Enski boltinn

Vítaspyrna á 91. mínútu tryggði United sigur á Kristiansund og Kane afgreiddi Real Madrid

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hetjan, Juan Mata, og Noah Solskjær, sonur Ole Gunnar.
Hetjan, Juan Mata, og Noah Solskjær, sonur Ole Gunnar. vísir/getty
Manchester United þurfti vítaspyrnu á 91. mínútu til þess að skora gegn norska liðinu Kristiansund er liðin mættust í æfingarleik í Noregi í dag.

United stillti upp sterku liði í Noregi í dag en Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, er frá bænum Kristiansund og sonur hans spilar með liðinu.







Fyrsta og eina mark leiksins kom á 91. mínútu er United fékk vítaspyrnu. Á punktin steig Juan Mata, sem hafði komið inn á eftir klukkutíma leik, og skoraði. Lokatölur 1-0.





Í Þýskalandi vann Tottenham 1-0 sigur á Real Madrid er liðin mættust í undanaúrslitum Audi-bikarsins sem fer fram á heimavelli Bayern Munchen.

Fyrsta og eina mark leiksins skoraði Harry Kane en markið kom á 22. mínútu leiksins. Real Madrid hefur ekki unnið neinn af þeim fjórum leikjum sem liðið hefur spilað á undirbúningstímabilinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×