Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Skallagrímur 70-67 | Flautuþristur vann leikinn fyrir Valsara Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. október 2017 22:30 Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði sigurkörfu Vals. vísir/eyþór Þristur á síðustu sekúndunum frá Guðbjörgu Sverrisdóttur tryggði Valskonum sigur gegn Skallagrími á heimavelli í þriðju umferð Dominos deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Valur hefur nú unnið fyrstu þrjá leiki sína í deildinni og er við hlið Hauka á toppi deildarinnar. Heimakonur byrjuðu leikinn gríðarlega vel og voru yfir eftir fyrsta leikhluta 25-11. Þær áttu hins vegar hörmulegan annan leikhluta sem hleypti gestunum inn í leikinn og var leikurinn mjög spennandi í seinni hálfleik. Bæði lið hittu mjög illa í dag, en það var mikil barátta hjá báðum liðum og oft á tíðum mjög flottur varnarleikur. Á loka mínútunum skiptust liðin á að skora, Valskonur komust yfir en Skallagrímur, og oft á tíðum Carmen Tyson-Thomas, jafnaði leikinn jafn óðum, þar til að lokum gafst ekki tími til þess að jafna aftur. Lokatölur 70-67 fyrir Val.Afhverju vann Valur? Þær voru í raun yfir allan tímann. Skallagrímur náði einu sinni að komast yfir í leiknum, og náðu Valskonur að jafna strax aftur. Gríðarlega sterk byrjun Vals skapaði grunninn að sigrinum, og svo kláruðu þær þetta á baráttunni. Þristurinn hjá Guðbjörgu sem tryggði sigurinn var eitt af fáum, ef ekki eina, þriggja stiga skotið sem fór niður hjá Valskonum í seinni hálfleiknum.Hverjir stóðu upp úr? Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Carmen Tyson-Thomas drógu vagninn fyrir Skallagrím lungann úr leiknum. Þær skoruðu samtals 53 af 67 stigum Skallagríms. Hjá Val stóð Elín Sóley Hrafnkelsdóttir sig virkilega vel og var framlagshæst þeirra með 22 framlagsstig. Hallveig Jónsdóttir og Dagbjörg Dögg Karlsdóttir áttu einnig mjög góðan leik fyrir Val.Hvað gekk illa? Að koma boltanum ofan í körfuna. Liðin skoruðu þokkalega undir restina, en á tímapunkti í seinni hálfleik var Skallagrímur aðeins með 29 prósenta skotnýtingu. Sem betur fer voru liðin samtaka í þessu, en miðið var heldur betur skakkt í Valshöllinni í kvöld.Hvað gerist næst? Valskonur fara í Hafnarfjörðinn og mæta Haukum í toppslag deildarinnar í næstu umferð, sem leikin er eftir viku. Á sama tíma fær Skallagrímur nýliða Breiðabliks í heimsókn.Valur: Hallveig Jónsdóttir 21 stig/4 fráköst/4 stoðsendingar, Alexandra Petersen 15 stig/9 fráköst/2 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 15 stig/8 fráköst/4 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 6 stig/3 fráköst/1 stoðsending, Ragnheiður Benónísdóttir 5 stig/8 fráköst/2 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 5 stig/1 frákast/5 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 3 stig/2 fráköst.Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 35 stig/18 fráköst/2 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 18 sitg/10 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5 stig/6 fráköst/3 stoðsendingar, Guðrún Ósk Ámundadóttir 4 stig/6 fráköst/2 stoðsendingar, Fanney Lind G. Thomas 4 stig/1 frákast.Darri Freyr: Góð lið komast frá svona leikjum Þjálfari Vals, Darri Freyr Atlason, var ánægður með að sínar stelpur hafi náð að klára leikinn í kvöld og sagði það gott að sleppa frá þessu. Eftir að vera 14 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta þá skora Valskonur aðeins 9 stig í öðrum og eru aðeins 34-31 yfir í hálfleik. Hvað gerðist í öðrum leikhluta? „Þær fóru að frákasta töluvert betur, eru stórar og kraftmiklar með Carmen fremsta í flokki í þeim efnum. Við spiluðum 10 mínútur á pari, en eins og ég segi, góð lið komast frá svona leikjum. Þetta var risa sigur fyrir okkur.“ Valskonur fengu mikið af villum snemma leiks, og voru komnar með 12 liðsvillur á meðan gestirnir voru aðeins með þrjár. Darri hafði samt ekkert út á dómarana að segja. „Við vorum bara ekkert að fara á hringinn. Um leið og við löguðum það aðeins í þriðja leikhluta þá fóru þeir að flauta og við fórum í bónus í þriðja.“ „Við hefðum getað frákastað betur, og haldið boltanum betur innan liðsins,“ sagði Darri aðspurður hvað hefði getað farið betur hjá hans liði í kvöld. „Fara meira á hringinn og láta þær brjóta.“ Aðspurður hvort hann hafi búist við því að vinna fyrstu þrjá leikina hafði Darri stutt svar: „Já.“vísir/eyþórRicardo: Ánægður með liðið „Ánægður, því við byrjum leikinn virkilega illa með slæma vörn og þær skora 25 stig á fyrstu tíu mínútunum. Við spiluðum mjög vel í síðustu þremur leikhlutunum, spiluðum virkilega góða vörn, þær skora aðeins 70 stig en þær skoruðu 98 í síðasta leik,“ voru fyrstu viðbrögð Ricardo Gonzales, þjálfara Skallagríms, eftir leikinn. „Ég er mjög ánægður með liðið.“ Skallagrímur var aðeins með átta leikmenn í hópnum í dag, og spiluðu sex þeirra nærri allan leikinn. „Við erum bara með sjö leikmenn til að spila leikina, og ein þeirra, Fanney, meiðist undir lok þriðja leikhluta og þá erum við bara með sex leikmenn. Tveir þeirra eiga erfitt með að skora.“ „Við þurfum nokkra leikmenn, við erum að reyna að leita að leikstjórnanda og kannski einum, tveimur leikmanni í viðbót.“ „En við erum mjög ánægð með hvernig við spilum leikina því við höfum bara æft í þrjár vikur,“ sagði Ricardo Gonzales.Guðbjörg Sverrisdóttir réð úrslitum í kvöldVísir/AntonGuðbjörg: Ólýsanleg tilfinning „Þetta var rosalega sætt,“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir eftir leikinn. „Þetta er eiginlega ólýsanleg tilfinning að setja þetta skot.“ „Margt sem að við vorum að gera vel í fyrsta leikhluta sem við hættum að gera. Við leyfum þeim að fá of mikið af sóknarfráköstum og erum að tapa of mikið af boltum. En við héldum þetta út.“ Liðunum gekk illa að skora og taldi Guðbjörg það vera sterkum varnarleik að kenna, eða þakka, eftir því hvernig litið er á það. „Það var geggjuð vörn. Bæði lið voru að spila góða og harða vörn og það er ekkert svo auðvelt að setja boltann þarna ofan í.“ Guðbjörg sagði að í hreinskilni hefði hún alveg búist við því að liðið myndi ná að vinna fyrstu þrjá leikina, en vildi þó ekki taka undir það að Valsstúlkur gætu valtað yfir hvaða andstæðing sem er. „Ég ætla að vera bara smá cocky og segja það. Við erum með viss markmið og þetta er bara liður að því að ná þeim markmiðum. Við getum stoppað hvaða lið sem er, það er bara spurning um að við komum rétt stemmdar og tilbúnar inn í leikina og þá eigum við góðan séns,“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir.Sigrún Sjöfn: Skjótum okkur í fótinn með því að byrja seint Svekkelsi skein af Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur eftir leikinn. „Við getum sjálfum okkur um kennt að leikurinn hafi þurft að vera svona jafn. Við byrjum hann alveg hræðilega, eins og flesta okkar leiki, þannig að niðurstaðan var eitt skot sem þær hittu úr og unnu okkur með þremur stigum.“ Þrátt fyrir að þrír leikmenn spili yfir 35 mínútur í leiknum vildi Sigrún ekki meina að þreyta skipti sköpum í spilamennsku liðsins. „Þreytan spilar alveg inn í, en maður er ekkert að hugsa um hvað maður er þreyttur í miðjum leik, maður er að reyna að hugsa um hvernig maður kemur helvítis tuðrunni ofan í körfuna og hvernig maður getur stoppað þær.“ „Maður getur eiginlega ekki leitt hugann að þreytu, þó að jú vissulega taki þetta á og á milli leikja er maður alveg uppgefinn. Eftir þrjá, fjóra, fimm, sex leiki í viðbót ætti maður að vera kominn í ágætis stand og geta spilað þetta.“ Hvað fannst Sigrúnu það helsta sem vantaði hjá sínu liði í dag? „Við byrjum leikinn bara skelfilega. Það er erfitt að greina leikinn svona stuttu eftir, en mér finnst upphafið á leikjunum alltaf skila sér í lokinn. Við byrjum skelfilega illa og þær komast í 12-1 eða eitthvað [Valskonur komust í 12-2 í byrjun leiks]. Það er erfitt að vera alltaf að elta, svo loksins þegar við náum þeim þá fá þær eitt skot í lokin sem þær setja.“ „Við förum bara fullt á að laga þetta og skoða hluti sem við getum lagað. Eins og allir vita, og fólk er að skjóta á okkur fyrir, þá byrjuðum við seint og ætli við séum ekki bara að skjóta okkur í fótinn með það núna að vera ekki tilbúnar og ekki á þeim stað sem við viljum vera á á þessum tímapunkti.“vísir/eyþórDarri Freyr, þjálfari Valsliðsins, er aðeins 22 ára gamallvísir/eyþórRicardo hafði lítið út á sitt lið að setja, fyrir utan fyrsta fjórðunginnvísir/eyþórSigrún Sjöfn skoraði 18 stig í dagVísir/eyþór Dominos-deild kvenna
Þristur á síðustu sekúndunum frá Guðbjörgu Sverrisdóttur tryggði Valskonum sigur gegn Skallagrími á heimavelli í þriðju umferð Dominos deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Valur hefur nú unnið fyrstu þrjá leiki sína í deildinni og er við hlið Hauka á toppi deildarinnar. Heimakonur byrjuðu leikinn gríðarlega vel og voru yfir eftir fyrsta leikhluta 25-11. Þær áttu hins vegar hörmulegan annan leikhluta sem hleypti gestunum inn í leikinn og var leikurinn mjög spennandi í seinni hálfleik. Bæði lið hittu mjög illa í dag, en það var mikil barátta hjá báðum liðum og oft á tíðum mjög flottur varnarleikur. Á loka mínútunum skiptust liðin á að skora, Valskonur komust yfir en Skallagrímur, og oft á tíðum Carmen Tyson-Thomas, jafnaði leikinn jafn óðum, þar til að lokum gafst ekki tími til þess að jafna aftur. Lokatölur 70-67 fyrir Val.Afhverju vann Valur? Þær voru í raun yfir allan tímann. Skallagrímur náði einu sinni að komast yfir í leiknum, og náðu Valskonur að jafna strax aftur. Gríðarlega sterk byrjun Vals skapaði grunninn að sigrinum, og svo kláruðu þær þetta á baráttunni. Þristurinn hjá Guðbjörgu sem tryggði sigurinn var eitt af fáum, ef ekki eina, þriggja stiga skotið sem fór niður hjá Valskonum í seinni hálfleiknum.Hverjir stóðu upp úr? Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Carmen Tyson-Thomas drógu vagninn fyrir Skallagrím lungann úr leiknum. Þær skoruðu samtals 53 af 67 stigum Skallagríms. Hjá Val stóð Elín Sóley Hrafnkelsdóttir sig virkilega vel og var framlagshæst þeirra með 22 framlagsstig. Hallveig Jónsdóttir og Dagbjörg Dögg Karlsdóttir áttu einnig mjög góðan leik fyrir Val.Hvað gekk illa? Að koma boltanum ofan í körfuna. Liðin skoruðu þokkalega undir restina, en á tímapunkti í seinni hálfleik var Skallagrímur aðeins með 29 prósenta skotnýtingu. Sem betur fer voru liðin samtaka í þessu, en miðið var heldur betur skakkt í Valshöllinni í kvöld.Hvað gerist næst? Valskonur fara í Hafnarfjörðinn og mæta Haukum í toppslag deildarinnar í næstu umferð, sem leikin er eftir viku. Á sama tíma fær Skallagrímur nýliða Breiðabliks í heimsókn.Valur: Hallveig Jónsdóttir 21 stig/4 fráköst/4 stoðsendingar, Alexandra Petersen 15 stig/9 fráköst/2 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 15 stig/8 fráköst/4 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 6 stig/3 fráköst/1 stoðsending, Ragnheiður Benónísdóttir 5 stig/8 fráköst/2 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 5 stig/1 frákast/5 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 3 stig/2 fráköst.Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 35 stig/18 fráköst/2 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 18 sitg/10 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5 stig/6 fráköst/3 stoðsendingar, Guðrún Ósk Ámundadóttir 4 stig/6 fráköst/2 stoðsendingar, Fanney Lind G. Thomas 4 stig/1 frákast.Darri Freyr: Góð lið komast frá svona leikjum Þjálfari Vals, Darri Freyr Atlason, var ánægður með að sínar stelpur hafi náð að klára leikinn í kvöld og sagði það gott að sleppa frá þessu. Eftir að vera 14 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta þá skora Valskonur aðeins 9 stig í öðrum og eru aðeins 34-31 yfir í hálfleik. Hvað gerðist í öðrum leikhluta? „Þær fóru að frákasta töluvert betur, eru stórar og kraftmiklar með Carmen fremsta í flokki í þeim efnum. Við spiluðum 10 mínútur á pari, en eins og ég segi, góð lið komast frá svona leikjum. Þetta var risa sigur fyrir okkur.“ Valskonur fengu mikið af villum snemma leiks, og voru komnar með 12 liðsvillur á meðan gestirnir voru aðeins með þrjár. Darri hafði samt ekkert út á dómarana að segja. „Við vorum bara ekkert að fara á hringinn. Um leið og við löguðum það aðeins í þriðja leikhluta þá fóru þeir að flauta og við fórum í bónus í þriðja.“ „Við hefðum getað frákastað betur, og haldið boltanum betur innan liðsins,“ sagði Darri aðspurður hvað hefði getað farið betur hjá hans liði í kvöld. „Fara meira á hringinn og láta þær brjóta.“ Aðspurður hvort hann hafi búist við því að vinna fyrstu þrjá leikina hafði Darri stutt svar: „Já.“vísir/eyþórRicardo: Ánægður með liðið „Ánægður, því við byrjum leikinn virkilega illa með slæma vörn og þær skora 25 stig á fyrstu tíu mínútunum. Við spiluðum mjög vel í síðustu þremur leikhlutunum, spiluðum virkilega góða vörn, þær skora aðeins 70 stig en þær skoruðu 98 í síðasta leik,“ voru fyrstu viðbrögð Ricardo Gonzales, þjálfara Skallagríms, eftir leikinn. „Ég er mjög ánægður með liðið.“ Skallagrímur var aðeins með átta leikmenn í hópnum í dag, og spiluðu sex þeirra nærri allan leikinn. „Við erum bara með sjö leikmenn til að spila leikina, og ein þeirra, Fanney, meiðist undir lok þriðja leikhluta og þá erum við bara með sex leikmenn. Tveir þeirra eiga erfitt með að skora.“ „Við þurfum nokkra leikmenn, við erum að reyna að leita að leikstjórnanda og kannski einum, tveimur leikmanni í viðbót.“ „En við erum mjög ánægð með hvernig við spilum leikina því við höfum bara æft í þrjár vikur,“ sagði Ricardo Gonzales.Guðbjörg Sverrisdóttir réð úrslitum í kvöldVísir/AntonGuðbjörg: Ólýsanleg tilfinning „Þetta var rosalega sætt,“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir eftir leikinn. „Þetta er eiginlega ólýsanleg tilfinning að setja þetta skot.“ „Margt sem að við vorum að gera vel í fyrsta leikhluta sem við hættum að gera. Við leyfum þeim að fá of mikið af sóknarfráköstum og erum að tapa of mikið af boltum. En við héldum þetta út.“ Liðunum gekk illa að skora og taldi Guðbjörg það vera sterkum varnarleik að kenna, eða þakka, eftir því hvernig litið er á það. „Það var geggjuð vörn. Bæði lið voru að spila góða og harða vörn og það er ekkert svo auðvelt að setja boltann þarna ofan í.“ Guðbjörg sagði að í hreinskilni hefði hún alveg búist við því að liðið myndi ná að vinna fyrstu þrjá leikina, en vildi þó ekki taka undir það að Valsstúlkur gætu valtað yfir hvaða andstæðing sem er. „Ég ætla að vera bara smá cocky og segja það. Við erum með viss markmið og þetta er bara liður að því að ná þeim markmiðum. Við getum stoppað hvaða lið sem er, það er bara spurning um að við komum rétt stemmdar og tilbúnar inn í leikina og þá eigum við góðan séns,“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir.Sigrún Sjöfn: Skjótum okkur í fótinn með því að byrja seint Svekkelsi skein af Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur eftir leikinn. „Við getum sjálfum okkur um kennt að leikurinn hafi þurft að vera svona jafn. Við byrjum hann alveg hræðilega, eins og flesta okkar leiki, þannig að niðurstaðan var eitt skot sem þær hittu úr og unnu okkur með þremur stigum.“ Þrátt fyrir að þrír leikmenn spili yfir 35 mínútur í leiknum vildi Sigrún ekki meina að þreyta skipti sköpum í spilamennsku liðsins. „Þreytan spilar alveg inn í, en maður er ekkert að hugsa um hvað maður er þreyttur í miðjum leik, maður er að reyna að hugsa um hvernig maður kemur helvítis tuðrunni ofan í körfuna og hvernig maður getur stoppað þær.“ „Maður getur eiginlega ekki leitt hugann að þreytu, þó að jú vissulega taki þetta á og á milli leikja er maður alveg uppgefinn. Eftir þrjá, fjóra, fimm, sex leiki í viðbót ætti maður að vera kominn í ágætis stand og geta spilað þetta.“ Hvað fannst Sigrúnu það helsta sem vantaði hjá sínu liði í dag? „Við byrjum leikinn bara skelfilega. Það er erfitt að greina leikinn svona stuttu eftir, en mér finnst upphafið á leikjunum alltaf skila sér í lokinn. Við byrjum skelfilega illa og þær komast í 12-1 eða eitthvað [Valskonur komust í 12-2 í byrjun leiks]. Það er erfitt að vera alltaf að elta, svo loksins þegar við náum þeim þá fá þær eitt skot í lokin sem þær setja.“ „Við förum bara fullt á að laga þetta og skoða hluti sem við getum lagað. Eins og allir vita, og fólk er að skjóta á okkur fyrir, þá byrjuðum við seint og ætli við séum ekki bara að skjóta okkur í fótinn með það núna að vera ekki tilbúnar og ekki á þeim stað sem við viljum vera á á þessum tímapunkti.“vísir/eyþórDarri Freyr, þjálfari Valsliðsins, er aðeins 22 ára gamallvísir/eyþórRicardo hafði lítið út á sitt lið að setja, fyrir utan fyrsta fjórðunginnvísir/eyþórSigrún Sjöfn skoraði 18 stig í dagVísir/eyþór
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“