Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 86-101 | Hafnfirðingar á toppnum fram á nýja árið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2017 21:30 Kári Jónsson var stigahæstur í liði Hauka með 24 stig. vísir/ernir Haukar fara í jólafríið á toppi Domino's deildar karla. Þetta var ljóst eftir 86-101 sigur á Val á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn var afar sveiflukenndur, bæði lið áttu góða kafla en Haukar voru heilt yfir sterkari aðilinn og unnu sinn sjötta leik í röð. Valur hefur tapað tveimur leikjum í röð og situr í 10. sæti deildarinnar. Haukar voru miklu betri í 1. leikhluta sem þeir unnu 39-25. Gestirnir klikkuðu ekki á skoti inni í teig og skoruðu að vild. Í 2. leikhluta sögðu Valsmenn hingað og ekki lengra, þéttu vörnina og náðu frábæru 21-6 áhlaupi sem færði þeim tveggja stiga forskot í hálfleik, 56-54. Valsmenn voru áfram með undirtökin framan af 3. leikhluta en um miðbik hans vöknuðu Haukar aftur til lífsins. Þeir breyttu stöðunni úr 59-54 í 69-75 á lokakafla 3. leikhluta og fóru með sex stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Haukar juku muninn í upphafi 4. leikhluta og héldu Valsmönnum alltaf í hæfilegri fjarlægð. Gestirnir úr Hafnarfirði unnu á endanum 15 stiga sigur, 86-101.Af hverju unnu Haukar? Góðu kaflarnir hjá Haukum voru fleiri og lengri en hjá Val í leiknum í kvöld. Sóknarleikur Hafnfirðinga í 1. leikhluta var frábær en datt svo niður í 2. leikhluta. Vörnin var slök í fyrri hálfleik en Haukar þéttu hana í seinni hálfleik og héldu Valsmönnum þá í aðeins 30 stigum. Haukar hittu miklu betur inni í teig (60%-46%) og unnu frákastabaráttuna með 18.Hverjir stóðu upp úr? Finnur Atli Magnússon átti sinn besta leik á tímabilinu. Hann skoraði 23 stig, tók 15 fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði tvö skot. Fyrir þetta fékk hann 37 framlagsstig. Kári Jónsson var óstöðvandi í 1. leikhluta þar sem hann skoraði 16 stig. Hann skoraði svo ekkert aftur fyrr en í 4. leikhluta þar sem hann hjálpaði Haukunum að landa sigrinum. Kári endaði með 24 stig og sex stoðsendingar. Emil Barja skilaði 12 stigum, níu fráköstum, þremur stoðsendingum og spilaði góða vörn. Urald King var atkvæðamestur hjá Val með 23 stig og 14 fráköst. Austin Magnus Bracey skoraði einnig 23 stig. Þá var Birgir Björn Pétursson sérlega öflugur undir körfunni í 2. leikhluta. Illugi Steingrímsson átti einnig fína spretti.Hvað gekk illa? Varnarleikur beggja liða í 1. leikhluta var afleitur. Þau skoruðu samtals 64 stig í leikhlutanum. Haukar fóru illa með Valsmenn í baráttunni undir körfunni. Þeir tóku 17 sóknarfráköst og skoruðu 24 stig eftir þau.Hvað gerist næst? Liðin eru komin í jólafrí og hefja ekki leik aftur fyrr en á nýju ári.Valur-Haukar 86-101 (25-39, 31-15, 13-21, 17-26)Valur: Urald King 23/14 fráköst, Austin Magnus Bracey 23, Birgir Björn Pétursson 10/7 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 9, Illugi Steingrímsson 8/5 fráköst/4 varin skot, Gunnar Ingi Harðarson 7/5 stoðsendingar, Oddur Birnir Pétursson 3, Benedikt Blöndal 3, Sigurður Páll Stefánsson 0, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Bergur Ástráðsson 0, Elías Kristjánsson 0.Haukar: Kári Jónsson 24/5 fráköst/6 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 23/15 fráköst, Paul Anthony Jones III 16/6 fráköst, Haukur Óskarsson 13, Emil Barja 12/9 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 6/9 fráköst, Breki Gylfason 3/4 varin skot, Hjálmar Stefánsson 2/6 fráköst, Alex Rafn Guðlaugsson 2, Edvinas Geceas 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Sigurður Ægir Brynjólfsson 0.Ágúst: Þarf allt að ganga upp á móti svona góðu liði Þrátt fyrir tap fyrir toppliði Hauka í kvöld var Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, sáttur með ýmislegt í leik sinna manna. „Það var margt gott í þessum leik. Við vorum að spila á móti rosalega sterku Haukaliði. Þetta er toppliðið í dag,“ sagði Ágúst. Vörn Vals í 1. leihluta hélt hvorki vatni né vindum en hún lagaðist mikið í 2. leikhluta sem Valur vann 31-15. „Við vorum aðeins ákafir í 1. leikhluta og tókum of mikla áhættu á hálfum velli sem gaf þeim opið skot eftir opið skot. En það var ógeðslega flott hvernig við komum til baka í 2. leikhluta. Við áttum hann algjörlega og það er óskandi að við hefðum getað fylgt honum betur eftir í seinni hálfleik,“ sagði Ágúst. Hann var ekki á því bensínið hafi verið búið hjá Valsmönnum undir lokin, eftir sterka endurkomu þeirra í 2. leikhluta. „Þegar þú spilar á móti svona góðu liði eins og Haukum þarf allt að ganga upp. Við fengum fullt af góðum skotum en þau duttu ekki í upphafi 3. leikhluta. Það fór aðeins í hausinn á okkur og krafturinn datt niður,“ sagði Ágúst. Valsmenn fara í jólafríið með fjóra sigra. Ágúst er ánægður með þá en sér eftir nokkrum stigum sem töpuðust í jöfnum leikjum. „Við megum alveg vera sáttir með þessa fjóra sigra. En það vantaði lítið upp á til að þeir yrðu sex eða jafnvel fleiri. Þetta hefði líka getað verið verra. Við tökum þessu bara eins og það er og komum klárir eftir jól,“ sagði Ágúst að lokum.Ívar: Erum ekki búnir að vinna neitt ennþá „Við hertum vörnina aðeins í seinni hálfleik. Vörnin í fyrri hálfleik var skelfileg. Í seinni hálfleik stöðvuðum við [Austin Magnus] Bracey. Emil [Barja] og Hjálmar [Stefánsson] tóku hann út úr leiknum,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, aðspurður hvað hefði skilað sigrinum á Val í kvöld. „Við fengum alltof mikið af hraðaupphlaupum á okkur í fyrri hálfleik. Við stoppuðum það og þá varð þetta okkar leikur. Þeir spila hratt og það er mikið skorað. Fyrir leikinn vildum við hægja aðeins á honum en það heppnaðist ekki alveg nógu vel.“ Haukar skoruðu 39 stig í 1. leikhluta og hittu úr öllum skotum sínum inni í teig. Ívar hafði hins vegar engan húmor fyrir háu stigaskori. „Fyrsti leikhluti var eins og borðtennisleikur. Þetta var ekki körfubolti að mínu mati. Við gerðum ekki það sem við ætluðum að gera, að róa leikinn og stjórna hraðanum. En við gerðum betur í seinni hálfleik,“ sagði Ívar. „Ég vil hrósa Valsmönnum. Þeir eru hörkuduglegir, leggja sig fram og eru að gera góða hluti.“ Eftir sigurinn í kvöld er ljóst Haukar verða á toppnum fram á nýja árið þegar keppni í Domino's deildinni hefst aftur. „Við erum í efsta sæti og enn í bikarnum. Við erum gríðarlega sáttir en þurfum að halda okkur á jörðinni. Við erum ekki búnir að vinna neitt ennþá. Mótið er bara hálfnað og við þurfum að halda haus,“ sagði Ívar að endingu. Dominos-deild karla
Haukar fara í jólafríið á toppi Domino's deildar karla. Þetta var ljóst eftir 86-101 sigur á Val á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn var afar sveiflukenndur, bæði lið áttu góða kafla en Haukar voru heilt yfir sterkari aðilinn og unnu sinn sjötta leik í röð. Valur hefur tapað tveimur leikjum í röð og situr í 10. sæti deildarinnar. Haukar voru miklu betri í 1. leikhluta sem þeir unnu 39-25. Gestirnir klikkuðu ekki á skoti inni í teig og skoruðu að vild. Í 2. leikhluta sögðu Valsmenn hingað og ekki lengra, þéttu vörnina og náðu frábæru 21-6 áhlaupi sem færði þeim tveggja stiga forskot í hálfleik, 56-54. Valsmenn voru áfram með undirtökin framan af 3. leikhluta en um miðbik hans vöknuðu Haukar aftur til lífsins. Þeir breyttu stöðunni úr 59-54 í 69-75 á lokakafla 3. leikhluta og fóru með sex stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Haukar juku muninn í upphafi 4. leikhluta og héldu Valsmönnum alltaf í hæfilegri fjarlægð. Gestirnir úr Hafnarfirði unnu á endanum 15 stiga sigur, 86-101.Af hverju unnu Haukar? Góðu kaflarnir hjá Haukum voru fleiri og lengri en hjá Val í leiknum í kvöld. Sóknarleikur Hafnfirðinga í 1. leikhluta var frábær en datt svo niður í 2. leikhluta. Vörnin var slök í fyrri hálfleik en Haukar þéttu hana í seinni hálfleik og héldu Valsmönnum þá í aðeins 30 stigum. Haukar hittu miklu betur inni í teig (60%-46%) og unnu frákastabaráttuna með 18.Hverjir stóðu upp úr? Finnur Atli Magnússon átti sinn besta leik á tímabilinu. Hann skoraði 23 stig, tók 15 fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði tvö skot. Fyrir þetta fékk hann 37 framlagsstig. Kári Jónsson var óstöðvandi í 1. leikhluta þar sem hann skoraði 16 stig. Hann skoraði svo ekkert aftur fyrr en í 4. leikhluta þar sem hann hjálpaði Haukunum að landa sigrinum. Kári endaði með 24 stig og sex stoðsendingar. Emil Barja skilaði 12 stigum, níu fráköstum, þremur stoðsendingum og spilaði góða vörn. Urald King var atkvæðamestur hjá Val með 23 stig og 14 fráköst. Austin Magnus Bracey skoraði einnig 23 stig. Þá var Birgir Björn Pétursson sérlega öflugur undir körfunni í 2. leikhluta. Illugi Steingrímsson átti einnig fína spretti.Hvað gekk illa? Varnarleikur beggja liða í 1. leikhluta var afleitur. Þau skoruðu samtals 64 stig í leikhlutanum. Haukar fóru illa með Valsmenn í baráttunni undir körfunni. Þeir tóku 17 sóknarfráköst og skoruðu 24 stig eftir þau.Hvað gerist næst? Liðin eru komin í jólafrí og hefja ekki leik aftur fyrr en á nýju ári.Valur-Haukar 86-101 (25-39, 31-15, 13-21, 17-26)Valur: Urald King 23/14 fráköst, Austin Magnus Bracey 23, Birgir Björn Pétursson 10/7 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 9, Illugi Steingrímsson 8/5 fráköst/4 varin skot, Gunnar Ingi Harðarson 7/5 stoðsendingar, Oddur Birnir Pétursson 3, Benedikt Blöndal 3, Sigurður Páll Stefánsson 0, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Bergur Ástráðsson 0, Elías Kristjánsson 0.Haukar: Kári Jónsson 24/5 fráköst/6 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 23/15 fráköst, Paul Anthony Jones III 16/6 fráköst, Haukur Óskarsson 13, Emil Barja 12/9 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 6/9 fráköst, Breki Gylfason 3/4 varin skot, Hjálmar Stefánsson 2/6 fráköst, Alex Rafn Guðlaugsson 2, Edvinas Geceas 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Sigurður Ægir Brynjólfsson 0.Ágúst: Þarf allt að ganga upp á móti svona góðu liði Þrátt fyrir tap fyrir toppliði Hauka í kvöld var Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, sáttur með ýmislegt í leik sinna manna. „Það var margt gott í þessum leik. Við vorum að spila á móti rosalega sterku Haukaliði. Þetta er toppliðið í dag,“ sagði Ágúst. Vörn Vals í 1. leihluta hélt hvorki vatni né vindum en hún lagaðist mikið í 2. leikhluta sem Valur vann 31-15. „Við vorum aðeins ákafir í 1. leikhluta og tókum of mikla áhættu á hálfum velli sem gaf þeim opið skot eftir opið skot. En það var ógeðslega flott hvernig við komum til baka í 2. leikhluta. Við áttum hann algjörlega og það er óskandi að við hefðum getað fylgt honum betur eftir í seinni hálfleik,“ sagði Ágúst. Hann var ekki á því bensínið hafi verið búið hjá Valsmönnum undir lokin, eftir sterka endurkomu þeirra í 2. leikhluta. „Þegar þú spilar á móti svona góðu liði eins og Haukum þarf allt að ganga upp. Við fengum fullt af góðum skotum en þau duttu ekki í upphafi 3. leikhluta. Það fór aðeins í hausinn á okkur og krafturinn datt niður,“ sagði Ágúst. Valsmenn fara í jólafríið með fjóra sigra. Ágúst er ánægður með þá en sér eftir nokkrum stigum sem töpuðust í jöfnum leikjum. „Við megum alveg vera sáttir með þessa fjóra sigra. En það vantaði lítið upp á til að þeir yrðu sex eða jafnvel fleiri. Þetta hefði líka getað verið verra. Við tökum þessu bara eins og það er og komum klárir eftir jól,“ sagði Ágúst að lokum.Ívar: Erum ekki búnir að vinna neitt ennþá „Við hertum vörnina aðeins í seinni hálfleik. Vörnin í fyrri hálfleik var skelfileg. Í seinni hálfleik stöðvuðum við [Austin Magnus] Bracey. Emil [Barja] og Hjálmar [Stefánsson] tóku hann út úr leiknum,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, aðspurður hvað hefði skilað sigrinum á Val í kvöld. „Við fengum alltof mikið af hraðaupphlaupum á okkur í fyrri hálfleik. Við stoppuðum það og þá varð þetta okkar leikur. Þeir spila hratt og það er mikið skorað. Fyrir leikinn vildum við hægja aðeins á honum en það heppnaðist ekki alveg nógu vel.“ Haukar skoruðu 39 stig í 1. leikhluta og hittu úr öllum skotum sínum inni í teig. Ívar hafði hins vegar engan húmor fyrir háu stigaskori. „Fyrsti leikhluti var eins og borðtennisleikur. Þetta var ekki körfubolti að mínu mati. Við gerðum ekki það sem við ætluðum að gera, að róa leikinn og stjórna hraðanum. En við gerðum betur í seinni hálfleik,“ sagði Ívar. „Ég vil hrósa Valsmönnum. Þeir eru hörkuduglegir, leggja sig fram og eru að gera góða hluti.“ Eftir sigurinn í kvöld er ljóst Haukar verða á toppnum fram á nýja árið þegar keppni í Domino's deildinni hefst aftur. „Við erum í efsta sæti og enn í bikarnum. Við erum gríðarlega sáttir en þurfum að halda okkur á jörðinni. Við erum ekki búnir að vinna neitt ennþá. Mótið er bara hálfnað og við þurfum að halda haus,“ sagði Ívar að endingu.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti