Innherji
Lífeyrissjóðir enn í viðræðum um kaup á hlut Heimstaden á Íslandi
Sænska leigufélagið Heimstaden á enn í viðræðum við íslenska lífeyrissjóði um mögulega kaup þeirra á hlut í starfseminni á Íslandi og er stefnt að því að klára viðskiptin á fyrsta ársfjórðungi, að sögn framkvæmdastjóra félagsins á Íslandi.
Guðjón hættir hjá Arion banka
Guðjón Kjartansson, sem hefur verið í fyrirtækjaráðgjöf Arion um nokkurt skeið, hefur sagt upp störfum hjá bankanum.
„Mikil tíðindi“ að útgjöld til rannsóknar og þróunarstarfs hafi aldrei verið meiri
Útgjöld til rannsókna og þróunarstarfs hafa ekki verið meiri frá því mælingar hófust árið 2014. „Þetta eru mikil tíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf. Segja má að atvinnulífið hafi tekið rækilega við sér þegar auknir skattahvatar tóku gildi árið 2020. Uppskeran af aðgerðum stjórnvalda og drifkrafti í íslenskum iðnaði, ekki síst hugverkaiðnaði, eru að koma fram,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, í samtali við Innherja.
Áform um 140 milljarða króna fjárfestingu á Bakka runnu út í sandinn
Viljayfirlýsing fyrirtækisins Carbon Iceland og sveitarfélagsins Norðurþings um stórfellda uppbyggingu á lofthreinsiveri við Bakka á Húsavík, rann út um síðustu áramót og hefur ekki verið endurnýjuð. Skilyrði um að fyrirtækið næði samningi við Landsvirkjun um afhendingu raforku hafði ekki verið uppfyllt.
Lækkandi lausafjárhlutföll knúðu fram aukna samkeppni um innlán
Samkeppni viðskiptabanka um innlán hefur aukist í takt við lækkandi lausafjárhlutföll bankanna og hefur þessi aukna samkeppni leitt til þess að vaxtamunur hefur minnkað nokkuð. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í verðmati greiningarfyrirtækisins Jakobsson Capital á Arion banka.
Greiðslumiðlun „óhagkvæmari og ótryggari“ en á hinum Norðurlöndunum
Smágreiðslumiðlun á Íslandi einkennist af meiri greiðslukortanotkun en þekkist á hinum Norðurlöndunum þar sem jafnframt treyst er á erlenda innviði alþjóðlegra kortasamsteypa. Í því felst áhætta, til dæmis ef netsamband við útlönd rofnar eða eigendur sömu kerfa loka á viðskipti við Ísland, að sögn Seðlabankans. Til að uppfylla kröfur um þjóðaröryggi telur bankinn vænlegast að innleiða hugbúnaðarlausn sem byggist á greiðslum milli bankareikninga sem væri grunninnviður greiðslumiðlunar.
Eignastýring á umrótatímum
Við fögnum nýju ári 2023 og kveðjum versta ár á fjármálamörkuðum í áratugi. Staðan í heiminum er þó sú að enn geysar stríð í Úkraínu, landfræðileg áhætta hefur aukist, verðbólgu er mikil og vextir hækka hraðar en nokkru sinni fyrr.
Forstjóri SKEL ekki á þeirri skoðun að verðmiði Fossa sé of hár
Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL fjárfestingafélags, sem er næststærsti hluthafi VÍS, segist ekki vera á þeirri skoðun að fjárfestingabankinn Fossar sé verðmetinn of hátt í fyrirhuguðum samruna við tryggingafélagið. Hann telur að „strategísk tækifæri“ geti falist í sameiningu félaganna.
Skiptir stærðin máli?
Það hentar ekki öllum fyrirtækjum að vera almenningshlutafélög. En stærð og kostnaður eru yfirleitt ekki sá þröskuldur sem af er látið.
Stjórn Marel vill skerpa á langtímahvötum stjórnenda
Stjórn Marel mun leggja fram tillögu á aðalfundi félagsins sem miðar að því að breyta langtímahvatakerfi félagsins úr kaupréttum í svokölluð frammistöðutengd hlutabréf sem eru háð því að fyrir fram skilgreindum markmiðum sé náð. Með breytingunni vill stjórnin skapa betra jafnvægi milli skammtíma- og langtímahvata, auk þess að færast nær alþjóðlegum viðmum.
Alvotech orðið ein stærsta eignin hjá helstu hlutabréfasjóðum landsins
Vægi Alvotech í eignasöfnum stærstu hlutabréfasjóða landsins hefur aukist verulega á fáum vikum samtímis miklum verðhækkunum á gengi bréfa íslenska líftæknilyfjafyrirtækisins og þátttöku sjóðanna í nýafstöðnu hlutafjárútboði. Úttekt Innherja sýnir að félagið er orðið stærsta eða næststærsta eignin hjá meirihluta sjóðanna.
Innistæðueigendur leggja minnst 21 milljón af mörkum til ESG
Innistæður á grænum innlánsreikningum Arion banka eru í miklum vexti. Samkvæmt nýbirtri sjálfbærniskýrslu bankans hefur safnast rúmlega 21 milljarður á grænu reikningana en til samanburðar stóðu grænu innlánin í 8 milljörðum króna í lok árs 2021.
Kvika muni sjá til lands í samrunaviðræðum við Íslandsbanka „fyrr en seinna“
Hagnaður Kviku á fjórða ársfjórðungi eftir skatt minnkaði um rúmlega milljarð króna á fjórða ársfjórðungi og nam 1.613 milljónum sem skilaði sér í arðsemi á efnislegt eigið fé upp á 15,3 prósent. Afkoman litaðist af einskiptiskostnaði en forstjóri Kviku segir rekstur fjórðungsins hafa verið þann besta á liðnu ári og hann býst við að niðurstaða muni fást í viðræðum bankans um mögulegan samruna við Íslandsbanka innan ekki of langs tíma.
Rekstrarhagnaður Sýnar tvöfaldast og spáð enn meiri afkomubata í ár
Rekstrarhagnaður Sýnar á fjórða ársfjórðungi nam 383 milljónum á sama tíma og félagið gjaldfærði einskiptiskostnað upp á 150 milljónir vegna hagræðingaraðgerða undir lok síðasta árs. Samkvæmt fyrstu afkomuspá sem Sýn hefur gefið út undanfarin ár þá er gert ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBIT) félagsins á árinu 2023 verði á bilinu 2,2 til 2,5 milljarðar króna.
Aðdragandinn að kaupum VÍS á Fossum „var stuttur“
VÍS ítrekaði áhuga sinn á að útvíkka starfsemi félagsins á fjármálamarkaði og vaxa á þeim vettvangi í tilkynningu til Kauphallarinnar í janúar. Eftir það fór boltinn að rúlla. Í morgun var tilkynnt um möguleg kaup VÍS á Fossum fjárfestingabanka. Þetta segir Stefán Héðinn Stefánsson, stjórnarformaður VÍS, segir í samtali við Innherja.
Síminn vill gera fjártæknilausn að „nýjum kjarnastöpli“ í rekstrinum
Síminn vill gera fjártæknilausnina Síminn Pay, sem hefur skilað fjarskiptafélaginu miklum útlánavexti á síðustu mánuðum, að „nýjum kjarnastöpli“ í rekstrinum og einnig sér félagið tækifæri í „dæmigerðum stafrænum áskriftarvörum“ sem hægt er að selja á mánaðarlegum grunni. Þetta kom fram í máli Orra Haukssonar, forstjóra Símans, á uppgjörsfundi sem félagið stóð fyrir í morgun.
Megum ekki hika í orkuskiptum
Við eigum möguleika á að verða fyrsta landið til að nota eingöngu endurnýjanlega orku. Því miður hefur stjórnmálafólk og embættismannakerfið sofið á verðinum. Raforkukerfið er uppselt og keyrt við þanmörk. Það má rekja til stöðnunar í málaflokknum í um áratug. Hvernig eiga orkuskiptin – að hætta notkun á olíu og nýta endurnýjanlega orkugjafa – að fara fram við þessar aðstæður?
VÍS og Fossar hefja samrunaviðræður
Vátryggingafélag Íslands og hluthafar Fossa fjárfestingarbanka hafa ákveðið að hefja viðræður um kaup VÍS á öllu hlutafé í Fossum fjárfestingarbanka á grundvelli viljayfirlýsingar um sameiningu félaganna.
Reginn greiddi út kaupauka fyrir árangur á sviði sjálfbærnimála
Fasteignafélagið Reginn greiddi út kaupauka til lykilstjórnenda félagsins fyrir árangur á sviði sjálfbærnimála á árinu 2022. Þetta er í fyrsta sinn sem fasteignafélagið greiðir út sjálfbærnitengda kaupauka en aðeins eitt annað fyrirtæki í Kauphöllinni, Marel, hefur innleitt álíka hvatakerfi fyrir stjórnendur.
Yfirvofandi verkfallsátök auka enn á óvissuna á mörkuðum
Áhyggjur fjárfesta af mögulega langvinnari verkfallsátökum á vinnumarkaði en áður var talið setti mark sitt á þróun markaða í dag. Hlutabréfaverð flestra félaga lækkaði, mest í tilfelli Icelandair, og verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði hækkaði sömuleiðis.
Kostnaður við 90 daga neyðarbirgðir yrði olíufélögum of þungbær
Skeljungur, dótturfélag SKEL fjárfestingafélags, telur að rekstrargrundvöllur félagsins, sem og annarra olíufélaga, geti ekki staðið undir fjármagnskostnaði sem félli til vegna þeirra kvaða um birgðahald eldsneytis sem áformað er að leiða í lög. Nauðsynlegt sé að niðurgreiða aukið birgðahald enda sé það hlutverk ríkisins, ekki einkafyrirtækja, að tryggja þjóðaröryggi.
Virkjanir verða dýrari og orkuverð mun hækka vegna aukins kostnaðar
Allar nýjar virkjanir hérlendis verða líklega dýrari en þær sem áður hafa verið reistar og orkuverð mun sömuleiðis hækka vegna aukins framleiðslukostnaðar. Auðlindagjald hefur hækkað úr innan við prósenti af tekjum í allt að tíu prósent. Raforkulögum er ætlað að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu. Ráðast þarf í breytingar til að tryggja betur að markmiðum laganna verði náð.
Moody's íhugar að hækka lánshæfismat Kviku í ljósi samrunaviðræðna
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Moody's tilkynnti í dag að formlega hefði verið tekið til skoðunar að hækka lánshæfismat Kviku í kjölfar þess að ákveðið hefur verið að hefja viðræður um samruna Kviku og Íslandsbanka.
Stóru sjóðirnir stækkuðu stöðu sína í Marel fyrir á annan tug milljarða
Stærstu íslensku lífeyrissjóðirnir, einkum Gildi, juku nokkuð við hlutabréfastöðu sína í Marel á árinu 2022 samhliða því að hlutabréfaverð félagsins gaf mikið þegar það þurfti að glíma við brostnar aðfangakeðjur og hækkandi afurðaverð sem kom mikið niður á afkomu þess. Staðan hefur núna snúist við og útlit fyrir að Marel nái rekstrarmarkmiðum sínum fyrr en áður var talið en gengi bréfa félagsins hefur hækkað um 22 prósent frá áramótum.
Alvotech tekið inn í vísitölu MSCI fyrir vaxtarmarkaði
Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech, verðmætasta félagið í Kauphöllinni, verður tekið inn í vísitölu MSCI fyrir vaxtarmarkaði frá og með næstkomandi mánaðarmótum. Það ætti að hafa í för með sér aukna fjárfestingu frá erlendum vísitölusjóðum en Alvotech bíður þess nú sömuleiðis að vera bætt við nýmarkaðsvísitöluna hjá FTSE Russell.
Hækkandi álag á bankabréfin „gróf verulega“ undan gjaldeyrismarkaðinum
Seðlabankastjóri segjast hafa væntingar um að gengi krónunnar hafi náð lágmarki og það muni styrkjast þegar líður á árið. Mikil hækkun vaxtaálags á skuldabréf bankanna í erlendri mynt hafði talsverð neikvæð áhrif á gjaldeyrismarkaðinn á síðustu mánuðum ársins 2022 en nú er útlit fyrir að sú staða sé að breytast til hins betra.
Ætti ekki að undrast að erlendir fjárfestar hafi bætt við sig í Icelandair
Gengi flugfélaga hefur hækkað „gríðarlega mikið“ að undanförnu. Algegnt er að félög hafi hækkað um 30 til 40 prósent frá áramótum. Má nefna Icelandair, Finnair, Air France, Lufthansa og Ryanair sem dæmi. EasyJet, WizzAir og American Airlines hafa hækkað um nærri 50 prósent á sama tíma. „Það skildi engan undra að erlendir fjárfestar hafa verið að auka vægi sitt í Icelandair.“
Atvinnulífið áhugasamara um að virkja til að ná orkuskiptum en hið opinbera
Umtalsverður munur virðist vera á því hve mikið viðskiptalífið telur skynsamlegt að virkja í því skyni að sneiða hjá mengandi orkugjöfum og að auka hagsæld og hvaða augum stjórnmála- og embættismenn líta á málið ef marka má umræðu á Viðskiptaþingi.
Ljóst að bankinn hefði átt að standa sig betur í „ákveðnum þáttum“
Finnur Árnason, stjórnarformaður Íslandsbanka, segir ljóst að bankinn, sem ráðgjafi í sölunni á 22,5 prósenta hlut ríkisins í mars 2022, hefði átt að standa sig betur í „ákveðnum þáttum“.
Samruni bankanna hefði „mikil samlegðaráhrif á kostnaðarhliðinni“
Bankastjóri Íslandsbanka segir að samruni við Kviku sé „áhugavert tækifæri“ og myndi meðal annars hafa „mikil samlegðaráhrif á kostnaðarhliðinni“. Verði af sameiningu bankanna er gert ráð fyrir því að viðskiptin færu fram að öllu leyti með skiptum á hlutabréfum, fremur en að hluta með greiðslu reiðufjár.