Handbolti

Einn efni­legasti leik­maður Olís-deildar kvenna með slitið kross­band

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhanna Margrét í leik gegn KA/Þór fyrr í vetur.
Jóhanna Margrét í leik gegn KA/Þór fyrr í vetur. vísir/bára

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmaður HK, er með slitið krossband en þetta staðfesti hún í samtali við íþróttadeild í dag.

Jóhanna Margrét sleit krossbandið í átta liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í vikunni er HK spilaði við Fram. Atvikið átti sér stað eftir rúmlega stundarfjórðung.

Fremra krossbandið er slitið og mun hún því ekki leika meira á tímabilinu og verður frá eitthvað fram á næstu leiktíð.



Jóhanna Margrét er einungis sautján ára gömul en hún er þriðji markahæsti leikmaðurinn í Olís-deild kvenna. Hún er í 10. sæti yfir flestar stoðsendingar.

Einnig var hún valin efnilegasti leikmaður fyrri hlutans af Seinni bylgjunni í uppgjörsþættinum fyrir jólin.

Hún verður þar af leiðandi fjarri góðu gamni er HK spilar gegn Íslandsmeisturum Vals síðar í dag en nánar verður rætt við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×