Fastir pennar

Jarðtengingin

Magnús Halldórsson skrifar

Ég lendi alltaf reglulega í nettum rifrildum við kollegga mína í blaðamannastétt um landsbyggðina og höfuðborgarsvæðið, þar sem ég bý ásamt fjölskyldu minni og líður vel. Uppvaxtarár hjá foreldrum á Húsavík, þar sem pabbi hefur alla tíð verið rótfastur, og vopnfirskar rætur í móðurætt, eru líklega ástæðan fyrir því að ég finn mig alltaf knúinn til þess að taka til varna þegar landsbyggðin – oftast nær öll innpökkuð í sama orðið – er töluð niður af fólki sem býr á höfuðborgarsvæðinu. Uppspretta deilnanna er mismunandi, eins og gengur, og oft eru það jarðgöng sem vekja reiði og illdeilur. Stundum eitthvað annað, eins og umkvartanir fólks sem býr á landsbyggðinni yfir því að það sé verið að leggja niður grunnheilbrigðisþjónustu sem til þessa hefur verið svo til óumdeilt jafnréttismál í hugum Íslendinga.

Fastir pennar

Skilnaður fremur en girðingar

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ráðgjafahópur atvinnuvega- og fjármálaráðherra skilaði í síðustu viku tillögum um heildarumgjörð um fjármálastöðugleika á Íslandi. Þeirra á meðal eru margar tillögur um hvernig takmarka megi eða koma í veg fyrir áhættusækni í endurreistu bankakerfi, til þess auðvitað að mistökin sem leiddu til hrunsins fyrir fjórum árum endurtaki sig ekki.

Fastir pennar

Fullorðnir og ADHD

Teitur Guðmundsson skrifar

Töluverð umræða hefur myndast um þessa greiningu hjá fullorðnum eftir að nýtt fjárlagafrumvarp leit dagsins ljós, en þar kom fram að greiðsluþátttöku í slíkum lyfjum yrði hætt hjá fullorðnum. Þetta hefur nú verið leiðrétt og dregið til baka, voru þetta víst mistök í fyrstu útgáfu frumvarpsins. Ekki liggur þó endanlega fyrir hvernig greiðslum verður háttað. Það hefur komið fram að þessi lyf eru dýr og einnig að Íslendingar virðist nota meira af þeim en aðrir, en alþjóðaráð Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi Íslendinga árið 2011 vegna mikillar notkunar Rítalíns.

Fastir pennar

Jákvætt ferli

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Kosningaþátttakan í fyrradag var ekki nógu léleg til að hægt sé að hundsa niðurstöðurnar. Hún var kannski ekki stórfengleg en nægileg til að taka verður kosningarnar alvarlega.

Fastir pennar

Fimm mínútna umhugsun = já

Þorsteinn Pálsson skrifar

Félagsskapur heitir Stjórnarskrárfélagið. Það tók að sér sókn og vörn í stjórnarskrármálinu. Á vegum þess hafa birst athyglisverðar auglýsingar sem varpa skýru ljósi á hugsunina að baki því verklagi sem ríkisstjórnin kaus í þessu stóra máli sem kjósendur eiga að lýsa áliti sínu á í dag. Í þeim er staðhæft að ekki taki lengri tíma en fimm mínútur að kynna sér málið. Jafnvel ekki meira en þrjár mínútur.

Fastir pennar

Falinn hópur

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Geðsjúkdómar eru yfirleitt miklu meira feimnismál en aðrir sjúkdómar þótt vissulega hafi undanfarin ár dregið úr þeirri leynd og skömm sem loðað hafa við geðsjúkdóma. Talsverður hluti fólks leitar sér þó aðstoðar fagfólks vegna geðrænna kvilla einhvern tíma á lífsleiðinni og enn fleiri myndu áreiðanlega gera það ef sjúkdómurinn væri ekki það feimnismál sem hann er. Talið er að um 23% verði geðsjúkir einhvern tíma á lífsleiðinni en um 2% verða öryrkjar af völdum geðsjúkdóma.

Fastir pennar

Kaliforníuvæðing

Pawel Bartoszek skrifar

Kalifornía væri áttunda stærsta hagkerfi heims væri hún sjálfstætt ríki. Með sinn blómlega hátækni- og afþreyingariðnað ætti fylkið að hafa allar forsendur til að vera í ágætum málum fjárhagslega. Reyndin er hins vegar önnur. Kalifornía veður í skuldafeni. Um það eru flestir sammála. Það eru ekki allir jafnsammála um ástæðurnar en beint lýðræði er þó oftar en ekki nefnt sem skýring.

Fastir pennar

Áfram eða aftur á byrjunarreit

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Frá stofnun lýðveldisins hefur endurskoðun stjórnarskrár verið á dagskrá. Ekki stóð enda annað til en að stjórnarskráin sem samþykkt var með miklum einhug samfara því að gengið var til atkvæða um stofnun lýðveldisins væri til bráðabirgða. Um það vitna fjöldamörg ummæli stjórnmálamanna úr öllum flokkum eins og Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur dregið rækilega fram.

Fastir pennar

Spurningarnar sem vantar

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn mun þjóðin ekki kjósa um nýja stjórnarskrá, sem hefur verið lögð fyrir hana í fullbúinni mynd. Atkvæðagreiðslan er eingöngu leiðbeinandi fyrir Alþingi, sem mun óhjákvæmilega þurfa að gera breytingar á þeim drögum stjórnlagaráðs sem nú liggja fyrir, sama hvernig atkvæðagreiðslan fer.

Fastir pennar

Stúlka sem breytir heiminum

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Enn er óljóst með öllu hver afdrif baráttukonunnar og skólastúlkunnar Malölu Yousafzai verða en hún var skotin í höfuðið í síðustu viku. Tilræðismenn, talibanar, skutu stúlkuna þegar hún var á leið heim úr skóla í bænum Mingora í Swat-dalnum sem er norðaustur af Islamabad í Pakistan. Talibönum tókst þó ekki ætlunarverk sitt að ráða Malölu af dögum.

Fastir pennar

Áminning um lærdóm sögunnar

Veiting friðarverðlauna Nóbels er oftast nær umdeild – og á að vera það. Norska Nóbelsnefndin hefur oft komið á óvart og oft verið gagnrýnd fyrir val sitt á verðlaunahafa. Ein forsenda þess að Nóbelsverðlaunin eru þau friðarverðlaun sem vekja mesta athygli á heimsvísu er einmitt að valið er ekki alltaf fyrirsjáanlegt.

Fastir pennar

Læknar og tæknin

Teitur Guðmundsson skrifar

Það er merkilegt hversu hratt allri tækniþróun hefur fleygt fram á undanförnum árum og hún hefur sannarlega ekki farið fram hjá læknisfræðinni samhliða því sem hún umbyltir samfélaginu. Í dag erum við vön því að notast við Internetið til að afla okkur upplýsinga og að sjálfsögðu einnig um sjúkdóma, greiningu og horfur. Sjúklingar sem koma til læknis í dag eru vel að sér og búa jafnvel yfir þekkingu sem læknirinn hefur ekki haft ráðrúm til að afla sér. Í sumum tilvikum er einstaklingur með öflugan snjallsíma og 3G tengingu fljótari á netið á stofunni en læknirinn í borðtölvunni. Það eru breyttir tímar og þeir eru skemmtilegir.

Fastir pennar

Ekki ósnertanlegir

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrirliði íslensks landsliðs lét hafa eftir sér, hlæjandi, í viðtali í síðustu viku að albanska þjóðin væri mestmegnis glæpamenn og land þeirra væri ekki upp á marga fiska. Albanir voru eðlilega ekki sáttir og í kjölfarið þurftu margir að biðjast afsökunar á ótrúlegu dómgreindarleysi fyrirliðans, meðal annars hann sjálfur.

Fastir pennar

Óður um þjóð

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Á dögunum voru hér norskir sveitastjórnarmenn þeirra erinda að kaupa Íslendinga. Þá vantaði gott fólk í álverið sitt – vinnusamt og vel menntað fólk eins og Íslendinga því að nú orðið vill fólkið þeirra víst frekar flytja í stóru borgirnar. ?Hjá okkur er nóg vinna,? sögðu þeir – sem hljómaði kunnuglega – en þeir bjóða líka upp á ýmislegt fleira þarna úti, skilst manni: Þar er líka nógur tími fyrir

Fastir pennar

Nýtt fjármálakerfi slítur barnskónum

Magnús Halldórsson skrifar

Ef marka má síðustu yfirlýsingar valdamesta fólks heimsins, þegar kemur að fjármálakerfum og þróun efnahagsmála, þá er langt í að rekstur fjármálafyrirtækja í Evrópu fari að einkennast af stöðugleika og góðum rekstrarhorfum.

Fastir pennar

Höfuðsafn á hrakhólum

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Eitt þriggja höfuðsafna þjóðarinnar er húsnæðislaust. Bæði Listasafn Íslands og Þjóðminjasafnið búa við glæsilegan húsakost sem mikill sómi er að meðan náttúrugripasafnið er húsnæðislaust, svo illa húsnæðislaust að hér hefur ekki staðið uppi sýning á safnkostinum síðan árið 2008, ári eftir að lög um Náttúruminjasafn Íslands, sem safnkosturinn heyrir undir, voru samþykkt.

Fastir pennar

Munur á valdi og viðhorfi

Þorsteinn Pálsson skrifar

Alþingi hefur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um nýja stjórnarskrá eftir viku. Sumir segja að það verði dagur mesta lýðræðissigurs þjóðarinnar frá upphafi vega. Aðrir halda því fram að Alþingi hafi ákveðið að efna til dýrustu skoðanakönnunar sem sögur fara af. Hvor fullyrðingin er rétt? Eða skiptir það engu máli?

Fastir pennar

Sam­fé­lags­leg á­hrif kláms

Róbert R. Spanó og Halla Gunnarsdóttir skrifar

Innanríkisráðuneytið og lagadeild Háskóla Íslands hafa undanfarin misseri efnt til umræðu um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Hófst þetta ferli haustið 2010 með stórum samráðsfundi þáverandi dómsmála- og mannréttindaráðuneytis og í framhaldinu smærri fundum með fulltrúum réttarvörslukerfisins, fræðasamfélagsins, stofnana og frjálsra félagasamtaka. Í framhaldi af samráðinu hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða og má þar nefna lagabreytingar, ráðstefnuhald, aukið formlegt samráð varðandi rannsókn kynferðisbrota og gerð fræðilegrar rannsóknar sem nú stendur yfir.

Fastir pennar

Andúð á erlendu

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þegar íslensku bankarnir hrundu var ákveðið að láta erlenda kröfuhafa þeirra "taka höggið“ með því að gera innstæður að forgangskröfum. Íslendingar ákváðu að breyta reglunum eftir á og því var sýndur skilningur á alþjóðavísu, enda blasti kerfishrun við þjóðinni ef önnur leið hefði verið valin. Erlendu kröfuhafarnir voru samt "brenndir“ og það kostaði þá þúsundir milljarða króna. Til viðbótar voru þeir sem settu peninga inn á Icesave-reikninga "brenndir“, enda innstæður útlendinga ekki taldar jafn mikilvægar og innstæður Íslendinga.

Fastir pennar

Það verður ekkert lagað seinna

Pawel Bartoszek skrifar

Þorvaldur Gylfason hélt því fram í Kastljósinu á þriðjudag að verði fyrstu spurningunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni um drög stjórnlagaráðs svarað játandi af meirihluta kjósenda þá geti Alþingi ekki annað en samþykkt drögin óbreytt sem nýja stjórnarskrá. Þetta er auðvitað ekki þannig. En það er samt ansi líklegt að þetta verði þannig.

Fastir pennar

Út með pólitíkina

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Meginniðurstöður úttektarnefndar á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur koma ekki stórlega á óvart; þær staðfesta margt sem áður var vitað. Þær setja hins vegar ýmsa þætti málsins í skýrara ljós.

Fastir pennar

Ímyndarherferð píkunnar

Sigga Dögg skrifar

Ég sá píkuna í nýju ljósi um daginn. Það var ekki svo að ég hefði spennt hana upp með goggi og stungið inn vasaljósi (þó vissulega sé það hugmynd fyrir áhugasama um leggöng). Ég sá hana í súkkulaðilíki. Í öllu sínu veldi sem smartan og girnilegan konfektmola. Við það að sjá hana svona tignarlega þá kviknaði hjá mér hugmynd.

Fastir pennar

Aðstöðulausir gjörgæslusjúklingar

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Engin sértæk úrræði eru fyrir hendi hér á landi fyrir fólk sem er bráðveikt á geði, engin gjörgæsla eða sérstök deild þar sem vakað er yfir þeim sem geta reynst sjálfum sér og jafnvel öðrum hættulegir. Þessi hópur dvelur nú með fólki sem er komið vel á veg í bata, jafnvel öldruðum eða ungum mæðrum.

Fastir pennar

Sparlega farið með dagsektirnar

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að dagsektir vegna trassaskapar húseigenda í Reykjavíkurborg næmu nú tugum milljóna, nánar tiltekið 32 milljónum, vegna sex húsa víða um borgina. Þar er um ólík tilvik að ræða, bæði gömul hús sem trassað hefur verið að halda við (til dæmis gamla Borgarbókasafnið við Þingholtsstræti), hús í ágætu viðhaldi sem óleyfilegar breytingar hafa verið gerðar á og nýbyggingar sem ekki hefur verið gengið frá sem skyldi.

Fastir pennar

Rislágir karlar

Teitur Guðmundsson skrifar

Þegar maður veltir fyrir sér karlmennsku og því sem hana skilgreinir þá fær hver og einn eflaust einhverja mynd upp í hugann. Sumir sjá fyrir sér sterkan, stæltan, jafnvel vel hærðan, eða vaxborinn hárlausan karlmann sem lætur engan bilbug á sér finna. Þá eru aðrir sem sjá fyrir sér föðurlegan, ábyrgan og traustan aðila sem tekur af skarið, veit sínu viti og lætur ekki hlaupa með sig í gönur. Svona mætti lengi telja í stereotýpiseringu, það sem þó flestir tengja við karlmennsku, að minnsta ko

Fastir pennar

Af hverju "ótækt“?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Undarleg deila um skólastarf á Tálknafirði komst í hámæli í síðustu viku. Þar var síðastliðið sumar ákveðið að semja við Hjallastefnuna, sem hefur rekið leik- og grunnskóla í nokkrum sveitarfélögum með góðum árangri, um að fyrirtækið tæki að sér rekstur grunnskóla sveitarfélagsins. Þessu var yfirgnæfandi meirihluti foreldra grunnskólabarna á staðnum samþykkur.

Fastir pennar

Hvað finnst þér?

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Þjóðfélagið er alltaf að breytast. Með hverri breytingu á lögum og reglugerðum, hverju nýju frumvarpi sem samþykkt er, verður eitthvað öðruvísi en það var áður – betra eða verra eftir atvikum, því að breytingar eru ekki góðar eða slæmar í sjálfum sér. Við þurfum að vera vakandi. Þegar skólakerfinu er breytt þá breytast kjörin hjá börnunum okkar; þegar hætt er niðurgreiðslum á tilteknum lyfjum breytast kjörin hjá gamla fólkinu; þegar breytt er lögum um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum þá breytast kjörin hjá okkur – þá höfum við fengið vopn, og getum vísað í viðkomandi reglugerð. Og svo framvegis. Þetta vitum við.

Fastir pennar

Styndu af hjartans þrá

Sigga Dögg skrifar

Spurning: Ég er ein af þeim konum sem eiga erfitt með að fá fullnægingu í kynlífi og ég held að það sé ekki út af þekkingarleysi kærastans. Hann kann alveg sitt, mér finnst ég bara oft vera að hugsa um eitthvað allt annað þegar við stundum kynlíf. Ég ræð ekkert við það og það er mjög pirrandi því oft dett ég úr stuði og stundum tekur hann eftir því og spyr hvort ekki sé allt í lagi. Og auðvitað er allt í lagi þó stundum pæli ég í hlutum eins og hvort honum finnist ég sæt og hvað hann sé að hugsa, gera það ekki allir?

Fastir pennar

Upprætum ógeðið

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Umfangsmikil aðgerð lögreglu og tollgæzlu gegn glæpasamtökunum Outlaws á miðvikudagskvöldið ber vott um að löggæzluyfirvöld hyggist ekki sýna þessum félagsskap neina linkind.

Fastir pennar

Upplyfting andans!

Þorsteinn Pálsson skrifar

Ímyndum okkur sem snöggvast verkalýðsfélag. Kjarasamningar þess eru lausir. Formaðurinn á í viðræðum við atvinnurekendur um hófsamar launahækkanir. Þær ganga vel. Varaformaðurinn styður formanninn til slíkra samtala en gerir honum um leið ljóst að hann muni standa í vegi hvers þess samnings sem út úr þeim komi. Hann telur vænlegra að fara gömlu leiðina með verkföllum og verðbólgu.

Fastir pennar