Formúla 1

Webber keppir með titanum pinna í fætinum

Formúlu 1 ökumaðurinn Mark Webber verður að hefja tímabilið með titanum pinna í fætinum eftir fótbrot á reiðhjóli í fyrra. Hann telur að það muni ekki há sér, en pinninn er í vinstri fæti, sem er minna notaður en bensínfóturinn hægra megin. Webber var á frumsýningu á nýjum Red Bull í morgun.

Formúla 1

Red Bull stefnir á sigur 2009

Red Bull liðið frumsýndi nýtt ökutæki á Jerz brautinni á Spáni í morgun. Mark Webber og Sebastian Vettel sviptu hulunni af nýja ökutækinu sem nefnist RB5. Bíllinn er með Renault vél og KERS kerfið sem öll lið nota til að auka afl í tilteknum fjölda hringja.

Formúla 1

17 Formúlu 1 mót á Stöð 2 Sport

Undirbúningur fyrir væntanlegt keppnistímabil í Formúlu 1 er komiið á fulla ferð á Stöð 2 Sport. Miklar reglubreytingar FIA eiga jafna leikinn til muna og ný braut í lok ársins gæti sett sterkan svip á endasprett meistaramótsins.

Formúla 1

Fullskipað í öll Formúlu 1 lið

Frakkinn Sebastian Bourdais var í morgun staðfestur sem ökumaður Torro Rosso. Þá er skipað í öll Formúlu 1 lið ársins, en Svisslendingurinn Sebastian Buemi verður nýliði hjá Torro Rosso.

Formúla 1

Bossamyndir hefta ekki Mosley

Max Mosley forseti FIA telur líklegt að hann gefi kost á sér til forseta FIA, en hann hefur setið á toppi pýramída alþjóðabílasambandsins síðustu þrjú kjörtímabil. Mosley hefur unnið öttullega að því að minnka kostnað keppnisliða í Formúlu 1 síðustu vikurnar.

Formúla 1

Meistarinn Rossi afskrifar Formúlu 1

Mótorhjólameistarinn Valentino Rossi telur að hann hafi glatað tækifærinu á að komast í Formúlu 1, en Ferrari vildi fá hann til liðsins 2007 eftir prófanir. Rossi kaus að halda áfram á mótorhjólum og þó Rossi hafi prófað Ferrari á ný í lok síðsta árs, þá telur hann sjálfur að möguleiki á að hann fari í Formúu 1 séu úr sögunni.

Formúla 1

McLaren og Ferrari ná sáttum

Njónsamálið á milli McLaren og Ferrari var mikið í umræðunni árið 2007 og logaði allt í deilum á milli liðanna. En á táknrænan hátt hafa liðin sem hvað harðast deildu og kepptu náð sáttum.

Formúla 1

Breska stjórnin bjargar ekki Honda

Forráðamenn Formúlu 1 liðs Honda róa lífróður til að bjarga liðinu sem skipar 700 starfsmenn.Honda bílaverksmiðjan hefur gefið yfirmönnum liðsins tíma til 1. mars til að selja liðið, að öðrum kosti verði bækistöð liðsins í Bretlandi lokað.

Formúla 1

Formúlan finnur fyrir kreppunni

Bernie Ecclestone og Bretar eru farnir að finna fyrir áhrifum kreppunnar eins og aðrir í heiminum þessa dagana. Honda liðið hætti þátttöku í Formúlu 1 á dögunum og rætt hefur verið hvort ríkisstjórn Bretlands komi liðinu til hjápar á einhvern hátt.

Formúla 1

Nýtt Formúlu 1 mót í Abu Dhabi

Á þessu ári verða 17 Formúlu 1 mót á dagskrá FIA í stað 18 á síðasta ári. Mót í Kanada og Frakklandi falla út, en nýtt mót í Abu Dhabi í Mið-Austurlöndum kemur inn í staðinn.

Formúla 1

Hamilton hlær í betri bíl

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton ók nýjasta Formúlu 1 bíl McLaren í fyrsta skipti í gær, eftir að hann varð meistari í Brasiíu fyrir tveimur mánuðum. Hann var meðal ökumanna á Portimao brautinni í Portúgal.

Formúla 1

Nýr Williams framfaraskref

Frank Williams telur að 2009 bíll Williams liðsins muni bæta gengi liðsins í Formúlu 1. Lið hans varð aðeins í áttunda sæti í stigamótinu í fyrra.

Formúla 1

Tvær frumsýningar Formúlu 1 liða

Tvð Formúlu 1 lið frumsýndu 2009 Formúlu 1 bíla sína á Portimao brautinni í Portúgal í dag. Renault og Williams mættu með bíla sína út undir bert loft í fyrsta skipti.

Formúla 1

Kaka kaup úr takti við raunveruleikann

Luca Montezemolo, forseti Ferrari telur að tilboð í knattspyrnumanninn Kaka sé út úr takti við raunveruleikann. Montezemolo er mikill íþróttaáhugamaður og Kaka spilar í heimalandi hans á Ítalíu.

Formúla 1

Ron Dennis hættir hjá McLaren

Ron Dennis ætlar að hætta sem yfirmaður McLaren liðsins í Formúlu 1 og kemur það í hlut hægri handar hans Martin Whitmarsh að taka við stjórntaumunum.

Formúla 1

Skíðabrekka nefnd í höfuð Schumachers

Ferrari Formúlu 1 liðið dvaldi í skíðapardísinni í Madonna di Campiglio á Ítalíu í gær á árlegri uppákomu til að efla andann. Meðal gesta var Michael Schumacher og stjórnendur skíðasvæðisins ákváðu að nefna brunbrekku í höfuðið á kappanum.

Formúla 1

Mercedes tilbúið að liðsinna Honda

Honda leitar enn kaupanda að Formúlu 1 liði sínu sem tekur yfir launagreiðslur til liðsmanna liðsins. Ef ekki tekst að selja liðið er talið að Honda verði að borga starfsmönnum 100 miljónir dala í bætur, en á sjöunda hundrað manns verða þá avinnulausir.

Formúla 1

Webber óðum að ná sér

Formúlu 1 ökumaðurinn Mark Webber slasaðist í reiðhjólaslysi í fyrra, en stefnir á að komast á æfingar með Red Bull liðinu ásamt Sebastian Vettel í febrúar.

Formúla 1