Sport

Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin

Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handbolta, verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hafa ristarbrotnað í leik með HSG Blomberg-Lippe í Evrópudeildinni. Hún spilaði seinni hálfleikinn ristarbrotin.

Handbolti

Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með lands­liðið

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík vissi að einn daginn kæmi að þeim tímapunkti að félagið þyrfti að horfa á eftir þjálfara sínum Arnari Gunnlaugssyni til annarra starfa. Kári er ánægður með að Sölvi Geir Ottesen taki við keflinu í Víkinni og er, sem fyrrverandi varnarmaður með ákveðna skoðun á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með íslenska landsliðið.

Fótbolti

Telma mætt til skosks stór­veldis

Landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir er orðin leikmaður Rangers í Skotlandi en hún kemur til félagsins eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki í haust.

Fótbolti

Haukar og Valur sluppu við að mætast

Nú er orðið ljóst hverjir mótherjar Vals og Hauka verða í 8-liða úrslitum EHF-keppni kvenna í handbolta. Þau drógust ekki saman og ef íslensku liðin komast áfram þá mætast þau ekki heldur í undanúrslitunum.

Handbolti

Ó­sáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni

Sölvi Geir Otte­sen er nýr þjálfari karla­liðs Víkings Reykja­víkur í fót­bolta og fær hann það verðuga verk­efni að taka við stjórn liðsins af hinum sigursæla Arnari Gunn­laugs­syni sem er tekinn við íslenska landsliðinu. Arnar rak Sölva, í góðu, úr landsliðsteyminu en ekki kveiktu allir á því að allt var þetta gert í góðu og sátt allra hlutaðeigandi.

Íslenski boltinn

Dag­skráin í dag: Há­kon Arnar á Anfi­eld

Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson og liðsfélagar hans hjá franska knattspyrnufélaginu Lille mæta stórliði Liverpool á hinum sögufræga Anfield í Meistaradeild Evrópu síðar í dag. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport en alls eru sex viðburðir í beinni í dag.

Sport