Fréttir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur beðist velvirðingar á því að hafa ekki svarað erindi frá umboðsmanni Alþingis um réttindagæslu fatlaðs fólks sem ráðuneytinu barst frá umboðsmanni í apríl í fyrra sem aldrei var svarað. Í svari við nýju erindi umboðsmanns kveðst ráðuneytið hafa gripið til ráðstafana til að tryggja að öllum erindum verði svarað innan tilskilins frests. Þá er það mat ráðuneytisins að núverandi fyrirkomulag réttindagæslunnar, sem tók breytingum um áramót, sé fullnægjandi til að tryggja viðhlítandi samfellu í þjónustu við fatlað fólk Innlent 10.2.2025 15:32 Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Fyrrverandi skólastjóri grunnskólans á Þórshöfn hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir umboðssvik í opinberu starfi í síðustu viku. Dómstóll féllst ekki á að konan hefði gerst sek um fjárdrátt á allir þeirri upphæð sem saksóknari ákærði hana fyrir. Innlent 10.2.2025 15:31 Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Birgir Karl Óskarsson og Iðunn Eiríksdóttir, foreldrar Bryndísar Klöru sem lést eftir stunguárás á Menningarnótt, verða í einlægu og opinskáu viðtali í Kompás á Stöð 2 klukkan 18:55. Innlent 10.2.2025 15:08 Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Mágur Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem grunaður er um að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, segir Alfreð stundum hafa komið við hjá hjónunum og fengið hjá þeim kaffi eða að borða á kvöldin þegar hann var svangur. Hann grunaði Alfreð strax um græsku þegar hann sá hvað hafði gerst. Innlent 10.2.2025 14:49 Ítrekar að honum er alvara um Kanada Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað að honum sé alvara um að hann vilji að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum. Kanadamönnum væri betur borgið innan Bandaríkjanna og hélt hann því fram Bandaríkjamenn „niðurgreiddu“ Kanada. Erlent 10.2.2025 14:37 Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Menntaskólanemar sem bjuggu í íbúð sem deildi innvegg með hjónunum sem var ráðinn bani í Neskaupstað í ágúst í fyrra segjast hafa séð Alfreð Erling Þórðarson við hús hjónanna og heyrt þaðan hljóð og hvelli. Innlent 10.2.2025 14:32 Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Stefnuræða Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra er á dagskrá í kvöld. Svo virðist sem Miðflokkurinn sé kominn í stjórnarandstöðuham nú þegar því hann gerir athugasemd við það að meðal ræðumanna sé Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Innlent 10.2.2025 14:00 Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Umfangsmikil vinna við innra eftirlit Sjúkratrygginga Íslands stendur yfir í kjölfar þess að verkefnastjóri þeirra var ákærður fyrir að svíkja á annað hundrað milljóna króna út úr stofnuninni. Tryggja á að slíkt geti ekki endurtekið sig. Innlent 10.2.2025 13:39 Forsetinn segir af sér Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, hefur tilkynnt um afsögn sína, þremur mánuðum áður en Rúmenar gera aðra tilraun til að kjósa sér nýjan forseta. Erlent 10.2.2025 13:14 Sprungin dekk og ónýtar felgur Stórar og djúpar holur á Hellisheiði og í Kömbum hafa gerta ökumönnum lífið leitt í morgun. Vegagerðin vinnur að viðgerðum á holunum, sem orðið hafa til eftir umhleypingar síðustu daga. Úrhellisrigning er á Snæfellsnesi, vatn hefur flætt yfir vegi á Vesturlandi og varað er við skriðuhættu á Vestfjörðum. Innlent 10.2.2025 12:59 Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Óvíst er hversu langan tíma tekur að mynda nýjan meirihluta í borginni en miklar þreifingar hafa átt sér stað á milli flokkanna þó engar formlegar viðræður séu enn hafnar. Innlent 10.2.2025 12:50 Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Stjórnvöld í Níkaragva sökuðu kaþólsku kirkjuna um spillingu og barnagirnd rétt eftir að sjónvarpsstöð Páfagarðs birti viðtal við þarlendan biskup sem hefur gagnrýnt þau harðlega. Tugum presta og nunna hefur verið vísað úr Miðameríkulandinu. Erlent 10.2.2025 12:16 Kennarar klæðast svörtu í dag Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funda nú í Karphúsinu. Boðað hefur verið til samstöðufundar kennara við Alþingishúsið í kvöld. Leikskólakennari segist hafa fundið blendnar tilfinningar við að mæta aftur til vinnu í morgun. Innlent 10.2.2025 12:02 Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Verslunareigandi í Neskaupstað segir Alfreð Erling Þórðarson sem ákærður er fyrir að ráða hjónum í bænum bana hafa verið svakalega duglegan, greindan og færan í höndunum. Undanfarin ár hafi greinilega farið að halla á ógæfuhliðina sem sjá mátti á arki hans um bæinn. Innlent 10.2.2025 11:42 Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Í hádegisfréttum Bylgjunnar tökum við stöðuna á kennaradeilunni. Innlent 10.2.2025 11:38 Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Enginn veit hvað verður með meirihlutann í borgarstjórn eftir að Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Afdráttar- og fordæmalaus yfirlýsing Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, hefur heldur betur sett strik í reikninginn. Eins og staðan er núna er líklegast að vinsælasti borgarfulltrúinn: Sanna Magdalena Mörtudóttir verði næsti borgarstjóri. Innlent 10.2.2025 10:55 Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Lögregluþjónn sem kom að handtöku Alfreðs Erlings Þórðarsonar á Snorrabraut í ágúst í fyrra segir Alfreð hafa verið mjög rólegan, samvinnuþýðan og rætt um dauðann, djöfulinn og guð. Upptökurnar eru til á búkmyndavél lögreglumannsins. Innlent 10.2.2025 10:41 Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Tónlistarmaðurinn Kanye West, eða Ye eins og hann hefur einnig kallað sig, hefur lokað eða eytt aðgangi sínum á X/Twitter eftir að hafa farið hamförum á miðlinum um helgina. Erlent 10.2.2025 10:37 Aðkoman vægast sagt ekki fögur Lögreglukona sem stóð vaktina í Neskaupstað þann 22. ágúst þegar útkall barst að Strandgötu í bænum segir litinn á blóðinu baðherbergisgólfinu hafa bent til þess að blóðið var ekki nýtt. Nokkur tími hefði liðið frá því atburðirnir hefðu átt sér stað. Innlent 10.2.2025 10:16 Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana fara fram á Alþingi í kvöld, fimm dögum síðar en áætlað var. Kristrún Frostadóttir átti að flytja fyrstu stefnuræðu sína í embætti forsætisráðherra á fimmtudaginn í síðustu viku en því var frestað vegna veðurs. Innlent 10.2.2025 10:05 Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Samskiptin við Bandaríkin undir stjórn nýs forseta og uppgangur hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands var efst á baugi í fyrstu sjónvarpskappræðum kanslaraefnanna fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi í gær. Erlent 10.2.2025 09:55 Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Alfreð Erling Þórðarson sem sakaður er um að hafa banað eldri hjónum í Neskaupstað í ágúst í fyrra óskaði eftir því að tjá sig ekkert við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann vísaði til fyrri skýrslugjafar sinnar hjá lögreglu. Innlent 10.2.2025 09:37 Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu viðhafði sérstakt Ofurskálareftirlit í nótt, í tengslum við leik Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles. Alls voru 195 stöðvaðir og tveir reyndust undir áhrifum. Innlent 10.2.2025 08:39 Margar slæmar holur á Hellisheiði Vegagerðin hefur varað við að mjög mikið sé af slæmum holum á Hellisheiðinni eftir umhleypingar síðustu daga. Innlent 10.2.2025 08:39 Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúin til að ganga til hvers konar viðræðna um endalok átaka að því gefnu að Evrópa og Bandaríkin skuldbindi sig til að styðja áfram við Úkraínu. Erlent 10.2.2025 08:15 Úrhellisrigning á Vesturlandi Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan tíu til átján metrum á sekúndu í dag, rigningu eða súld á sunnan- og vestanverðu landinu og talsverðri úrkomu norðvestanlands. Spáð sé ansi vætusömu veðri þar. Veður 10.2.2025 07:11 Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Ísraelsher hefur dregið sig frá Netzarim-mörkunum, sex kílómetra línu sem herinn dró til að skipta Gasa upp í tvo hluta. Um er að ræða þátt í vopnahléssamkomulaginu við Hamas. Erlent 10.2.2025 07:04 Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla leggja 25 prósenta toll á allan innflutning á stáli og áli strax á morgun. Þá muni hann einnig leggja gagnkvæma tolla á öll ríki sem hafa lagt tolla á bandarískan útflutning. Erlent 9.2.2025 23:46 Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Fyrirtækið Reykjavík Ice sérhæfir sig í að búa til skúlptúra úr ís. Ottó Magnússon rekur fyrirtækið og býr til alla skúlptúrana sjálfur í bílskúrnum heima hjá sér. Fyrsta skref er að búa til blokkirnar sem hann gerir skúlptúrana síðan úr. Innlent 9.2.2025 22:29 Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Móðir hafði samband við lögreglu vegna líkamsárásar á son hennar í Mjóddinni. Samkvæmt móðurinni voru þrír drengir sem réðust á son hennar með höggum í andlitið og reyndu að hafa af honum úlpuna sem hann var í en án árangurs. Innlent 9.2.2025 22:26 « ‹ 13 14 15 16 17 18 19 20 21 … 334 ›
Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur beðist velvirðingar á því að hafa ekki svarað erindi frá umboðsmanni Alþingis um réttindagæslu fatlaðs fólks sem ráðuneytinu barst frá umboðsmanni í apríl í fyrra sem aldrei var svarað. Í svari við nýju erindi umboðsmanns kveðst ráðuneytið hafa gripið til ráðstafana til að tryggja að öllum erindum verði svarað innan tilskilins frests. Þá er það mat ráðuneytisins að núverandi fyrirkomulag réttindagæslunnar, sem tók breytingum um áramót, sé fullnægjandi til að tryggja viðhlítandi samfellu í þjónustu við fatlað fólk Innlent 10.2.2025 15:32
Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Fyrrverandi skólastjóri grunnskólans á Þórshöfn hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir umboðssvik í opinberu starfi í síðustu viku. Dómstóll féllst ekki á að konan hefði gerst sek um fjárdrátt á allir þeirri upphæð sem saksóknari ákærði hana fyrir. Innlent 10.2.2025 15:31
Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Birgir Karl Óskarsson og Iðunn Eiríksdóttir, foreldrar Bryndísar Klöru sem lést eftir stunguárás á Menningarnótt, verða í einlægu og opinskáu viðtali í Kompás á Stöð 2 klukkan 18:55. Innlent 10.2.2025 15:08
Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Mágur Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem grunaður er um að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, segir Alfreð stundum hafa komið við hjá hjónunum og fengið hjá þeim kaffi eða að borða á kvöldin þegar hann var svangur. Hann grunaði Alfreð strax um græsku þegar hann sá hvað hafði gerst. Innlent 10.2.2025 14:49
Ítrekar að honum er alvara um Kanada Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað að honum sé alvara um að hann vilji að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum. Kanadamönnum væri betur borgið innan Bandaríkjanna og hélt hann því fram Bandaríkjamenn „niðurgreiddu“ Kanada. Erlent 10.2.2025 14:37
Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Menntaskólanemar sem bjuggu í íbúð sem deildi innvegg með hjónunum sem var ráðinn bani í Neskaupstað í ágúst í fyrra segjast hafa séð Alfreð Erling Þórðarson við hús hjónanna og heyrt þaðan hljóð og hvelli. Innlent 10.2.2025 14:32
Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Stefnuræða Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra er á dagskrá í kvöld. Svo virðist sem Miðflokkurinn sé kominn í stjórnarandstöðuham nú þegar því hann gerir athugasemd við það að meðal ræðumanna sé Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Innlent 10.2.2025 14:00
Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Umfangsmikil vinna við innra eftirlit Sjúkratrygginga Íslands stendur yfir í kjölfar þess að verkefnastjóri þeirra var ákærður fyrir að svíkja á annað hundrað milljóna króna út úr stofnuninni. Tryggja á að slíkt geti ekki endurtekið sig. Innlent 10.2.2025 13:39
Forsetinn segir af sér Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, hefur tilkynnt um afsögn sína, þremur mánuðum áður en Rúmenar gera aðra tilraun til að kjósa sér nýjan forseta. Erlent 10.2.2025 13:14
Sprungin dekk og ónýtar felgur Stórar og djúpar holur á Hellisheiði og í Kömbum hafa gerta ökumönnum lífið leitt í morgun. Vegagerðin vinnur að viðgerðum á holunum, sem orðið hafa til eftir umhleypingar síðustu daga. Úrhellisrigning er á Snæfellsnesi, vatn hefur flætt yfir vegi á Vesturlandi og varað er við skriðuhættu á Vestfjörðum. Innlent 10.2.2025 12:59
Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Óvíst er hversu langan tíma tekur að mynda nýjan meirihluta í borginni en miklar þreifingar hafa átt sér stað á milli flokkanna þó engar formlegar viðræður séu enn hafnar. Innlent 10.2.2025 12:50
Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Stjórnvöld í Níkaragva sökuðu kaþólsku kirkjuna um spillingu og barnagirnd rétt eftir að sjónvarpsstöð Páfagarðs birti viðtal við þarlendan biskup sem hefur gagnrýnt þau harðlega. Tugum presta og nunna hefur verið vísað úr Miðameríkulandinu. Erlent 10.2.2025 12:16
Kennarar klæðast svörtu í dag Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funda nú í Karphúsinu. Boðað hefur verið til samstöðufundar kennara við Alþingishúsið í kvöld. Leikskólakennari segist hafa fundið blendnar tilfinningar við að mæta aftur til vinnu í morgun. Innlent 10.2.2025 12:02
Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Verslunareigandi í Neskaupstað segir Alfreð Erling Þórðarson sem ákærður er fyrir að ráða hjónum í bænum bana hafa verið svakalega duglegan, greindan og færan í höndunum. Undanfarin ár hafi greinilega farið að halla á ógæfuhliðina sem sjá mátti á arki hans um bæinn. Innlent 10.2.2025 11:42
Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Í hádegisfréttum Bylgjunnar tökum við stöðuna á kennaradeilunni. Innlent 10.2.2025 11:38
Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Enginn veit hvað verður með meirihlutann í borgarstjórn eftir að Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Afdráttar- og fordæmalaus yfirlýsing Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, hefur heldur betur sett strik í reikninginn. Eins og staðan er núna er líklegast að vinsælasti borgarfulltrúinn: Sanna Magdalena Mörtudóttir verði næsti borgarstjóri. Innlent 10.2.2025 10:55
Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Lögregluþjónn sem kom að handtöku Alfreðs Erlings Þórðarsonar á Snorrabraut í ágúst í fyrra segir Alfreð hafa verið mjög rólegan, samvinnuþýðan og rætt um dauðann, djöfulinn og guð. Upptökurnar eru til á búkmyndavél lögreglumannsins. Innlent 10.2.2025 10:41
Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Tónlistarmaðurinn Kanye West, eða Ye eins og hann hefur einnig kallað sig, hefur lokað eða eytt aðgangi sínum á X/Twitter eftir að hafa farið hamförum á miðlinum um helgina. Erlent 10.2.2025 10:37
Aðkoman vægast sagt ekki fögur Lögreglukona sem stóð vaktina í Neskaupstað þann 22. ágúst þegar útkall barst að Strandgötu í bænum segir litinn á blóðinu baðherbergisgólfinu hafa bent til þess að blóðið var ekki nýtt. Nokkur tími hefði liðið frá því atburðirnir hefðu átt sér stað. Innlent 10.2.2025 10:16
Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana fara fram á Alþingi í kvöld, fimm dögum síðar en áætlað var. Kristrún Frostadóttir átti að flytja fyrstu stefnuræðu sína í embætti forsætisráðherra á fimmtudaginn í síðustu viku en því var frestað vegna veðurs. Innlent 10.2.2025 10:05
Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Samskiptin við Bandaríkin undir stjórn nýs forseta og uppgangur hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands var efst á baugi í fyrstu sjónvarpskappræðum kanslaraefnanna fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi í gær. Erlent 10.2.2025 09:55
Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Alfreð Erling Þórðarson sem sakaður er um að hafa banað eldri hjónum í Neskaupstað í ágúst í fyrra óskaði eftir því að tjá sig ekkert við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann vísaði til fyrri skýrslugjafar sinnar hjá lögreglu. Innlent 10.2.2025 09:37
Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu viðhafði sérstakt Ofurskálareftirlit í nótt, í tengslum við leik Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles. Alls voru 195 stöðvaðir og tveir reyndust undir áhrifum. Innlent 10.2.2025 08:39
Margar slæmar holur á Hellisheiði Vegagerðin hefur varað við að mjög mikið sé af slæmum holum á Hellisheiðinni eftir umhleypingar síðustu daga. Innlent 10.2.2025 08:39
Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúin til að ganga til hvers konar viðræðna um endalok átaka að því gefnu að Evrópa og Bandaríkin skuldbindi sig til að styðja áfram við Úkraínu. Erlent 10.2.2025 08:15
Úrhellisrigning á Vesturlandi Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan tíu til átján metrum á sekúndu í dag, rigningu eða súld á sunnan- og vestanverðu landinu og talsverðri úrkomu norðvestanlands. Spáð sé ansi vætusömu veðri þar. Veður 10.2.2025 07:11
Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Ísraelsher hefur dregið sig frá Netzarim-mörkunum, sex kílómetra línu sem herinn dró til að skipta Gasa upp í tvo hluta. Um er að ræða þátt í vopnahléssamkomulaginu við Hamas. Erlent 10.2.2025 07:04
Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla leggja 25 prósenta toll á allan innflutning á stáli og áli strax á morgun. Þá muni hann einnig leggja gagnkvæma tolla á öll ríki sem hafa lagt tolla á bandarískan útflutning. Erlent 9.2.2025 23:46
Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Fyrirtækið Reykjavík Ice sérhæfir sig í að búa til skúlptúra úr ís. Ottó Magnússon rekur fyrirtækið og býr til alla skúlptúrana sjálfur í bílskúrnum heima hjá sér. Fyrsta skref er að búa til blokkirnar sem hann gerir skúlptúrana síðan úr. Innlent 9.2.2025 22:29
Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Móðir hafði samband við lögreglu vegna líkamsárásar á son hennar í Mjóddinni. Samkvæmt móðurinni voru þrír drengir sem réðust á son hennar með höggum í andlitið og reyndu að hafa af honum úlpuna sem hann var í en án árangurs. Innlent 9.2.2025 22:26