Fréttir

Stærsta drónaárásin á Moskvu til þessa

Rússnesk stjórnvöld segjast hafa skotið niður 45 úkraínska dróna á nokkrum stöðum í nótt, þar á meðal við höfuðborgina Moskvu. Þetta hafi verið umfangsmesta drónaárás Úkraínumanna á Moskvu frá upphafi stríðsins fyrir tveimur og hálfu ári.

Erlent

Vind­hviður gætu náð allt að 35 m/sek

Í dag má reikna með hvössum vindi með suðurströndinni. Vinhviður gætu náð 30-35 m/sek í Mýrdal og undir Eyjafjöllum um og upp úr hádegi. Sama gildir um Öræfi skammt austan Skaftafells.

Veður

Ekkert ó­lög­legt né ó­al­gengt við upp­safnað or­lof

Lára V. Júlíusdóttir segir það vera samningsatriði á milli vinnuveitanda og launafólks hvað það getur tekið út ónotað orlof langt aftur í tímann. Það sé hvorki ólöglegt né óalgengt að orlof stjórnenda safnist upp þó svo að tilgangur laganna sé að tryggja launafólki frí.

Innlent

Ekki allir sam­mála því að ekki eigi að lækka vexti

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að það séu ekki allir í íslensku samfélagi sammála því að hér eigi ekki að lækka vexti. Hann segist þó vona það besta en búa sig undir það versta fyrir stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans á morgun. Hann veltir því fyrir sér hvort umfangsmiklar fjárfestingar lífeyrissjóðanna í íslensku hagkerfi valdi þrálátri verðbólgu og háu vaxtastigi.

Innlent

Skaftárhlaup lík­lega að hefjast

Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu.

Innlent

Ís­lendingar eyða og eyða þrátt fyrir verð­bólgu og háa vexti

Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar.

Innlent

Í­búð í Grafar­vogi á floti í sjóðandi vatni

Íbúðareigandi í Grafarvogi er eitt stórt spurningamerki eftir umfangsmikinn leka í íbúð hans sem þó er ekki á stóru lokunarsvæði á höfuðborgarsvæðinu sem nær til 120 þúsund íbúa. Heitt vatn fossaði úr lögn í íbúðinni í gær sem olli einnig skemmdum á hæðinni fyrir neðan. Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna segir að bilun hafi orðið í dreifikerfinu í Grafarvogi í gær, sem er alveg ótengd viðgerðinni á Suðuræð.

Innlent

SA og ASÍ hnýta í Seðla­bankann

Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hvetja Seðlabankann til að vera framsýnan í ákvörðunum sínum varðandi stýrivexti. Háir raunvextir séu íþyngjandi fyrir skuldsett heimili og dragi úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði.

Innlent

Sögu­legt heitavatnsleysi og brjáluð um­ferð

Veitur hleyptu síðdegis heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi. Framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun. Íbúar tóku raskinu af æðruleysi, margir nýttu sér sturtuaðstöðu sundlauga Reykjavíkur og gamla fólkið skellti sér í grillveislu.

Innlent