Enski boltinn

Klopp sýnir Ten Hag enga samúð

Hollendingurinn Erik ten Hag stendur nú í svipuðum sporum og Þjóðverjinn Jürgen Klopp var í fyrir sjö árum. Ten Hag er ætlað að koma stórveldi Manchester United aftur í hæstu hæðir en strax heyrast efasemdaraddir um að hann sé maðurinn til þess, eftir slæm úrslit í fyrstu tveimur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Enski boltinn

Áfrýjar í nauðgunarmáli Ronaldo

Kathryn Mayorga hefur áfrýjað ákvörðun héraðsdómara í Bandaríkjunum sem vísaði í sumar frá lögsókn sem hún höfðaði gegn fótboltastjörnunni Cristiano Ronaldo vegna meintar nauðgunar árið 2009.

Enski boltinn

Liprir Leedsarar léku sér að Chelsea

Leeds og Chelsea eru enn taplaus eftir fyrstu tvær umferðir ensku úrvalsdeildarinnar og mætast í Leeds. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var dæmdur í bann eftir leik liðsins gegn Tottenham um seinustu helgi, en fær þrátt fyrir það að vera á hliðarlínunni í dag.

Enski boltinn

Arsenal á toppinn eftir öruggan sigur

Arsenal vann afar sannfærandi 0-3 útisigur er liðið heimsótti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sigurinn lyftir liðinu í það minnsta tímabundið á topp deildarinnar.

Enski boltinn

250. mark Kane tryggði Tottenham sigur

Harry Kane skoraði sitt 250. mark fyrir Tottenham er hann tryggði liðinu 1-0 sigur á Wolverhampton Wanderers í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á Tottenham-vellinum í Lundúnum. Tottenham mætti áræðið til leiks eftir hlé í kjölfar slaks fyrri hálfleiks.

Enski boltinn

Tuchel dæmdur í bann en Conte sleppur með sekt

Mikill hiti var í leik Chelsea og Tottenham í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildarinnar um seinustu helgi. Eftir að leikurinn var flautaður af lenti þjálfurum liðanna, þeim Thomas Tuchel og Antonio Conte, saman með þeim afleiðingum að báðir fengu að líta rauða spjaldið.

Enski boltinn