Handbolti

„Þetta er risa tækifæri fyrir mig“

Teitur Örn Einarsson segir að tækifærið að ganga í raðir Flensburg hafi verið of spennandi til að sleppa því. Sama hversu löng dvölin hjá þýska stórliðinu verður segir skyttan frá Selfossi að hún muni hjálpa sér.

Handbolti

Teitur á leið til Þýskalands

Handknattleiksmaðurinn Teitur Örn Einarsson er á leið frá sænska liðinu Kristianstad, en heimildir herma að hann sé á leið í þýsku úrvalsdeildina.

Handbolti

KA/Þór áfram í Evrópubikarkeppninni

Íslandsmeistarar KA/Þór og Kósovómeistarar KHF Istogu áttust við í annað sinn á tveim dögum í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag. KA/Þór vann fyrri leikinn með fjórum mörkum, og eftir þriggja marka sigur í dag, 37-34, er liðið komið áfram.

Handbolti

Haukar í frábærum málum fyrir seinni leikinn

Haukar heimsóttu kýpverska liðið Parnassos Strovolou í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag. Þetta var fyrri leikur liðanna, en Haukar fara með 11 marka forskot í seinni leikinn eftir stórsigur, 25-14.

Handbolti

Aron skoraði sjö í naumum sigri

Fjórir leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, og í tveimur þeirra voru Íslendingar í eldlínunni. Arnon Pálmarsson skorai sjö mörk þegar að Álaborg sigraði Skjern með einu marki, 27-26, og Viktor Gísli Hallgrímsson stóð vaktina í marki GOG sem vann fimm marka sigur gegn TMS Ringsted, 36-31.

Handbolti

Janus og félagar björguðu stigi í Íslendingaslag

Janus Daði Smárason og félagar hans í Göppingen björguðu stigi gegn Íslendingaliði MT Melsungen með Arnar Freyr Arnarsson, Elvar Örn Jónsson og Alexander Petersson innanborðs í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur 26-26, en Göppingen var mest fimm mörkum undir í seinni hálfleik.

Handbolti