Erlent Spá þrjátíu sentímetra hækkun sjávarmáls fyrir 2050 Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna og annarra stofnanna, spá því að sjávarmál við austurströnd Bandaríkjanna muni hækka um 25 til þrjátíu sentímetra fyrir árið 2050. Sú hækkun er sambærileg þeirri hækkun sjávarmáls sem hefur átt sér stað á síðustu hundrað árum. Erlent 16.2.2022 11:05 Minnst átján látnir eftir 25,8 sentímetra rigningu á þremur tímum Minnst átján eru látnir eftir aurskriður og flóði í Rio de Janeiro-ríki í Brasilíu í gær. 25,8 sentímetra rigning mældist á svæðinu á einungis þremur klukkustundum, sem er nærri því jafn mikið og mældist síðustu 30 daga þar áður. Erlent 16.2.2022 09:45 Bólusetning virðist vernda gegn langvinnu Covid Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands hefur yfirfarið fjölda breskra og alþjóðlegra rannsókna um áhrif bóluefna á svokölluðu langvinnu Covid og komist að þeirri niðurstöðu að bólusetning virðist veita ákveðna vörn. Erlent 16.2.2022 08:56 Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. Erlent 16.2.2022 08:39 Segja hluta greiðslu Andrésar til Giuffre úr vasa drottningarinnar Andrés prins mun greiða Virginu Giuffre og góðgerðarsamtökum hennar meira en tólf milljónir punda, um tvo milljarða íslenskra króna, vegna samkomulags þeirra um að mál Giuffre á hendur honum verði fellt niður. Bretlandsdrottning mun fjármagna greiðsluna að hluta. Erlent 16.2.2022 08:05 Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. Erlent 16.2.2022 07:00 Vopnaframleiðandi greiðir fjölskyldum fórnarlamba bætur Fjölskyldur níu barna sem voru myrt í skólanum Sandy Hook í Bandaríkjunum árið 2012 hafa náð dómsátt við vopnaframleiðandan Remington um greiðslu bóta upp á rúmlega níu milljarða króna. Um er að ræða fyrsta skipti sem vopnaframleiðandi sætir ábyrgð vegna skotárásar í Bandaríkjunum. Erlent 15.2.2022 19:18 Andrés semur við Giuffre Andrés prins hefur gert samkomulag við Virginiu Giuffre, sem hefur sakað hann um að misnota sig kynferðislega þegar hún var sautján ára gömul. Giuffre segist hafa verið fórnarlamb mannsals og segir Andrés hafa nauðgað sér þrisvar sinnum á heimilum auðjöfursins og barnaníðingsins Jeffrey Epstein. Erlent 15.2.2022 16:36 Um helmingur íbúa lést á innan við mánuði Saksóknari í Katalóníu á Spáni hefur ákært tvo stjórnendur öldrunarheimilis fyrir manndráp, en á innan við mánuði, létust 64 íbúar heimilisins, nær helmingur íbúa, vegna Covid 19. Lýsingar saksóknara á ástandinu á heimilinu minna á atriði úr hryllingsmynd. Erlent 15.2.2022 14:32 Fjórir látnir og fimmtán enn saknað eftir að togari sökk Fjórir hafa fundist látnir og fimmtán er enn saknað eftir að spænskur togari sökk undan austurströnd Kanada í morgun. Tekist hefur að bjarga þremur. Erlent 15.2.2022 14:07 Navalní enn og aftur fyrir dómara Fangelsisvist Alexeis Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings Rússlands, verður mögulega lengd um meira en tíu ár vegna nýrra réttarhalda sem hófust í dag. Hann er meðal annars sakaður um að hafa dregið sér fé úr samtökum sem hann stofnaði á árum áður en voru í fyrra skilgreind sem öfgasamtök af yfirvöldum í Rússlandi. Erlent 15.2.2022 11:09 Standa ekki lengur við fjárhagsskýrslur fyrirtækis Trumps Endurskoðunarfyrirtækið Mazars USA segist ekki lengur geta staðið við árlegar fjárhagsskýrslur sem fyrirtækið gaf út fyrir hönd Trump Organization, fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Erlent 15.2.2022 10:18 Rússar segjast flytja hluta hermanna sinna frá landamærunum Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að hluti þeirra hermanna sem staðsettir hafi verið við landamærin að Úkraínu hafi nú verið dreginn til baka og þeir færðir aftur á herstöðvar sínar í Rússlandi. Erlent 15.2.2022 09:45 Munu geta fryst bankareikninga mótmælenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur veitt yfirvöldum auknar heimildir til að reyna að bæla niður þau mótmæli gegn bólusetningarskyldu sem staðið hafa í landinu síðustu vikur. Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Kanada virkjar ákvæði sérstakra neyðarlaga með þessum hætti. Erlent 15.2.2022 07:47 Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. Erlent 15.2.2022 07:06 Sjö látnir eftir sprengingu í Suður-Frakklandi Sjö eru látnir í kjölfar sprengingar í matvöruverslun í bænum Saint-Laurent-de-la-Salanque í suðurhluta Frakklands í nótt. Mikill eldur braust út í kjölfar sprengingarinnar. Erlent 14.2.2022 11:55 Segir nýjustu bylgju Covid bera Hong Kong ofurliði Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, segir nýjustu bylgju Covid-19 sem gengur nú yfir eyjuna vera að bera heilbrigðiskerfið þar ofurliði. Smituðum hefur fjölgað hratt þar á undanförnum dögum en í byrjun mánaðarins greindust um hundrað smitaðir á hverjum degi en í gær greindust 1.300. Erlent 14.2.2022 09:51 „Látum Belgíu verða land án netverslunar“ segir leiðtogi Sósíalista Hugmynd leiðtoga eins af stjórnarflokkunum í Belgíu hefur vakið nokkra athygli og umræðu þar í landi en hann lagði til á dögunum að netverslun yrði bönnuð til að auka veg „alvöru“ verslana og draga úr yfirvinnu í vöruhúsum. Erlent 14.2.2022 09:03 Kalla eftir fundi með Rússum Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. Erlent 14.2.2022 00:05 Minntust Miu og kölluðu eftir bættu öryggi á næturlífinu Fjöldi fólks kom saman í Álaborg í nótt til þess að minnast tuttugu og tveggja ára konu sem var myrt á hrottafenginn hátt um síðustu helgi. Leit af henni hefur staðið alla vikunna og tveir hafa verið ákærðir fyrir morðið. Erlent 13.2.2022 20:45 „Ég er fullorðinn, en ekki fábjáni“ „Ég er fullorðinn, en ég er ekki fábjáni“. Þetta er yfirskrift herferðar sem eftirlaunaþegi á Spáni hefur stofnað til, til þess að þrýsta á banka landsins að veita eldra fólki betri þjónustu. 600.000 manns hafa nú þegar tekið undir kröfur gamla mannsins. Erlent 13.2.2022 14:21 Segja slæðubann neyða konur til að velja milli trúarinnar og menntunar Ungar konur sem stunda háskólanám í Karnataka héraði á Indlandi mótmæla slæðubanni, sem nokkrir háskólar í héraðinu hafa kynnt, og segja skólayfirvöld neyða sig til að velja milli trúarinnar og menntunar. Þær segja bannið stangast á við stjórnarskrá landsins. Erlent 13.2.2022 14:05 Þrír alvarlega slasaðir eftir að millihæð skemmtistaðar hrundi Þrettán manns slösuðust eftir að millihæð skemmtistaðar í austur-Lundúnum hrundi síðdegis í gær. Erlent 13.2.2022 11:10 Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. Erlent 13.2.2022 09:02 Almenningur mótmælir hernaðarumsvifum Rússa og æfir sig fyrir innrás Úkraínumenn söfnuðust saman í miðborg Kænugarðs í gær og mótmæltu hernaðaræfingum Rússa á landamærunum að Úkraínu. Slagorðið „Say no to Putin“, eða Segið nei við Pútín, mátti sjá á spjöldum sem mótmælendur báru. Erlent 13.2.2022 08:08 Vinna að því að fjarlægja mótmælendur af Ambassador brúnni Lögreglan í Ontario hefur nú hafist handa við að koma fólki frá sem hefur undanfarna viku mótmælt á Ambassador brúnni, sem tengir Ontario við Bandaríkin í gegnum Detroit borg. Erlent 12.2.2022 23:48 Tjáði Pútín að Vesturveldin myndu bregðast við af hörku ef til innrásar kæmi Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi símleiðis við Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyrr í dag vegna stöðunnar í Úkraínu en Rússar hafa undanfarið aukið viðbúnað sinn á landamærum Úkraínu og er óttast að þeir hyggi á innrás á næstunni. Erlent 12.2.2022 23:12 Rapparinn Kodak Black meðal særðra eftir skotárás í Kaliforníu Þrír einstaklingar voru fluttir á sjúkrahús eftir skotárás í Kaliforníu í dag en meðal þeirra sem þurfti að flytja á spítala vegna skotsárs var bandaríski rapparinn Kodak Black. Erlent 12.2.2022 21:27 Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. Erlent 12.2.2022 14:21 Franskir frambjóðendur í vanda með að safna nægum fjölda undirskrifta Nýjar reglur gera það að verkum að Marine Le Pen og fleiri popúlistar sem tilkynnt hafa um framboð í frönsku forsetakosningnum í apríl næstkomandi eiga nú í mestu vandræðum með að tryggja sér nægilegan fjölda undirskrifta til að fá að bjóða sig fram. Erlent 12.2.2022 09:00 « ‹ 307 308 309 310 311 312 313 314 315 … 334 ›
Spá þrjátíu sentímetra hækkun sjávarmáls fyrir 2050 Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna og annarra stofnanna, spá því að sjávarmál við austurströnd Bandaríkjanna muni hækka um 25 til þrjátíu sentímetra fyrir árið 2050. Sú hækkun er sambærileg þeirri hækkun sjávarmáls sem hefur átt sér stað á síðustu hundrað árum. Erlent 16.2.2022 11:05
Minnst átján látnir eftir 25,8 sentímetra rigningu á þremur tímum Minnst átján eru látnir eftir aurskriður og flóði í Rio de Janeiro-ríki í Brasilíu í gær. 25,8 sentímetra rigning mældist á svæðinu á einungis þremur klukkustundum, sem er nærri því jafn mikið og mældist síðustu 30 daga þar áður. Erlent 16.2.2022 09:45
Bólusetning virðist vernda gegn langvinnu Covid Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands hefur yfirfarið fjölda breskra og alþjóðlegra rannsókna um áhrif bóluefna á svokölluðu langvinnu Covid og komist að þeirri niðurstöðu að bólusetning virðist veita ákveðna vörn. Erlent 16.2.2022 08:56
Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. Erlent 16.2.2022 08:39
Segja hluta greiðslu Andrésar til Giuffre úr vasa drottningarinnar Andrés prins mun greiða Virginu Giuffre og góðgerðarsamtökum hennar meira en tólf milljónir punda, um tvo milljarða íslenskra króna, vegna samkomulags þeirra um að mál Giuffre á hendur honum verði fellt niður. Bretlandsdrottning mun fjármagna greiðsluna að hluta. Erlent 16.2.2022 08:05
Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. Erlent 16.2.2022 07:00
Vopnaframleiðandi greiðir fjölskyldum fórnarlamba bætur Fjölskyldur níu barna sem voru myrt í skólanum Sandy Hook í Bandaríkjunum árið 2012 hafa náð dómsátt við vopnaframleiðandan Remington um greiðslu bóta upp á rúmlega níu milljarða króna. Um er að ræða fyrsta skipti sem vopnaframleiðandi sætir ábyrgð vegna skotárásar í Bandaríkjunum. Erlent 15.2.2022 19:18
Andrés semur við Giuffre Andrés prins hefur gert samkomulag við Virginiu Giuffre, sem hefur sakað hann um að misnota sig kynferðislega þegar hún var sautján ára gömul. Giuffre segist hafa verið fórnarlamb mannsals og segir Andrés hafa nauðgað sér þrisvar sinnum á heimilum auðjöfursins og barnaníðingsins Jeffrey Epstein. Erlent 15.2.2022 16:36
Um helmingur íbúa lést á innan við mánuði Saksóknari í Katalóníu á Spáni hefur ákært tvo stjórnendur öldrunarheimilis fyrir manndráp, en á innan við mánuði, létust 64 íbúar heimilisins, nær helmingur íbúa, vegna Covid 19. Lýsingar saksóknara á ástandinu á heimilinu minna á atriði úr hryllingsmynd. Erlent 15.2.2022 14:32
Fjórir látnir og fimmtán enn saknað eftir að togari sökk Fjórir hafa fundist látnir og fimmtán er enn saknað eftir að spænskur togari sökk undan austurströnd Kanada í morgun. Tekist hefur að bjarga þremur. Erlent 15.2.2022 14:07
Navalní enn og aftur fyrir dómara Fangelsisvist Alexeis Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings Rússlands, verður mögulega lengd um meira en tíu ár vegna nýrra réttarhalda sem hófust í dag. Hann er meðal annars sakaður um að hafa dregið sér fé úr samtökum sem hann stofnaði á árum áður en voru í fyrra skilgreind sem öfgasamtök af yfirvöldum í Rússlandi. Erlent 15.2.2022 11:09
Standa ekki lengur við fjárhagsskýrslur fyrirtækis Trumps Endurskoðunarfyrirtækið Mazars USA segist ekki lengur geta staðið við árlegar fjárhagsskýrslur sem fyrirtækið gaf út fyrir hönd Trump Organization, fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Erlent 15.2.2022 10:18
Rússar segjast flytja hluta hermanna sinna frá landamærunum Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að hluti þeirra hermanna sem staðsettir hafi verið við landamærin að Úkraínu hafi nú verið dreginn til baka og þeir færðir aftur á herstöðvar sínar í Rússlandi. Erlent 15.2.2022 09:45
Munu geta fryst bankareikninga mótmælenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur veitt yfirvöldum auknar heimildir til að reyna að bæla niður þau mótmæli gegn bólusetningarskyldu sem staðið hafa í landinu síðustu vikur. Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Kanada virkjar ákvæði sérstakra neyðarlaga með þessum hætti. Erlent 15.2.2022 07:47
Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. Erlent 15.2.2022 07:06
Sjö látnir eftir sprengingu í Suður-Frakklandi Sjö eru látnir í kjölfar sprengingar í matvöruverslun í bænum Saint-Laurent-de-la-Salanque í suðurhluta Frakklands í nótt. Mikill eldur braust út í kjölfar sprengingarinnar. Erlent 14.2.2022 11:55
Segir nýjustu bylgju Covid bera Hong Kong ofurliði Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, segir nýjustu bylgju Covid-19 sem gengur nú yfir eyjuna vera að bera heilbrigðiskerfið þar ofurliði. Smituðum hefur fjölgað hratt þar á undanförnum dögum en í byrjun mánaðarins greindust um hundrað smitaðir á hverjum degi en í gær greindust 1.300. Erlent 14.2.2022 09:51
„Látum Belgíu verða land án netverslunar“ segir leiðtogi Sósíalista Hugmynd leiðtoga eins af stjórnarflokkunum í Belgíu hefur vakið nokkra athygli og umræðu þar í landi en hann lagði til á dögunum að netverslun yrði bönnuð til að auka veg „alvöru“ verslana og draga úr yfirvinnu í vöruhúsum. Erlent 14.2.2022 09:03
Kalla eftir fundi með Rússum Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. Erlent 14.2.2022 00:05
Minntust Miu og kölluðu eftir bættu öryggi á næturlífinu Fjöldi fólks kom saman í Álaborg í nótt til þess að minnast tuttugu og tveggja ára konu sem var myrt á hrottafenginn hátt um síðustu helgi. Leit af henni hefur staðið alla vikunna og tveir hafa verið ákærðir fyrir morðið. Erlent 13.2.2022 20:45
„Ég er fullorðinn, en ekki fábjáni“ „Ég er fullorðinn, en ég er ekki fábjáni“. Þetta er yfirskrift herferðar sem eftirlaunaþegi á Spáni hefur stofnað til, til þess að þrýsta á banka landsins að veita eldra fólki betri þjónustu. 600.000 manns hafa nú þegar tekið undir kröfur gamla mannsins. Erlent 13.2.2022 14:21
Segja slæðubann neyða konur til að velja milli trúarinnar og menntunar Ungar konur sem stunda háskólanám í Karnataka héraði á Indlandi mótmæla slæðubanni, sem nokkrir háskólar í héraðinu hafa kynnt, og segja skólayfirvöld neyða sig til að velja milli trúarinnar og menntunar. Þær segja bannið stangast á við stjórnarskrá landsins. Erlent 13.2.2022 14:05
Þrír alvarlega slasaðir eftir að millihæð skemmtistaðar hrundi Þrettán manns slösuðust eftir að millihæð skemmtistaðar í austur-Lundúnum hrundi síðdegis í gær. Erlent 13.2.2022 11:10
Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. Erlent 13.2.2022 09:02
Almenningur mótmælir hernaðarumsvifum Rússa og æfir sig fyrir innrás Úkraínumenn söfnuðust saman í miðborg Kænugarðs í gær og mótmæltu hernaðaræfingum Rússa á landamærunum að Úkraínu. Slagorðið „Say no to Putin“, eða Segið nei við Pútín, mátti sjá á spjöldum sem mótmælendur báru. Erlent 13.2.2022 08:08
Vinna að því að fjarlægja mótmælendur af Ambassador brúnni Lögreglan í Ontario hefur nú hafist handa við að koma fólki frá sem hefur undanfarna viku mótmælt á Ambassador brúnni, sem tengir Ontario við Bandaríkin í gegnum Detroit borg. Erlent 12.2.2022 23:48
Tjáði Pútín að Vesturveldin myndu bregðast við af hörku ef til innrásar kæmi Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi símleiðis við Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyrr í dag vegna stöðunnar í Úkraínu en Rússar hafa undanfarið aukið viðbúnað sinn á landamærum Úkraínu og er óttast að þeir hyggi á innrás á næstunni. Erlent 12.2.2022 23:12
Rapparinn Kodak Black meðal særðra eftir skotárás í Kaliforníu Þrír einstaklingar voru fluttir á sjúkrahús eftir skotárás í Kaliforníu í dag en meðal þeirra sem þurfti að flytja á spítala vegna skotsárs var bandaríski rapparinn Kodak Black. Erlent 12.2.2022 21:27
Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. Erlent 12.2.2022 14:21
Franskir frambjóðendur í vanda með að safna nægum fjölda undirskrifta Nýjar reglur gera það að verkum að Marine Le Pen og fleiri popúlistar sem tilkynnt hafa um framboð í frönsku forsetakosningnum í apríl næstkomandi eiga nú í mestu vandræðum með að tryggja sér nægilegan fjölda undirskrifta til að fá að bjóða sig fram. Erlent 12.2.2022 09:00