Fréttir Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Fjórar fyrirliggjandi umsóknir til veiða á langreyðum og hrefnu eru til meðferðar í matvælaráðuneytinu á „faglegum grunni“. Innlent 3.12.2024 11:00 Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Alþingi hefur samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um útlendinga, sem felst í því að hámarkstími dvalarleyfa, sem veitt eru á grundvelli sameiginlegrar verndar í kjölfar fjöldaflótta, verði lengdur úr þremur árum í fimm. Með breytingunni geta Úkraínumenn sem hingað komu í kjölfar innrásar Rússa dvalið hér til mars árið 2027 hið skemmsta. Innlent 3.12.2024 10:39 Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis lítur svo á að hún geti hvorki hafnað né samþykkt beiðnir um endurtalningu atkvæða þar vegna breytinga sem voru gerðar á þingsköpum rétt fyrir kosningar. Fyrrverandi forseti Alþingis segir breytingunum ekki hafa verið ætlað að breyta verkefnum eða valdsviði yfirkjörstjórna. Innlent 3.12.2024 10:38 Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni „Við erum minnt áþreifanlega á það í umræðu þessa dagana hve fallvalt gengi stjórnmálamanna er,“ sagði Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Vinstri grænna, í samtali við Bítið í morgun. Innlent 3.12.2024 10:12 Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Norðfirðingur á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa myrt hjón á áttræðisaldri á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. desember. Ganga í málinu er beðið en rannsókn hefur teygt sig vel yfir tólf vikna viðmið um hámarkslengd í gæsluvarðhaldi án útgefinnar ákæru. Innlent 3.12.2024 10:08 Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Lögregla rannsakar nú hvernig ljósleiðari í jörðu fór í sundur á tveimur stöðum í gær. Netlaust var víða í Finnlandi vegna þess sem lögreglu grunar að hafi verið skemmdarverk. Spellvirki voru nýlega unnin á norrænum sæstrengjum í Eystrasalti. Erlent 3.12.2024 09:18 Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, segir frávik í skoðanakönnunum í öllum tilvikum, nema hjá Flokki fólksins, hafa verið eitt til tvö prósent. Þá segir hún Sjálfstæðisflokkinn hafa verið vanmetinn í síðustu þremur kosningum. Innlent 3.12.2024 09:18 Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Tveir ungir menn um tvítugt sem eru grunaðir um að ræna drengi, hóta þeim og beita ofbeldi, voru líka ákærðir fyrir brot í nánu sambandi í máli sem varðaði heiðursofbeldi. Í því máli voru átta fjölskyldumeðlimir konu ákærðir fyrir ýmis brot gagnvart henni, en einungis fjórir þeirra hlutu dóm, það voru foreldrar hennar, mágur og systir. Innlent 3.12.2024 09:02 Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Halla Tómasdóttir forseti Íslands veitti Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, umboð til myndunar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í morgun. Innlent 3.12.2024 08:08 Hraunflæði áfram mest til austurs Lítil sem engin breyting hefur verið á gosinu á Sundhnúkagígsröðinni í nótt. Hraunflæði er áfram mest til austur og suðausturs og er framrás á jaðrinum hæg. Innlent 3.12.2024 07:43 Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist hafna algjörlega hugmyndum um að Bretland þurfi að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Erlent 3.12.2024 07:41 Skúrir eða él á víð og dreif Nú í morgunsárið eru þrjár mis aðgangsharðar lægðir fyrir vestan land. Sú sem er skammt suðvestur af landinu mun sigla yfir landið í dag á meðan hinar halda sig nálægt Grænlandi og hafa takmörkuð áhrif á landsmenn. Veður 3.12.2024 07:13 Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Ætla má að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sem fundaði í gær með formönnum allra þeirra flokka sem náðu inn á þing, muni tilkynna í dag hver þeirra fær stjórnarmyndunarumboðið. Innlent 3.12.2024 07:04 Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. Innlent 2.12.2024 23:43 Vatnsleki í Garðheimum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi fyrr í kvöld áhöfn eins dælubíls til Garðheima í Álfabakka. Þar hafði komið vatnsleki frá þaki hússins. Innlent 2.12.2024 23:22 Fordæmalaus náðun Bidens Náðun Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, á syni hans Hunter Biden, þykir einstaklega umfangsmikil og virðist hafa fallið í grýttan jarðveg víðast hvar. Náðunin þykir fordæmalaus, bæði sökum tengsla feðganna og vegna umfangs hennar, og þar að auki eru Demókratar ósáttir við fordæmið sem Biden hefur sett. Erlent 2.12.2024 23:00 Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Mjög vel er fylgst með ástandinu í Ölfusá vegna stórrar krapastíflu við Ölfusárbrú og Selfosskirkju. Lögreglan notar meðal annars dróna til að fylgjast með ánni. Heimamenn hafa miklar áhyggjur af grenitré í kletti í ánni, hvort áin eigi eftir að skemma það eða ekki. Innlent 2.12.2024 20:59 „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir að ekki þurfi formlegt umboð til að fara í viðræður um stjórnarmyndun. Fullt af augljósum árekstrum megi sjá í myndun SCF-meirihluta. Í slíkum meirihluta sé lengst á milli Flokks fólksins og Viðreisnar. Innlent 2.12.2024 20:33 Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Grátklökkir foreldrar, kennarar og glöð börn hittust á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík í dag eftir langt verkfall. Leikskólastjórinn segist ekki geta hugsað til þess að þurfa mögulega að loka leikskólanum aftur eftir tvo mánuði ef samningar nást ekki í tæka tíð. Innlent 2.12.2024 19:33 Gekk betur en óttast var Umferðin á höfuðborgarsvæðinu undir kvöld virðist hafa gengið betur en óttast var, þó hún hafi farið hægar en gengu og gerist. Segja má að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi upplifað sinn fyrsta vetrardag í dag. Innlent 2.12.2024 19:33 Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Hundruð meðlima írakskra vopnahópa hafa streymt yfir landamærin til Sýrlands í dag. Þar ætla þeir að aðstoða sveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, gegn uppreisnar- og vígamönnum sem tóku stjórn á borginni Aleppo og stórum nærliggjandi svæðum í vikunni. Erlent 2.12.2024 18:38 Formannadans, krapastífla og pakkasprengja Stjórnmálaleiðtogar gengu á fund forseta Íslands í dag þar sem formaður Viðreisnar lagði til að Kristrún Frostadóttir fengi umboð til stjórnarmyndunar. Formaður Framsóknar segir hins vegar ljóst að sinn flokkur verði í stjórnarandstöðu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við myndir frá viðburðaríkum degi á Bessastöðum og ræðum við formenn. Innlent 2.12.2024 18:00 „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Íslensk og erlend náttúruverndarsamtök báðu, að sögn ísraelsks fjölmiðils, ísraelska njósnafyrirtækið Black Cube um að rannsaka mál sem varð tilefni til tálbeituaðgerðar fyrirtækisins sem beindist að Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar. Innlent 2.12.2024 17:23 Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að afla sér kynferðislegrar ljósmyndar af fimmtán ára stúlku. Dómurinn taldi sannað að hann hefði framið brotið en miðað við þágildandi hegningarlög hefði hann aðeins fengið sekt fyrir athæfi sitt. Brot sem aðeins sekt liggur við fyrnast á tveimur árum og fyrningarfrestur rann út í málinu. Innlent 2.12.2024 16:58 Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, hefur látið af störfum eftir níu ár hjá félaginu. Innlent 2.12.2024 16:43 Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Foreldrar hinnar 21 árs gömlu Freja Vennervald Sørensen sem lést í síðasta mánuði í Laos úr metanól-eitrun segjast vilja halda sögu dóttur sinnar á lofti og þannig vara aðra við og koma í veg fyrir að þeir hljóti sömu örlög og hún og vinkona hennar. Erlent 2.12.2024 16:12 Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Formaður Viðreisnar hefur lagt til að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, fái umboð til stjórnarmyndunar. Inga Sæland segist treysta Kristrúnu fyrir umboðinu og Sigmundur Davíð telur eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig. Innlent 2.12.2024 16:02 Ástand á Reykjanesbrautinni Viðbragðsaðilar eru á fjórum vettvöngum á Reykjanesbraut þar sem árekstrar eða óhöpp hafa orðið. Ekki er vitað um slys á fólki. Innlent 2.12.2024 15:58 Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, í máli sem varðar gildi breytinga á búvörulögum, beint til Hæstaréttar. Óbreyttur kemur dómurinn í veg fyrir að kjötafurðastöðvar séu undanþegnar samkeppnislögum. Innlent 2.12.2024 15:51 Dagur strikaður niður um sæti Dagur B. Eggertsson var strikaður út eða færður til á lista 1.453 sinnum sem gerir það að verkum að hann færist niður fyrir Þórð Snæ Júlíusson í þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Örfáir Sjálfstæðismenn strikuðu út Dag og ógildu þannig atkvæði sín. Innlent 2.12.2024 15:51 « ‹ 21 22 23 24 25 26 27 28 29 … 334 ›
Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Fjórar fyrirliggjandi umsóknir til veiða á langreyðum og hrefnu eru til meðferðar í matvælaráðuneytinu á „faglegum grunni“. Innlent 3.12.2024 11:00
Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Alþingi hefur samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um útlendinga, sem felst í því að hámarkstími dvalarleyfa, sem veitt eru á grundvelli sameiginlegrar verndar í kjölfar fjöldaflótta, verði lengdur úr þremur árum í fimm. Með breytingunni geta Úkraínumenn sem hingað komu í kjölfar innrásar Rússa dvalið hér til mars árið 2027 hið skemmsta. Innlent 3.12.2024 10:39
Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis lítur svo á að hún geti hvorki hafnað né samþykkt beiðnir um endurtalningu atkvæða þar vegna breytinga sem voru gerðar á þingsköpum rétt fyrir kosningar. Fyrrverandi forseti Alþingis segir breytingunum ekki hafa verið ætlað að breyta verkefnum eða valdsviði yfirkjörstjórna. Innlent 3.12.2024 10:38
Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni „Við erum minnt áþreifanlega á það í umræðu þessa dagana hve fallvalt gengi stjórnmálamanna er,“ sagði Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Vinstri grænna, í samtali við Bítið í morgun. Innlent 3.12.2024 10:12
Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Norðfirðingur á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa myrt hjón á áttræðisaldri á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. desember. Ganga í málinu er beðið en rannsókn hefur teygt sig vel yfir tólf vikna viðmið um hámarkslengd í gæsluvarðhaldi án útgefinnar ákæru. Innlent 3.12.2024 10:08
Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Lögregla rannsakar nú hvernig ljósleiðari í jörðu fór í sundur á tveimur stöðum í gær. Netlaust var víða í Finnlandi vegna þess sem lögreglu grunar að hafi verið skemmdarverk. Spellvirki voru nýlega unnin á norrænum sæstrengjum í Eystrasalti. Erlent 3.12.2024 09:18
Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, segir frávik í skoðanakönnunum í öllum tilvikum, nema hjá Flokki fólksins, hafa verið eitt til tvö prósent. Þá segir hún Sjálfstæðisflokkinn hafa verið vanmetinn í síðustu þremur kosningum. Innlent 3.12.2024 09:18
Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Tveir ungir menn um tvítugt sem eru grunaðir um að ræna drengi, hóta þeim og beita ofbeldi, voru líka ákærðir fyrir brot í nánu sambandi í máli sem varðaði heiðursofbeldi. Í því máli voru átta fjölskyldumeðlimir konu ákærðir fyrir ýmis brot gagnvart henni, en einungis fjórir þeirra hlutu dóm, það voru foreldrar hennar, mágur og systir. Innlent 3.12.2024 09:02
Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Halla Tómasdóttir forseti Íslands veitti Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, umboð til myndunar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í morgun. Innlent 3.12.2024 08:08
Hraunflæði áfram mest til austurs Lítil sem engin breyting hefur verið á gosinu á Sundhnúkagígsröðinni í nótt. Hraunflæði er áfram mest til austur og suðausturs og er framrás á jaðrinum hæg. Innlent 3.12.2024 07:43
Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist hafna algjörlega hugmyndum um að Bretland þurfi að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Erlent 3.12.2024 07:41
Skúrir eða él á víð og dreif Nú í morgunsárið eru þrjár mis aðgangsharðar lægðir fyrir vestan land. Sú sem er skammt suðvestur af landinu mun sigla yfir landið í dag á meðan hinar halda sig nálægt Grænlandi og hafa takmörkuð áhrif á landsmenn. Veður 3.12.2024 07:13
Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Ætla má að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sem fundaði í gær með formönnum allra þeirra flokka sem náðu inn á þing, muni tilkynna í dag hver þeirra fær stjórnarmyndunarumboðið. Innlent 3.12.2024 07:04
Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. Innlent 2.12.2024 23:43
Vatnsleki í Garðheimum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi fyrr í kvöld áhöfn eins dælubíls til Garðheima í Álfabakka. Þar hafði komið vatnsleki frá þaki hússins. Innlent 2.12.2024 23:22
Fordæmalaus náðun Bidens Náðun Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, á syni hans Hunter Biden, þykir einstaklega umfangsmikil og virðist hafa fallið í grýttan jarðveg víðast hvar. Náðunin þykir fordæmalaus, bæði sökum tengsla feðganna og vegna umfangs hennar, og þar að auki eru Demókratar ósáttir við fordæmið sem Biden hefur sett. Erlent 2.12.2024 23:00
Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Mjög vel er fylgst með ástandinu í Ölfusá vegna stórrar krapastíflu við Ölfusárbrú og Selfosskirkju. Lögreglan notar meðal annars dróna til að fylgjast með ánni. Heimamenn hafa miklar áhyggjur af grenitré í kletti í ánni, hvort áin eigi eftir að skemma það eða ekki. Innlent 2.12.2024 20:59
„Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir að ekki þurfi formlegt umboð til að fara í viðræður um stjórnarmyndun. Fullt af augljósum árekstrum megi sjá í myndun SCF-meirihluta. Í slíkum meirihluta sé lengst á milli Flokks fólksins og Viðreisnar. Innlent 2.12.2024 20:33
Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Grátklökkir foreldrar, kennarar og glöð börn hittust á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík í dag eftir langt verkfall. Leikskólastjórinn segist ekki geta hugsað til þess að þurfa mögulega að loka leikskólanum aftur eftir tvo mánuði ef samningar nást ekki í tæka tíð. Innlent 2.12.2024 19:33
Gekk betur en óttast var Umferðin á höfuðborgarsvæðinu undir kvöld virðist hafa gengið betur en óttast var, þó hún hafi farið hægar en gengu og gerist. Segja má að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi upplifað sinn fyrsta vetrardag í dag. Innlent 2.12.2024 19:33
Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Hundruð meðlima írakskra vopnahópa hafa streymt yfir landamærin til Sýrlands í dag. Þar ætla þeir að aðstoða sveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, gegn uppreisnar- og vígamönnum sem tóku stjórn á borginni Aleppo og stórum nærliggjandi svæðum í vikunni. Erlent 2.12.2024 18:38
Formannadans, krapastífla og pakkasprengja Stjórnmálaleiðtogar gengu á fund forseta Íslands í dag þar sem formaður Viðreisnar lagði til að Kristrún Frostadóttir fengi umboð til stjórnarmyndunar. Formaður Framsóknar segir hins vegar ljóst að sinn flokkur verði í stjórnarandstöðu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við myndir frá viðburðaríkum degi á Bessastöðum og ræðum við formenn. Innlent 2.12.2024 18:00
„Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Íslensk og erlend náttúruverndarsamtök báðu, að sögn ísraelsks fjölmiðils, ísraelska njósnafyrirtækið Black Cube um að rannsaka mál sem varð tilefni til tálbeituaðgerðar fyrirtækisins sem beindist að Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar. Innlent 2.12.2024 17:23
Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að afla sér kynferðislegrar ljósmyndar af fimmtán ára stúlku. Dómurinn taldi sannað að hann hefði framið brotið en miðað við þágildandi hegningarlög hefði hann aðeins fengið sekt fyrir athæfi sitt. Brot sem aðeins sekt liggur við fyrnast á tveimur árum og fyrningarfrestur rann út í málinu. Innlent 2.12.2024 16:58
Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, hefur látið af störfum eftir níu ár hjá félaginu. Innlent 2.12.2024 16:43
Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Foreldrar hinnar 21 árs gömlu Freja Vennervald Sørensen sem lést í síðasta mánuði í Laos úr metanól-eitrun segjast vilja halda sögu dóttur sinnar á lofti og þannig vara aðra við og koma í veg fyrir að þeir hljóti sömu örlög og hún og vinkona hennar. Erlent 2.12.2024 16:12
Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Formaður Viðreisnar hefur lagt til að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, fái umboð til stjórnarmyndunar. Inga Sæland segist treysta Kristrúnu fyrir umboðinu og Sigmundur Davíð telur eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig. Innlent 2.12.2024 16:02
Ástand á Reykjanesbrautinni Viðbragðsaðilar eru á fjórum vettvöngum á Reykjanesbraut þar sem árekstrar eða óhöpp hafa orðið. Ekki er vitað um slys á fólki. Innlent 2.12.2024 15:58
Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, í máli sem varðar gildi breytinga á búvörulögum, beint til Hæstaréttar. Óbreyttur kemur dómurinn í veg fyrir að kjötafurðastöðvar séu undanþegnar samkeppnislögum. Innlent 2.12.2024 15:51
Dagur strikaður niður um sæti Dagur B. Eggertsson var strikaður út eða færður til á lista 1.453 sinnum sem gerir það að verkum að hann færist niður fyrir Þórð Snæ Júlíusson í þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Örfáir Sjálfstæðismenn strikuðu út Dag og ógildu þannig atkvæði sín. Innlent 2.12.2024 15:51