Innlent Grunuðu nánast fjörutíu staði um mansal og vændisstarfsemi Dagana 3. - 9. júní fóru íslensk lögregluyfirvöld um níutíu eftirlitsferðir á tæplega fjörutíu staði þar sem vændi, betl og önnur brotastarfsemi var talin þrífast. Lögreglan var með þessu að taka þátt í alþjóðlegum aðgerðadögum Europol, Frontex og Interpol gegn mansali. Höfð voru afskipti af 221 einstaklingi á landamærum og á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 25.6.2024 16:42 Dularfulla hvarf rauða Zodiac-bátsins veldur gremju Stefán Guðmundsson, sem rekur Gentle Giants á Húsavík, hefur auglýst eftir rauðum Zodiac-bát af tegundinni Mark III Futura. Hann er horfinn og Stefán heitir ríkulegum fundarlaunum. Innlent 25.6.2024 15:38 Grásleppusjómenn hafi lengi kallað eftir kvótasetningu Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, segir tilgang grásleppukvótasetningarinnar fyrst og fremst vera að búa til fyrirsjáanleika fyrir þá sem veiðarnar stunda. Grásleppusjómenn hafi lengi kallað eftir því að þetta verði gert. Bátum við grásleppuveiðar hafi fækkað mikið á stuttum tíma undanfarin ár, og nýliðun í greininni sé ekki mikil. Innlent 25.6.2024 15:21 Fjórtán aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynntu aðgerðir stjórnvalda gegn ofbeldi meðal barna á blaðamannafundi í Hannesarholti í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Innlent 25.6.2024 13:55 Halla Tómasdóttir rétt kjörin forseti Íslands Halla Tómasdóttir hefur verið löglega kjörin forseti og fullnægir skilyrðum stjórnarskrár lýðveldisins um kjör forseta Íslands. Það staðfesti Landskjörstjórn á fundi sínum í dag. Landskjörstjórn úrskurðaði á fundi sínum í dag um 117 ágreiningsseðla í þremur kjördæmum. Innlent 25.6.2024 13:35 Bein útsending: Aðgerðir kynntar gegn ofbeldi meðal barna Mennta- og barnamálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið minna á blaðamannafund um aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna í dag kl. 13:00 í Hannesarholti að Grundarstíg 10 í Reykjavík. Innlent 25.6.2024 12:48 Gummi Emil dæmdur í fangelsi fyrir akstur án réttinda Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur er gripinn við akstur án ökuréttinda. Innlent 25.6.2024 12:46 Tæplega tvær milljónir eldislaxa drápust í sjókvíum Fyrstu fimm mánuði ársins 2023 drápust um 1,3 milljónir eldislaxa í sjókvíum. Tölurnar eru verri núna. Jón Kaldal hjá Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir að stjórnvöld verði að grípa í taumana. Innlent 25.6.2024 12:43 Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. Innlent 25.6.2024 12:33 Umtalsvert tjón og tveimur bjargað úr húsinu Slökkvistarfi vegna bruna í fjölbýlishúsi á Akranesi er lokið. Slökkvilið sótti tvo í húsið með stigabíl, en þeim var þó ekki búin bráð hætta. Innlent 25.6.2024 12:27 Markmiðið sé að útrýma smábátasjómönnum Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, segir að kvótasetning grásleppu sé aðför að smábátaveiðum. Hann telur að kvótasetningin muni hafa þau óbeinu áhrif að bátum á strandveiðum fjölgi, en strandveiðikerfið sé þegar þanið út að ystu þanmörkum. Hann segir engin fiskifræðileg rök að baki kvótasetningarinnar. Innlent 25.6.2024 12:22 Efnin í skemmtiferðaskipinu falin í eldhúspottum Fjórir íslenskir karlmenn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok apríl, grunaðir um aðild að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi um langt skeið, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fíkniniefni flutt til landsins með skemmtiferðaskipi, falin í eldhúspottum. Innlent 25.6.2024 11:57 Umfangsmikil lögregluaðgerð og Assange loks frjáls Á þriðja tug voru handteknir í aðgerðum lögreglu vegna rannsóknar á umfangsmiklum fíkniefnainnflutningi. Átján hafa stöðu sakbornings í málinu og fimm sæta gæsluvarðhaldi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 25.6.2024 11:31 Eldur í fjölbýlishúsi á Akranesi Töluverður viðbúnaður er á Akranesi vegna elds í fjölbýlishúsi. Eldurinn var á fyrstu hæð í þriggja hæða blokk á Akranesi. Enginn var heima í íbúðinni sem eldurinn var í. Tveir voru heima í öðrum íbúðum en eru ekki slasaðir. Slökkvilið vinnur nú að því að reykræsta húsið. Innlent 25.6.2024 10:51 Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. Innlent 25.6.2024 10:43 Gleðitíðindi að koma Assange loks úr fangelsi Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fagnar því í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks sé frjáls maður eftir áralanga frelsissviptingu. Hann segir að ekki verði hægt að greina frá dómssáttinni í smáatriðum fyrr en á morgun. Innlent 25.6.2024 09:26 Ætla ekki að greiða lausnargjald og loka fyrir erlenda umferð Lokað hefur verið fyrir erlenda umferð um vef Morgunblaðsins vegna tölvuárásarinnar sem framin var um helgina. Aðstoðarritstjóri segir ekki koma til greina að greiða árásarmönnunum lausnargjald fyrir gögn sem þeir hafa í gíslingu. Innlent 25.6.2024 06:46 Allt að 18 stiga hiti Hægfara lægð vestur af landinu veldur víða kalda og skúrum á vesturhluta landsins. Aðra sögu er að segja á Norður- og Austurlandi, þar sem er útlit fyrir bjart veður og hita upp í 18 stig. Innlent 25.6.2024 06:16 Fiskibátur strandaði í Patreksfirði Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar var kallað út í dag þegar lítill fiskibátur strandaði í mynni Patreksfjarðar. Innlent 24.6.2024 21:44 Maður verður auðmjúkur við að fljúga svona sögulegri vél Ein merkasta flugvél seinni heimsstyrjaldar er í hópi þrista sem millilenda þessa dagana á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa tekið þátt í athöfnum í Evrópu þar sem minnst var D-dagsins, innrásarinnar í Normandí. Innlent 24.6.2024 21:21 „Fólk er bara orðið hrætt um börnin sín“ Íbúi í Laugardal, sem telur að veiðihundar í hverfinu hafi drepið köttinn hennar, segir íbúa dauðhrædda við hundana og langþreytta á lausagöngu þeirra. Hún var fyrir tilviljun á vettvangi í gær þegar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti hundana, sem þá gengu lausir enn einu sinni. Innlent 24.6.2024 21:04 Góð samskipti við börn besta forvörnin Afbrotafræðingur segir að ákveðin hugmyndafræði sé ríkjandi meðal ungmenna sem virðist réttlæta það að beita ofbeldi við minnsta tækifæri. Góð samskipti við börn sé besta forvörnin. Innlent 24.6.2024 21:03 Arnar Þór snýr sér að hlaðvarpsgerð Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, héraðsdómari og varaþingmaður, er byrjaður með hlaðvarp á efnisveitunni Brotkast. Innlent 24.6.2024 20:05 Ætla megi að gögn fórnarlamba rati til rússnesku leyniþjónustunnar Það er kraftaverki líkast að tekist hafi að gefa út Morgunblaðið í dag eftir alvarlega tölvuárás í gær að mati aðstoðarritstjóra. Hópurinn á bak við árásina er skæður á alþjóðavettvangi og ætla má að gögn sem þrjótarnir komast yfir í árásum sínum rati í hendur rússnesku leyniþjónustunnar að sögn lektors í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Innlent 24.6.2024 20:01 Nöturlegt fleti undir bryggju í Reykjavík Þak úr plastpoka, loftlaus vindsæng og notaðar sprautunálar sýna fram á nöturlegar aðstæður heimilislausra í Reykjavík. Deildarstjóri í málaflokknum segir að enginn ætti að þurfa að gista undandyra. Innlent 24.6.2024 19:25 Braut gegn tveimur konum og þremur unglingsstúlkum Karlmaður á fertugsaldri hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði vegna tveggja kynferðisbrota. Sami maður hlaut átta mánaða fangelsisdóm í apríl vegna kynferðisbrota í garð þriggja unglingsstúlkna. Innlent 24.6.2024 18:08 Dapurlegar aðstæður heimilislausra og sögufrægur þristur Lögregla greinir mikla aukningu á stórfelldum líkamsárásum, sem framin eru af ungmennum á aldrinum tíu til sautján ára. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við afbrotafræðing, sem segir góð samskipti við börn vera bestu forvörnina. Innlent 24.6.2024 18:00 Þriðji stríðsþristurinn á leiðinni til Reykjavíkur Tvær Douglas Dakota-flugvélar, sem tóku þátt í seinni heimsstyrjöld, hófu sig til flugs frá Reykjavíkurflugvelli í dag, önnur í morgun en hin í hádeginu, eftir nokkurra daga viðdvöl á Íslandi. Þeir flugáhugamenn sem misstu af vélunum þurfa þó ekki að örvænta. Þær verða sýndar í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 24.6.2024 17:11 Þakklát eftir fund með „viljugum“ Bjarna Sylvía Briem Friðjónsdóttir, sem síðustu daga hefur vakið athygli bágri stöðu nýbakaðra foreldra í tengslum við leiksólapláss og fæðingarorlof, átti fund með forsætisráðherra í dag og fór yfir stöðuna. Innlent 24.6.2024 16:58 Tækniskólinn og Kvennaskólinn vinsælastir Innritun nemenda í framhaldsskóla er nú lokið en alls bárust 4.677 umsóknir fyrir haustið. Flestar umsóknir voru með Tækniskólann eða Kvennaskólann í vali eitt eða tvo. Öllum umsækjendum var tryggt pláss í skóla fyrir veturinn. Innlent 24.6.2024 16:57 « ‹ 184 185 186 187 188 189 190 191 192 … 334 ›
Grunuðu nánast fjörutíu staði um mansal og vændisstarfsemi Dagana 3. - 9. júní fóru íslensk lögregluyfirvöld um níutíu eftirlitsferðir á tæplega fjörutíu staði þar sem vændi, betl og önnur brotastarfsemi var talin þrífast. Lögreglan var með þessu að taka þátt í alþjóðlegum aðgerðadögum Europol, Frontex og Interpol gegn mansali. Höfð voru afskipti af 221 einstaklingi á landamærum og á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 25.6.2024 16:42
Dularfulla hvarf rauða Zodiac-bátsins veldur gremju Stefán Guðmundsson, sem rekur Gentle Giants á Húsavík, hefur auglýst eftir rauðum Zodiac-bát af tegundinni Mark III Futura. Hann er horfinn og Stefán heitir ríkulegum fundarlaunum. Innlent 25.6.2024 15:38
Grásleppusjómenn hafi lengi kallað eftir kvótasetningu Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, segir tilgang grásleppukvótasetningarinnar fyrst og fremst vera að búa til fyrirsjáanleika fyrir þá sem veiðarnar stunda. Grásleppusjómenn hafi lengi kallað eftir því að þetta verði gert. Bátum við grásleppuveiðar hafi fækkað mikið á stuttum tíma undanfarin ár, og nýliðun í greininni sé ekki mikil. Innlent 25.6.2024 15:21
Fjórtán aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynntu aðgerðir stjórnvalda gegn ofbeldi meðal barna á blaðamannafundi í Hannesarholti í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Innlent 25.6.2024 13:55
Halla Tómasdóttir rétt kjörin forseti Íslands Halla Tómasdóttir hefur verið löglega kjörin forseti og fullnægir skilyrðum stjórnarskrár lýðveldisins um kjör forseta Íslands. Það staðfesti Landskjörstjórn á fundi sínum í dag. Landskjörstjórn úrskurðaði á fundi sínum í dag um 117 ágreiningsseðla í þremur kjördæmum. Innlent 25.6.2024 13:35
Bein útsending: Aðgerðir kynntar gegn ofbeldi meðal barna Mennta- og barnamálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið minna á blaðamannafund um aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna í dag kl. 13:00 í Hannesarholti að Grundarstíg 10 í Reykjavík. Innlent 25.6.2024 12:48
Gummi Emil dæmdur í fangelsi fyrir akstur án réttinda Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur er gripinn við akstur án ökuréttinda. Innlent 25.6.2024 12:46
Tæplega tvær milljónir eldislaxa drápust í sjókvíum Fyrstu fimm mánuði ársins 2023 drápust um 1,3 milljónir eldislaxa í sjókvíum. Tölurnar eru verri núna. Jón Kaldal hjá Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir að stjórnvöld verði að grípa í taumana. Innlent 25.6.2024 12:43
Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. Innlent 25.6.2024 12:33
Umtalsvert tjón og tveimur bjargað úr húsinu Slökkvistarfi vegna bruna í fjölbýlishúsi á Akranesi er lokið. Slökkvilið sótti tvo í húsið með stigabíl, en þeim var þó ekki búin bráð hætta. Innlent 25.6.2024 12:27
Markmiðið sé að útrýma smábátasjómönnum Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, segir að kvótasetning grásleppu sé aðför að smábátaveiðum. Hann telur að kvótasetningin muni hafa þau óbeinu áhrif að bátum á strandveiðum fjölgi, en strandveiðikerfið sé þegar þanið út að ystu þanmörkum. Hann segir engin fiskifræðileg rök að baki kvótasetningarinnar. Innlent 25.6.2024 12:22
Efnin í skemmtiferðaskipinu falin í eldhúspottum Fjórir íslenskir karlmenn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok apríl, grunaðir um aðild að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi um langt skeið, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fíkniniefni flutt til landsins með skemmtiferðaskipi, falin í eldhúspottum. Innlent 25.6.2024 11:57
Umfangsmikil lögregluaðgerð og Assange loks frjáls Á þriðja tug voru handteknir í aðgerðum lögreglu vegna rannsóknar á umfangsmiklum fíkniefnainnflutningi. Átján hafa stöðu sakbornings í málinu og fimm sæta gæsluvarðhaldi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 25.6.2024 11:31
Eldur í fjölbýlishúsi á Akranesi Töluverður viðbúnaður er á Akranesi vegna elds í fjölbýlishúsi. Eldurinn var á fyrstu hæð í þriggja hæða blokk á Akranesi. Enginn var heima í íbúðinni sem eldurinn var í. Tveir voru heima í öðrum íbúðum en eru ekki slasaðir. Slökkvilið vinnur nú að því að reykræsta húsið. Innlent 25.6.2024 10:51
Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. Innlent 25.6.2024 10:43
Gleðitíðindi að koma Assange loks úr fangelsi Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fagnar því í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks sé frjáls maður eftir áralanga frelsissviptingu. Hann segir að ekki verði hægt að greina frá dómssáttinni í smáatriðum fyrr en á morgun. Innlent 25.6.2024 09:26
Ætla ekki að greiða lausnargjald og loka fyrir erlenda umferð Lokað hefur verið fyrir erlenda umferð um vef Morgunblaðsins vegna tölvuárásarinnar sem framin var um helgina. Aðstoðarritstjóri segir ekki koma til greina að greiða árásarmönnunum lausnargjald fyrir gögn sem þeir hafa í gíslingu. Innlent 25.6.2024 06:46
Allt að 18 stiga hiti Hægfara lægð vestur af landinu veldur víða kalda og skúrum á vesturhluta landsins. Aðra sögu er að segja á Norður- og Austurlandi, þar sem er útlit fyrir bjart veður og hita upp í 18 stig. Innlent 25.6.2024 06:16
Fiskibátur strandaði í Patreksfirði Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar var kallað út í dag þegar lítill fiskibátur strandaði í mynni Patreksfjarðar. Innlent 24.6.2024 21:44
Maður verður auðmjúkur við að fljúga svona sögulegri vél Ein merkasta flugvél seinni heimsstyrjaldar er í hópi þrista sem millilenda þessa dagana á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa tekið þátt í athöfnum í Evrópu þar sem minnst var D-dagsins, innrásarinnar í Normandí. Innlent 24.6.2024 21:21
„Fólk er bara orðið hrætt um börnin sín“ Íbúi í Laugardal, sem telur að veiðihundar í hverfinu hafi drepið köttinn hennar, segir íbúa dauðhrædda við hundana og langþreytta á lausagöngu þeirra. Hún var fyrir tilviljun á vettvangi í gær þegar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti hundana, sem þá gengu lausir enn einu sinni. Innlent 24.6.2024 21:04
Góð samskipti við börn besta forvörnin Afbrotafræðingur segir að ákveðin hugmyndafræði sé ríkjandi meðal ungmenna sem virðist réttlæta það að beita ofbeldi við minnsta tækifæri. Góð samskipti við börn sé besta forvörnin. Innlent 24.6.2024 21:03
Arnar Þór snýr sér að hlaðvarpsgerð Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, héraðsdómari og varaþingmaður, er byrjaður með hlaðvarp á efnisveitunni Brotkast. Innlent 24.6.2024 20:05
Ætla megi að gögn fórnarlamba rati til rússnesku leyniþjónustunnar Það er kraftaverki líkast að tekist hafi að gefa út Morgunblaðið í dag eftir alvarlega tölvuárás í gær að mati aðstoðarritstjóra. Hópurinn á bak við árásina er skæður á alþjóðavettvangi og ætla má að gögn sem þrjótarnir komast yfir í árásum sínum rati í hendur rússnesku leyniþjónustunnar að sögn lektors í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Innlent 24.6.2024 20:01
Nöturlegt fleti undir bryggju í Reykjavík Þak úr plastpoka, loftlaus vindsæng og notaðar sprautunálar sýna fram á nöturlegar aðstæður heimilislausra í Reykjavík. Deildarstjóri í málaflokknum segir að enginn ætti að þurfa að gista undandyra. Innlent 24.6.2024 19:25
Braut gegn tveimur konum og þremur unglingsstúlkum Karlmaður á fertugsaldri hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði vegna tveggja kynferðisbrota. Sami maður hlaut átta mánaða fangelsisdóm í apríl vegna kynferðisbrota í garð þriggja unglingsstúlkna. Innlent 24.6.2024 18:08
Dapurlegar aðstæður heimilislausra og sögufrægur þristur Lögregla greinir mikla aukningu á stórfelldum líkamsárásum, sem framin eru af ungmennum á aldrinum tíu til sautján ára. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við afbrotafræðing, sem segir góð samskipti við börn vera bestu forvörnina. Innlent 24.6.2024 18:00
Þriðji stríðsþristurinn á leiðinni til Reykjavíkur Tvær Douglas Dakota-flugvélar, sem tóku þátt í seinni heimsstyrjöld, hófu sig til flugs frá Reykjavíkurflugvelli í dag, önnur í morgun en hin í hádeginu, eftir nokkurra daga viðdvöl á Íslandi. Þeir flugáhugamenn sem misstu af vélunum þurfa þó ekki að örvænta. Þær verða sýndar í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 24.6.2024 17:11
Þakklát eftir fund með „viljugum“ Bjarna Sylvía Briem Friðjónsdóttir, sem síðustu daga hefur vakið athygli bágri stöðu nýbakaðra foreldra í tengslum við leiksólapláss og fæðingarorlof, átti fund með forsætisráðherra í dag og fór yfir stöðuna. Innlent 24.6.2024 16:58
Tækniskólinn og Kvennaskólinn vinsælastir Innritun nemenda í framhaldsskóla er nú lokið en alls bárust 4.677 umsóknir fyrir haustið. Flestar umsóknir voru með Tækniskólann eða Kvennaskólann í vali eitt eða tvo. Öllum umsækjendum var tryggt pláss í skóla fyrir veturinn. Innlent 24.6.2024 16:57