Sport

Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen

Stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson gerði sér lítið fyrir og lagði Magnus Carlsen, fimmfaldan heimsmeistara í skák, í gærkvöldi. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur unnið Carlsen eftir að hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Stressið var mikið þótt sigurinn hafi verið öruggur.

Sport

„Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“

Páskahelgin var eftirminnileg fyrir stelpurnar í 8. flokki Vals í körfubolta. Þær unnu þá Scania Cup í Svíþjóð. Annar þjálfara liðsins segir að það hafi lent í ýmsu mótlæti á leið sinni að titlinum en sigrast á því og eigi framtíðina fyrir sér.

Körfubolti

„Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“

Íslendingar gætu eignast Evrópumeistara í körfubolta í kvöld en Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao Basket mæta þá PAOK í seinni leiknum í úrslitum Europe Cup. Tryggvi hefur verið frá vegna meiðsla í um mánuð en er klár í slaginn fyrir leikinn mikilvæga.

Körfubolti

Fé­lögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn

Knattspyrnukonan Almuth Schult vann bæði Ólympíugull með þýska landsliðinu og Meistaradeildina með VfL Wolfsburg. Hún segir fótboltaferil sinn hafa endað allt of snemma vegna þess að evrópsku félögin vilji í raun ekki semja við knattspyrnukonur sem eiga börn.

Sport

Hörður undir feldinn

Eftir fjögurra ára vegferð er KR komið aftur í Bónusdeild kvenna í körfubolta. Þjálfarinn segist vera stoltur af liðinu sem er mikið til skipað ungum og uppöldum leikmönnum.

Körfubolti

Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt

Norska ríkisútvarpið skrifar um áhyggjur íþróttafólks af því að borða kjöt þegar það tekur þátt í heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í Kína í næsta mánuði.

Sport

Luka öflugur og Lakers jafnaði ein­vígið

Los Angeles Lakers jafnaði einvígi sitt í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt en bæði Indiana Pacers og Oklahoma City Thunder komust hins vegar í 2-0 í sínum einvígum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Körfubolti

„Svona er úrslitakeppnin“

Það gekk ekki mikið upp hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, og lærisveinum hans í Mosfellsbæ í kvöld. Valsmenn töpuðu með átta mörkum á móti Aftureldingu og er nú jafnt í einvígi liðanna, 1-1.

Handbolti

ÍR í undanúr­slit eftir sigur með minnsta mun

ÍR og Selfoss mættust í þriðja sinn í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. Eftir að tapa fyrsta leiknum nokkuð sannfærandi vann ÍR tvo leiki í röð með minnsta mun og mætir nú Val í undanúrslitum.

Handbolti

„Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“

Jamil Abiad, þjálfari Vals, segir liðið hafa leyst betur úr hápressu Hauka í leik kvöldsins en samt endað með svipað marga tapaða bolta. Vandamál sem þarf að leysa fyrir næsta leik ef Valskonur ætla ekki að láta sópa sér út úr úrslitakeppninni.

Körfubolti

„Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“

Fyrir leik Stjörnunnar og Víkings í Bestu deild kvenna í kvöld hafði Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skorað þrjú mörk í 87 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hún gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði þrennu í 2-6 sigri Víkinga á Samsung-vellinum í kvöld.

Íslenski boltinn

Olmo hetja Börsunga

Barcelona jók forskot sitt á toppi La Liga, efstu deildar karla í knattspyrnu á Spáni, með 1-0 sigri á Mallorca.

Fótbolti