Fréttir

Steypan smám saman að harðna í fylginu

„Steypan er smám saman að harðna í fylginu.“ Þetta segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst sem var beðinn um að leggja mat á nýjustu könnun Maskínu en þegar Eiríkur hafði virt fyrir sér síðustu kannanir aftur í tímann og þá blasir við að myndin er að teiknast ansi skýrt upp.

Innlent

Sækja ó­vænt og hratt að Aleppo

Uppreisnarmenn og vígahópar gerðu í gær umfangsmiklar árásir á hersveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir sem styðja hann vestur af borginni Aleppo í Idlib-héraði í gær. Útlit er fyrir að hóparnir hafi lagt undir sig stórt svæði við borgina og að sóknin hafi náð að jaðri borgarinnar.

Erlent

Segir skemmdar­verk Rússa í Evrópu geta leitt til á­taka

Skemmdarverk útsendara Rússa í Evrópu gæti að endingu leitt til virkjunar fimmtu greinar stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins um sameiginlegar varnir aðildarríkja. Þetta sagði yfirmaður einnar leyniþjónustu Þýskalands á ráðstefnu í gær en Rússar hafa á undanförnum mánuðum og jafnvel árum verið sakaðir um skemmdarverk, banatilræði og annarskonar árásir í Evrópu.

Erlent

Þau eru til­nefnd sem Framúr­skarandi ungur Ís­lendingur 2024

JCI hefur tilkynnt hvaða tíu eru tilnefndir til verðlaunanna Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024, en verðlaunin eru hvatningarverðlaun til ungs fólks sem eru að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni á sínu sviði. Verðlaunin verið afhent óslitið síðan árið 2002.

Innlent

Kaldri norð­lægri átt beint til landsins

Hæð yfir Grænlandi og lægð fyrir norðaustan land beina til okkar kaldri norðlægri átt og má víða gera ráð fyrir kalda eða strekkingi í dag og dálitlum éljum. Það verður bjart að mestu um landið suðvestanvert.

Veður

Íranir hóta því að koma sér upp kjarn­orku­vopnum

Seyed Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, segir hætt við því að stjórnvöld muni íhuga að einbeita sér að því að eignast kjarnorkuvopn ef Vesturlönd standi við þá hótun sína að taka aftur upp allsherjarþvinganir gegn landinu.

Erlent

Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár

Síðustu fimm ár hafa verið veitt 99 leyfi til dýratilrauna á Íslandi í vísindaskyni. Átta umsóknum um leyfi til dýratilraunir hefur á sama tíma verið hafnað. Leyfin hafa verið veitt vegna tilrauna á ýmsum dýrategundum. Eitt fyrirtæki hefur fengið leyfi, 3Z. Þetta kemur fram í svari matvælaráðherra við fyrirspurn þingmanns Pírata, Andrésar Inga Jónssonar.

Innlent

Misbýður um­mæli um sam­hljóm stefnu sinnar og Breiviks

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vænir Þorstein V. Einarsson, sem kenndur er við Karlmennskuna, um vanþekkingu og óheiðarleika. Hún segir samlíkingu hans á stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði Anders Breivik hafa sett sig hljóða.

Innlent

„Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“

„Í starfi mínu sem orkumálastjóri hef ég séð þetta skýrum augum hvernig við erum að selja búta úr landinu og það er enginn mikið að pæla í því ef þetta er jörð hér og þar. En þegar þetta raðast upp eins og púsluspil þá verður til heildarmynd á tiltölulega stuttum tíma. Það sem er að gerast þegar þú selur jörð, þá ertu að selja vatnsréttindi og jarðhitaréttindi og jarðefnin með.“ 

Innlent

Fimmta vika verk­falls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna

„Þetta er auðvitað erfiðast og leiðinlegast fyrir blessuð börnin, sem að sakna sinna frábæru kennara og leikskólastarfs og vina sinna. Síðan er þetta almennt séð bara álag, púsl og vesen fyrir barnafjölskyldur sem er örugglega alveg nóg að gera hjá. Maður veit að fólk er virkilega að lenda í vandræðum. Það er fólk að missa vinnu og annað slíkt.“

Innlent

Fjögur and­lát vegna bólu­efnis við kórónuveiru til skoðunar

Embætti landlæknis hefur til skoðunar skráningu læknis á fjórum andlátum af völdum bóluefnis við kórónuveirunni. Andlát af völdum bóluefnis voru í fyrsta sinn í dánarmeinaskrá fyrir árið 2023. Sami læknirinn skráði andlátin og fólkið sem lést var allt í hans umsjá á hjúkrunarheimili.

Innlent