Erlent Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Kanadíski umhverfisaðgerðasinninn Paul Watson verður ekki framseldur til Japan. Honum verður sleppt úr haldi í Grænlandi, eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi þar í tæpa fimm mánuði. Erlent 17.12.2024 11:02 Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Embættismenn í bæði Palestínu og Ísrael hafa gefið til kynna að eftir margra mánaða viðræður sé vopnahlé á Gasaströndinni í sjónmáli. Viðræður um vopnahlé og mögulega frelsun þeirra gísla sem Hamas-liðar halda enn hafa virst frosnar um mánaða skeið. Erlent 17.12.2024 10:37 Sakfelling Trumps stendur Sakfelling Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, í þöggunarmálinu svokallaða í New York verður ekki felld niður. Lögmenn Trumps höfðu farið fram á það á grunni úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna um að forseti Bandaríkjanna nyti friðhelgi vegna opinberra starfa. Erlent 17.12.2024 09:53 Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Lögreglan í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur nú nafngreint gerandann í skotárás sem gerð var í grunnskóla í borginni í gær. Erlent 17.12.2024 08:25 Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Öflugur jarðskjálfti sem mældist 7,3 stig reið yfir smáríkið Vanúatú í Kyrrahafi í nótt. Erlent 17.12.2024 08:17 Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Tvær nýjar rannsóknir vísindamanna við Háskólann í Suður-Danmörku (d. Syddansk Universitet) í Óðinsvéum benda til að mögulega séu auknar líkur á að þeir sem notist við þyngdarstjórnunarlyfið Ozempic þrói með sér sjaldgæfan augnsjúkdóm, Naion. Erlent 17.12.2024 07:51 Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Rússneskur hershöfðingi, Igor Kirillov, var drepinn í Moskvu í morgun þegar sprengja sprakk um leið og hann kom út úr íbúðabyggingu í höfuðborginni. Erlent 17.12.2024 07:29 Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Chrystia Freeland fjármálaráðherra Kanada sagði af sér í dag. Ástæðuna sagði hún ágreining milli sín og Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada. Erlent 16.12.2024 22:07 Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Þrír eru látnir eftir skotárás í grunnskóla í Madison í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna. Sex eru að auki særð, þar af tvö lífshættulega. Erlent 16.12.2024 21:50 Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Lögmenn Lucy Letby, sem dæmd hefur verið fyrir að bana sjö ungbörnum á tveggja ára tímabili, segja sérfræðingnum sem var yfir rannsókn á máli hennar hafa snúist hugur. Hann muni biðja um að mál hennar verði tekið upp á ný. Erlent 16.12.2024 20:25 Vantraust á hendur Scholz samþykkt Vantraust á hendur Olaf Scholz kanslara Þýskalands var samþykkt í þinginu í dag eins og búist var við. Allt er því til reiðu fyrir snemmbúnar þingkosningar þann 23. febrúar. Erlent 16.12.2024 16:08 Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Björgunarsveitarmenn keppast enn við að ná til byggða sem óttast er að fellibylurinn Chido hafi leikið mjög grátt í eyjaklasanum Mayotte á Indlandshafi. Óttast er að þúsundir hafi dáið þegar hitabeltislægðin gekk þar yfir en samgöngur og samskiptakerfi liggja enn víða niðri. Erlent 16.12.2024 16:05 Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu eftir að hann flúði til Rússlands. Þar segist hann ekki hafa ætlað sér að flýja land en hafi neyðst til þess þegar árásir voru gerðar á rússneska herstöð í Sýrlandi, þar sem hann var staddur. Erlent 16.12.2024 14:09 Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar. Erlent 16.12.2024 11:31 Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Fyrrverandi uppljóstrari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) mun í dag játa fyrir dómi að hafa logið um Joe og Hunter Biden. Ásakanir lygna uppljóstrarans Alexanders Smirnov voru einn af burðarstólpum rannsóknar Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Bidens. Erlent 16.12.2024 09:46 Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Lögreglan á Fídji rannsakar nú bráð veikindi sjö erlendra ríkisborgara á sama fimm stjörnu hótelinu. Talið er að fólkið hafi orðið fyrir eitrun af völdum áfengs hanastéls. Stutt er síðan erlendir ferðamenn létust af tréspíraeitrun í Laos. Erlent 16.12.2024 09:05 Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Stjórnlagadómstóll Suður-Kóreu hefur boðað réttarhöld í máli forsetans Yoon Suk Yeol sem mikill styr hefur staðið um undanfarnar vikur. Erlent 16.12.2024 08:33 Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt áætlun sem miðar að því að tvöfalda fjölda landtökufólks sem býr á Gólan-hæðum, svæðinu á milli Ísraels og Sýrlands. Erlent 16.12.2024 08:23 Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tólf manns hafa fundist látin í húsi í georgíska skíðabænum Gudauri. Talið er að fólkið hafi látist af völdum kolmónoxíðseitrunar. Erlent 16.12.2024 08:22 Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Tveir sextán ára unglingar, strákur og stelpa, voru skotnir til bana og þrír særðir í partýi í Houston í Bandaríkjunum. Meðal hinna særðu er þrettán ára stúlka sem er í lífshættu. Hins grunaða er enn leitað. Erlent 16.12.2024 00:01 Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Óttast er að fjöldi látinna í franska eyjaklasanum Mayotte verði nokkur hundruð eftir að fellibylurinn Chido reið þar yfir á laugardagsnótt. Ellefu eru þegar látnir og um 250 slasaðir. Erlent 15.12.2024 21:34 Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. Erlent 15.12.2024 20:09 Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. Erlent 15.12.2024 19:51 Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Ísraelsk stjórnvöld hafa tilkynnt um að sendiráði Ísraels í Dyflinni á Írlandi verði lokað. Utanríkisráðuneytið segir það helst koma til vegna „öfgafullrar“ og „andsemitískrar“ stefnu írskra stjórnvalda í garð Ísraels. Erlent 15.12.2024 16:18 Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Lögregla í Noregi handtók í gær konu sem grunuð er um að hafa myrt móður sína og bróður í bænum Ski, skammt suður af Osló. Lögregla hefur lagt hald á vopn sem hún telur að sé morðvopnið. Erlent 15.12.2024 13:07 Kona lést í skotárás í Lundúnum Kona á fimmtugsaldri lést þegar skothríð hófst í norðurhluta Lundúna í gærnótt. Tveir karlmenn á fertugsaldri voru særðir og er annar þeirra þungt haldinn á sjúkrahúsi. Erlent 15.12.2024 12:30 Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Karlmaður á sextugsaldri og kona á þrítugsaldri hafa verið ákærð fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til andláts á Suður-Jótlandi vegna andláts tveggja ára barns. Erlent 15.12.2024 10:11 Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. Erlent 15.12.2024 09:33 Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. Erlent 15.12.2024 08:31 Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Fréttaveita ABC hefur samþykkt að greiða Donald Trump bætur upp á 15 milljón Bandaríkjadali, sem nemur rúmlega tveimur milljörðum íslenskra króna, vegna rangra yfirlýsinga fréttaþularins George Stephanopoulos um að Trump hefði gerst sekur um nauðgun. Erlent 14.12.2024 23:10 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 334 ›
Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Kanadíski umhverfisaðgerðasinninn Paul Watson verður ekki framseldur til Japan. Honum verður sleppt úr haldi í Grænlandi, eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi þar í tæpa fimm mánuði. Erlent 17.12.2024 11:02
Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Embættismenn í bæði Palestínu og Ísrael hafa gefið til kynna að eftir margra mánaða viðræður sé vopnahlé á Gasaströndinni í sjónmáli. Viðræður um vopnahlé og mögulega frelsun þeirra gísla sem Hamas-liðar halda enn hafa virst frosnar um mánaða skeið. Erlent 17.12.2024 10:37
Sakfelling Trumps stendur Sakfelling Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, í þöggunarmálinu svokallaða í New York verður ekki felld niður. Lögmenn Trumps höfðu farið fram á það á grunni úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna um að forseti Bandaríkjanna nyti friðhelgi vegna opinberra starfa. Erlent 17.12.2024 09:53
Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Lögreglan í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur nú nafngreint gerandann í skotárás sem gerð var í grunnskóla í borginni í gær. Erlent 17.12.2024 08:25
Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Öflugur jarðskjálfti sem mældist 7,3 stig reið yfir smáríkið Vanúatú í Kyrrahafi í nótt. Erlent 17.12.2024 08:17
Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Tvær nýjar rannsóknir vísindamanna við Háskólann í Suður-Danmörku (d. Syddansk Universitet) í Óðinsvéum benda til að mögulega séu auknar líkur á að þeir sem notist við þyngdarstjórnunarlyfið Ozempic þrói með sér sjaldgæfan augnsjúkdóm, Naion. Erlent 17.12.2024 07:51
Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Rússneskur hershöfðingi, Igor Kirillov, var drepinn í Moskvu í morgun þegar sprengja sprakk um leið og hann kom út úr íbúðabyggingu í höfuðborginni. Erlent 17.12.2024 07:29
Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Chrystia Freeland fjármálaráðherra Kanada sagði af sér í dag. Ástæðuna sagði hún ágreining milli sín og Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada. Erlent 16.12.2024 22:07
Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Þrír eru látnir eftir skotárás í grunnskóla í Madison í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna. Sex eru að auki særð, þar af tvö lífshættulega. Erlent 16.12.2024 21:50
Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Lögmenn Lucy Letby, sem dæmd hefur verið fyrir að bana sjö ungbörnum á tveggja ára tímabili, segja sérfræðingnum sem var yfir rannsókn á máli hennar hafa snúist hugur. Hann muni biðja um að mál hennar verði tekið upp á ný. Erlent 16.12.2024 20:25
Vantraust á hendur Scholz samþykkt Vantraust á hendur Olaf Scholz kanslara Þýskalands var samþykkt í þinginu í dag eins og búist var við. Allt er því til reiðu fyrir snemmbúnar þingkosningar þann 23. febrúar. Erlent 16.12.2024 16:08
Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Björgunarsveitarmenn keppast enn við að ná til byggða sem óttast er að fellibylurinn Chido hafi leikið mjög grátt í eyjaklasanum Mayotte á Indlandshafi. Óttast er að þúsundir hafi dáið þegar hitabeltislægðin gekk þar yfir en samgöngur og samskiptakerfi liggja enn víða niðri. Erlent 16.12.2024 16:05
Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu eftir að hann flúði til Rússlands. Þar segist hann ekki hafa ætlað sér að flýja land en hafi neyðst til þess þegar árásir voru gerðar á rússneska herstöð í Sýrlandi, þar sem hann var staddur. Erlent 16.12.2024 14:09
Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar. Erlent 16.12.2024 11:31
Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Fyrrverandi uppljóstrari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) mun í dag játa fyrir dómi að hafa logið um Joe og Hunter Biden. Ásakanir lygna uppljóstrarans Alexanders Smirnov voru einn af burðarstólpum rannsóknar Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Bidens. Erlent 16.12.2024 09:46
Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Lögreglan á Fídji rannsakar nú bráð veikindi sjö erlendra ríkisborgara á sama fimm stjörnu hótelinu. Talið er að fólkið hafi orðið fyrir eitrun af völdum áfengs hanastéls. Stutt er síðan erlendir ferðamenn létust af tréspíraeitrun í Laos. Erlent 16.12.2024 09:05
Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Stjórnlagadómstóll Suður-Kóreu hefur boðað réttarhöld í máli forsetans Yoon Suk Yeol sem mikill styr hefur staðið um undanfarnar vikur. Erlent 16.12.2024 08:33
Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt áætlun sem miðar að því að tvöfalda fjölda landtökufólks sem býr á Gólan-hæðum, svæðinu á milli Ísraels og Sýrlands. Erlent 16.12.2024 08:23
Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tólf manns hafa fundist látin í húsi í georgíska skíðabænum Gudauri. Talið er að fólkið hafi látist af völdum kolmónoxíðseitrunar. Erlent 16.12.2024 08:22
Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Tveir sextán ára unglingar, strákur og stelpa, voru skotnir til bana og þrír særðir í partýi í Houston í Bandaríkjunum. Meðal hinna særðu er þrettán ára stúlka sem er í lífshættu. Hins grunaða er enn leitað. Erlent 16.12.2024 00:01
Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Óttast er að fjöldi látinna í franska eyjaklasanum Mayotte verði nokkur hundruð eftir að fellibylurinn Chido reið þar yfir á laugardagsnótt. Ellefu eru þegar látnir og um 250 slasaðir. Erlent 15.12.2024 21:34
Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. Erlent 15.12.2024 20:09
Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. Erlent 15.12.2024 19:51
Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Ísraelsk stjórnvöld hafa tilkynnt um að sendiráði Ísraels í Dyflinni á Írlandi verði lokað. Utanríkisráðuneytið segir það helst koma til vegna „öfgafullrar“ og „andsemitískrar“ stefnu írskra stjórnvalda í garð Ísraels. Erlent 15.12.2024 16:18
Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Lögregla í Noregi handtók í gær konu sem grunuð er um að hafa myrt móður sína og bróður í bænum Ski, skammt suður af Osló. Lögregla hefur lagt hald á vopn sem hún telur að sé morðvopnið. Erlent 15.12.2024 13:07
Kona lést í skotárás í Lundúnum Kona á fimmtugsaldri lést þegar skothríð hófst í norðurhluta Lundúna í gærnótt. Tveir karlmenn á fertugsaldri voru særðir og er annar þeirra þungt haldinn á sjúkrahúsi. Erlent 15.12.2024 12:30
Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Karlmaður á sextugsaldri og kona á þrítugsaldri hafa verið ákærð fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til andláts á Suður-Jótlandi vegna andláts tveggja ára barns. Erlent 15.12.2024 10:11
Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. Erlent 15.12.2024 09:33
Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. Erlent 15.12.2024 08:31
Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Fréttaveita ABC hefur samþykkt að greiða Donald Trump bætur upp á 15 milljón Bandaríkjadali, sem nemur rúmlega tveimur milljörðum íslenskra króna, vegna rangra yfirlýsinga fréttaþularins George Stephanopoulos um að Trump hefði gerst sekur um nauðgun. Erlent 14.12.2024 23:10
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent