Fréttir Töluverð óvissa um framvindu jarðhræringanna Enn gýs úr einum gíg við Sundhnúksgígaröðina. Hraunið rennur stutta vegalengd frá gígnum og fer virknin í gígnum minnkandi. Hraði kvikusöfnunar er svipaður og síðustu vikur. Gosið er nú meira en mánaðargamalt og er töluverð óvissa um framhaldið. Innlent 7.5.2024 16:15 Gæsluvarðhald yfir manninum framlengt Gæsluvarðhald yfir íslenskum karlmanni sem handtekinn var í tengslum við þjófnað á tuttugu til þrjátíu milljónum króna hefur verið framlengt. Innlent 7.5.2024 15:39 „Við þurfum ekki að verjast neinu“ Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sem var kjörin biskup Íslands í dag, segist vilja leiða öfluga Þjóðkirkju. Hún muni beita sér fyrir því að meðlimum kirkjunnar fækki ekki. Innlent 7.5.2024 15:22 Skotárás við heimili Drake Öryggisvörður kanadíska rapparans Drake var skotinn við heimili stórstjörnunnar í Toronto í nótt. Áverkar öryggisvarðarins eru ekki taldir lífshættulegir og rapparinn sjálfur er sagður ómeiddur. Erlent 7.5.2024 15:08 „Ég sé engar staðreyndavillur í þessum þætti“ Ritstjóri Kastljóss segist hafa farið yfir athugasemdir Reykjavíkurborgar við innslagi þáttarins í gær og að hann sjái engar staðreyndavillur í því. Verið sé að vitna í gögn beint af vef borgarinnar og úr fjárfestakynningu Haga. Innlent 7.5.2024 15:05 Stormy Daniels í dómsal með Trump Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkona, mun bera vitni í réttarhöldunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York í dag. Búist er við því að hún muni segja kviðdómendum frá því þegar Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi henni 130 þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Erlent 7.5.2024 14:16 Aðstæður fyrir stýrivaxtalækkun á morgun Forsætisráðherra vonast til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti á morgun. Skilyrðin séu fyrir hendi því verðbólga hafi gefið eftir undanfarið. Hann varar þó við því að verðbólga hjaðni of mikið því hagkerfið sé á mikilli siglingu og atvinnustig í landinu hátt. Innlent 7.5.2024 13:01 Gosið gæti þúsundfaldast við nýjan atburð Gosið virðist vera að lognast út af en búast má við öðru þar sem kvikuhólfið undir Svartsengi er komið að þolmörkum. Prófessor í jarðeðlisfræði bendir á að það nýja gæti orðið um þúsund sinnum aflmeira en það sem nú kraumar. Enginn ætti að vera nærri sprungunni Innlent 7.5.2024 12:58 Séra Guðrún kjörin biskup Íslands Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. Innlent 7.5.2024 12:48 Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. Erlent 7.5.2024 12:48 Segja „alvarlegar staðreyndavillur“ í umfjöllun Kastljóss Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara hefur sent frá sér athugasemdir vegna þess sem borgaryfirvöld kalla „alvarlegar staðreyndavillur“ í umfjöllun Kastljóss um uppbyggingarreiti og samninga við olíufélög. Villurnar snúi meðal annars að meintri leynd og verðmati á byggingarrétti. Innlent 7.5.2024 12:23 Reynt að siga lögreglu á vitni í málinu gegn Trump Bandarísku lögregluna grunar að sá sem sendi falska tilkynningu um morð á heimili vitnis í sakamáli á hendur Donald Trump hafi með henni reynt að siga vopnuðum sérsveitarmönnum á vitnið. Tilkynningin barst daginn sem vitnið kom fyrir dóm í New York. Erlent 7.5.2024 12:06 SA og SSF skrifuðu undir langtímakjarasamning Í gær skrifuðu Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) undir langtímakjarasamning. Samningurinn byggir á samningnum sem undirritaður var við meirihluta félaga á almennum vinnumarkaði í mars. Innlent 7.5.2024 12:01 Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. Innlent 7.5.2024 12:00 Stýrivextir, Eurovision og biskupskjör Í hádegisfréttum verður rætt við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra um vexti en Seðlabankinn tekur stýrivaxtaákvörðun á morgun. Innlent 7.5.2024 11:35 Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. Erlent 7.5.2024 11:29 „Skítkastið var ógeðslegt“ Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins, telur sig hafa hlotið uppreist æru með umfjöllun Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur um lóðir bensínstöðvanna í Kastljósi í gær. Innlent 7.5.2024 11:22 Fiskadauði í einni af mestu sjóbirtingsveiðiám landsins Vatnsþurrð er nú í Grenlæk í Landbroti sem er ein mesta sjóbirtingsveiðiá landsins. Við skoðun Hafs og vatns á svæðinu fannst mikið af dauðum sjóbirtingum en efstu hlutar árinnar eru mikilvægar hrygningar- og uppeldisstöðvar fyrir tegundina. Innlent 7.5.2024 10:59 Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. Erlent 7.5.2024 10:41 Valtýr ráðinn yfirlæknir Valtýr Stefánsson Thors hefur verið ráðinn sem yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann. Innlent 7.5.2024 09:45 Ný nálgun Samfylkingar í orkumálum konfekt í eyrum Jóns Þingmenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins eru sammála um að nauðsynlegt sé að tryggja að raunhæfir virkjanakostir séu í nýtingarflokki og rammaáætlun sé afgreidd reglulega. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fóru yfir málið í Bítinu í morgun. Innlent 7.5.2024 09:27 Vilja tryggja öryggi starfsfólks í vegavinnu Öryggi starfsfólks við vegavinnu er til umfjöllunar á morgunfundi Vegagerðarinnar í dag. Á fundinum verður kynnt vitundarátakið; Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér, flutt stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa í nálægð við þunga og hraða umferð. Samgöngustofa frumsýnir myndband um akstur gegnum vinnusvæði. Innlent 7.5.2024 09:01 Sagðist saklaus af því að hafa drepið með eitruðum sveppum Áströlsk kona sem er ákærð fyrir að valda dauða þriggja manna með því að gefa þeim eitraða sveppi lýsti yfir sakleysi sínu þegar málið kom fyrir dómara í dag. Hún heldur því fram að hún hafi ekki eitrað vísvitandi fyrir fólkinu. Erlent 7.5.2024 08:59 Verðhækkanir á döner-kebab eitt helsta áhyggjuefni Þjóðverja Ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, hefur séð sig neydda til að útskýra það á samfélagsmiðlum hvers vegna það verður sífellt dýrara að kaupa sér kebab. Erlent 7.5.2024 08:41 „Massíf slysaslepping á vondu frumvarpi“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vildi ræða auðlindarákvæði í stjórnarskrá við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingi í gær. Innlent 7.5.2024 08:38 Geimskoti Starliner var frestað í nótt Fyrirhuguðu geimskoti Starliner geimfarsins frá Boeing var frestað í nótt, tveimur tímum fyrir flugtak frá Canaveral höfða í Flórída. Erlent 7.5.2024 07:23 Segja nýjar reglur um merkingar blekkingarleik laxeldisfyrirtækja Aðgerðasinnar í Skotlandi mótmæla nú harðlega ákvörðun yfirvalda um að heimila fyrirtækjum í laxeldi að hætta að merkja vörur sínar sem „eldislax“. Erlent 7.5.2024 07:14 Skúrir og slydduél í suðlægum áttum Lægð á Grænlandshafi beinir suðlægri átt, víða fimm til þrettán metrum á sekúndu, til landsins í dag. Gera má ráð fyrir skúrum eða slydduéljum, en snjóéljum á fjallvegum. Veður 7.5.2024 07:12 Stillir viðtækið á alheimsdögunina Á ysta hjara veraldar hefur bandarískur stjarneðlisfræðingur komið upp því sem hann líkir við fínni gerð af bílaútvarpi til þess að finna merki um fyrstu stjörnurnar sem lýstu upp alheiminn. Fátt er vitað um þessa fyrstu kynslóð stjarna annað en að þær voru gerólíkar þeim sem mynduðust síðar. Innlent 7.5.2024 07:01 Þrír handteknir vegna vopnalagabrota og tveir vegna líkamsárásar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá í Hafnarfirði í nótt fyrir vopnalagabrot. Þá eru viðkomandi sagðir hafa hunsað fyrirmæli lögreglu. Innlent 7.5.2024 06:49 « ‹ 314 315 316 317 318 319 320 321 322 … 334 ›
Töluverð óvissa um framvindu jarðhræringanna Enn gýs úr einum gíg við Sundhnúksgígaröðina. Hraunið rennur stutta vegalengd frá gígnum og fer virknin í gígnum minnkandi. Hraði kvikusöfnunar er svipaður og síðustu vikur. Gosið er nú meira en mánaðargamalt og er töluverð óvissa um framhaldið. Innlent 7.5.2024 16:15
Gæsluvarðhald yfir manninum framlengt Gæsluvarðhald yfir íslenskum karlmanni sem handtekinn var í tengslum við þjófnað á tuttugu til þrjátíu milljónum króna hefur verið framlengt. Innlent 7.5.2024 15:39
„Við þurfum ekki að verjast neinu“ Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sem var kjörin biskup Íslands í dag, segist vilja leiða öfluga Þjóðkirkju. Hún muni beita sér fyrir því að meðlimum kirkjunnar fækki ekki. Innlent 7.5.2024 15:22
Skotárás við heimili Drake Öryggisvörður kanadíska rapparans Drake var skotinn við heimili stórstjörnunnar í Toronto í nótt. Áverkar öryggisvarðarins eru ekki taldir lífshættulegir og rapparinn sjálfur er sagður ómeiddur. Erlent 7.5.2024 15:08
„Ég sé engar staðreyndavillur í þessum þætti“ Ritstjóri Kastljóss segist hafa farið yfir athugasemdir Reykjavíkurborgar við innslagi þáttarins í gær og að hann sjái engar staðreyndavillur í því. Verið sé að vitna í gögn beint af vef borgarinnar og úr fjárfestakynningu Haga. Innlent 7.5.2024 15:05
Stormy Daniels í dómsal með Trump Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkona, mun bera vitni í réttarhöldunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York í dag. Búist er við því að hún muni segja kviðdómendum frá því þegar Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi henni 130 þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Erlent 7.5.2024 14:16
Aðstæður fyrir stýrivaxtalækkun á morgun Forsætisráðherra vonast til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti á morgun. Skilyrðin séu fyrir hendi því verðbólga hafi gefið eftir undanfarið. Hann varar þó við því að verðbólga hjaðni of mikið því hagkerfið sé á mikilli siglingu og atvinnustig í landinu hátt. Innlent 7.5.2024 13:01
Gosið gæti þúsundfaldast við nýjan atburð Gosið virðist vera að lognast út af en búast má við öðru þar sem kvikuhólfið undir Svartsengi er komið að þolmörkum. Prófessor í jarðeðlisfræði bendir á að það nýja gæti orðið um þúsund sinnum aflmeira en það sem nú kraumar. Enginn ætti að vera nærri sprungunni Innlent 7.5.2024 12:58
Séra Guðrún kjörin biskup Íslands Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. Innlent 7.5.2024 12:48
Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. Erlent 7.5.2024 12:48
Segja „alvarlegar staðreyndavillur“ í umfjöllun Kastljóss Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara hefur sent frá sér athugasemdir vegna þess sem borgaryfirvöld kalla „alvarlegar staðreyndavillur“ í umfjöllun Kastljóss um uppbyggingarreiti og samninga við olíufélög. Villurnar snúi meðal annars að meintri leynd og verðmati á byggingarrétti. Innlent 7.5.2024 12:23
Reynt að siga lögreglu á vitni í málinu gegn Trump Bandarísku lögregluna grunar að sá sem sendi falska tilkynningu um morð á heimili vitnis í sakamáli á hendur Donald Trump hafi með henni reynt að siga vopnuðum sérsveitarmönnum á vitnið. Tilkynningin barst daginn sem vitnið kom fyrir dóm í New York. Erlent 7.5.2024 12:06
SA og SSF skrifuðu undir langtímakjarasamning Í gær skrifuðu Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) undir langtímakjarasamning. Samningurinn byggir á samningnum sem undirritaður var við meirihluta félaga á almennum vinnumarkaði í mars. Innlent 7.5.2024 12:01
Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. Innlent 7.5.2024 12:00
Stýrivextir, Eurovision og biskupskjör Í hádegisfréttum verður rætt við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra um vexti en Seðlabankinn tekur stýrivaxtaákvörðun á morgun. Innlent 7.5.2024 11:35
Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. Erlent 7.5.2024 11:29
„Skítkastið var ógeðslegt“ Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins, telur sig hafa hlotið uppreist æru með umfjöllun Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur um lóðir bensínstöðvanna í Kastljósi í gær. Innlent 7.5.2024 11:22
Fiskadauði í einni af mestu sjóbirtingsveiðiám landsins Vatnsþurrð er nú í Grenlæk í Landbroti sem er ein mesta sjóbirtingsveiðiá landsins. Við skoðun Hafs og vatns á svæðinu fannst mikið af dauðum sjóbirtingum en efstu hlutar árinnar eru mikilvægar hrygningar- og uppeldisstöðvar fyrir tegundina. Innlent 7.5.2024 10:59
Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. Erlent 7.5.2024 10:41
Valtýr ráðinn yfirlæknir Valtýr Stefánsson Thors hefur verið ráðinn sem yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann. Innlent 7.5.2024 09:45
Ný nálgun Samfylkingar í orkumálum konfekt í eyrum Jóns Þingmenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins eru sammála um að nauðsynlegt sé að tryggja að raunhæfir virkjanakostir séu í nýtingarflokki og rammaáætlun sé afgreidd reglulega. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fóru yfir málið í Bítinu í morgun. Innlent 7.5.2024 09:27
Vilja tryggja öryggi starfsfólks í vegavinnu Öryggi starfsfólks við vegavinnu er til umfjöllunar á morgunfundi Vegagerðarinnar í dag. Á fundinum verður kynnt vitundarátakið; Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér, flutt stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa í nálægð við þunga og hraða umferð. Samgöngustofa frumsýnir myndband um akstur gegnum vinnusvæði. Innlent 7.5.2024 09:01
Sagðist saklaus af því að hafa drepið með eitruðum sveppum Áströlsk kona sem er ákærð fyrir að valda dauða þriggja manna með því að gefa þeim eitraða sveppi lýsti yfir sakleysi sínu þegar málið kom fyrir dómara í dag. Hún heldur því fram að hún hafi ekki eitrað vísvitandi fyrir fólkinu. Erlent 7.5.2024 08:59
Verðhækkanir á döner-kebab eitt helsta áhyggjuefni Þjóðverja Ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, hefur séð sig neydda til að útskýra það á samfélagsmiðlum hvers vegna það verður sífellt dýrara að kaupa sér kebab. Erlent 7.5.2024 08:41
„Massíf slysaslepping á vondu frumvarpi“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vildi ræða auðlindarákvæði í stjórnarskrá við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingi í gær. Innlent 7.5.2024 08:38
Geimskoti Starliner var frestað í nótt Fyrirhuguðu geimskoti Starliner geimfarsins frá Boeing var frestað í nótt, tveimur tímum fyrir flugtak frá Canaveral höfða í Flórída. Erlent 7.5.2024 07:23
Segja nýjar reglur um merkingar blekkingarleik laxeldisfyrirtækja Aðgerðasinnar í Skotlandi mótmæla nú harðlega ákvörðun yfirvalda um að heimila fyrirtækjum í laxeldi að hætta að merkja vörur sínar sem „eldislax“. Erlent 7.5.2024 07:14
Skúrir og slydduél í suðlægum áttum Lægð á Grænlandshafi beinir suðlægri átt, víða fimm til þrettán metrum á sekúndu, til landsins í dag. Gera má ráð fyrir skúrum eða slydduéljum, en snjóéljum á fjallvegum. Veður 7.5.2024 07:12
Stillir viðtækið á alheimsdögunina Á ysta hjara veraldar hefur bandarískur stjarneðlisfræðingur komið upp því sem hann líkir við fínni gerð af bílaútvarpi til þess að finna merki um fyrstu stjörnurnar sem lýstu upp alheiminn. Fátt er vitað um þessa fyrstu kynslóð stjarna annað en að þær voru gerólíkar þeim sem mynduðust síðar. Innlent 7.5.2024 07:01
Þrír handteknir vegna vopnalagabrota og tveir vegna líkamsárásar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá í Hafnarfirði í nótt fyrir vopnalagabrot. Þá eru viðkomandi sagðir hafa hunsað fyrirmæli lögreglu. Innlent 7.5.2024 06:49