Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 32-24 | Stórsigur Hauka gegn ÍBV Smári Jökull Jónsson í Schenker-höllinni að Ásvöllum skrifar 10. nóvember 2016 21:00 Haukar eru að lifna við í Olís-deild karla. Vísir/Eyþór Haukar unnu öruggan 32-24 sigur á ÍBV í Olís-deild karla í handknattleik að Ásvöllum í kvöld. Haukar fara því uppfyrir Eyjamenn í töflunni sem hafa tapað fjórum leikjum í röð í deildinni. ÍBV byrjaði leikinn ágætlega og mættu Haukum með mjög svo framliggjandi vörn. Haukar voru í vandræðum en fundu lausnir við vörn ÍBV fljótlega og tóku yfirhöndina. Þeir náðu 11-2 kafla, breyttu stöðunni úr 3-4 í 14-6 og keyrðu hreinlega yfir Eyjamenn. Sóknarleikur ÍBV var slakur og Haukar skoruðu mörg af sínum mörkum úr hraðaupphlaupum eða í seinni bylgjunni. ÍBV fékk þar að auki óþarfa brottvísanir og Haukamenn gengu á lagið. Sigurbergur Sveinsson var mættur á Ásvelli í fyrsta sinn í ÍBV-treyjunni en hann er uppalinn hjá Haukum. Hann skoraði helming marka ÍBV í fyrri hálfleik og var allt í öllu í sóknarleiknum en fékk jafnframt tvær brottvísanir í vörninni. Eyjamenn byrjuðu seinni hálfleik af nokkrum krafti. Þeir minnkuðu muninn en þegar Sigurbergur fékk sína þriðju brottvísun og þar með útilokun varð róðurinn þyngri. Elliði Snær Viðarsson fékk reyndar tækifæri til að minnka muninn í tvö mörk þegar hann fékk komst einn fram í hraðaupphlaup en Grétar Ari Guðjónsson varði frá honum. Allur vindur var úr Eyjamönnum og Haukar juku forystuna jafnt og þétt. Enn var sóknarleikur ÍBV að valda þeim vandræðum og oft á tíðum var beðið eftir að landsliðsmaðurinn Theodór Sigurbjörnsson kláraði sóknirnar með skoti og marki. Það gerði hann reyndar oft en það vantaði ógn frá fleirum. Janus Daði Smárason var góður í sókn Hauka sem fengu framlag frá mörgum mönnum en alls voru þrír leikmenn sem skoruðu 6 mörk hjá heimamönnum. Þá var Grétar Ari öflugur í markinu með 45% markvörslu en hann var að leika sinn fyrsta leik fyrir Hauka í vetur eftir að hafa verið á láni á Selfossi í upphafi tímabilsins. Theodór og Sigurbergur voru markahæstir Eyjamanna og skoruðu 15 mörk samtals. Aðrir geta mun betur og það er ljóst að ÍBV þarf að fara í naflaskoðun með sitt lið en þetta var fjórði tapleikur þeirra í röð í deildinni auk þess sem þeir féllu úr bikarnum á dögunum. Með sigrinum lyfta Haukar sér uppfyrir ÍBV í töflunni og eru komnir í námunda við 2.sæti deildarinnar en það eru mörg lið í baráttunni þar í kring. ÍBV er einu stigi á eftir Haukum og þurfa nauðsynlega á sigri að halda gegn Fram í Eyjum á mánudaginn. Gunnar: Við tókum á vandamálinuGunnar Magnússon leitaði til vinar síns Doktors Viðars Halldórssonar.vísir/ernirGunnar Magnússon þjálfari Hauka var vitaskuld sáttur eftir sigur Hauka á ÍBV í Olís-deildinni í kvöld. Haukar hafa unnið þrjá leiki í röð í deildinni eftir dapra byrjun. „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna í dag. Mér fannst heildarbragurinn góður, vörn og markvarsla fín og agaður sóknarleikur. Hraðaupphlaupin góð sömuleiðis og ég er virkilega ánægður með drengina í dag,“ sagði Gunnar við Vísi eftir leik. Yfirburðir Hauka voru töluverðir í dag og í raun aðeins í upphafi beggja hálfleikanna sem ÍBV stríddi Íslandsmeisturunum að einhverju ráði. „Það býr mikið í þessu Eyjaliði og maður er aldrei í rónni. Við vorum klárir og mættum þeim tilbúnir. Mér fannst við hafa góð tök varnarlega þegar þeir stilltu upp í sókn og refsuðum vel með hröðum upphlaupum.“ „Við vissum að þetta yrði ekkert auðvelt og að þeir kæmu til baka. Samt sem áður voru stuttir kaflar þar sem við duttum aftur en við vorum fljótir að ná einbeitingu aftur,“ bætti Gunnar við. Haukar byrjuðu tímabilið afar illa og voru í fallsæti um tíma. Þeir hafa hins vegar rifið sig vel upp og komust upp fyrir ÍBV í töflunni með sigrinum í kvöld. „Við erum búnir að bæta okkur hægt og rólega. Við vorum óánægðir með september og vorum lélegir. En við tókum á vandamálinu, brettum upp ermarnar og lögðum hart að okkur. Við unnum vel í landsliðspásunni vitandi að framundan væru mikilvægar vikur. Við eigum enn eitthvað í land.“ Grétar Ari Guðjónsson er kominn til baka í lið Hauka eftir stuttan tíma á láni hjá Selfyssingum og fór beint í byrjunarliðið í dag. Er hann orðinn markvörður númer eitt? „Nei nei, ég er með þá báða. Goggi (Giedrius Morkunas) spilaði erfiðan leik á sunnudag og kom seinna heim úr landsliðsferð en Grétar og var þreyttari. Grétar var ferskari í dag, fékk að byrja og stóð sig vel,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Sigurður: Ég lofa sigri á mánudaginnÚr leik ÍBV og Hauka síðasta vor.Vísir/VilhelmSigurður Bragason aðstoðarþjálfari ÍBV var ekkert að skafa af hlutunum þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir leik. Hann sagði liðið ekki hafa spilað vel í dag. „Þetta var eins og menn segja, hálfgerð skita. Við byrjuðum þetta svolítið skemmtilega og prófuðum að taka tvo út, koma þeim á óvart og bjóða þeim í hlaupakeppni. Það gekk ágætlega. Svo fáum við óþarfa tvær mínútur, brennum af dauðafærum og leikurinn hrundi. Svo einfalt er það,“ sagði Sigurður í viðtali eftir leik. ÍBV liðið var 18-12 undir í hálfleik en kom ágætlega til baka í byrjun síðari hálfleiks. Þeir fengu meðal annars tækifæri til að minnka muninn í tvö mörk en brenndu af í hraðaupphlaupi. „Það var vendipunktur. Við sýndum agaleysi þegar við fáum tvær mínútur í lok fyrri hálfleiks, Sigurbergur með hrindingu og svo Elliði þegar hann klikkar á hraðaupphlaupi. Þá hrundi þetta aftur. Við eigum ekki að hrynja þegar við gerum mistök. Eyjamenn hrynja ekki.“ Sigurbergur Sveinsson var mjög ógnandi í sóknarleik Eyjamanna í fyrri hálfleik en eftir að hann fékk sína þriðju brottvísun í upphafi síðari hálfleiks varð róðurinn þungur fyrir gestina. „Okkur vantar Róbert (Aron Hostert). Dagur hitti ekki á sinn leik en hann hefur verið mjög góður. Við erum með mikið af ungum leikmönnum og þó það sé alltaf verið að tala um að við séum með dýrt lið þá erum við með 6-7 lið úr yngri flokkunum í okkar hópi. Við erum einfaldlega ekki með mann til að fylla skarðið fyrir Sigurberg í skyttuna, Magnús (Stefánsson) er ekki tuttugu og eitthvað ennþá,“ sagði Sigurður glottandi. Eyjamenn hafa tapað fjórum leikjum í röð í deildinni en þeim var spáð Íslandsmeistaratitli fyrir tímabilið. Sigurður sagði liðið ekki vera á þeim stað sem þeir hefðu viljað. „Við skjálfum ekkert, það þarf jarðskjálfta til þess. Þetta er leiðinlegt því við viljum ekki vera þarna og ætluðum okkur það ekki. Við verðum að fara að svara. Það er leiðinlegt að vera á dekkjaverkstæðinu og fá hraunið yfir sig, ætla að svara fyrir sig en svo gerist ekkert. Við þurfum virkilega að fara að gera eitthvað. Ég lofa þér sigri á mánudaginn,“ sagði Sigurður að lokum en Eyjamenn mæta Fram úti í Eyjum í næstu umferð. Grétar Ari: Var með samviskubitGrétar Ari Guðjónsson átti góðan leik fyrir Hauka í kvöld.vísir/ernirMarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deildinni í handknattleik gegn ÍBV í kvöld. Grétar Ari var á láni hjá Selfyssingum í upphafi tímabils. Hann fór beint í byrjunarliðið og átti fínan leik í stórsigri Hauka í kvöld. „Mér fannst við bara nokkuð góðir og sannfærandi. Það eru nokkur atriði sem þarf að laga, nokkur dauðafæri sem við klikkum á í byrjun og vörnin og ég gerum nokkur mistök. Það má fínpússa þetta hjá okkur, en þetta var gott,“ sagði Grétar Ari í viðtali við Vísi að leik loknum. Grétar Ari sneri frekar óvænt aftur í lið Hauka eftir að hafa byrjað tímabilið á láni hjá Selfyssingum. Hann viðurkenndi að þetta hefði verið fremur erfið ákvörðun. „Ég viðurkenni það að ég var með pínu samviskubit. En það er þannig í þessum bransa að þú þarft að vera svolítið sjálfselskur. Í raun þá held ég að Selfyssingum gæti gengið betur með það markvarðapar sem þeir eru með núna." "Einhvern veginn fannst mér ég aldrei finna mig nógu vel. Þetta var ekki alveg að ganga upp. Ég hefði viljað reyna áfram og reyna lengur. Kannski var ég óþolinmóður,“ sagði Grétar og bætti við að það hefði skipt máli að Haukar væri hans heimalið. „Mér líður mjög vel hér. Ef ég á að einfalda þetta þá eru þetta tveir klúbbar sem ég get blómstrað með, annar er heima en hinn er í burtu.“ Það hefur verið nóg um að vera hjá Grétari að undanförnu. Ekki nóg með að hann hafi skipt aftur yfir í Haukana heldur var hann valinn í landsliðshópinn og fékk óvænt að spila í heimaleiknum gegn Tékkum. „Ég bjóst í raun ekki við því að spila neitt. Ég hélt ég væri að fara að æfa með þeim og að Aron yrði markvörður númer tvö. Ég hélt ég hefði verið valinn sem æfingamarkvörður til að kynna mér þetta fyrir mögulega eitthvað framtíðarhlutverk.“ „Síðan meiðist Aron og Geir velur mig fram yfir Sveinbjörn sem kom mér líka á óvart. Ég er auðvitað ánægður og þakklátur fyrir tækifærið. Ég lærði fullt og það sem hjálpar mér mest við að komast inn í þennan alþjóðlega bolta er að sjá hvað ég þarf að laga og æfa mig í til að geta spilað erlendis,“ sagði Grétar Ari að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Haukar unnu öruggan 32-24 sigur á ÍBV í Olís-deild karla í handknattleik að Ásvöllum í kvöld. Haukar fara því uppfyrir Eyjamenn í töflunni sem hafa tapað fjórum leikjum í röð í deildinni. ÍBV byrjaði leikinn ágætlega og mættu Haukum með mjög svo framliggjandi vörn. Haukar voru í vandræðum en fundu lausnir við vörn ÍBV fljótlega og tóku yfirhöndina. Þeir náðu 11-2 kafla, breyttu stöðunni úr 3-4 í 14-6 og keyrðu hreinlega yfir Eyjamenn. Sóknarleikur ÍBV var slakur og Haukar skoruðu mörg af sínum mörkum úr hraðaupphlaupum eða í seinni bylgjunni. ÍBV fékk þar að auki óþarfa brottvísanir og Haukamenn gengu á lagið. Sigurbergur Sveinsson var mættur á Ásvelli í fyrsta sinn í ÍBV-treyjunni en hann er uppalinn hjá Haukum. Hann skoraði helming marka ÍBV í fyrri hálfleik og var allt í öllu í sóknarleiknum en fékk jafnframt tvær brottvísanir í vörninni. Eyjamenn byrjuðu seinni hálfleik af nokkrum krafti. Þeir minnkuðu muninn en þegar Sigurbergur fékk sína þriðju brottvísun og þar með útilokun varð róðurinn þyngri. Elliði Snær Viðarsson fékk reyndar tækifæri til að minnka muninn í tvö mörk þegar hann fékk komst einn fram í hraðaupphlaup en Grétar Ari Guðjónsson varði frá honum. Allur vindur var úr Eyjamönnum og Haukar juku forystuna jafnt og þétt. Enn var sóknarleikur ÍBV að valda þeim vandræðum og oft á tíðum var beðið eftir að landsliðsmaðurinn Theodór Sigurbjörnsson kláraði sóknirnar með skoti og marki. Það gerði hann reyndar oft en það vantaði ógn frá fleirum. Janus Daði Smárason var góður í sókn Hauka sem fengu framlag frá mörgum mönnum en alls voru þrír leikmenn sem skoruðu 6 mörk hjá heimamönnum. Þá var Grétar Ari öflugur í markinu með 45% markvörslu en hann var að leika sinn fyrsta leik fyrir Hauka í vetur eftir að hafa verið á láni á Selfossi í upphafi tímabilsins. Theodór og Sigurbergur voru markahæstir Eyjamanna og skoruðu 15 mörk samtals. Aðrir geta mun betur og það er ljóst að ÍBV þarf að fara í naflaskoðun með sitt lið en þetta var fjórði tapleikur þeirra í röð í deildinni auk þess sem þeir féllu úr bikarnum á dögunum. Með sigrinum lyfta Haukar sér uppfyrir ÍBV í töflunni og eru komnir í námunda við 2.sæti deildarinnar en það eru mörg lið í baráttunni þar í kring. ÍBV er einu stigi á eftir Haukum og þurfa nauðsynlega á sigri að halda gegn Fram í Eyjum á mánudaginn. Gunnar: Við tókum á vandamálinuGunnar Magnússon leitaði til vinar síns Doktors Viðars Halldórssonar.vísir/ernirGunnar Magnússon þjálfari Hauka var vitaskuld sáttur eftir sigur Hauka á ÍBV í Olís-deildinni í kvöld. Haukar hafa unnið þrjá leiki í röð í deildinni eftir dapra byrjun. „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna í dag. Mér fannst heildarbragurinn góður, vörn og markvarsla fín og agaður sóknarleikur. Hraðaupphlaupin góð sömuleiðis og ég er virkilega ánægður með drengina í dag,“ sagði Gunnar við Vísi eftir leik. Yfirburðir Hauka voru töluverðir í dag og í raun aðeins í upphafi beggja hálfleikanna sem ÍBV stríddi Íslandsmeisturunum að einhverju ráði. „Það býr mikið í þessu Eyjaliði og maður er aldrei í rónni. Við vorum klárir og mættum þeim tilbúnir. Mér fannst við hafa góð tök varnarlega þegar þeir stilltu upp í sókn og refsuðum vel með hröðum upphlaupum.“ „Við vissum að þetta yrði ekkert auðvelt og að þeir kæmu til baka. Samt sem áður voru stuttir kaflar þar sem við duttum aftur en við vorum fljótir að ná einbeitingu aftur,“ bætti Gunnar við. Haukar byrjuðu tímabilið afar illa og voru í fallsæti um tíma. Þeir hafa hins vegar rifið sig vel upp og komust upp fyrir ÍBV í töflunni með sigrinum í kvöld. „Við erum búnir að bæta okkur hægt og rólega. Við vorum óánægðir með september og vorum lélegir. En við tókum á vandamálinu, brettum upp ermarnar og lögðum hart að okkur. Við unnum vel í landsliðspásunni vitandi að framundan væru mikilvægar vikur. Við eigum enn eitthvað í land.“ Grétar Ari Guðjónsson er kominn til baka í lið Hauka eftir stuttan tíma á láni hjá Selfyssingum og fór beint í byrjunarliðið í dag. Er hann orðinn markvörður númer eitt? „Nei nei, ég er með þá báða. Goggi (Giedrius Morkunas) spilaði erfiðan leik á sunnudag og kom seinna heim úr landsliðsferð en Grétar og var þreyttari. Grétar var ferskari í dag, fékk að byrja og stóð sig vel,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Sigurður: Ég lofa sigri á mánudaginnÚr leik ÍBV og Hauka síðasta vor.Vísir/VilhelmSigurður Bragason aðstoðarþjálfari ÍBV var ekkert að skafa af hlutunum þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir leik. Hann sagði liðið ekki hafa spilað vel í dag. „Þetta var eins og menn segja, hálfgerð skita. Við byrjuðum þetta svolítið skemmtilega og prófuðum að taka tvo út, koma þeim á óvart og bjóða þeim í hlaupakeppni. Það gekk ágætlega. Svo fáum við óþarfa tvær mínútur, brennum af dauðafærum og leikurinn hrundi. Svo einfalt er það,“ sagði Sigurður í viðtali eftir leik. ÍBV liðið var 18-12 undir í hálfleik en kom ágætlega til baka í byrjun síðari hálfleiks. Þeir fengu meðal annars tækifæri til að minnka muninn í tvö mörk en brenndu af í hraðaupphlaupi. „Það var vendipunktur. Við sýndum agaleysi þegar við fáum tvær mínútur í lok fyrri hálfleiks, Sigurbergur með hrindingu og svo Elliði þegar hann klikkar á hraðaupphlaupi. Þá hrundi þetta aftur. Við eigum ekki að hrynja þegar við gerum mistök. Eyjamenn hrynja ekki.“ Sigurbergur Sveinsson var mjög ógnandi í sóknarleik Eyjamanna í fyrri hálfleik en eftir að hann fékk sína þriðju brottvísun í upphafi síðari hálfleiks varð róðurinn þungur fyrir gestina. „Okkur vantar Róbert (Aron Hostert). Dagur hitti ekki á sinn leik en hann hefur verið mjög góður. Við erum með mikið af ungum leikmönnum og þó það sé alltaf verið að tala um að við séum með dýrt lið þá erum við með 6-7 lið úr yngri flokkunum í okkar hópi. Við erum einfaldlega ekki með mann til að fylla skarðið fyrir Sigurberg í skyttuna, Magnús (Stefánsson) er ekki tuttugu og eitthvað ennþá,“ sagði Sigurður glottandi. Eyjamenn hafa tapað fjórum leikjum í röð í deildinni en þeim var spáð Íslandsmeistaratitli fyrir tímabilið. Sigurður sagði liðið ekki vera á þeim stað sem þeir hefðu viljað. „Við skjálfum ekkert, það þarf jarðskjálfta til þess. Þetta er leiðinlegt því við viljum ekki vera þarna og ætluðum okkur það ekki. Við verðum að fara að svara. Það er leiðinlegt að vera á dekkjaverkstæðinu og fá hraunið yfir sig, ætla að svara fyrir sig en svo gerist ekkert. Við þurfum virkilega að fara að gera eitthvað. Ég lofa þér sigri á mánudaginn,“ sagði Sigurður að lokum en Eyjamenn mæta Fram úti í Eyjum í næstu umferð. Grétar Ari: Var með samviskubitGrétar Ari Guðjónsson átti góðan leik fyrir Hauka í kvöld.vísir/ernirMarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deildinni í handknattleik gegn ÍBV í kvöld. Grétar Ari var á láni hjá Selfyssingum í upphafi tímabils. Hann fór beint í byrjunarliðið og átti fínan leik í stórsigri Hauka í kvöld. „Mér fannst við bara nokkuð góðir og sannfærandi. Það eru nokkur atriði sem þarf að laga, nokkur dauðafæri sem við klikkum á í byrjun og vörnin og ég gerum nokkur mistök. Það má fínpússa þetta hjá okkur, en þetta var gott,“ sagði Grétar Ari í viðtali við Vísi að leik loknum. Grétar Ari sneri frekar óvænt aftur í lið Hauka eftir að hafa byrjað tímabilið á láni hjá Selfyssingum. Hann viðurkenndi að þetta hefði verið fremur erfið ákvörðun. „Ég viðurkenni það að ég var með pínu samviskubit. En það er þannig í þessum bransa að þú þarft að vera svolítið sjálfselskur. Í raun þá held ég að Selfyssingum gæti gengið betur með það markvarðapar sem þeir eru með núna." "Einhvern veginn fannst mér ég aldrei finna mig nógu vel. Þetta var ekki alveg að ganga upp. Ég hefði viljað reyna áfram og reyna lengur. Kannski var ég óþolinmóður,“ sagði Grétar og bætti við að það hefði skipt máli að Haukar væri hans heimalið. „Mér líður mjög vel hér. Ef ég á að einfalda þetta þá eru þetta tveir klúbbar sem ég get blómstrað með, annar er heima en hinn er í burtu.“ Það hefur verið nóg um að vera hjá Grétari að undanförnu. Ekki nóg með að hann hafi skipt aftur yfir í Haukana heldur var hann valinn í landsliðshópinn og fékk óvænt að spila í heimaleiknum gegn Tékkum. „Ég bjóst í raun ekki við því að spila neitt. Ég hélt ég væri að fara að æfa með þeim og að Aron yrði markvörður númer tvö. Ég hélt ég hefði verið valinn sem æfingamarkvörður til að kynna mér þetta fyrir mögulega eitthvað framtíðarhlutverk.“ „Síðan meiðist Aron og Geir velur mig fram yfir Sveinbjörn sem kom mér líka á óvart. Ég er auðvitað ánægður og þakklátur fyrir tækifærið. Ég lærði fullt og það sem hjálpar mér mest við að komast inn í þennan alþjóðlega bolta er að sjá hvað ég þarf að laga og æfa mig í til að geta spilað erlendis,“ sagði Grétar Ari að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira