Fastir pennar Áfram, þetta er ekki búið Magnús Halldórsson skrifar Viðbrögð við Icesave-dómnum eru kannski stuttlega orðuð svona: Mikill léttir, gott að þurfa ekki að borga meira í erlendum gjaldeyri, en við erum samt í hrikalegum vandræðum. Vonandi munu allir stjórnarmálaflokkarnir leggja fram trúverðug plön um hvernig mögulegt verður að standa við skuldbindingar í erlendri mynt, á árunum 2015 til 2018. Eftir aðeins tvö ár myndast hér neyðarástand að óbreyttu. Mikilvægt er að muna að ódýrt erlent lánsfé í ótakmörkuðu magni kemur aldrei aftur. Þannig að það mun ekki redda neinu. Fastir pennar 29.1.2013 20:00 Kaflalok Ólafur Þ. Stephensen skrifar Niðurstaða EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu er fagnaðarefni af mörgum ástæðum. Hún er léttir fyrir íslenzka skattgreiðendur, sem nú liggur fyrir að munu ekki þurfa að bera útgjöld vegna málsins. Hún dregur úr óvissu í efnahagslífinu og í samskiptum við umheiminn og stuðlar vonandi að betra lánshæfismati landsins. Það ætti líka að hjálpa til í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og almennum umræðum um þær að þessi draugur sé kveðinn niður. Fastir pennar 29.1.2013 06:00 Nýr bókmenntapáfi Guðmundur Andri Thorsson skrifar Árlega birtast í blöðum og netmiðlum myndir af listamönnum sem hlotið hafa úthlutun úr launasjóðum á vegum ríkisins. Þessar myndbirtingar vekja hugrenningatengsl við myndir af sakborningum í fjársvikamálum. Okkur er ætlað að horfa á þessi andlit og hugsa um það hvílíkir loddarar þau séu – hversu auðveldlega þau komist yfir almannafé. Okkur er ætlað að hugsa: Af hverju þau? Okkur er ætlað að hugsa: Aha! Klíka! Fastir pennar 28.1.2013 06:00 Einkavæðingarblús Þórður Snær Júlíusson skrifar Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að fjárhagsleg endurskipulagning Skipta, móðurfélags Símans, Skjásins og Mílu, væri hafin. Félagið skuldar nú um 62 milljarða króna og er langstærstur hluti þess vegna risavaxins sambankaláns sem félagið tók árið 2005 þegar það keypti 98,8 prósenta hlut í Símanum af íslenska ríkinu. Söluverðið var 66,7 milljarðar króna. Fastir pennar 28.1.2013 06:00 Gullfoss, Laxá og framtíðin Steinunn Stefánsdóttir skrifar Við Gullfoss stendur minnisvarði um merka konu, Sigríði Tómasdóttur í Brattholti. Sigríðar er minnst vegna ötullar baráttu hennar gegn því að Gullfoss yrði virkjaður um aldamótin 1900 og er oft nefnd fyrsti íslenski náttúruverndarsinninn. Fastir pennar 26.1.2013 06:00 Þolendur ofbeldis bíða of lengi Steinunn Stefánsdóttir skrifar Ung stúlka sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás norður í Skagafirði fyrir nærri ári bíður enn eftir að ákæra verði gefin út í málinu. Sá sem réðst á hana játaði þó strax brot sitt. Freyja Þorvaldsdóttir hefur farið í fjöldamargar aðgerðir eftir árásina, auk annarrar meðferðar. Hún lýsti því í samtali við Vísi í vikunni að erfitt væri að bíða svona lengi eftir því að meðferð málsins kláraðist: "Það er stórt skref í bataferlinu að klára þetta fyrir utan allt annað sem maður er að vinna í,“ sagði hún. Fastir pennar 25.1.2013 06:00 Falsað fólk Pawel Bartozek skrifar Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherja- og menntamálefndar Alþingis er ekki ánægður með Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar vegna ummæla hennar um hælisleitendur. Fleiri eru honum sammála. Það er gott. Fastir pennar 25.1.2013 06:00 Þema: Bull Þórður Snær Júlíusson skrifar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er alltaf með þema í gangi. Á fölsku velmegunarárunum var það þjóðrembingslegt liðsinni við útrás sjálftitlaðra viðskiptajöfra. Í kjölfar hrunsins var það andstaða við Icesave. Frá því í forsetakosningunum síðasta sumar hefur þemað að mestu verið Evrópusambandið. Fastir pennar 24.1.2013 06:00 Öxlar Evrópu Jón Ormur Halldórsson skrifar Aldrei hafa jafnólíkar þjóðir bundist jafn nánum böndum og Þýskaland og Frakkland. Í vikunni halda menn upp á fimmtíu ára afmæli vináttusáttmála þjóðanna tveggja sem kenndur er við Elysée-höllina í París. Það segir sögu um nánd þessa sambands að ríkisstjórnir landanna halda sameiginlega ríkisstjórnarfundi tvisvar á ári og á milli embættismanna og ráðherra þeirra er formlegt, stöðugt og oft náið samráð. Menn kenna samstarfið ýmist við öxul eða mótor og hvort tveggja er lýsandi. Fastir pennar 24.1.2013 06:00 Hvað gerist 1. mars? Steinunn Stefánsdóttir skrifar Síðustu daga var lýst yfir svokölluðu óvissustigi á Landspítalanum. Ástæðan var inflúensufaraldur og veirusýkingar sem ganga. Starfsfólk þurfti að bæta á sig vinnu en allt gekk þó vel. Fastir pennar 23.1.2013 06:00 Hættulegar uppfinningar fyrir heilsuna Teitur Guðmundsson skrifar Þegar maður horfir um öxl á tækninýjungar sem hafa orðið á undanförnum árum er ekki hægt annað en að dást að elju og uppfinningasemi okkar mannanna. Margar af þeim nýjungum hafa valdið algerum straumhvörfum í lífi okkar, ekki síst á Vesturlöndum þar sem lífslíkur hafa aldrei verið hærri. Möguleikar læknisfræðinnar aukast ár frá ári í að takast á við sjúkdóma og heilsufarsleg vandamál en þar leika þróun meðferða, lyfja og tækjabúnaðar aðalhlutverkin auk fjölda umhverfisþátta. Fastir pennar 22.1.2013 06:00 Mál sem má ræða Ólafur Þ. Stephensen skrifar Klaufaleg ummæli Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, um svokallaða hælisferðamennsku (e. asylum tourism) hafa skiljanlega vakið hörð viðbrögð. Af þeim mátti skilja að það ætti við um verulegan hóp hælisleitenda að hann væri fólk sem stundaði að "fara til útlanda og kynnast landi og þjóð og nýti sér þá þjónustu sem hælisleitendum stendur til boða“. Fastir pennar 22.1.2013 06:00 Þjóðviljinn Guðmundur Andri Thorsson skrifar Hver er þjóðviljinn? Hvernig finnum við hann? Hver talar fyrir hann? Er hann einn eða síkvikur? Er hann summa þess sem öllum finnst? Er hann meirihluti fólks? Meirihluti þeirra sem taka afstöðu? Það er nú það. Fastir pennar 21.1.2013 10:30 Krónublinda Þórður Snær Júlíusson skrifar Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og leiðtogi flokksins í Reykjavík Suður í komandi alþingiskosningum, birti nýverið pistil á heimasíðu sinni undir yfirskriftinni ?sláandi verðkönnun?. Þar segir hún frá samanburði konu á kassakvittun frá Bónus árið 2007 og annarri þar sem nákvæmlega sömu vörur voru keyptar í desember 2012. Niðurstaðan sýnir að Fastir pennar 21.1.2013 06:00 Sveiflur í kynlífi Sigga Dögg skrifar Spurning: Konan mín rak erlenda frétt framan í mig um að nær helmingur kvenna missti alla kynlöngun á einhverjum tímapunkti. Ég fékk áfall. Hún var sem sagt að réttlæta margra ára kynsvelti við mig! Þetta þykir mér vera dapurleg staðreynd og alls ekki góðar fréttir. Fastir pennar 18.1.2013 06:00 Innherjaveðmál Þórður Snær Júlíusson skrifar Lífeyrissjóðir landsins luku við að gera upp svokallaða gjaldmiðlasamninga sína við föllnu bankana í síðustu viku. Samningarnir voru gerðir upp með rúmlega 70 milljarða króna tapi. Til að milda það högg fengu sjóðirnir að skuldajafna kröfur sem þeir áttu á bankana á móti. Lokaniðurstaðan er sú að tæplega 40 milljarðar króna fóru í súginn vegna þátttöku sjóðanna í þessum veðmálum. Fastir pennar 18.1.2013 06:00 „Okkar“ Pawel Bartoszek skrifar Oft á þessum tíma árs má heyra nöldur fólks yfir þeirri staðreynd að hinn heilagi fréttatími RÚV sé styttri eða sé sýndur á öðrum tíma en alla jafna. Fastir pennar 18.1.2013 06:00 Umræða eykur meðvitund og ábyrgð Steinunn Stefánsdóttir skrifar Mál kynferðisbrotamannsins Karls Vignis Þorsteinssonar hefur komið við þjóðina. Fólk er slegið óhugnaði yfir því að maður skuli í skjóli meðvirkni og þagnar hafa komist upp með að níðast á börnum í marga áratugi. Fastir pennar 17.1.2013 06:00 Botnlausa tjaldið Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Ég horfði á endursýningu á áramótaskaupinu með 7 ára dóttur minni og þar sem við sátum í mestu makindum í sófanum lítur hún spyrjandi á mig; "Mamma, af hverju er maðurinn að kaupa tjald með engum botni?” Það stóð á svari frá mér enda finnst mér það óásættanlegt að ég þurfi að útskýra fyrir dóttur minni að menn beiti konur slíku skipulögðu ofbeldi. Hvers konar samfélag er það, þar sem ég þarf að útskýra fyrir henni að hún gæti mögulega lent í þessu einhvern tíma á lífsleiðinni? Í raun eru líkurnar miklar þar sem ein af hverjum fjórum konum verður fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni. Fastir pennar 17.1.2013 06:00 Þjóðhagslegt mikilvægi lítilla fyrirtækja Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar Þótt ótrúlegt megi virðast samanstendur íslenskt atvinnulíf að stærstum hluta af litlum fyrirtækjum. Fastir pennar 17.1.2013 06:00 Tímamót Steinunn Stefánsdóttir skrifar Samþykkt þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landsvæða markar tímamót. Með henni er í fyrsta sinn lögð fram stefna til framtíðar um flokkun landsvæða í orkunýtingarflokk, verndarflokk og svo biðflokk og byggir þingsályktunartillagan á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt voru á Alþingi vorið 2011. Fastir pennar 16.1.2013 06:00 Hægagangurinn Ólafur Þ. Stephensen skrifar Samþykkt ríkisstjórnarinnar í gær, um að hægja á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið, er augljóslega tekin með hagsmuni Vinstri grænna í huga. Flokkurinn treystir sér ekki til að hefja viðræður um erfiðustu málin; landbúnað, sjávarútveg og tengd mál, í aðdraganda kosninga. Fastir pennar 15.1.2013 06:00 Hæg breytileg átt Guðmundur Andri Thorsson skrifar Maður heyrir stundum í útvarpinu auglýsingar frá Mjólkursamsölunni um svonefndan ?góðost?. Þær eru athyglisverður vitnisburður um ríkjandi hugarfar. Þetta eru auglýsingar ættaðar úr landi hinnar fúlskeggjuðu heimsafneitunar í lopapeysu, ætlað að höfða til Bjarts í Sumarhúsum. Þar má til dæmis heyra einn af föstum veðurfréttalesurum Ríkisútvarpsins segja okkur að góðostur sé jafn íslenskur og hæg breytileg átt (minnir mig) og sannast þá loks texti Bógómíls Font: Fastir pennar 14.1.2013 06:00 Breytt landslag Ólafur Þ. Stephensen skrifar Athyglisvert er að skoða kannanir Markaðs- og miðlarannsókna (MMR) á því hvaða stjórnmálaflokkum fólk treysti bezt til að fara með forystu í ákveðnum málaflokkum. Þær gefa fyllri mynd af pólitíska landslaginu en hreinar fylgiskannanir. Þessar kannanir hafa verið gerðar fimm sinnum frá hruni og Fréttablaðið hefur birt niðurstöður þeirra, síðast nú á laugardag. Fastir pennar 14.1.2013 06:00 Umræðuþræðinum lokað Pawel Bartoszek skrifar Mér hefur verið boðið að hitta fulltrúa Feneyjanefndarinnar þegar þeir verða hér á landi til að kynna sér drög að nýrri stjórnarskrá. Fastir pennar 11.1.2013 06:00 Hringlað með höft Þórður Snær júlíusson skrifar Þegar samþykkt var að setja á gjaldeyrishöft á Íslandi í lok nóvember 2008 var því sýndur skilningur. Krónan hafði enda hrapað í verði samhliða bankahruninu. Fastir pennar 11.1.2013 06:00 Rakettu fullnæging Sigga Dögg skrifar Vissulega getum við talað um stóra, tignarlega og litríka flugelda sem springa í allar áttir og það er engu líkara en hausinn á þeim fullnægða ætli að þjóta upp í loft með flugeldunum, svo magnaður er þessi hápunktur kynlífsins. Fastir pennar 10.1.2013 19:00 Á að selja allt? Magnús Halldórsson skrifar Spurningin sem eðlilegt er að fjárfestar spyrji sig, þegar kemur að hlutabréfamarkaðnum, er hvort það sé innistæða fyrir hækkunum sem hafa einkennt allar nýskráningarnar eftir hruni fyrir rúmum fjórum árum. Fastir pennar 10.1.2013 14:00 Glötuð tækifæri eða gripin? Ólafur Þ. Stephensen skrifar Lög um að í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn verði annað kynið að skipa hið minnsta 40 prósent sæta taka gildi í september á þessu ári. Eftir minna en átta mánuði. Íslenzk fyrirtæki fengu tveggja og hálfs árs aðlögunartíma að nýju lögunum, sem voru sett eftir að háleitar heitstrengingar forsvarsmanna fyrirtækja og samtaka þeirra um að jafna hlut kynjanna í stjórnum höfðu árum saman skilað nákvæmlega engum árangri. Árið áður en lögin voru sett fækkaði konum í stjórnum skráðra fyrirtækja á Íslandi. Fastir pennar 10.1.2013 06:00 Ráðandi stétt Jón Ormur Halldórsson skrifar Heimsbyltingin átti að eyða kapítalismanum úr mannfélaginu. Í staðinn bylti kapítalisminn heiminum. Og nú er öreigum loksins farið að fækka, nokkuð sem fáir þorðu að vona fyrir skemmstu. Millistéttir heimsins vaxa með slíkum hraða og svo víðtækum afleiðingum að í þeim vexti er að finna eina stærstu breytingu okkar umrótstíma. Vilji menn finna kraftana sem knýja margslungnar byltingar samtímans er ekki úr vegi að líta til stéttastjórnmála og alveg sérstaklega til þróunar millistétta heimsins. Hjá þeim tengja keimlíkir draumar strönd við strönd. Draumarnir snúast um neyslu og aukna menntun. Fastir pennar 10.1.2013 06:00 « ‹ 77 78 79 80 81 82 83 84 85 … 245 ›
Áfram, þetta er ekki búið Magnús Halldórsson skrifar Viðbrögð við Icesave-dómnum eru kannski stuttlega orðuð svona: Mikill léttir, gott að þurfa ekki að borga meira í erlendum gjaldeyri, en við erum samt í hrikalegum vandræðum. Vonandi munu allir stjórnarmálaflokkarnir leggja fram trúverðug plön um hvernig mögulegt verður að standa við skuldbindingar í erlendri mynt, á árunum 2015 til 2018. Eftir aðeins tvö ár myndast hér neyðarástand að óbreyttu. Mikilvægt er að muna að ódýrt erlent lánsfé í ótakmörkuðu magni kemur aldrei aftur. Þannig að það mun ekki redda neinu. Fastir pennar 29.1.2013 20:00
Kaflalok Ólafur Þ. Stephensen skrifar Niðurstaða EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu er fagnaðarefni af mörgum ástæðum. Hún er léttir fyrir íslenzka skattgreiðendur, sem nú liggur fyrir að munu ekki þurfa að bera útgjöld vegna málsins. Hún dregur úr óvissu í efnahagslífinu og í samskiptum við umheiminn og stuðlar vonandi að betra lánshæfismati landsins. Það ætti líka að hjálpa til í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og almennum umræðum um þær að þessi draugur sé kveðinn niður. Fastir pennar 29.1.2013 06:00
Nýr bókmenntapáfi Guðmundur Andri Thorsson skrifar Árlega birtast í blöðum og netmiðlum myndir af listamönnum sem hlotið hafa úthlutun úr launasjóðum á vegum ríkisins. Þessar myndbirtingar vekja hugrenningatengsl við myndir af sakborningum í fjársvikamálum. Okkur er ætlað að horfa á þessi andlit og hugsa um það hvílíkir loddarar þau séu – hversu auðveldlega þau komist yfir almannafé. Okkur er ætlað að hugsa: Af hverju þau? Okkur er ætlað að hugsa: Aha! Klíka! Fastir pennar 28.1.2013 06:00
Einkavæðingarblús Þórður Snær Júlíusson skrifar Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að fjárhagsleg endurskipulagning Skipta, móðurfélags Símans, Skjásins og Mílu, væri hafin. Félagið skuldar nú um 62 milljarða króna og er langstærstur hluti þess vegna risavaxins sambankaláns sem félagið tók árið 2005 þegar það keypti 98,8 prósenta hlut í Símanum af íslenska ríkinu. Söluverðið var 66,7 milljarðar króna. Fastir pennar 28.1.2013 06:00
Gullfoss, Laxá og framtíðin Steinunn Stefánsdóttir skrifar Við Gullfoss stendur minnisvarði um merka konu, Sigríði Tómasdóttur í Brattholti. Sigríðar er minnst vegna ötullar baráttu hennar gegn því að Gullfoss yrði virkjaður um aldamótin 1900 og er oft nefnd fyrsti íslenski náttúruverndarsinninn. Fastir pennar 26.1.2013 06:00
Þolendur ofbeldis bíða of lengi Steinunn Stefánsdóttir skrifar Ung stúlka sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás norður í Skagafirði fyrir nærri ári bíður enn eftir að ákæra verði gefin út í málinu. Sá sem réðst á hana játaði þó strax brot sitt. Freyja Þorvaldsdóttir hefur farið í fjöldamargar aðgerðir eftir árásina, auk annarrar meðferðar. Hún lýsti því í samtali við Vísi í vikunni að erfitt væri að bíða svona lengi eftir því að meðferð málsins kláraðist: "Það er stórt skref í bataferlinu að klára þetta fyrir utan allt annað sem maður er að vinna í,“ sagði hún. Fastir pennar 25.1.2013 06:00
Falsað fólk Pawel Bartozek skrifar Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherja- og menntamálefndar Alþingis er ekki ánægður með Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar vegna ummæla hennar um hælisleitendur. Fleiri eru honum sammála. Það er gott. Fastir pennar 25.1.2013 06:00
Þema: Bull Þórður Snær Júlíusson skrifar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er alltaf með þema í gangi. Á fölsku velmegunarárunum var það þjóðrembingslegt liðsinni við útrás sjálftitlaðra viðskiptajöfra. Í kjölfar hrunsins var það andstaða við Icesave. Frá því í forsetakosningunum síðasta sumar hefur þemað að mestu verið Evrópusambandið. Fastir pennar 24.1.2013 06:00
Öxlar Evrópu Jón Ormur Halldórsson skrifar Aldrei hafa jafnólíkar þjóðir bundist jafn nánum böndum og Þýskaland og Frakkland. Í vikunni halda menn upp á fimmtíu ára afmæli vináttusáttmála þjóðanna tveggja sem kenndur er við Elysée-höllina í París. Það segir sögu um nánd þessa sambands að ríkisstjórnir landanna halda sameiginlega ríkisstjórnarfundi tvisvar á ári og á milli embættismanna og ráðherra þeirra er formlegt, stöðugt og oft náið samráð. Menn kenna samstarfið ýmist við öxul eða mótor og hvort tveggja er lýsandi. Fastir pennar 24.1.2013 06:00
Hvað gerist 1. mars? Steinunn Stefánsdóttir skrifar Síðustu daga var lýst yfir svokölluðu óvissustigi á Landspítalanum. Ástæðan var inflúensufaraldur og veirusýkingar sem ganga. Starfsfólk þurfti að bæta á sig vinnu en allt gekk þó vel. Fastir pennar 23.1.2013 06:00
Hættulegar uppfinningar fyrir heilsuna Teitur Guðmundsson skrifar Þegar maður horfir um öxl á tækninýjungar sem hafa orðið á undanförnum árum er ekki hægt annað en að dást að elju og uppfinningasemi okkar mannanna. Margar af þeim nýjungum hafa valdið algerum straumhvörfum í lífi okkar, ekki síst á Vesturlöndum þar sem lífslíkur hafa aldrei verið hærri. Möguleikar læknisfræðinnar aukast ár frá ári í að takast á við sjúkdóma og heilsufarsleg vandamál en þar leika þróun meðferða, lyfja og tækjabúnaðar aðalhlutverkin auk fjölda umhverfisþátta. Fastir pennar 22.1.2013 06:00
Mál sem má ræða Ólafur Þ. Stephensen skrifar Klaufaleg ummæli Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, um svokallaða hælisferðamennsku (e. asylum tourism) hafa skiljanlega vakið hörð viðbrögð. Af þeim mátti skilja að það ætti við um verulegan hóp hælisleitenda að hann væri fólk sem stundaði að "fara til útlanda og kynnast landi og þjóð og nýti sér þá þjónustu sem hælisleitendum stendur til boða“. Fastir pennar 22.1.2013 06:00
Þjóðviljinn Guðmundur Andri Thorsson skrifar Hver er þjóðviljinn? Hvernig finnum við hann? Hver talar fyrir hann? Er hann einn eða síkvikur? Er hann summa þess sem öllum finnst? Er hann meirihluti fólks? Meirihluti þeirra sem taka afstöðu? Það er nú það. Fastir pennar 21.1.2013 10:30
Krónublinda Þórður Snær Júlíusson skrifar Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og leiðtogi flokksins í Reykjavík Suður í komandi alþingiskosningum, birti nýverið pistil á heimasíðu sinni undir yfirskriftinni ?sláandi verðkönnun?. Þar segir hún frá samanburði konu á kassakvittun frá Bónus árið 2007 og annarri þar sem nákvæmlega sömu vörur voru keyptar í desember 2012. Niðurstaðan sýnir að Fastir pennar 21.1.2013 06:00
Sveiflur í kynlífi Sigga Dögg skrifar Spurning: Konan mín rak erlenda frétt framan í mig um að nær helmingur kvenna missti alla kynlöngun á einhverjum tímapunkti. Ég fékk áfall. Hún var sem sagt að réttlæta margra ára kynsvelti við mig! Þetta þykir mér vera dapurleg staðreynd og alls ekki góðar fréttir. Fastir pennar 18.1.2013 06:00
Innherjaveðmál Þórður Snær Júlíusson skrifar Lífeyrissjóðir landsins luku við að gera upp svokallaða gjaldmiðlasamninga sína við föllnu bankana í síðustu viku. Samningarnir voru gerðir upp með rúmlega 70 milljarða króna tapi. Til að milda það högg fengu sjóðirnir að skuldajafna kröfur sem þeir áttu á bankana á móti. Lokaniðurstaðan er sú að tæplega 40 milljarðar króna fóru í súginn vegna þátttöku sjóðanna í þessum veðmálum. Fastir pennar 18.1.2013 06:00
„Okkar“ Pawel Bartoszek skrifar Oft á þessum tíma árs má heyra nöldur fólks yfir þeirri staðreynd að hinn heilagi fréttatími RÚV sé styttri eða sé sýndur á öðrum tíma en alla jafna. Fastir pennar 18.1.2013 06:00
Umræða eykur meðvitund og ábyrgð Steinunn Stefánsdóttir skrifar Mál kynferðisbrotamannsins Karls Vignis Þorsteinssonar hefur komið við þjóðina. Fólk er slegið óhugnaði yfir því að maður skuli í skjóli meðvirkni og þagnar hafa komist upp með að níðast á börnum í marga áratugi. Fastir pennar 17.1.2013 06:00
Botnlausa tjaldið Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Ég horfði á endursýningu á áramótaskaupinu með 7 ára dóttur minni og þar sem við sátum í mestu makindum í sófanum lítur hún spyrjandi á mig; "Mamma, af hverju er maðurinn að kaupa tjald með engum botni?” Það stóð á svari frá mér enda finnst mér það óásættanlegt að ég þurfi að útskýra fyrir dóttur minni að menn beiti konur slíku skipulögðu ofbeldi. Hvers konar samfélag er það, þar sem ég þarf að útskýra fyrir henni að hún gæti mögulega lent í þessu einhvern tíma á lífsleiðinni? Í raun eru líkurnar miklar þar sem ein af hverjum fjórum konum verður fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni. Fastir pennar 17.1.2013 06:00
Þjóðhagslegt mikilvægi lítilla fyrirtækja Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar Þótt ótrúlegt megi virðast samanstendur íslenskt atvinnulíf að stærstum hluta af litlum fyrirtækjum. Fastir pennar 17.1.2013 06:00
Tímamót Steinunn Stefánsdóttir skrifar Samþykkt þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landsvæða markar tímamót. Með henni er í fyrsta sinn lögð fram stefna til framtíðar um flokkun landsvæða í orkunýtingarflokk, verndarflokk og svo biðflokk og byggir þingsályktunartillagan á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt voru á Alþingi vorið 2011. Fastir pennar 16.1.2013 06:00
Hægagangurinn Ólafur Þ. Stephensen skrifar Samþykkt ríkisstjórnarinnar í gær, um að hægja á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið, er augljóslega tekin með hagsmuni Vinstri grænna í huga. Flokkurinn treystir sér ekki til að hefja viðræður um erfiðustu málin; landbúnað, sjávarútveg og tengd mál, í aðdraganda kosninga. Fastir pennar 15.1.2013 06:00
Hæg breytileg átt Guðmundur Andri Thorsson skrifar Maður heyrir stundum í útvarpinu auglýsingar frá Mjólkursamsölunni um svonefndan ?góðost?. Þær eru athyglisverður vitnisburður um ríkjandi hugarfar. Þetta eru auglýsingar ættaðar úr landi hinnar fúlskeggjuðu heimsafneitunar í lopapeysu, ætlað að höfða til Bjarts í Sumarhúsum. Þar má til dæmis heyra einn af föstum veðurfréttalesurum Ríkisútvarpsins segja okkur að góðostur sé jafn íslenskur og hæg breytileg átt (minnir mig) og sannast þá loks texti Bógómíls Font: Fastir pennar 14.1.2013 06:00
Breytt landslag Ólafur Þ. Stephensen skrifar Athyglisvert er að skoða kannanir Markaðs- og miðlarannsókna (MMR) á því hvaða stjórnmálaflokkum fólk treysti bezt til að fara með forystu í ákveðnum málaflokkum. Þær gefa fyllri mynd af pólitíska landslaginu en hreinar fylgiskannanir. Þessar kannanir hafa verið gerðar fimm sinnum frá hruni og Fréttablaðið hefur birt niðurstöður þeirra, síðast nú á laugardag. Fastir pennar 14.1.2013 06:00
Umræðuþræðinum lokað Pawel Bartoszek skrifar Mér hefur verið boðið að hitta fulltrúa Feneyjanefndarinnar þegar þeir verða hér á landi til að kynna sér drög að nýrri stjórnarskrá. Fastir pennar 11.1.2013 06:00
Hringlað með höft Þórður Snær júlíusson skrifar Þegar samþykkt var að setja á gjaldeyrishöft á Íslandi í lok nóvember 2008 var því sýndur skilningur. Krónan hafði enda hrapað í verði samhliða bankahruninu. Fastir pennar 11.1.2013 06:00
Rakettu fullnæging Sigga Dögg skrifar Vissulega getum við talað um stóra, tignarlega og litríka flugelda sem springa í allar áttir og það er engu líkara en hausinn á þeim fullnægða ætli að þjóta upp í loft með flugeldunum, svo magnaður er þessi hápunktur kynlífsins. Fastir pennar 10.1.2013 19:00
Á að selja allt? Magnús Halldórsson skrifar Spurningin sem eðlilegt er að fjárfestar spyrji sig, þegar kemur að hlutabréfamarkaðnum, er hvort það sé innistæða fyrir hækkunum sem hafa einkennt allar nýskráningarnar eftir hruni fyrir rúmum fjórum árum. Fastir pennar 10.1.2013 14:00
Glötuð tækifæri eða gripin? Ólafur Þ. Stephensen skrifar Lög um að í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn verði annað kynið að skipa hið minnsta 40 prósent sæta taka gildi í september á þessu ári. Eftir minna en átta mánuði. Íslenzk fyrirtæki fengu tveggja og hálfs árs aðlögunartíma að nýju lögunum, sem voru sett eftir að háleitar heitstrengingar forsvarsmanna fyrirtækja og samtaka þeirra um að jafna hlut kynjanna í stjórnum höfðu árum saman skilað nákvæmlega engum árangri. Árið áður en lögin voru sett fækkaði konum í stjórnum skráðra fyrirtækja á Íslandi. Fastir pennar 10.1.2013 06:00
Ráðandi stétt Jón Ormur Halldórsson skrifar Heimsbyltingin átti að eyða kapítalismanum úr mannfélaginu. Í staðinn bylti kapítalisminn heiminum. Og nú er öreigum loksins farið að fækka, nokkuð sem fáir þorðu að vona fyrir skemmstu. Millistéttir heimsins vaxa með slíkum hraða og svo víðtækum afleiðingum að í þeim vexti er að finna eina stærstu breytingu okkar umrótstíma. Vilji menn finna kraftana sem knýja margslungnar byltingar samtímans er ekki úr vegi að líta til stéttastjórnmála og alveg sérstaklega til þróunar millistétta heimsins. Hjá þeim tengja keimlíkir draumar strönd við strönd. Draumarnir snúast um neyslu og aukna menntun. Fastir pennar 10.1.2013 06:00