Fréttir Sanngirnisbætur, kjaraviðræður og andlát á Litla-Hrauni Í hádegisfréttum verður rætt við formann Allsherjar- og menntamálanefndar sem segir að nefndin hafi farið í marga hringi í meðferð sinni á frumvarpi um sanngirnisbætur. Innlent 6.5.2024 11:35 Hafi mögulega reynt að lenda á ísilögðu vatninu Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að flugmaður vélar TF-ABB, sem fórst í Þingvallavatni í febrúar 2022, hafi annað hvort reynt að fljúga í lítilli hæð yfir ísilögðu vatninu eða að lenda vélinni þar en ísinn ekki borið þunga hennar. Þannig hafi vélin hafnað í vatninu. Innlent 6.5.2024 11:26 Sækjast eftir frekara gæsluvarðhaldi vegna andlátsins við Kjarnagötu Lögreglan á Akureyri mun í dag krefjast þess að gæsluvarðhald manns á sjötugsaldri verði framlengt. Maðurinn er grunaður um að hafa orðið konu sinni, sem var um fimmtugt, að bana í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu á Akureyri í lok aprílmánaðar. Innlent 6.5.2024 10:52 Tjá sig ekkert um gang Hamraborgarrannsóknarinnar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu vill ekkert tjá sig um gang rannsóknarinnar á þjófnaðarmáli þar sem milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna var stolið úr verðmætaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðinn. Innlent 6.5.2024 10:52 Hindraði mann sem ætlaði að komast úr bíl við Bónusbúð Karlmaður á fimmtugsaldri hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness vegna atviks sem átti sér stað í lok janúar á þessu ári. Innlent 6.5.2024 10:16 Segir viðmælendur sitja undir hótunum netaktívista Frosti Logason hlaðvarpsstjóri segir baráttuna gegn ofbeldi hafa snúist upp í ranghverfu sína. Hópar sem hafa látið sig þessi mál varða, netakvívistar á borð við þá sem ráða á för í hópum á borð við „Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu“ stundi það að veitast að viðmælendum hans. Innlent 6.5.2024 10:14 Sökktu rússneskum hraðbát með sjálfsprengidróna Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband sem sýna á vel heppnaða drónaárás á hraðbát rússneska hersins undan ströndum Krímskaga í nótt. Sveit sem kallast „Group 13“ notaði Magura V5 dróna til að sökkva bátnum á Úskaflóa. Erlent 6.5.2024 09:54 Verður næsti formaður Skoska þjóðarflokksins John Swinney verður að öllum líkindum næsti formaður Skoska þjóðarflokksins eftir að mótframbjóðandi hans hætti við framboð á síðustu stundu. Þá verður hann einnig líklegast næsti fyrsti ráðherra Skotlands. Erlent 6.5.2024 09:53 Glórulausar framkvæmdir raski velferð íbúa hjúkrunarheimilis Aðstandendum íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni líst illa á fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæðið. Þau segja að byggingaframkvæmdirnar muni skapa vanlíðan meðal íbúa. Til stendur að bæta rúmlega 60 herbergjum við þau 92 sem fyrir eru, en framkvæmdir hefjast í haust og eiga að taka um tvö ár. Innlent 6.5.2024 09:53 Sakaði Biden um að reka lögregluríki í anda nasista Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, sakaði Joe Biden Bandaríkjaforseta um að stýra „Gestapo-ríkisstjórn“ á lokuðum fundi með bakhjörlum sínum. Hann beindi einnig spjótum sínum að saksóknurum sem sækja sakamál gegn honum. Erlent 6.5.2024 09:07 Aukastörf meðfram þingmennsku skapi hættu á hagsmunaárekstrum Um það bil 70 prósent 705 þingmanna Evrópuþingmenns sinna öðrum störfum meðfram þingstörfunum og í um 26 prósent tilvika fá þeir greitt fyrir aukastarfið. Erlent 6.5.2024 08:03 Fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni Fangi á Litla Hrauni fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, í morgun, en Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu. Innlent 6.5.2024 08:02 Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. Innlent 6.5.2024 08:01 Svölu og óstöðugu skúralofti beint til landsins Lægð er nú stödd fyrir vestan land og beinir hún svölu og óstöðugu skúralofti til landsins í dag og á morgun. Veður 6.5.2024 07:11 Lík þriggja brimbrettakappa fundust í brunni í Mexíkó Yfirvöld í Mexíkó hafa fundið lík þriggja túrista, tveggja Ástrala og Bandaríkjamanns, sem hurfu á dögunum þegar þeir voru í brimbrettaferð á Baja-skaganum. Erlent 6.5.2024 07:03 Xi og Macron ræða kínverska rafbíla og franskt koníak Xi Jinping, forseti Kína, kom í morgun í opinbera heimsókn til Parísar í Frakklandi þar sem hann mun hitta kollega sinn Emmanuel Macron. Þetta er fyrsta heimsókn Xi til Evrópu frá árinu 2019 en hann mun einnig heimsækja Serbíu og Ungverjaland. Erlent 6.5.2024 06:54 Um 100.000 sagt að rýma svæði á Rafah vegna „afmarkaðra aðgerða“ Ísraelsher segist þurfa að flytja 100.000 manns frá Rafah inn á nærliggjandi svæði, al Mawasi, sem Ísraelsmenn hafa skilgreint sem „mannúðarsvæði“. Þetta hefur Associated Press eftir talsmanni hersins. Erlent 6.5.2024 06:45 Halla fremst með 29,7 prósent í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með 29,7 prósent fylgi í nýjustu skoðanakönnun Prósents vegna forsetakosninganna, Katrín Jakobsdóttir með 21,3 prósent og Baldur Þórhallsson með 20,4 prósent. Innlent 6.5.2024 06:22 Viðræður „á viðkvæmu stigi“ og fundi frestað til morguns Fundi stéttarfélaga starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og Samtaka atvinnulífsins með ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. Innlent 5.5.2024 22:41 Stærsti skjálftinn 3,5 að stærð Skjálftahrina ríður nú yfir við Eldey nærri Reykjanesskaga. Sá stærsti mældist 3,5 að stærð um hálfníuleytið fjóra kílómetra vestur af Eldey. Innlent 5.5.2024 22:12 Áslaug Arna mjólkar vel í fjósinu á Hvanneyri Kúanöfn í íslenskum fjósum eru fjölbreytt og mörg þeirra mjög skemmtileg. Algeng nöfn eru eins og Skjalda, Branda, Skrauta og Blíða en í fjósinu á Hvanneyri eru ráðherranöfn vinsæl og þar stendur Áslaug Arna sig einstaklega vel í mjöltum. Innlent 5.5.2024 20:07 Líklega fundað fram eftir kvöldi Samningafundur í deilu Sameykis og Félags flugmálastarfsmanna stendur nú yfir í Karphúsinu. Náist ekki samkomulag hefst ótímabundið yfirvinnubann á fimmtudag. Búist er við að fundurinn standi yfir fram eftir kvöldi. Innlent 5.5.2024 20:06 Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. Erlent 5.5.2024 19:50 Til vandræða á hóteli og réðst svo á mann við Hlemm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í dag vegna manns sem var til vandræða á hóteli í miðborginni. Maðurinn hafði þá ráðist á aðila á hótelinu. Innlent 5.5.2024 18:34 Lífshættuleg meðhöndlun barna á vöggustofum og þrír eftir í bakgarðshlaupi Samningafundur í deilu Sameykis og Félags flugmálastarfsmanna stendur nú yfir í Karphúsinu. Náist ekki samkomulag hefst ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann klukkan á fimmtudag. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 5.5.2024 18:00 Karlar líklegri að ljúga á kostnað annarra Vísindafólk af ýmsum sviðum hefur löngum velt því fyrir sér hvort einhver kynjamunur sé á viljanum til að grípa til lygi og hafa margar og ólíkar rannsóknir verið gerðar á þessu áhugaverða viðfangsefni. Í sumum löndum hafa niðurstöður sýnt fram á kynjamun á lygum og því lék Hauki Frey Gylfasyni, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, forvitni á að vita hvernig útkoman yrði hér á Íslandi en hann fór nýlega fyrir rannsókn á kynjamun á lygum undir formerkjum atferlishagfræði. Innlent 5.5.2024 16:31 Hafi orðið fyrir þrýstingi úr ólíkum áttum Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi var enn og aftur innt eftir svari við því hvort ráðherrar hafi beitt hana þrýstingi í starfi hennar sem orkumálastjóri. Hún vék sér frá beinu svari og sagði að það væri ekki hlutverk forseta að útlista einstaka samræður. Þó sagði hún að ólíkir aðilar úr stjórnmálum, viðskiptalífinu og hagaðilasamtökum hafi eðlilega komið sínu á framfæri við sig. Innlent 5.5.2024 15:59 „Ódýrt“ að gera samningana tortryggilega Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert tortryggilegt við samninga borgarinnar við olíufélögin um að greiða ekki innviðagjald eða byggingargjald á reitum þar sem borgaryfirvöld vilja að rísi íbúabyggð. Innlent 5.5.2024 14:36 Leikskólar Árborgar verða lokaðir á milli jóla- og nýárs Nýtt tilraunaverkefni er að hefjast í leikskólum Árborgar þar sem ákveðið hefur verið að leikskólar verði lokaðir á mill jóla- og nýárs. Þá hefur menntuðum leikskólakennurum fækkað í leikskólum Árborgar, sem er mikið áhyggjuefni en sex leikskólar eru í sveitarfélaginu með um 660 börnum. Innlent 5.5.2024 14:30 Völd óskast: Forseti allra kynslóða? Landssamband Ungmennafélaga og JCI á Íslandi bjóða forsetaframbjóðendum að mæta ungu fólki í Iðnó kl. 14:00 þann 5. maí. Efstu fimm frambjóðendum var boðið til samtals við ungt fólk. Í pallborðinu mætast Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir og Jón Gnarr. Innlent 5.5.2024 14:15 « ‹ 316 317 318 319 320 321 322 323 324 … 334 ›
Sanngirnisbætur, kjaraviðræður og andlát á Litla-Hrauni Í hádegisfréttum verður rætt við formann Allsherjar- og menntamálanefndar sem segir að nefndin hafi farið í marga hringi í meðferð sinni á frumvarpi um sanngirnisbætur. Innlent 6.5.2024 11:35
Hafi mögulega reynt að lenda á ísilögðu vatninu Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að flugmaður vélar TF-ABB, sem fórst í Þingvallavatni í febrúar 2022, hafi annað hvort reynt að fljúga í lítilli hæð yfir ísilögðu vatninu eða að lenda vélinni þar en ísinn ekki borið þunga hennar. Þannig hafi vélin hafnað í vatninu. Innlent 6.5.2024 11:26
Sækjast eftir frekara gæsluvarðhaldi vegna andlátsins við Kjarnagötu Lögreglan á Akureyri mun í dag krefjast þess að gæsluvarðhald manns á sjötugsaldri verði framlengt. Maðurinn er grunaður um að hafa orðið konu sinni, sem var um fimmtugt, að bana í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu á Akureyri í lok aprílmánaðar. Innlent 6.5.2024 10:52
Tjá sig ekkert um gang Hamraborgarrannsóknarinnar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu vill ekkert tjá sig um gang rannsóknarinnar á þjófnaðarmáli þar sem milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna var stolið úr verðmætaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðinn. Innlent 6.5.2024 10:52
Hindraði mann sem ætlaði að komast úr bíl við Bónusbúð Karlmaður á fimmtugsaldri hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness vegna atviks sem átti sér stað í lok janúar á þessu ári. Innlent 6.5.2024 10:16
Segir viðmælendur sitja undir hótunum netaktívista Frosti Logason hlaðvarpsstjóri segir baráttuna gegn ofbeldi hafa snúist upp í ranghverfu sína. Hópar sem hafa látið sig þessi mál varða, netakvívistar á borð við þá sem ráða á för í hópum á borð við „Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu“ stundi það að veitast að viðmælendum hans. Innlent 6.5.2024 10:14
Sökktu rússneskum hraðbát með sjálfsprengidróna Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband sem sýna á vel heppnaða drónaárás á hraðbát rússneska hersins undan ströndum Krímskaga í nótt. Sveit sem kallast „Group 13“ notaði Magura V5 dróna til að sökkva bátnum á Úskaflóa. Erlent 6.5.2024 09:54
Verður næsti formaður Skoska þjóðarflokksins John Swinney verður að öllum líkindum næsti formaður Skoska þjóðarflokksins eftir að mótframbjóðandi hans hætti við framboð á síðustu stundu. Þá verður hann einnig líklegast næsti fyrsti ráðherra Skotlands. Erlent 6.5.2024 09:53
Glórulausar framkvæmdir raski velferð íbúa hjúkrunarheimilis Aðstandendum íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni líst illa á fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæðið. Þau segja að byggingaframkvæmdirnar muni skapa vanlíðan meðal íbúa. Til stendur að bæta rúmlega 60 herbergjum við þau 92 sem fyrir eru, en framkvæmdir hefjast í haust og eiga að taka um tvö ár. Innlent 6.5.2024 09:53
Sakaði Biden um að reka lögregluríki í anda nasista Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, sakaði Joe Biden Bandaríkjaforseta um að stýra „Gestapo-ríkisstjórn“ á lokuðum fundi með bakhjörlum sínum. Hann beindi einnig spjótum sínum að saksóknurum sem sækja sakamál gegn honum. Erlent 6.5.2024 09:07
Aukastörf meðfram þingmennsku skapi hættu á hagsmunaárekstrum Um það bil 70 prósent 705 þingmanna Evrópuþingmenns sinna öðrum störfum meðfram þingstörfunum og í um 26 prósent tilvika fá þeir greitt fyrir aukastarfið. Erlent 6.5.2024 08:03
Fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni Fangi á Litla Hrauni fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, í morgun, en Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu. Innlent 6.5.2024 08:02
Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. Innlent 6.5.2024 08:01
Svölu og óstöðugu skúralofti beint til landsins Lægð er nú stödd fyrir vestan land og beinir hún svölu og óstöðugu skúralofti til landsins í dag og á morgun. Veður 6.5.2024 07:11
Lík þriggja brimbrettakappa fundust í brunni í Mexíkó Yfirvöld í Mexíkó hafa fundið lík þriggja túrista, tveggja Ástrala og Bandaríkjamanns, sem hurfu á dögunum þegar þeir voru í brimbrettaferð á Baja-skaganum. Erlent 6.5.2024 07:03
Xi og Macron ræða kínverska rafbíla og franskt koníak Xi Jinping, forseti Kína, kom í morgun í opinbera heimsókn til Parísar í Frakklandi þar sem hann mun hitta kollega sinn Emmanuel Macron. Þetta er fyrsta heimsókn Xi til Evrópu frá árinu 2019 en hann mun einnig heimsækja Serbíu og Ungverjaland. Erlent 6.5.2024 06:54
Um 100.000 sagt að rýma svæði á Rafah vegna „afmarkaðra aðgerða“ Ísraelsher segist þurfa að flytja 100.000 manns frá Rafah inn á nærliggjandi svæði, al Mawasi, sem Ísraelsmenn hafa skilgreint sem „mannúðarsvæði“. Þetta hefur Associated Press eftir talsmanni hersins. Erlent 6.5.2024 06:45
Halla fremst með 29,7 prósent í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með 29,7 prósent fylgi í nýjustu skoðanakönnun Prósents vegna forsetakosninganna, Katrín Jakobsdóttir með 21,3 prósent og Baldur Þórhallsson með 20,4 prósent. Innlent 6.5.2024 06:22
Viðræður „á viðkvæmu stigi“ og fundi frestað til morguns Fundi stéttarfélaga starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og Samtaka atvinnulífsins með ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. Innlent 5.5.2024 22:41
Stærsti skjálftinn 3,5 að stærð Skjálftahrina ríður nú yfir við Eldey nærri Reykjanesskaga. Sá stærsti mældist 3,5 að stærð um hálfníuleytið fjóra kílómetra vestur af Eldey. Innlent 5.5.2024 22:12
Áslaug Arna mjólkar vel í fjósinu á Hvanneyri Kúanöfn í íslenskum fjósum eru fjölbreytt og mörg þeirra mjög skemmtileg. Algeng nöfn eru eins og Skjalda, Branda, Skrauta og Blíða en í fjósinu á Hvanneyri eru ráðherranöfn vinsæl og þar stendur Áslaug Arna sig einstaklega vel í mjöltum. Innlent 5.5.2024 20:07
Líklega fundað fram eftir kvöldi Samningafundur í deilu Sameykis og Félags flugmálastarfsmanna stendur nú yfir í Karphúsinu. Náist ekki samkomulag hefst ótímabundið yfirvinnubann á fimmtudag. Búist er við að fundurinn standi yfir fram eftir kvöldi. Innlent 5.5.2024 20:06
Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. Erlent 5.5.2024 19:50
Til vandræða á hóteli og réðst svo á mann við Hlemm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í dag vegna manns sem var til vandræða á hóteli í miðborginni. Maðurinn hafði þá ráðist á aðila á hótelinu. Innlent 5.5.2024 18:34
Lífshættuleg meðhöndlun barna á vöggustofum og þrír eftir í bakgarðshlaupi Samningafundur í deilu Sameykis og Félags flugmálastarfsmanna stendur nú yfir í Karphúsinu. Náist ekki samkomulag hefst ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann klukkan á fimmtudag. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 5.5.2024 18:00
Karlar líklegri að ljúga á kostnað annarra Vísindafólk af ýmsum sviðum hefur löngum velt því fyrir sér hvort einhver kynjamunur sé á viljanum til að grípa til lygi og hafa margar og ólíkar rannsóknir verið gerðar á þessu áhugaverða viðfangsefni. Í sumum löndum hafa niðurstöður sýnt fram á kynjamun á lygum og því lék Hauki Frey Gylfasyni, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, forvitni á að vita hvernig útkoman yrði hér á Íslandi en hann fór nýlega fyrir rannsókn á kynjamun á lygum undir formerkjum atferlishagfræði. Innlent 5.5.2024 16:31
Hafi orðið fyrir þrýstingi úr ólíkum áttum Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi var enn og aftur innt eftir svari við því hvort ráðherrar hafi beitt hana þrýstingi í starfi hennar sem orkumálastjóri. Hún vék sér frá beinu svari og sagði að það væri ekki hlutverk forseta að útlista einstaka samræður. Þó sagði hún að ólíkir aðilar úr stjórnmálum, viðskiptalífinu og hagaðilasamtökum hafi eðlilega komið sínu á framfæri við sig. Innlent 5.5.2024 15:59
„Ódýrt“ að gera samningana tortryggilega Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert tortryggilegt við samninga borgarinnar við olíufélögin um að greiða ekki innviðagjald eða byggingargjald á reitum þar sem borgaryfirvöld vilja að rísi íbúabyggð. Innlent 5.5.2024 14:36
Leikskólar Árborgar verða lokaðir á milli jóla- og nýárs Nýtt tilraunaverkefni er að hefjast í leikskólum Árborgar þar sem ákveðið hefur verið að leikskólar verði lokaðir á mill jóla- og nýárs. Þá hefur menntuðum leikskólakennurum fækkað í leikskólum Árborgar, sem er mikið áhyggjuefni en sex leikskólar eru í sveitarfélaginu með um 660 börnum. Innlent 5.5.2024 14:30
Völd óskast: Forseti allra kynslóða? Landssamband Ungmennafélaga og JCI á Íslandi bjóða forsetaframbjóðendum að mæta ungu fólki í Iðnó kl. 14:00 þann 5. maí. Efstu fimm frambjóðendum var boðið til samtals við ungt fólk. Í pallborðinu mætast Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir og Jón Gnarr. Innlent 5.5.2024 14:15