Fréttir Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. Innlent 19.11.2024 21:21 Vita ekki hvað fór úrskeiðis Rannsókn á vettvangi eldsvoðans sem varð í einu húsi eggjabúsins Nesbús á Vogum á Vatnsleysuströnd um helgina er lokið. Ekki ligggja fyrir upplýsingar að svo stöddu um það hvað fór úrskeiðis. Rannsókn lögreglu heldur því áfram. Innlent 19.11.2024 20:53 Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Lykildagar eru fram undan í kjaraviðræða og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir hittust á fundi í Karphúsinu í dag í fyrsta sinn í sautján daga og hefur annar fundur verið boðaður í fyrramáli. Innlent 19.11.2024 20:31 Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Formaður Samtakanna 78 segir fjöldann allan af hinsegin fólki í Bandaríkjunum hafa haft samband og forvitnast um stöðu hinsegin fólks hér á landi eftir að Donald Trump var kjörinn forseti í mánuðinum. Hún segir að þau sem hafa samband hafi áhyggjur af því að réttur þeirra til hjónabands verði tekinn af þeim og þar með rétturinn til barna sinna. Innlent 19.11.2024 19:28 Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. Erlent 19.11.2024 19:22 „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Samkeppniseftirlitið hefur skipað afurðastöðvum að stöðva aðgerðir, sem geta farið gegn samkeppnislögum. Stjórnarandstöðuþingmenn segja lögin dæmi um þá sérhagsmunagæslu sem hafi tíðkast undir stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Innlent 19.11.2024 18:32 Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Samkeppniseftirlitið hefur fyrirskipað afurðastöðvum að stöðva fyrirhugaða samruna á grundvelli búvörulaga. Stjórnarandstöðuþingmenn segja lögin skýrt dæmi um sérhagsmunagæslu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um málið og rætt við forstjóra Samkeppniseftirlitsins í beinni. Innlent 19.11.2024 18:01 Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Þingmenn Pírata vörðu langmestum tíma í pontu Alþingis á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Þingmenn Framsóknarflokksins vörðu hins vegar minnstum tíma í ræðustól Alþingis að meðaltali. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er málglaðasti þingmaðurinn á Alþingi, ef tekið er mið af þeim tíma sem hann varði í pontu Alþingis á kjörtímabilinu. Innlent 19.11.2024 17:07 Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Flugmálafélag Íslands hefur boðað til opins fundar með fulltrúum stjórnmálaflokkana fyrir næstkomandi alþingiskosningar. Fundurinn hefst klukkan 17 og stendur til klukkan 19. Innlent 19.11.2024 16:34 Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Samkeppniseftirlitið hefur ritað kjötafurðastöðvum og samtökum þeirra bréf vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær. Í því er kjötafurðastöðvum meðal annars skipað að stöðva þegar í stað hvers konar aðgerðir eða háttsemi sem farið geta gegn samkeppnislögum og stofnast hefur til á grundvelli undanþáguheimilda búvörulaga. Innlent 19.11.2024 15:28 Ólíklegt að gjósi í nóvember Vísindamenn Veðurstofu Íslands telja ólíklegt að nægur þrýstingur verði búinn að byggjast upp í kvikuhólfinu undir Svartsengi til að koma af stað eldgosi í nóvember. Vísbendingar um að hægt hafi á landrisi gætu verið tilkomnar vegna geimveðurs. Innlent 19.11.2024 15:10 Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Óheppilegt var að koma Jóni Gunnarssyni fyrir í matvælaráðuneytinu að mati Gísla Freys Valdórssonar, stjórnanda hlaðvarpsins Þjóðmála. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær. Innlent 19.11.2024 15:00 Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Tvær danskar konur á þrítugsaldri eru látnar í Laos. Miðlar í Ástralíu og Tælandi segir konurnar hafa látist eftir neyslu metanóls í áfengum drykkjum. Fleiri berjist fyrir lífi sínu vegna eitrunar. Erlent 19.11.2024 14:59 Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Alls voru 17 lagafrumvörp og tvær þingsályktanir samþykktar á Alþingi á nýliðnum þingvetri sem hófst 10. september og lauk í gær. Það er ekki nema lítið brot af þeim málum sem lágu fyrir þinginu, en alls lágu fyrir 151 frumvörp og 111 þingsályktunartillögur. Þingfundadagar voru hins vegar aðeins 23 enda var stjórnarsamstarfi slitið og boðað til kosninga fyrr en gert var ráð fyrir. Alls voru 337 þingmál til meðferðar hjá Alþingi og prentuð þingskjöl 416. Innlent 19.11.2024 13:48 Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Óprúttnir aðilar sendu í síðustu viku skilaboð á notendur Bland.is með þeim það fyrir augum að fá þá til að gefa upp kortaupplýsingar í einkaskilaboðum. Viðbragðsáætlun var virkjuð í kjölfarið og Syndis vinnur nú að allsherjaröryggisúttekt á vefnum. Innlent 19.11.2024 13:27 Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Í minnisblaði skrifstofu Alþingis til sviðsstjóra nefnda- og greiningarsviðs Alþingis er komist að þeirri niðurstöðu að breytingar atvinnuveganefndar á frumvarpi um búvörulög hafi ekki gengið gegn stjórnarskrá. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að gagnstæðri niðurstöðu í gær. Innlent 19.11.2024 12:36 Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Ekið var á sex kindur í Öræfasveit í gær. Þetta staðfestir Þorsteinn Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Innlent 19.11.2024 12:29 Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa. Erlent 19.11.2024 11:51 Kosningafundur um jafnréttismál Kvennaár 2025 boðar til opins kosningafundar um jafnréttismál með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í dag. Viðburðurinn hefst klukkan tólf og stendur yfir til klukkan hálftvö. Innlent 19.11.2024 11:33 Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Í hádegisfréttum okkar fjöllum áfram um hinar umdeildu breytingar sem gerðar voru á búvörulögum á Alþingi á dögunum. Innlent 19.11.2024 11:32 Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Lögfræðingar hjá nefnda- og greiningarsviði Alþingis lögðu til við formann atvinnuveganefndar að nýtt frumvarp um breytingar á búvörulögum yrði lagt fram þar sem breytingartillögur nefndarinnar gengju of langt. Þeir töldu breytingarnar þó ekki stríða gegn 44. grein stjórnarskrár. Innlent 19.11.2024 11:26 Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Mál Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á sjötugsaldri, hófst á nýjan leik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi í fyrra, en sá dómur var ómerktur í Landsrétti í vor og því er málið tekið upp á ný í héraði. Innlent 19.11.2024 11:24 Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Foreldrar leikskólabarna á Sauðárkróki stóðu fyrir samstöðufundi í Húsi Frítímans í gær. Í tilkynningu kemur fram að góð mæting hafi verið á fundinn af bæði kennurum og foreldrum með börn sín. Innlent 19.11.2024 11:19 Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur birt í samráðsgátt drög að nýrri reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir, sem veittar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Innlent 19.11.2024 10:32 Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Meðferðarheimilið Lækjarbakki hefur fengið nýtt húsnæði í Miðgarði í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Það mun hefja þar starfsemi á nýjan leik að loknum nauðsynlegum framkvæmdum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Innlent 19.11.2024 10:27 Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata segir Sjálfstæðisflokkinn, og dómsmálaráðherra, hafa misnotað aðstöðu sína í starfsstjórn þegar kynnt var ný landamærastefna fyrir helgi. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, vísar þessu alfarið á bug. Innlent 19.11.2024 09:32 Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Flæði umferðar í kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur breytist verulega með tillögum að breyttri legu borgarlínu þar. Fríkirkjuvegur og hluti Skothúsvegar yrði lagður eingöngu undir borgarlínuna en aftur mætti aka í báðar áttir eftir Suðurgötu í staðinn. Innlent 19.11.2024 09:04 Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Börn Dominique Pelicot, mannsins sem hefur játað að hafa nauðgað móður þeirra meðvitundalausri og boðið fjölda manna að gera slíkt hið sama, hafa biðlað til föður síns um að segja allan sannleikann um glæpina sem hann hefur framið. Erlent 19.11.2024 08:46 Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Lögregla í norsku höfuðborginni Osló handtók í gær Marius Borg Høiby, stjúpson Hákonar krónprins, á ný, nú vegna vegna gruns um nauðgun. Erlent 19.11.2024 07:50 Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Leiðindafæri er víða á Austurlandi og þungfært nokkuð víða. Unnið er á mokstri en það gæti tekið tíma. Einnig er ófært um Öxi, Breiðdalsheiði og Mjóafjarðarheiði. Innlent 19.11.2024 07:35 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. Innlent 19.11.2024 21:21
Vita ekki hvað fór úrskeiðis Rannsókn á vettvangi eldsvoðans sem varð í einu húsi eggjabúsins Nesbús á Vogum á Vatnsleysuströnd um helgina er lokið. Ekki ligggja fyrir upplýsingar að svo stöddu um það hvað fór úrskeiðis. Rannsókn lögreglu heldur því áfram. Innlent 19.11.2024 20:53
Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Lykildagar eru fram undan í kjaraviðræða og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir hittust á fundi í Karphúsinu í dag í fyrsta sinn í sautján daga og hefur annar fundur verið boðaður í fyrramáli. Innlent 19.11.2024 20:31
Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Formaður Samtakanna 78 segir fjöldann allan af hinsegin fólki í Bandaríkjunum hafa haft samband og forvitnast um stöðu hinsegin fólks hér á landi eftir að Donald Trump var kjörinn forseti í mánuðinum. Hún segir að þau sem hafa samband hafi áhyggjur af því að réttur þeirra til hjónabands verði tekinn af þeim og þar með rétturinn til barna sinna. Innlent 19.11.2024 19:28
Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. Erlent 19.11.2024 19:22
„Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Samkeppniseftirlitið hefur skipað afurðastöðvum að stöðva aðgerðir, sem geta farið gegn samkeppnislögum. Stjórnarandstöðuþingmenn segja lögin dæmi um þá sérhagsmunagæslu sem hafi tíðkast undir stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Innlent 19.11.2024 18:32
Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Samkeppniseftirlitið hefur fyrirskipað afurðastöðvum að stöðva fyrirhugaða samruna á grundvelli búvörulaga. Stjórnarandstöðuþingmenn segja lögin skýrt dæmi um sérhagsmunagæslu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um málið og rætt við forstjóra Samkeppniseftirlitsins í beinni. Innlent 19.11.2024 18:01
Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Þingmenn Pírata vörðu langmestum tíma í pontu Alþingis á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Þingmenn Framsóknarflokksins vörðu hins vegar minnstum tíma í ræðustól Alþingis að meðaltali. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er málglaðasti þingmaðurinn á Alþingi, ef tekið er mið af þeim tíma sem hann varði í pontu Alþingis á kjörtímabilinu. Innlent 19.11.2024 17:07
Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Flugmálafélag Íslands hefur boðað til opins fundar með fulltrúum stjórnmálaflokkana fyrir næstkomandi alþingiskosningar. Fundurinn hefst klukkan 17 og stendur til klukkan 19. Innlent 19.11.2024 16:34
Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Samkeppniseftirlitið hefur ritað kjötafurðastöðvum og samtökum þeirra bréf vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær. Í því er kjötafurðastöðvum meðal annars skipað að stöðva þegar í stað hvers konar aðgerðir eða háttsemi sem farið geta gegn samkeppnislögum og stofnast hefur til á grundvelli undanþáguheimilda búvörulaga. Innlent 19.11.2024 15:28
Ólíklegt að gjósi í nóvember Vísindamenn Veðurstofu Íslands telja ólíklegt að nægur þrýstingur verði búinn að byggjast upp í kvikuhólfinu undir Svartsengi til að koma af stað eldgosi í nóvember. Vísbendingar um að hægt hafi á landrisi gætu verið tilkomnar vegna geimveðurs. Innlent 19.11.2024 15:10
Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Óheppilegt var að koma Jóni Gunnarssyni fyrir í matvælaráðuneytinu að mati Gísla Freys Valdórssonar, stjórnanda hlaðvarpsins Þjóðmála. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær. Innlent 19.11.2024 15:00
Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Tvær danskar konur á þrítugsaldri eru látnar í Laos. Miðlar í Ástralíu og Tælandi segir konurnar hafa látist eftir neyslu metanóls í áfengum drykkjum. Fleiri berjist fyrir lífi sínu vegna eitrunar. Erlent 19.11.2024 14:59
Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Alls voru 17 lagafrumvörp og tvær þingsályktanir samþykktar á Alþingi á nýliðnum þingvetri sem hófst 10. september og lauk í gær. Það er ekki nema lítið brot af þeim málum sem lágu fyrir þinginu, en alls lágu fyrir 151 frumvörp og 111 þingsályktunartillögur. Þingfundadagar voru hins vegar aðeins 23 enda var stjórnarsamstarfi slitið og boðað til kosninga fyrr en gert var ráð fyrir. Alls voru 337 þingmál til meðferðar hjá Alþingi og prentuð þingskjöl 416. Innlent 19.11.2024 13:48
Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Óprúttnir aðilar sendu í síðustu viku skilaboð á notendur Bland.is með þeim það fyrir augum að fá þá til að gefa upp kortaupplýsingar í einkaskilaboðum. Viðbragðsáætlun var virkjuð í kjölfarið og Syndis vinnur nú að allsherjaröryggisúttekt á vefnum. Innlent 19.11.2024 13:27
Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Í minnisblaði skrifstofu Alþingis til sviðsstjóra nefnda- og greiningarsviðs Alþingis er komist að þeirri niðurstöðu að breytingar atvinnuveganefndar á frumvarpi um búvörulög hafi ekki gengið gegn stjórnarskrá. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að gagnstæðri niðurstöðu í gær. Innlent 19.11.2024 12:36
Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Ekið var á sex kindur í Öræfasveit í gær. Þetta staðfestir Þorsteinn Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Innlent 19.11.2024 12:29
Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa. Erlent 19.11.2024 11:51
Kosningafundur um jafnréttismál Kvennaár 2025 boðar til opins kosningafundar um jafnréttismál með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í dag. Viðburðurinn hefst klukkan tólf og stendur yfir til klukkan hálftvö. Innlent 19.11.2024 11:33
Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Í hádegisfréttum okkar fjöllum áfram um hinar umdeildu breytingar sem gerðar voru á búvörulögum á Alþingi á dögunum. Innlent 19.11.2024 11:32
Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Lögfræðingar hjá nefnda- og greiningarsviði Alþingis lögðu til við formann atvinnuveganefndar að nýtt frumvarp um breytingar á búvörulögum yrði lagt fram þar sem breytingartillögur nefndarinnar gengju of langt. Þeir töldu breytingarnar þó ekki stríða gegn 44. grein stjórnarskrár. Innlent 19.11.2024 11:26
Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Mál Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á sjötugsaldri, hófst á nýjan leik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi í fyrra, en sá dómur var ómerktur í Landsrétti í vor og því er málið tekið upp á ný í héraði. Innlent 19.11.2024 11:24
Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Foreldrar leikskólabarna á Sauðárkróki stóðu fyrir samstöðufundi í Húsi Frítímans í gær. Í tilkynningu kemur fram að góð mæting hafi verið á fundinn af bæði kennurum og foreldrum með börn sín. Innlent 19.11.2024 11:19
Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur birt í samráðsgátt drög að nýrri reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir, sem veittar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Innlent 19.11.2024 10:32
Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Meðferðarheimilið Lækjarbakki hefur fengið nýtt húsnæði í Miðgarði í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Það mun hefja þar starfsemi á nýjan leik að loknum nauðsynlegum framkvæmdum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Innlent 19.11.2024 10:27
Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata segir Sjálfstæðisflokkinn, og dómsmálaráðherra, hafa misnotað aðstöðu sína í starfsstjórn þegar kynnt var ný landamærastefna fyrir helgi. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, vísar þessu alfarið á bug. Innlent 19.11.2024 09:32
Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Flæði umferðar í kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur breytist verulega með tillögum að breyttri legu borgarlínu þar. Fríkirkjuvegur og hluti Skothúsvegar yrði lagður eingöngu undir borgarlínuna en aftur mætti aka í báðar áttir eftir Suðurgötu í staðinn. Innlent 19.11.2024 09:04
Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Börn Dominique Pelicot, mannsins sem hefur játað að hafa nauðgað móður þeirra meðvitundalausri og boðið fjölda manna að gera slíkt hið sama, hafa biðlað til föður síns um að segja allan sannleikann um glæpina sem hann hefur framið. Erlent 19.11.2024 08:46
Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Lögregla í norsku höfuðborginni Osló handtók í gær Marius Borg Høiby, stjúpson Hákonar krónprins, á ný, nú vegna vegna gruns um nauðgun. Erlent 19.11.2024 07:50
Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Leiðindafæri er víða á Austurlandi og þungfært nokkuð víða. Unnið er á mokstri en það gæti tekið tíma. Einnig er ófært um Öxi, Breiðdalsheiði og Mjóafjarðarheiði. Innlent 19.11.2024 07:35