Golf

Masters 2012: Grænar flatir og grænstakkar

Það var áhugamannakylfingurinn og Bandaríkjamaðurinn Bobby Jones sem stóð fyrir stofnun mótsins, í samstarfi við kollega sinn Clifford Roberts í byrjun fjórða áratugar síðustu aldar. Þeir byrjuðu á að festa kaup á landsvæði í Augusta í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Þar langaði Bobby að einbeita sér að uppbyggingu nýs vallar eftir að hafa sjálfur lagt kylfuna á hilluna.

Golf

Masters 2012: Rory McIlroy óttast ekki Tiger Woods

Endurkoma Tigers Woods inn á golfsviðið hefur án efa vakið athygli hjá keppinautum hans. Woods sigraði á Arnold Palmer-meistaramótinu fyrir rúmri viku. Það var fyrsti sigur hans á atvinnumóti frá árinu 2009 og Woods virðist vera á réttri leið eftir ömurlegt gengi.

Golf

Masters 2012: Grill, blóðmör og ostborgarar

Ein af fjölmörgum hefðum á Meistaramótinu er að sigurvegari frá árinu áður býður í mat í aðdraganda mótsins. Þessi hefð komst á árið 1952 og hefur haldist allar götur síðan. Í ár var því komið að Charl Schwartzel að velja matinnsem borinn var á borð fyrir keppendur og fáeina útvalda í Agusta-klúbbnum í gærkvöldi.

Golf

Masters 2012: Norður-Írinn lifir í "andlegri-Greg Norman“ blöðru

Rory McIlroy er á góðri leið með að verða einn þekktasti kylfingur heims en hann á enn töluvert í land að ná Tiger Woods í vinsældum. Hinn 22 ára Norður-Íri var í dauðafæri fyrir ári á lokadegi Mastersmótsins þar sem hann mætti til leiks í síðasta ráshóp með fjögurra högga forskot á keppinauta sína. McIlroy klúðraði lokahringnum með eftirminnilegum hætti og lék eins og meðalskussi í íþróttinni, á 80 höggum.

Golf

Þrumuveður á Augusta | keppni hætt á par 3 holu mótinu

Veðrið setti keppnishaldið á par 3 holu mótinu á Masters úr skorðum í kvöld. Keppni var hætt þar sem að veðurútlitið var ekki gott. Þrumuveður og úrkoma hafa ráðið ríkjum á Augusta og brotnuðu m.a. tré á vellinum aðfaranótt miðvikudags. Von er á þrumuveðri á hverri stundu á Augusta og mótshaldarar taka enga áhættu í slíkum tilvikum þar sem að tugþúsundir áhorfenda eru í stórhættu í slíku veðri.

Golf

Masters 2012: Allir í hvítu

Ein af þeim mörgu hefðum sem einkennir bandaríska meistaramótið í golfi er útbúnaður kylfusveina. Þeim er öllum gert að klæðast hvítum klæðnaði, sem merktur er kylfingnum þeirra á bakinu. Auk þess eiga þeir að vera með sérstakar grænar derhúfur og í hvítum íþróttaskóm.

Golf

Masters 2012: Kveikir umdeild bók neistann hjá Tiger Woods?

Hank Haney, fyrrum þjálfari Tigers Woods, gaf út bók á dögunum þar sem hann fjallar um þann tíma sem hann var aðalþjálfari besta kylfings heims. Haney og Tiger Woods voru nánir samstarfsfélagar á árunum 2004-2010 en Haney sagði upp störfum skömmu eftir að upp komst um framhjáhald Tigers Woods í lok ársins 2009.

Golf

Masters 2012: Hnífjöfn barátta milli Tigers og Rory

Það hefur sjaldan ríkt eins mikil eftirvænting fyrir fyrsta risamót ársins í golfi enda margir líklegir til þess að gera atlögu að titlinum. Veðbankar eru flestir með Tiger Woods sem líklegan sigurvegara en ungstirnið Rory McIlroy frá Norður-Írlandi er einnig ofarlega á þeim lista. Ekki má gleyma Englendingunum Luke Donald og Lee Westwood en þeir eru í hópi þeirra sem hafa aldrei náð að sigra á risamóti á ferlinum.

Golf

Masters 2012: Fær kona loksins inngöngu í klúbbinn?

Öðru hverju hefur umræðan um skort á kvenfólki í Augusta National-klúbbnum skotið upp kollinum. Fyrir níu árum gerði Martha Burke, formaður Alþjóðasamtaka kvenna (NOW), alvarlegar athugasemdir við þá staðreynd að kona hefði aldrei verið tekin inn í klúbbinn. Hún boðaði til mótmæla og náði að vekja máls á umræðunni, án teljanlegs árangurs þó.

Golf

Masters 2012: Eftirvænting – og spenna

Mastersmótið er fyrsta risamót ársins og því ríkir mikil eftirvænting bæði hjá leikmönnum sem og áhorfendum um hvernig kylfingar koma inn í nýtt tímabil. Umgjörðin hér í Augusta er þannig að allt snýst um mótið þessa viku og það er nánast hægt að skera andrúmsloftið því spennan er svo mikil hér í bænum. Hér tala margir um einvígi á milli Tigers Woods og Rory McIlroy þar sem þeir eru taldir heitustu kylfingarnir í dag.

Golf

Mahan þokaði sér upp í fjórða sætið á heimslistanum

Bandaríski kylfingurinn Hunter Mahan þokaði sér upp í fjórða sætið á heimslistanum í golfi eftir sigurinn á Shell Houston meistaramótinu á PGA mótaröðinni í gærkvöld. Hinn 29 ára gamli Mahan er efstur á stigalistanum fyrir Fed-Ex úrslitakeppnina og hann fór upp um 10 sæti á heimslistanum með sigrinum í gær.

Golf

Eyðimerkurgöngu Tigers lauk loksins

Eftir 923 daga eyðimerkurgöngu kom loksins að því um helgina að Tiger Woods vann golfmót. Það sem meira er þá vann hann mótið með yfirburðum og glans.

Golf

Tiger kominn í sjötta sætið á heimslistanum

Sigur Tiger Woods á Arnold Palmer-mótinu gaf honum mikið sjálfstraust og ekki bara það því hann er nú kominn upp í sjötta sætið á heimslistanum. Hann fór upp um tólf sæti á listanum með sigrinum.

Golf

Palmer gat ekki afhent Tiger Woods verðlaunin vegna veikinda

Arnold Palmer, einn sigursælasti kylfingur allra tíma, gat ekki afhent Tiger Woods sigurverðlaunin á Arnold Palmer meistaramótinu sem lauk í gær vegna veikinda. Palmer, sem er 82 ára gamall, var fluttur á sjúkrahús þegar lokahringurinn fór fram en hann glímir við of háann blóðþrýsting.

Golf

Fín byrjun hjá Tiger Woods | lofar góðu fyrir Mastersmótið

Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. Hinn 36 ára gamli Woods lék á 69 höggum á Arnold Palmer Invitational meistaramótinu og er hann í fjórða sæti að loknum fyrsta keppnisdegi. Gríðarlegur áhugi er hjá fjölmiðlum sem fylgjast grannt með hverju skrefi hjá Woods í aðdraganda fyrsta stórmóts ársins – Mastersmótsins sem hefst þann 5. apríl.

Golf

Feherty gerði stólpagrín að Tiger Woods | myndband

David Feherty, golfsérfræðingur Golf Channel, er þekktur fyrir að láta flest flakka þegar hann opnar munninn. Írinn, sem var á árum áður atvinnumaður í golfi, er einn þekktasti íþróttafréttamaðurinn sem fjallar um golf og hann er einnig sá umdeildasti.

Golf

Hank Haney gagnrýnir Tiger Woods í nýrri bók | ókurteis og nískur

Hank Haney, fyrrum þjálfari golfstjörnunnar Tiger Woods, mun á allra næstu dögum gefa út bók sem fjallar að sjálfsögðu um samskipti þeirra á árum áður. Bókin kemur út á föstudaginn og ber hún nafnið "The Big Miss“. Úrdrættir úr bókinn hafa nú þegar vakið töluverða athygli en Haney dregur ekkert undan í frásögn sinni.

Golf

Tiger í góðum gír | meiðslin úr sögunni og klár fyrir Mastersmótið

Tiger Woods virðist vera klár í slaginn fyrir fyrsta stórmót ársins, Mastersmótið, sem hefst þann 5. apríl á Augusta vellinum í Georgíu. Bandaríski kylfingurinn lék á góðgerðamóti í gær þar sem hann lék betri bolta með Englendingnum Justin Rose. Þeir léku samtals á 9 höggum undir pari eða 63 höggum.

Golf

"Golfdagur í skammdeginu" á morgun á Korpúlfsstöðum

"Golfdagur í skammdeginu" verður haldinn á morgun á Korpúlfsstöðum en um hefðbundið sýningarform að ræða með vörukynningum, fyrirlestrum og veitingarsölu. Um miðjan mars eru flestir golfarar farnir að iða í skinninu eftir að komast í golf.

Golf

Veðbankar spá Rory McIlroy sigri á Masters

Það styttist í að fyrsta stórmót ársins í golfíþróttinn en Mastersmótið á Augusta vellinum hefst þann 5. apríl. Veðbankar eru að sjálfsögðu farnir að taka við veðmálum og telja þeir mestar líkur á því að Norður-Írinn Rory McIlroy fái græna jakkann í verðlaun í mótslok.

Golf

Meiðsli Tiger Woods eru ekki alvarleg

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er ekki alvarlega meiddur á hásin eins og óttast var þegar hann hætti keppni á lokakeppnisdegi heimsmótsins í golfi s.l. sunnudag.

Golf

Erfið byrjun hjá Rory McIlroy og Tiger Woods

Ástralinn Adam Scott og Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner eru jafnir í efsta sæti að loknum fyrsta keppnisdegi á Cadillac – meistaramótinu í golfi sem hófst í gær. Þeir léku báðir á 66 höggum eða 6 höggum undir pari á "bláa skrímslinu“ á Doral golfsvæðinu. Flestir af sterkustu kylfingum heims eru á meðal keppenda og þar má nefna Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Tiger Wods frá Bandaríkjunum.

Golf

Styrktaræfingar skiluðu Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans

Rory McIlroy er í efsta sæti heimslistans í golfi eftir sigurinn á Honda-meistaramótinu á PGA mótaröðinni s.l. sunnudag. McIlroy hefur lagt gríðarlega áherslu á líkamsræktina á undanförnum mánuðum og er hann ekki í vafa um að aukinn vöðvastyrkur hafi hjálpað við að komast í efsta sæti heimslistans.

Golf