Heimsmarkmiðin Um fjögur hundruð þúsund látin í Suður-Súdan í borgarastríðinu Borgarastyrjöldin í Suður-Súdan hefur kostað 400 þúsund mannslíf, 4,5 milljónir manna eru á vergangi og 7 milljónir þurfa á matvælaaðstoð að halda. Innviðir samfélagsins og hagkerfið eru í molum. Sjö ár eru síðan Suður-Súdan fékk sjálfstæði. Kynningar 19.12.2018 09:45 Fjögur þúsund börn í Nígeríu í skjól hjá SOS Barnaþorpunum SOS Barnaþorpin á Íslandi styrkja neyðaraðstoðarverkefni í Bornohéraði í norðaustur hluta Nígeríu um 5 milljónir króna en þar eiga stjórnvöld í stríðsátökum við vígasamtökin Boko Haram. Rúmar tvær milljónir manna eru á vergangi og yfir 230 þúsund manns hafi flúið til nágrannalanda. Kynningar 18.12.2018 15:00 Ísland efst tíunda árið í röð Ísland trónir á toppnum á lista World Economic Forum yfir ríki þar sem mest kynjajafnrétti ríkir, tíunda árið í röð. Noregur, Svíþjóð og Finnland koma næst Íslandi á listanum. Skýrslan kom út í morgun. Kynningar 18.12.2018 11:30 „Orkumál eru stóra mál Heimsmarkmiðanna“ "Það sem brennur helst á okkur Íslendingum eru loftslagsmálin en svo eru líka mál sem við höfum forgangsraðað eins og kynjajafnréttismál, svo dæmi sé tekið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali í norrænu fréttabréfi Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Kynningar 17.12.2018 09:45 Sálfræðingar frá Rauða krossinum að störfum í Malaví Sálfræðingarnir, Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Jóhann Thoroddsen, fóru á dögunum sem sendifulltrúar Rauða krossins til Malaví þar sem félagið vinnur að langtímaþróunarverkefninu „Aukinn viðnámsþróttur nærsamfélaga“. Haldin voru leiðbeinendanámskeið fyrir starfsfólk malavíska Rauða krossins í sálrænum stuðningi. Kynningar 14.12.2018 10:30 Miðað við þróun síðustu ára tæki eina öld að útrýma barnahjónaböndum Ný rannsókn Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) leiðir í ljós að barnahjónböndum fækkar hægt. Á þessu ári er talið að 16% unglingsstúlkna gangi í hjónaband fyrir átján ára aldur en árið 2012 var hlutfallið 19%. Kynningar 13.12.2018 15:00 Samstarfssjóður við atvinnulífið: Umsóknarfrestur framlengdur fram yfir áramót Samstarfssjóður við atvinnulífið um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna var settur á laggirnar í ráðuneytinu fyrr á árinu og auglýst var í fyrsta sinn eftir umsóknum í síðasta mánuði um styrki með umsóknarfresti til 21. desember. Sá umsóknarfrestur hefur nú verið framlengdur til 4. janúar 2019. Kynningar 12.12.2018 14:30 Nóbelshafar baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi sem stríðsvopni Baráttukonan Nadia Murad frá Írak og kongóski kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege veittu í gær viðtöku friðarverðlaunum Nóbels fyrir baráttu sína til að binda enda á beitingu kynferðislegs ofbeldis sem vopns í átökum og hernaði. Kynningar 11.12.2018 19:45 Tífalda þyrfti framlög til menntunar flóttabarna Álagið á menntakerfi ríkjanna sem hýsir flóttafólk er gífurlegt en börnum flóttafólks á skólaaldri hefur fjölgað um 26% frá aldamótum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Mennta- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Kynningar 11.12.2018 15:30 Þróunarsamvinnuskýrsla OECD: Samhent átak svo enginn sitji eftir Enginn undanskilinn er eitt af leiðarljósum Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og meginviðfangsefni þróunarsamvinnuskýrslu OECD fyrir árið 2018 sem kom út í morgun. "Samhent átak svo enginn sitji eftir,“ er yfirheiti skýrslunnar. Kynningar 11.12.2018 11:30 Hátíðarfundur vegna sjötíu ára afmælis Mannréttindayfirlýsingar SÞ "Þörfin fyrir að tala fyrir mannréttindum er engu minni nú en hún var fyrir sjötíu árum." Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í erindi sínu á hátíðarfundi um mannréttindi í morgun, á sjötíu ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Kynningar 10.12.2018 11:15 Mósambík: 60 þúsund nemendur fengið aðgang að vatni og salernisaðstöðu Á fimm árum hafa 67 þúsund manns í sex héruðum í Sambesíu-fylki í Mósambík fengið aðgang að hreinu vatni og 60 þúsund nemendur við 145 skóla aðgang að hreinu vatni og bættri salernisaðstöðu í gegnum íslenska þróunarsamvinnu. Kynningar 7.12.2018 15:00 Rauði krossinn í samstarf við Jafnréttisskólann Fulltrúar Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) og Rauða krossins á Íslandi skrifuðu undir samning um samstarf með áherslu á kynja- og jafnréttismál og ennfremur að skiptast á sérfræðiþekkingu í mannúðar- og þróunarstarfi bæði hérlendis og erlendis. Kynningar 7.12.2018 09:00 Úganda: Íslendingar tryggja aðgengi 50 þúsund manns að hreinu drykkjarvatni Allt að 50 þúsund manns verða komnir með aðgang að hreinu, ómenguðu neysluvatni þegar öðrum áfanga í vatnsverkefni Íslands í Buikwe héraði í Úganda lýkur á næsta ári. Kynningar 5.12.2018 11:45 Talið að 132 milljónir manna hafi þörf fyrir mannúðaraðstoð á næsta ári Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar áforma að veita 93,6 milljónum þeirra sem verst eru staddir mat, skjól, heilsugæslu, menntun, vernd og annan lífsnauðsynlegan stuðning. Reiknað er með að 132 milljónir manna víðs vegar um heiminn þurfi á mannúðaraðstoð að halda á næsta ári. Kynningar 4.12.2018 13:30 Meginmarkmiðið að draga úr fátækt og stuðla að atvinnusköpun Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti fyrir stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, 2019-2023 á Alþingi í gær. Utanríkisráðherra sagði að umfjöllun Alþingis um fyrri áætlanir hafi sýnt að það ríki jákvæð samstaða um málaflokkinn og að þingheimur vilji vanda vel til verka þegar kemur að þróunarsamvinnu. Kynningar 4.12.2018 09:00 Fyrstu Rakarastofuráðstefnurnar haldnar í Afríku Sendiráð Íslands, UN Women í Malaví og landsnefnd UN Women á Íslandi stóðu að tveimur Rakarastofuráðstefnum, þeim fyrstu í Afríku. Sú fyrri var haldin í Mangochi, samstarfshéraði Íslendinga í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og sú síðari í höfuðborginni, Lilongve. Kynningar 3.12.2018 13:15 Sérstaklega kallað eftir vernd kvenna og stúlkna í átökum Samkvæmt nýsamþykktri landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi verður stutt við verkefni í þróunarsamvinnu á sviði mannúðarmála sem vinna að framgangi ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi. Kynningar 30.11.2018 09:30 Fækka þarf hungruðum um 185 þúsund á degi hverjum Fækka þarf hungruðum um 185 þúsund á hverjum degi næstu tólf árin til þess að ná öðru Heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna. Þetta kom fram á ráðstefnu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ (FAO) á alþjóðlegri ráðstefnu um matvælaöryggi í heiminum sem haldin er í Bankok á Tælandi. Kynningar 29.11.2018 14:00 Góðum árangri náð, segir í óháðri úttekt á héraðsverkefnum Íslendinga Óháð úttekt á samstarfsverkefnum Íslendinga með héraðsstjórnum í Malaví og Úganda sýnir að svokölluð héraðsnálgun hefur reynst vel og skilað umtalsverðum árangri. Kynningar 28.11.2018 17:00 Fátækustu borgarbörnin verr sett en börn í sveitum Milljónir fátækustu barnanna sem alast upp í borgum eru líklegri til að deyja ung borið saman við börn í dreifbýli. Fátækustu borgarbörnin eru líka verr sett þegar kemur að menntamálum og þau eru ólíklegri til að ljúka grunnskólanámi en jafnaldrar þeirra til sveita. Kynningar 27.11.2018 13:15 Ofbeldi gegn konum er heimsfaraldur António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ofbeldi gegn konum sé hindrun í vegi jafnréttis, friðar og þróunar. Ofbeldi gegn konum er "heimsfaraldur” að hans mati. Kynningar 26.11.2018 14:00 Spennandi samstarfsmöguleikar fyrir atvinnulíf í þróunarsamvinnu Utanríkisráðuneytið auglýsir nú í fyrsta sinn eftir umsóknum um styrki sem veittir eru úr nýjum Samstarfssjóði við atvinnulíf um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna vegna samstarfsverkefna í þróunarríkjum. Kynningar 23.11.2018 12:30 „Skiptir máli að gleyma ekki því fólki sem þjáist og deyr“ Elín Jakobína Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins segir börn í Jemen í stöðugri hættu. Elín var nýlega við störf í Jemen meðal annars í hafnarborginni Hodeida, þar sem átökin og mannfallið hefur verið einna mest. Kynningar 22.11.2018 11:30 Sviðsmyndir stríðsástands og mikil þörf fyrir mannúðaraðstoð Námskeið fyrir einstaklinga sem skráðir eru á viðbragðslista þróunarsamvinnu og hafa boðið sig fram til mannúðarstarfa víðsvegar um heiminn, var haldið hér á landi á dögunum á vegum OCHA og utanríkisráðuneytisins. Kynningar 21.11.2018 11:00 Börn fá orðið á alþjóðadegi barna Ævar Þór Benediktsson afhenti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra skilaboð sem börn í Flataskóla í Garðabæ skrifuðu til stjórnvalda á fallega skreyttan loftbelg, í tilefni af alþjóðadegi barna, sem er í dag 20. nóvember. Kynningar 20.11.2018 16:00 Alþjóða klósettdagurinn: Þegar náttúran kallar Þegar náttúran kallar er yfirskrift alþjóðlega klósettdagsins, í dag 19. nóvember. Hálfur fimmti milljarður jarðarbúa hefur ekki viðunandi aðgang að salernisaðstöðu. Þetta aðstöðuleysi dregur rúmlega 2,7 milljónir manna til dauða árlega, í langflestum tilvikum börn yngri en fimm ára. Kynningar 19.11.2018 16:00 Sómölsk YouTube-stjarna á Íslandi veitir stúlkum um allan heim innblástur Najmo var þvinguð í hjónaband í Sómalíu aðeins 11 ára. Hún slapp úr skelfilegum aðstæðum og býr nú í Reykjavík. Najmo býr til myndbönd á samfélagsmiðlum til að hvetja stúlkur um allan heim til dáða. Kynningar 19.11.2018 09:00 Brugðist við neyðinni í Jemen með 100 milljóna króna framlagi Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ákvað í dag að utanríkisráðuneytið myndi verja 100 milljónum króna til neyðaraðstoðar í Jemen. Framlagið skiptist jafnt milli tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem eru í landinu og sinna neyðaraðstoð, annars vegar til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og hins vegar til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Kynningar 16.11.2018 17:30 Vísbendingar um árangur í baráttunni gegn limlestingum á kynfærum stúlkna Limlestingum á kynfærum stúlkna hefur fækkað verulega í Austur-Afríku á síðustu tveimur áratugum, samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem birt er í breska læknatímaritinu, British Medical Journal. Kynningar 16.11.2018 12:00 « ‹ 28 29 30 31 32 33 34 … 34 ›
Um fjögur hundruð þúsund látin í Suður-Súdan í borgarastríðinu Borgarastyrjöldin í Suður-Súdan hefur kostað 400 þúsund mannslíf, 4,5 milljónir manna eru á vergangi og 7 milljónir þurfa á matvælaaðstoð að halda. Innviðir samfélagsins og hagkerfið eru í molum. Sjö ár eru síðan Suður-Súdan fékk sjálfstæði. Kynningar 19.12.2018 09:45
Fjögur þúsund börn í Nígeríu í skjól hjá SOS Barnaþorpunum SOS Barnaþorpin á Íslandi styrkja neyðaraðstoðarverkefni í Bornohéraði í norðaustur hluta Nígeríu um 5 milljónir króna en þar eiga stjórnvöld í stríðsátökum við vígasamtökin Boko Haram. Rúmar tvær milljónir manna eru á vergangi og yfir 230 þúsund manns hafi flúið til nágrannalanda. Kynningar 18.12.2018 15:00
Ísland efst tíunda árið í röð Ísland trónir á toppnum á lista World Economic Forum yfir ríki þar sem mest kynjajafnrétti ríkir, tíunda árið í röð. Noregur, Svíþjóð og Finnland koma næst Íslandi á listanum. Skýrslan kom út í morgun. Kynningar 18.12.2018 11:30
„Orkumál eru stóra mál Heimsmarkmiðanna“ "Það sem brennur helst á okkur Íslendingum eru loftslagsmálin en svo eru líka mál sem við höfum forgangsraðað eins og kynjajafnréttismál, svo dæmi sé tekið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali í norrænu fréttabréfi Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Kynningar 17.12.2018 09:45
Sálfræðingar frá Rauða krossinum að störfum í Malaví Sálfræðingarnir, Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Jóhann Thoroddsen, fóru á dögunum sem sendifulltrúar Rauða krossins til Malaví þar sem félagið vinnur að langtímaþróunarverkefninu „Aukinn viðnámsþróttur nærsamfélaga“. Haldin voru leiðbeinendanámskeið fyrir starfsfólk malavíska Rauða krossins í sálrænum stuðningi. Kynningar 14.12.2018 10:30
Miðað við þróun síðustu ára tæki eina öld að útrýma barnahjónaböndum Ný rannsókn Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) leiðir í ljós að barnahjónböndum fækkar hægt. Á þessu ári er talið að 16% unglingsstúlkna gangi í hjónaband fyrir átján ára aldur en árið 2012 var hlutfallið 19%. Kynningar 13.12.2018 15:00
Samstarfssjóður við atvinnulífið: Umsóknarfrestur framlengdur fram yfir áramót Samstarfssjóður við atvinnulífið um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna var settur á laggirnar í ráðuneytinu fyrr á árinu og auglýst var í fyrsta sinn eftir umsóknum í síðasta mánuði um styrki með umsóknarfresti til 21. desember. Sá umsóknarfrestur hefur nú verið framlengdur til 4. janúar 2019. Kynningar 12.12.2018 14:30
Nóbelshafar baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi sem stríðsvopni Baráttukonan Nadia Murad frá Írak og kongóski kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege veittu í gær viðtöku friðarverðlaunum Nóbels fyrir baráttu sína til að binda enda á beitingu kynferðislegs ofbeldis sem vopns í átökum og hernaði. Kynningar 11.12.2018 19:45
Tífalda þyrfti framlög til menntunar flóttabarna Álagið á menntakerfi ríkjanna sem hýsir flóttafólk er gífurlegt en börnum flóttafólks á skólaaldri hefur fjölgað um 26% frá aldamótum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Mennta- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Kynningar 11.12.2018 15:30
Þróunarsamvinnuskýrsla OECD: Samhent átak svo enginn sitji eftir Enginn undanskilinn er eitt af leiðarljósum Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og meginviðfangsefni þróunarsamvinnuskýrslu OECD fyrir árið 2018 sem kom út í morgun. "Samhent átak svo enginn sitji eftir,“ er yfirheiti skýrslunnar. Kynningar 11.12.2018 11:30
Hátíðarfundur vegna sjötíu ára afmælis Mannréttindayfirlýsingar SÞ "Þörfin fyrir að tala fyrir mannréttindum er engu minni nú en hún var fyrir sjötíu árum." Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í erindi sínu á hátíðarfundi um mannréttindi í morgun, á sjötíu ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Kynningar 10.12.2018 11:15
Mósambík: 60 þúsund nemendur fengið aðgang að vatni og salernisaðstöðu Á fimm árum hafa 67 þúsund manns í sex héruðum í Sambesíu-fylki í Mósambík fengið aðgang að hreinu vatni og 60 þúsund nemendur við 145 skóla aðgang að hreinu vatni og bættri salernisaðstöðu í gegnum íslenska þróunarsamvinnu. Kynningar 7.12.2018 15:00
Rauði krossinn í samstarf við Jafnréttisskólann Fulltrúar Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) og Rauða krossins á Íslandi skrifuðu undir samning um samstarf með áherslu á kynja- og jafnréttismál og ennfremur að skiptast á sérfræðiþekkingu í mannúðar- og þróunarstarfi bæði hérlendis og erlendis. Kynningar 7.12.2018 09:00
Úganda: Íslendingar tryggja aðgengi 50 þúsund manns að hreinu drykkjarvatni Allt að 50 þúsund manns verða komnir með aðgang að hreinu, ómenguðu neysluvatni þegar öðrum áfanga í vatnsverkefni Íslands í Buikwe héraði í Úganda lýkur á næsta ári. Kynningar 5.12.2018 11:45
Talið að 132 milljónir manna hafi þörf fyrir mannúðaraðstoð á næsta ári Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar áforma að veita 93,6 milljónum þeirra sem verst eru staddir mat, skjól, heilsugæslu, menntun, vernd og annan lífsnauðsynlegan stuðning. Reiknað er með að 132 milljónir manna víðs vegar um heiminn þurfi á mannúðaraðstoð að halda á næsta ári. Kynningar 4.12.2018 13:30
Meginmarkmiðið að draga úr fátækt og stuðla að atvinnusköpun Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti fyrir stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, 2019-2023 á Alþingi í gær. Utanríkisráðherra sagði að umfjöllun Alþingis um fyrri áætlanir hafi sýnt að það ríki jákvæð samstaða um málaflokkinn og að þingheimur vilji vanda vel til verka þegar kemur að þróunarsamvinnu. Kynningar 4.12.2018 09:00
Fyrstu Rakarastofuráðstefnurnar haldnar í Afríku Sendiráð Íslands, UN Women í Malaví og landsnefnd UN Women á Íslandi stóðu að tveimur Rakarastofuráðstefnum, þeim fyrstu í Afríku. Sú fyrri var haldin í Mangochi, samstarfshéraði Íslendinga í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og sú síðari í höfuðborginni, Lilongve. Kynningar 3.12.2018 13:15
Sérstaklega kallað eftir vernd kvenna og stúlkna í átökum Samkvæmt nýsamþykktri landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi verður stutt við verkefni í þróunarsamvinnu á sviði mannúðarmála sem vinna að framgangi ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi. Kynningar 30.11.2018 09:30
Fækka þarf hungruðum um 185 þúsund á degi hverjum Fækka þarf hungruðum um 185 þúsund á hverjum degi næstu tólf árin til þess að ná öðru Heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna. Þetta kom fram á ráðstefnu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ (FAO) á alþjóðlegri ráðstefnu um matvælaöryggi í heiminum sem haldin er í Bankok á Tælandi. Kynningar 29.11.2018 14:00
Góðum árangri náð, segir í óháðri úttekt á héraðsverkefnum Íslendinga Óháð úttekt á samstarfsverkefnum Íslendinga með héraðsstjórnum í Malaví og Úganda sýnir að svokölluð héraðsnálgun hefur reynst vel og skilað umtalsverðum árangri. Kynningar 28.11.2018 17:00
Fátækustu borgarbörnin verr sett en börn í sveitum Milljónir fátækustu barnanna sem alast upp í borgum eru líklegri til að deyja ung borið saman við börn í dreifbýli. Fátækustu borgarbörnin eru líka verr sett þegar kemur að menntamálum og þau eru ólíklegri til að ljúka grunnskólanámi en jafnaldrar þeirra til sveita. Kynningar 27.11.2018 13:15
Ofbeldi gegn konum er heimsfaraldur António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ofbeldi gegn konum sé hindrun í vegi jafnréttis, friðar og þróunar. Ofbeldi gegn konum er "heimsfaraldur” að hans mati. Kynningar 26.11.2018 14:00
Spennandi samstarfsmöguleikar fyrir atvinnulíf í þróunarsamvinnu Utanríkisráðuneytið auglýsir nú í fyrsta sinn eftir umsóknum um styrki sem veittir eru úr nýjum Samstarfssjóði við atvinnulíf um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna vegna samstarfsverkefna í þróunarríkjum. Kynningar 23.11.2018 12:30
„Skiptir máli að gleyma ekki því fólki sem þjáist og deyr“ Elín Jakobína Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins segir börn í Jemen í stöðugri hættu. Elín var nýlega við störf í Jemen meðal annars í hafnarborginni Hodeida, þar sem átökin og mannfallið hefur verið einna mest. Kynningar 22.11.2018 11:30
Sviðsmyndir stríðsástands og mikil þörf fyrir mannúðaraðstoð Námskeið fyrir einstaklinga sem skráðir eru á viðbragðslista þróunarsamvinnu og hafa boðið sig fram til mannúðarstarfa víðsvegar um heiminn, var haldið hér á landi á dögunum á vegum OCHA og utanríkisráðuneytisins. Kynningar 21.11.2018 11:00
Börn fá orðið á alþjóðadegi barna Ævar Þór Benediktsson afhenti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra skilaboð sem börn í Flataskóla í Garðabæ skrifuðu til stjórnvalda á fallega skreyttan loftbelg, í tilefni af alþjóðadegi barna, sem er í dag 20. nóvember. Kynningar 20.11.2018 16:00
Alþjóða klósettdagurinn: Þegar náttúran kallar Þegar náttúran kallar er yfirskrift alþjóðlega klósettdagsins, í dag 19. nóvember. Hálfur fimmti milljarður jarðarbúa hefur ekki viðunandi aðgang að salernisaðstöðu. Þetta aðstöðuleysi dregur rúmlega 2,7 milljónir manna til dauða árlega, í langflestum tilvikum börn yngri en fimm ára. Kynningar 19.11.2018 16:00
Sómölsk YouTube-stjarna á Íslandi veitir stúlkum um allan heim innblástur Najmo var þvinguð í hjónaband í Sómalíu aðeins 11 ára. Hún slapp úr skelfilegum aðstæðum og býr nú í Reykjavík. Najmo býr til myndbönd á samfélagsmiðlum til að hvetja stúlkur um allan heim til dáða. Kynningar 19.11.2018 09:00
Brugðist við neyðinni í Jemen með 100 milljóna króna framlagi Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ákvað í dag að utanríkisráðuneytið myndi verja 100 milljónum króna til neyðaraðstoðar í Jemen. Framlagið skiptist jafnt milli tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem eru í landinu og sinna neyðaraðstoð, annars vegar til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og hins vegar til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Kynningar 16.11.2018 17:30
Vísbendingar um árangur í baráttunni gegn limlestingum á kynfærum stúlkna Limlestingum á kynfærum stúlkna hefur fækkað verulega í Austur-Afríku á síðustu tveimur áratugum, samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem birt er í breska læknatímaritinu, British Medical Journal. Kynningar 16.11.2018 12:00