Fréttir

Vill efla vöktun og inn­viði vegna kerfisins sem er að vakna

Sveitarstjóri í Borgarbyggð segir nauðsynlegt að efla þar vöktun og tryggja innviði í ljósi jarðhræringa í Ljósufjallakerfi síðustu daga. Borgarbyggð sé víðfemt og fjölfarið sveitarfélag, þar sem fjarskiptasambandi sé til að mynda víða ábótavant. Nýjar þrívíddarmyndir veita innsýn í dýpt og dreifingu jarðskjálfta á svæðinu síðasta árið.

Innlent

Jarð­hræringar í Borgar­byggð og elsti systkinahópur landsins

Sveitarstjóri í Borgarbyggð segir nauðsynlegt að efla þar vöktun og tryggja innviði í ljósi jarðhræringa í Ljósufallakerfi síðustu daga. Borgarbyggð sé víðfemt og fjölfarið sveitarfélag, þar sem fjarskiptasambandi sé til að mynda víða ábótavant. Nýjar þrívíddarmyndir veita innsýn í dýpt og dreifingu jarðskjálfta á svæðinu síðasta árið.

Innlent

Vind­strengir ná mögu­lega storm­styrk í kvöld

Í dag gengur í norðan 8 til 15 metra á sekúndu og búast má við hvassari vindi í vindstrengjum á Suðausturlandi og Austfjörðum undir kvöld. Ná strengirnir jafnvel stormstyrk á þessum slóðum þegar líða fer á kvöldið.

Veður

Höfnuðu skop­mynd sem sýndi eig­andann í vondu ljósi

Verðlaunaskopmyndateiknari hefur sagt stöðu sinni hjá bandaríska fjölmiðlinum Washington Post lausri, eftir að mynd sem sýndi eiganda blaðsins krjúpa fyrir verðandi forseta Bandaríkjanna, ásamt fleiri auðjöfrum, var hafnað af ritstjórn blaðsins.

Erlent

Lentu með veikan far­þega í Kefla­vík

Lenda þurfti flugvél bandaríska flugfélagsins American Airlines, sem var á leið frá London til Charlotte í Bandaríkjunum, á Keflavíkurflugvelli í dag. Ástæðan voru veikindi farþega um borð.

Innlent

„Þetta er bara for­kastan­legt“

Oddviti í Rangárþingi líkir stöðu heilbrigðismála á Suðurlandi við tifandi tímasprengju, sem bregðast þurfi við af hörku. Fundur með forsvarsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eftir helgi verði að skila haldbærum lausnum. Íbúar á Suðurlandi sem fréttastofa ræddi við segja stöðuna forkastanlega.

Innlent

Jimmy Car­ter kvaddur

Sex daga útför Jimmy Carter, 39. forseta Bandaríkjanna, er hafin. Carter lést 29. desember síðastliðinn, 100 ára að aldri.

Erlent

Sviptur á staðnum fyrir ofsa­akstur á 30-götu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ökumanni í Garðabæ sem ók langt yfir hámarkshraða. Hann mældist á 78 kílómetra hraða á klukkustund, á götu þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30 kílómetrar.

Innlent

Gefur lítið fyrir á­form ríkis­stjórnarinnar

„Ný ríkisstjórn þarf því í raun ekki að móta nýja auðlindastefnu um sjálfbæra nýtingu þegar kemur að sjávarútvegi. Íslenskur sjávarútvegur er sjálfbær og með aflamarkskerfinu hefur almennt tekist vel við endurreisn fiskistofna frá því að þeir voru við það að hrynja og sumir hrundu. Fækkun báta, skipa og útgerða hefur gerst á forsendum markaðarins og er nú svo komið að íslenskur sjávarútvegur leggur hlutfallslega mest til þjóðarbúsins meðal allra fiskveiðiþjóða“

Innlent