárfestingafélagið PT Capital frá Alaska, sem er meðal annars stór hluthafi í Nova og Keahótelum, hefur gert tilboð í eignarhlut þriggja hluthafa í Arctic Adventures, samanlagt tæplega helmingshlut. Aðrir hluthafar í félaginu stefna hins vegar að því að nýta sér forkaupsrétt og ganga inn í tilboð PT Capital og þannig stækka umtalsvert við eignarhlut sinn í íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu.

Innherji

Evrópa þarf orkubandalag

Allt frá innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar hefur verið einkar athyglisvert fyrir fjölmiðla og stefnusmiði að fylgjast með æðisgengnu kapphlaupi Evrópu við að aðlaga orkumarkaði og tegnda innviði að nýjum veruleika alþjóðastjórnmála. Varla einn dagur hefur liðið án þess að athugasemdir og vangaveltur um vandamál Evrópu flæði um dægurmálaumræðuna. En þrátt fyrir það er Evrópusambandið ekki nálægt því að hafa smíðað raunhæfa orkustefnu til framtíðar.

Umræðan

Árið í ár var eitt það mest krefj­and­i í 30 ára sögu Dom­in­o‘s á Ís­land­i

Árið í ár var eitt það mest krefjandi í 30 ára sögu Domino‘s á Íslandi. Kostnaðarhækkanir voru líklega þær mestu frá því eftir hrun árið 2008, segir Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Áskoranir ársins fólust einna helst í því að finna jafnvægi í rekstri í gegnum mikinn aukinn launakostnað fyrri hluta árs og verulega hækkanir á öllum innkaupum beint í kjölfarið,“ segir hann.

Innherji

Tækifærin bíða

Um leið og opinberum starfsmönnum fjölgar nánast stjórnlaust fá þeir kjarabætur sem eru mun ríflegri en á almenna markaðnum. Fyrirtæki verða æ oftar fyrir því að geta ekki keppt við hið opinbera varðandi laun eða starfsaðstæður, sérstaklega þegar um sérfræðinga og millistjórnendur er að ræða. Þetta er öfugþróun, sem verður að sporna gegn á nýju ári þegar hið opinbera sezt á ný að samningaborði með stéttarfélögum opinberra starfsmanna. Ekkert hagkerfi getur staðið undir því að hið opinbera sé leiðandi í launa- og kjaraþróun.

Umræðan

Árslisti Innherja - síðari hluti

Viðburðaríkt ár er að baki og því við hæfi að líta um öxl. Innherji lætur sitt ekki eftir sitja í þeim efnum og hefur tekið saman árslistann 2022 um atburði, ummæli og athafnir sem ekki mega falla í gleymsku.

Innherji

Sagan endurtekur sig – tíu lærdómar

Fáir munu sakna ársins 2022. Það skilgreindist af faraldri sem ílengdist, hröðun loftslagsbreytinga, hækkandi verðbólgu og minni hagvexti. En einna helst skilgreindist árið af þeim kostnaðarsömu átökum sem brutust út í Evrópu og áhyggjum af hugsanlegum, vopnuðum átökum í Asíu.

Umræðan

Versl­un gekk vel á seinn­i hlut­a ár­sins, seg­ir for­stjór­i S4S

Pétur Þór Halldórsson, forstjóri S4S sem rekur meðal annars verslanirnar Air, Ellingsen og Steinar Waage, segir að verslun hafi gengið vel á seinni hluta ársins og í aðdraganda jóla. Á árinu sem er að líða opnaði verslunarsamstæðan nýja verslun á Vínlandsleið sem heitir S4S tæki sem selur meðal annars vélsleða, fjórhjól og buggy bíla.

Innherji

Ekki tjaldað til einnar nætur í íslenskum áliðnaði

Ríkissjóður hefur verulegar tekjur af ETS-kerfinu, viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir, þar sem ríkið fær úthlutað heimildum sem kallast á við útgjöld stóriðjunnar. Þó að útfærslan hafi ekki verið þannig hér á landi, þá er hugsunin með ETS-kerfinu er sú, að tekjur ríkja af kerfinu renni aftur til atvinnulífsins í formi styrkja til loftslagsvænna verkefna. Ekki er því lagt upp með að þetta sé bein skattlagning heldur að stjórnvöld og atvinnulíf leggist á eitt við að leysa loftslagsvandann.

Umræðan

Árslisti Innherja - fyrri hluti

Viðburðaríkt ár er að baki og því við hæfi að líta um öxl. Innherji lætur sitt ekki eftir sitja í þeim efnum og hefur tekið saman árslistann 2022 um atburði, ummæli og athafnir sem ekki mega falla í gleymsku. 

Innherji