Innherji
Stoðir kaupa ráðandi hlut í Arctic Adventures
Stoðir leiða hóp innlendra fjárfesta sem hafa gengið frá kaupum á samtals nærri helmingshlut í Arctic Adventures. Viðskiptin voru gerð eftir að fyrrverandi forstjóri félagsins nýtti sér forkaupsrétt og seldi áfram hlutina í Arctic Adventures til fjárfestingafélagsins sem er nú orðið stór eigandi í þremur ferðaþjónustufyrirtækjum.
Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við
Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“
LSR varð fyrir yfir milljarð króna höggi vegna falls erlendra banka
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) varð fyrir fjárhagstjóni þegar Silicon Valley Bank í Bandaríkjunum varð gjaldþrota fyrr á árinu og eins þegar þegar svissnesk yfirvöld knúðu skömmu síðar á um yfirtöku UBS á Credit Suisse. LSR, sem er stærsti lífeyrissjóður landsins, segir að tap sjóðsins vegna eignarhluta í bönkunum hafi numið rúmlega 1.100 milljónum króna.
Fjármálaráðherra tilnefnir Björk sem varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur tilnefnt Björk Sigurgísladóttur í embætti varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Það er forsætisráðherra sem mun síðan skipa í embættið en Björk starfar nú sem framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits hjá Seðlabankanum.
Hildur: Málaflokkur fatlaðra skýrir aðeins brot af framúrkeyrslu borgarinnar
Rekstrarhalli Reykjavíkurborgar var nærri sexfaldur miðað við fjárhagsáætlun. Halli á A-hluta, sá hluti rekstrar borgarinnar sem fjármagnaður er með skatttekjum, var 15,6 milljarðar króna en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir 2,8 milljarða halla. Á sama tíma fyrir ári nam tapið 3,9 milljörðum króna. Hlutfall skulda á móti tekjum jókst á milli ára úr 116 prósentum í 131 prósent.
Landsbankinn tapaði Borgunarmálinu í héraðsdómi
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað félögin BPS, Eignarhaldsfélagið Borgun, Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, og Hauk Oddsson, fyrrverandi forstjóra Borgunar, af kröfum Landsbankans í Borgunarmálinu svokallaða. Að mati héraðsdóms var vanræksla Landsbankans á því að gæta hagsmuna sinna höfuðorsök þess að bankinn varð af milljarða söluhagnaði við söluna á eignarhlut í kortafyrirtækinu.
Bankarnir slógu met í mars eftir lántöku borgarinnar
Íslenskir viðskiptabankar hafa aldrei lánað jafnmikið til sveitarfélaga í einum mánuði og þeir gerðu í mars síðastliðnum. Útlánavöxtinn má rekja til þess að Reykjavíkurborg hefur í tvígang hætt við fyrirhugað skuldabréfaútboð og þess í stað dregið á lánalínur hjá viðskiptabönkum.
Teya skilar hagnaði eftir fjögurra ára þrautargöngu
Greiðslumiðlunin Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, hagnaðist um 93 milljónir króna á síðasta ári eftir nærri 1,4 milljarða króna tap á árinu 2021. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2017 sem fyrirtækið nær jákvæðri afkomu.
Útlánastafli Símans gæti tvöfaldast á þessu ári
Umsvif Símans á lánamarkaði gætu tvöfaldast á þessu ári að mati Orra Haukssonar, forstjóra fjarskiptafélagsins, en velgengni fjártæknilausnarinnar Síminn Pay var ein ástæða fyrir því að vaxtatekjur fyrirtækisins voru hærri en vaxtagjöld á fyrsta fjórðungi ársins.
Þórður Magnússon hættir sem stjórnarformaður Eyris eftir 23 ára starf
Þórður Magnússon hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn Eyris Invest. Hann hefur leitt félagið sem stjórnarformaður í 23 ár. Friðrik Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Burðarás, mun taka við sem stjórnarformaður fjárfestingafélagsins. Hann mun koma nýr inn í stjórnina ásamt Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. Kristín Pétursdóttir, annar stofnandi Auðar Capital, mun ekki heldur gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Sjóðstjórar í ólgusjó þegar þeim var reitt þungt högg við verðhrun Alvotech
Íslenskir hlutabréfasjóðir hafa orðið fyrir þungu höggi eftir að gengi Alvotech, sem þar til fyrir skemmstu var verðmætasta fyrirtækið á markaði, hefur fallið um 36 prósent á aðeins sjö viðskiptadögum. Sjóðir Akta, einkum vogunarsjóðir í stýringu félagsins, höfðu meðal annars byggt upp verulega stöðu á skömmum tíma sem nam vel yfir fimm milljörðum króna daginn áður en tilkynnt var um að FDA myndi ekki veita Alvotech markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir sitt stærsta lyf að svo stöddu. Greining Innherja á umfangi innlendra fjárfesta og sjóða í hluthafahópi Alvotech leiðir meðal annars í ljós að skuldsetning að baki hlutabréfastöðum í félaginu virðist hafa verið fremur hófleg.
Afleikur að berjast gegn verðbólgu og þenslu með því afla aukinna tekna
Samtök atvinnulífsins (SA) segja það afleik að ætla að berjast gegn þenslu og verðbólgu með því að treysta nær alfarið á auknar tekjur í fjárlögum. Nauðsynlegt sé að taka þyngri og stærri skref á útgjaldahlið. Með aukinni áherslu á aðhald geti hið opinbera dregið úr sársaukafullum kostnaði sem fylgir baráttunni við verðbólguna og minnkað þörfina á vaxtahækkunum.
Útlit fyrir bætta afkomu bankanna á grunni stóraukinna vaxtatekna
Greinendur telja að rekstur Íslandsbanka muni batna verulega á milli ára á fyrsta ársfjórðunga og sama skapi er útlit fyrir að rekstur Arion banka muni ganga enn betur en fyrir ári. Vaxtatekjur Íslandsbanka hafa aukist mikið síðustu fjórðunga og spá greinendur að sá mikli vöxtur haldi áfram. Því er útlit fyrir að hagnaður stóru viðskiptabankanna tveggja sem skráðir eru í Kauphöll muni aukast á fyrsta ársfjórðungi og að arðsemi eiginfjár verði yfir markmiðum stjórnenda þeirra.
Bankarnir bíða með óþreyju eftir sjálfbærri útgáfu ríkissjóðs
Íslensku viðskiptabankanir bíða óþreyjufullir eftir því að ríkissjóður gefi út sitt fyrsta sjálfbæra skuldabréf sem myndi gagnast sem viðmið fyrir verðlagningu á sjálfbærum íslenskum skuldabréfum á erlendum mörkuðum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um tímasetningu enda er ríkissjóður, sem uppfyllir alla lánsfjárþörf sína með útgáfu á innlendum markaði, ekki í neinum flýti.
Bankarnir „reiða sig“ helst til of mikið á evrópska skuldabréfafjárfesta
Þegar kemur að fjármögnun á erlendum mörkuðum þá hafa íslensku bankarnir að undanförnu gert sér grein fyrir því að þeir eru að treysta of mikið á evrópska fjárfesta, að sögn bankastjóra Arion, sem telur að bankarnir hafi góða sögu að segja og mikilvægt sé reyna ná til breiðari hóps erlendra skuldabréfafjárfesta. Væntingar eru sömuleiðis um að lífeyrissjóðirnir fari að sýna meiri áhuga á að kaupa skuldabréf á bankanna.
Telur „æskilegt“ að fleiri lífeyrissjóðir taki upp sömu áherslur og Gildi
Stjórnarformaður Gildis, sem hefur iðulega beitt sér gegn því sem sjóðurinn hefur talið vera „óhóflegar“ bónusgreiðslur eða kaupréttarsamningar hjá félögum í Kauphöllinni, kallar eftir því að aðrir lífeyrissjóðir fylgi í sömu fótspor og Gildi. Sjóðurinn taldi ástæðu til að framfylgja hluthafastefnu sinni af „meiri þunga en áður“ á nýafstöðnum aðalfundum skráðra félaga, að hans sögn.
Hlutabréfagreinandi töluvert bjartsýnni á rekstur Brims nú en við áramót
Jakobsson Capital er töluvert bjartari fyrir rekstur Brims í ár en greiningarfyrirtækið var fyrir áramót. Loðnuvertíð gekk vel og afli meiri en talið var. Horfur eru á að það háa verð sem býðst fyrir sjávarafurðir haldist hátt lengur en áður var reiknað með í ljósi mikillar hækkunar á öðru matvælaverði. Einnig hefur olíuverð lækkað sem hefur jákvæð áhrif.
Rangt hjá stjórnarþingmanni að hækka eigi fjármagnstekjuskatt
Stjórnarþingmaður fór með rangt mál þegar hún sagði í ræðu á Alþingi að ríkisstjórnin hafi „ákveðið“ að hækka fjármagnstekjuskatt og við það myndu tekjur ríkissjóðs aukast um sex milljarða. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra staðfestir í samtali við Innherja að ekki standi til að hækka fjármagnstekjuskatt í nýrri fjármálaáætlun.
Breskur fjárfestir vill byrja að leggja sæstreng til Íslands á næsta ári
Framkvæmdir í tengslum við lagningu rafmagnssæstrengs milli Íslands og Bretlands gætu hafist á næsta ári ef marka má áform forsvarsmanna Atlantic Superconnection, sem hafa um árabil unnið að framgangi málsins. Uppbyggingin felur meðal annars í sér að reist verði rannsóknarmiðstöð og sérstök kapalverksmiðja sem mun nýta ál úr álverinu í Straumsvík.
Hamrar og BKP Invest bætast við hluthafahóp OZ
Sérhæfða ráðgjafar- og fjárfestingafélagið Hamrar Capital Partners og BKP Invest, fjárfestingafélag í eigu Bjarna Kristjáns Þorvarðarsonar og Ken Peterson, hafa bæst við hluthafahóp gervigreindarfyrirtækisins OZ. Fyrirtækið og lykilhluthafar þess hafa einnig gert samning við Hamra um ýmsa þjónustu sem miðar að því að auka virði OZ á næstu árum.
Máli skuldabréfaeigenda gegn stjórnendum WOW air ekki vísað frá
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað frávísunarkröfum Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra og eiganda WOW air, og stjórnarmanna flugfélagsins vegna máls sem var höfðað af hópi skuldabréfaeigenda. Ekki var fallist á að vísa málinu frá dómi vegna ákvæðis í skuldabréfunum um að ágreiningur um tiltekna þætti útboðsins félli undir lögsögu sænskra dómstóla.
Tekjur Reykjavíkur aukast en borgarstjórn horfist ekki í augun við vandann
Útsvarstekjur Reykjavíkurborgar jukust um ellefu prósent á milli ára á fyrstu þremur mánuðum ársins, um einu prósenti meira en verðbólga mældist á tímabilinu, samkvæmt gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. „Þrátt fyrir augljósan vanda gengur borgarstjórn áfram með bundið fyrir augun,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins.
„Mikil óvissa“ um hvað Alvotech þarf að gera til að fá grænt ljós frá FDA
Áform Alvotech um að fara inn á Bandaríkjamarkað um mitt þetta ár eru í hættu vegna óvissu um hvenær FDA mun veita félaginu markaðsleyfi, að sögn erlendra greinenda, en skiptar skoðanir eru hvaða áhrif það kann að hafa – DNB lækkar verðmat sitt á félaginu en mælir enn með kaupum á meðan Citi segir fjárfestum að selja – og sumir álíta að tafir um einhverja mánuði muni ekki hafa mikil áhrif á markaðshlutdeild fyrirtækisins á árunum 2024 og 2025. Á óformlegum upplýsingafundum með innlendum fjárfestum hafa lykilstjórnendur Alvotech aðspurðir tekið fyrir þann möguleika að þörf verði á því á næstunni að sækja aukið hlutafé út á markaðinn.
Iceland Spring var metið á tæpa þrjá milljarða króna við kaup Ölgerðarinnar
Hlutafé Iceland Spring var metið á 20 milljónir Bandaríkjadali, jafnvirði 2,7 milljarða króna, við hlutafjáraukningu Ölgerðarinnar. Íslenska samstæðan fer nú með 51 prósent hlut í vatnsfyrirtækinu. Ölgerðin hefur hækkað um sjö prósent það sem af er degi í kjölfar þess að hafa birt uppgjör eftir lokun markaða í gær.
Verðbólgan gengi hraðar niður ef ríkið sýndi meira aðhald
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, segir að ónægjanlegt aðhald í ríkisfjármálunum hafi leitt til þess að Seðlabankann ber þyngri byrði en æskilegt er út frá sjónarmiðum um skilvirka hagstjórn. Öflugari sveiflujöfnun í fjármálastefnu ríkisins myndi, að mati varaseðlabankastjóra, stytta þann tíma sem þarf til að ná verðbólgunni niður í markmið.
Alþjóðahagkerfið sýnir styrk en verðbólga lækkar hægt
Vaxtahækkanir erlendis hafa áhrif hér eins og annars staðar í heiminum. Ef hægir á hagvexti í umheiminum kemur það fljótlega fram í hagvexti hér. Það mun einnig hafa áhrif á fjármögnun þjóðarbúsins í gegnum bankakerfið og beina erlenda fjárfestingu sem verður þyngri og dýrari.
Velta INVIT verður allt að 3,5 milljarðar eftir kaup á Snóki
INVIT, samstæða innviðafyrirtækja, hefur fest kaup á jarðvinnufyrirtækinu Snóki sem velti tæpum milljarði árið 2021. Við kaupin verður velta samstæðunnar allt að 3,5 milljarðar króna. Horft er til þess að veltan fari yfir fimm milljarða á næstu tveimur árum, bæði með innri og ytri vexti, að sögn stjórnarformanns INVIT.
FDA staðfestir að það sé enn með svarbréf Alvotech „til skoðunar“
Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur staðfest við Alvotech að eftirlitið sé ekki enn búið að yfirfara að fullu ítarlegt svar sem íslenska líftæknifélagið sendi eftirlitinu í upphafi mánaðarins vegna ábendinga sem voru gerðar eftir endurúttekt á framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins. Eftir að hafa hrunið í verði um þriðjung á tveimur viðskiptadögum hækkaði gengi bréfa Alvotech um liðlega átta prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun.
Stjórn OR segir brýnt að hrinda söluferli Ljósleiðarans af stað
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur segir brýnt að hefja samskipti við Fjarskiptastofu svo að afla megi heimildar til þess að auka hlutafé hjá dótturfélaginu Ljósleiðaranum. Stjórnin bendir á að ferlið sé tímafrekt og aðstæður á fjármálamörkuðum krefjandi.
Jakobsson verðmetur Skel ríflega tuttugu prósent yfir markaðsverði
Jakobsson Capital verðmetur Skel fjárfestingafélag 22 prósent yfir markaðsverði. Greiningarfyrirtækið verðmetur dótturfélög Skel lítilsháttar hærra en fjárfestingafélagið gerir sjálft en þykir hins vegar bókfært virði Orkunnar vera um 20 prósent of hátt.