Innlent

Efling lætur ekki af að­gerðum á meðan SVEIT endur­skoðar samning

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið ekki láta af aðgerðum gagnvart fyrirtækjum innan SVEIT, Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, þótt samtökin ætli að endurskoða kjarasamning sem samtökin gerðu við stéttarfélagið Virðingu. Virðing hafnar því að félagið fremji lögbrot og segist ætla að laga misfellur í samningi. 

Innlent

Synir konunnar lýsa and­láti hennar sem létti

Fjöldi vitna í máli vegna andláts konu í Naustahverfi á Akureyri lýsti áralöngu grófu heimilisofbeldi af hálfu sambýlismanns konunnar. Synir fólksins sögðu báðir fyrir dómi að andlát móður þeirra væri léttir. Álit matsmanns var að maðurinn væri með heilabilun og refsing myndi ekki bera árangur en hann var samt sem áður talinn sakhæfur.

Innlent

SVEIT endur­skoðar kjara­samning við Virðingu

SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka til endurskoðunar kjarasamninga þá sem í gildi eru við stéttarfélagið Virðingu. SVEIT vonast til þess að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum á meðan endurskoðun stendur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá SVEIT.

Innlent

Telja sólar­orku ekki vera auð­lind

Gagnavinnslufyrirtæki á Suðurnesjum var synjað um rannsóknarleyfi fyrir mögulegt sólarorkuver á Miðnesheiði. Orkustofnun taldi sólarorku og vinnslu hennar ekki falla undir skilgreiningu á auðlindum í lögum.

Innlent

Fram­lengja gæslu­varð­hald vegna á­rásar á Vopna­firði

Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni þar til 10. janúar á næsta ári. Það staðfestir Karl Ingi Vilbergsson varahéraðssaksóknari. Maðurinn hefur verið í varðhaldi frá því í október þegar hann var handtekinn. 

Innlent

Þau vilja taka við af Helga Gríms­syni

Tuttugu og tveir sóttu um starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sem auglýst var laust til umsóknar í nóvember. Tilkynnt var í haust að Helgi Grímsson hefði ákveðið að láta af störfum. 

Innlent

Fimmtungur veitinga­staða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur allra þeirra fyrirtækja sem Efling stéttarfélag sendi bréf vegna kjarasamnings SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, við stéttarfélagið Virðingu, hefur sagt sig úr samtökunum. Þá hafa enn fleiri fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.

Innlent

Stærstu og um­deildustu sigrar ársins

Við Íslendingar stærum okkur gjarnan af því að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Við berjumst þangað til við vinnum. Við erum þjóð sigurvegara. Í þessum fyrsta annál fréttastofu fyrir árið 2024 verður einmitt farið yfir helstu sigra sem Íslendingar, og reyndar fáeinir útlendingar líka, unnu á árinu. 

Innlent

Aug­lýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir

Stjórnmálaflokkar, aðildarfélög þeirra og einstaka frambjóðendur til Alþingis vörðu samtals um 44,8 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Mestu varði Sjálfstæðisflokkurinn eða rétt tæpum níu milljónum króna, þá Flokkur fólksins sem notaði rúmar 7,5 milljónir í slíkar auglýsingar og Framsóknarflokkurinn kemur þar fast á hæla með rúmar 7,2 milljónir sem fóru í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta, það er Facebook og Instagram. Samfylkingin er í fjórða sæti og eyddi tæpum 5,7 milljónum og þá Miðflokkurinn sem eyddi rétt undir 4,6 milljónum.

Innlent

Viku frestur til að kæra kosningarnar

Viku kærufrestur hófst í dag til að kæra framkvæmd nýafstaðinna kosninga til Alþingis, þegar Landskjörstjórn staðfesti kjör þingmanna fyrir sitt leyti. Þing þarf að koma saman á innan við tíu vikum frá kosningum.

Innlent

Bjart­sýn á að til verði stjórn sem þori að taka á­kvarðanir

Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að einhver verkefni verði að bíða vegna verri afkomu ríkissjóðs en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir. Hún er þó bjartsýn á mögulegt stjórnarsamstarf flokka sem þori að taka ákvarðanir sem fyrri stjórn hafi ekki treyst sér í.

Innlent

Frá­farandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram

Kristrún Frostadóttir segir liggja fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. Við stjórnarmyndunarviðræður nú sé mikil áhersla lögð á efnahagsmálin. Búið sé að setja fram nokkuð stífan afkomuramma í viðræðunum.

Innlent

Af­komu­horfur ríkis­sjóðs lakari en áður

Fjármálaráðuneytið reiknar með því að heildarafkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, eru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari.

Innlent

Grétar Snær höfuðkúpu­brotnaði í Taí­landi

Andri Geir Gunnarsson, sem þekktastur er fyrir að halda úti ásamt Vilhjálmi Frey Hallssyni, hinu mjög svo vinsæla hlaðvarpi Steve Dagskrá, lenti ásamt bróður sínum Grétari Snæ í miklum hremmingum úti í Taílandi.

Innlent