Enski boltinn

Leicester og Brentford með langþráða sigra

Leicester og Brentford unnu langþráða sigra í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leicester var án sigurs í deildinni í þremur leikjum í röð áður en liðið lagði Watford 4-2 í dag og Brentford hafði ekki unnið síðan 3. október, en liðið vann 1-0 sigur gegn Everton nú rétt í þessu.

Enski boltinn

Markalaust í Brighton

Brighton & Hove Albion fékk Leeds United í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en bæði lið hafa verið í vandræðum með að vinna leiki að undanförnu.

Enski boltinn

Auðvelt hjá Arsenal í seinni hálfleik

Það var talsverð spenna fyrir leikinn enda vildu Arsenal og þeirra stuðningsmenn svara fyrir stórt tap gegn Liverpool í síðustu umferð. Andstæðingurinn líka vel til þess fallinn, Newcastle. Eftir markalausan fyrri hálfleik brutu leikmenn Arsenal ísinn í þeim síðari og unnu fínan sigur, 2-0.

Enski boltinn

Newcastle frumsýnir nýja stjórann gegn Arsenal í dag

Eddie Howe, nýráðinn knattspyrnustjóri Newcastle, verður á hliðarlínunni í fyrsta skipti er liðið heimsækir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í hádegisleik dagsins. Howe gat ekki verið með liðinu gegn Brentford í seinustu umferð eftir að hafa greinst með veiruna skæðu.

Enski boltinn