Íslenski boltinn

Þórarinn Ingi meiddist illa og var fluttur á bráðamóttöku

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórarinn Ingi í leik með Stjörnunni.
Þórarinn Ingi í leik með Stjörnunni. vísir/daníel þór
Þórarinn Ingi Valdimarsson var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku eftir að hann meiddist í leik Stjörnunnar og Fylkis á Samsung-vellinum í Garðabæ í dag.

Þórarinn lenti í samstuði við Fylkismanninn Hákon Inga Jónsson og fór af velli á 13. mínútu. Jósef Kristinn Jósefsson kom inn á í hans stað.

Þórarinn var sárkvalinn og fékk aðhlynningu frá sjúkraþjálfurum beggja liða.

Tuttugu mínútum síðar yfirgaf hann völlinn í sjúkrabíl sem flutti hann upp á bráðamóttöku.

Seinni hálfleikur er nýhafinn í Garðabænum. Staðan er 1-1. Fylgjast má með leiknum í beinni textalýsingu, eða með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×