Fréttir

Kröpp og djúp lægð veldur hvass­viðri

Kröpp og djúp lægð miðað við árstíma er viðvarandi skammt norður af landinu og veldur vestan hvassviðri norðanlands með talsverðri vætu. Hægara og úrkomuminna er á sunnanverðu landinu.

Veður

„Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“

Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni.

Innlent

Reiknar með 15 þúsund manns í Herjólfs­dal

Spenna og eftirvænting fyrir þjóðhátíð í Vestmannaeyjum vex og vex með hverjum deginum en formaður þjóðhátíðarnefndar reiknar með 15 þúsund manns í dalinn. Bekkjabílar verða á sínum stað og efnt verður til búningakeppni í tilefni af 150 ára afmæli þjóðhátíðar.

Innlent

Joe Biden dregur fram­boð sitt til baka

Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga.

Erlent

Vís­bendingar um „þokka­legt“ veður næstu helgi

Vætusamt verður um mestallt landið næstu daga og ljóst að sólin sem lék við höfuðborgarbúa fyrr í vikunni sé ekki komin til að vera. Þó eru vísbendingar um að næstu helgi láti blíðan á sér kræla á nýjan leik. Þetta segir Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu.

Veður

Mót­mæla ferða­mönnum á Majorka

Búist er við að tugir þúsunda Majorkabúa mótmæli í dag þeim mikla fjölda ferðamanna sem streyma til eyjunnar og þeim áhrifum sem þeir hafa haft. Hagsmunasamtök hafa boðað þátttöku sína í mótmælunum sem bera yfirskriftina: „Minni túrismi - Meira líf,“ eða á katalónskunni upprunalegu: „Menys Turisme, Més Vida.“

Erlent

Gríðar­leg sprunga í Hagafelli vekur at­hygli

Náttúruvársérfræðingur segir ekkert styðja kenningu eldfjallafræðings um goslok við Sundhnúka. Landris og aukin skjálfavirkni mælast áfram og líkur eru á eldgosi á næstu vikum. Veðurstofan er meðvituð um gríðarstóra sprungu í Hagafelli, sem vakið hefur athygli á samfélagsmiðlum. Sprungan er gömul en stækkaði umtalsvert í síðasta gosi.

Innlent

Ó­hemju öflugur Trump hafi sigurinn í hendi sér

Eins og sakir standa á Joe Biden ekki möguleika á að sigra Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum, að mati stjórnmálafræðings. Trump hélt sinn fyrsta kosningafund frá banatilræðinu við hann í gær, og þakkaði guðlegri forsjá fyrir að vera á lífi.

Erlent

Gul við­vörun í nótt

Gul viðvörun gengur í gildi á miðnætti á Ströndum og Norðurlandi vestra vegna norðvestanáttar og úrhellisrigningar.

Veður

Kvótanum breytt en sér ekki fyrir endann á blóðugum mót­mælum

Hæstiréttur Bangladess hefur úrskurðað ákvörðun um að þriðjungur opinberra starfa sé frátekinn fyrir afkomendur uppgjafarhermanna og annarra afmarkaðra hópa ógilda. Mikil mótmælaalda hefur riðið yfir Bangladess nýverið og talið að minnst hundrað manns hafi látið lífið í blóðugum átökum við lögreglu.

Erlent

Þrír drepnir í á­rás Ísraela í Jemen

Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust.

Erlent

Reyndist sak­laus eftir að hafa setið inni í 43 ár fyrir morð

Kona sem vistuð var í fangelsi í 43 ár fyrir morð sem hún framdi ekki var sleppt eftir að dómi hennar var hnekkt. Hin bandaríska Sandra Hemme var tvítug þegar hún var sakfelld fyrir að stinga bókasafnsvörðinn Patricia Jeschke frá Missouri til bana í nóvember árið 1980.

Erlent