Talið að 132 milljónir manna hafi þörf fyrir mannúðaraðstoð á næsta ári Heimsljós kynnir 4. desember 2018 13:30 Flóttafólk frá Suður-Súdan við komuna til Úganda. gunnisal Einn af hverjum sjötíu íbúum jarðarinnar býr við kreppu. Átök koma við sögu í flestum tilvikum og krepputíminn hefur lengst á síðustu árum. Á næsta ári er reiknað með að 132 milljónir manna víðs vegar um heiminn þurfi á mannúðaraðstoð að halda. Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar áforma að veita 93,6 milljónum þeirra sem verst eru staddir mat, skjól, heilsugæslu, menntun, vernd og annan lífsnauðsynlegan stuðning. Þetta kemur fram í skýrslu Skrifstofu samræmingar fyrir mannúðarmál (OCHA) sem kynnt var í Genf í morgun. Talið er að fjárþörfin til þess að mæta mannúðaraðstoðinni á næsta ári komi til með að nema um 22 milljörðum bandarískra dala, en greining á þörfinni vegna Sýrlands hefur ekki enn verið birt og því talið líklegt að hækka megi fyrrnefnda fjárhæð um þrjá milljaðra dala.Í skýrslu OCHA kemur fram að tímabil kreppu þar sem þörf er á samhæfðri mannúðaraðstoð á vegum Sameinuðu þjóðanna sé komið í níu ár, en var liðlega fimm ár 2014. Á þessu ári hafa tæplega tveir af hverjum þremur sem notið hafa mannúðaraðstoðar verið íbúar þjóða þar sem slík aðstoð hefur verið veitt í sjö ár eða lengur. "Kerfi mannúðarmála er í dag skilvirkari en nokkru sinni fyrr," segir Mark Lowcock framkvæmdastjóri OCHA. "Við skilgreinum betur en áður sértækar þarfir og veikleika mismunandi hópa og bregðumst fyrr við þegar hörmungar verða." Á þessu ári hafa fleiri en áður verið á hrakhólum vegna átaka. Á þremur árum hefur þeim sem neyðast til að yfirgefa heimili sín fjölgað úr 59,5 milljónum í 68,5 milljónir. Á síðustu tveimur árum hefur þeim sem búa við matarskort fjölgað úr 80 milljónum í 124 milljónir. Í þessu höfuðriti OCHA – Global Humanitarian Overview – koma fram upplýsingar um helstu ástæður mannúðaraðstoðar í heiminum en auk vopnaðara átaka snerta náttúruhamfarir og afleiðingar loftslagsbreytinga um 350 milljónir manna árlega að ógleymdu gífurlegu eignatjóni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
Einn af hverjum sjötíu íbúum jarðarinnar býr við kreppu. Átök koma við sögu í flestum tilvikum og krepputíminn hefur lengst á síðustu árum. Á næsta ári er reiknað með að 132 milljónir manna víðs vegar um heiminn þurfi á mannúðaraðstoð að halda. Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar áforma að veita 93,6 milljónum þeirra sem verst eru staddir mat, skjól, heilsugæslu, menntun, vernd og annan lífsnauðsynlegan stuðning. Þetta kemur fram í skýrslu Skrifstofu samræmingar fyrir mannúðarmál (OCHA) sem kynnt var í Genf í morgun. Talið er að fjárþörfin til þess að mæta mannúðaraðstoðinni á næsta ári komi til með að nema um 22 milljörðum bandarískra dala, en greining á þörfinni vegna Sýrlands hefur ekki enn verið birt og því talið líklegt að hækka megi fyrrnefnda fjárhæð um þrjá milljaðra dala.Í skýrslu OCHA kemur fram að tímabil kreppu þar sem þörf er á samhæfðri mannúðaraðstoð á vegum Sameinuðu þjóðanna sé komið í níu ár, en var liðlega fimm ár 2014. Á þessu ári hafa tæplega tveir af hverjum þremur sem notið hafa mannúðaraðstoðar verið íbúar þjóða þar sem slík aðstoð hefur verið veitt í sjö ár eða lengur. "Kerfi mannúðarmála er í dag skilvirkari en nokkru sinni fyrr," segir Mark Lowcock framkvæmdastjóri OCHA. "Við skilgreinum betur en áður sértækar þarfir og veikleika mismunandi hópa og bregðumst fyrr við þegar hörmungar verða." Á þessu ári hafa fleiri en áður verið á hrakhólum vegna átaka. Á þremur árum hefur þeim sem neyðast til að yfirgefa heimili sín fjölgað úr 59,5 milljónum í 68,5 milljónir. Á síðustu tveimur árum hefur þeim sem búa við matarskort fjölgað úr 80 milljónum í 124 milljónir. Í þessu höfuðriti OCHA – Global Humanitarian Overview – koma fram upplýsingar um helstu ástæður mannúðaraðstoðar í heiminum en auk vopnaðara átaka snerta náttúruhamfarir og afleiðingar loftslagsbreytinga um 350 milljónir manna árlega að ógleymdu gífurlegu eignatjóni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent