Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2016 19:30 Allardyce entist aðeins 67 daga í draumastarfinu. vísir/getty Eins og fram kom á Vísi fyrir skemmstu er Sam Allardyce hættur sem þjálfari enska landsliðsins í fótbolta. Allardyce entist aðeins 67 daga í draumastarfinu.Í gær birti The Telegraph myndband þar sem Allardyce samþykkir 400.000 punda greiðslu fyrir að aðstoða austurlenska viðskiptajöfra við að fara á sveig við reglur enska knattspyrnusambandsins. Í tilkynningu enska knattspyrnusambandsins, þar sem greint er frá starfslokum Allardyce, kemur fram að framferði hans hafi ekki verið þjálfara Englands sæmandi. „Hann veit að hann gerði mistök og hefur beðist afsökunar. En í ljósi alvarleika málsins hafa enska knattspyrnusambandið og Allardyce komist að samkomulagi um að rifta samningnum,“ segir í yfirlýsingunni. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun að taka en forgangsverkefni enska knattspyrnusambandsins er að verja hagsmuni leiksins.“ Stóri Sam sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist iðrast gjörða sinna. „Í ljósi liðanna atburða hafa ég og enska knattspyrnusambandið komist að samkomulagi um að slíta samstarfinu,“ segir Allardyce. „Það var mér mikill heiður að vera ráðinn landsliðsþjálfari og ég er mjög vonsvikinn með niðurstöðu málsins. Síðdegis fundaði ég með Greg Clarke og Martin Glenn og baðst innilega afsökunar á framferði mínu. „Þótt það hafi komið skýrt fram á upptökunum að allar tillögu þörfnuðust samþykkis enska knattspyrnusambandsins viðurkenni ég að sumt af því sem ég sagði var óviðeigandi. „Á fundinum í dag var ég beðinn um að útskýra orð mín og í hvaða samhengi samræðurnar áttu sér stað. Ég hef verið mjög samvinnuþýður. „Ég sé einnig eftir ummælum mínum um aðra einstaklinga.“ Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stóri Sam í vandræðum og gæti misst starfið Sam Allardyce, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, var gripinn á falda myndavél ræða ansi vafasama hluti. 26. september 2016 23:07 Starf Allardyce hangir á bláþræði Forystumenn enska knattspyrnusambandsins að ræða nú um hvort það eigi að segja Sam Allardyce upp störfum. 27. september 2016 13:45 Allardyce hneykslið: Fundað um framtíð Stóra Sam Enski landsliðsþjálfarinn er í vondum málum eftir að nást á falda myndavél vera tilbúinn að beygja reglurnar fyrir myndarlega upphæð. 27. september 2016 07:45 Allardyce hættur eftir 67 daga í starfi Sam Allardyce er hættur sem þjálfari enska landsliðsins í fótbolta eftir aðeins 67 daga í starfi. 27. september 2016 18:55 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi fyrir skemmstu er Sam Allardyce hættur sem þjálfari enska landsliðsins í fótbolta. Allardyce entist aðeins 67 daga í draumastarfinu.Í gær birti The Telegraph myndband þar sem Allardyce samþykkir 400.000 punda greiðslu fyrir að aðstoða austurlenska viðskiptajöfra við að fara á sveig við reglur enska knattspyrnusambandsins. Í tilkynningu enska knattspyrnusambandsins, þar sem greint er frá starfslokum Allardyce, kemur fram að framferði hans hafi ekki verið þjálfara Englands sæmandi. „Hann veit að hann gerði mistök og hefur beðist afsökunar. En í ljósi alvarleika málsins hafa enska knattspyrnusambandið og Allardyce komist að samkomulagi um að rifta samningnum,“ segir í yfirlýsingunni. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun að taka en forgangsverkefni enska knattspyrnusambandsins er að verja hagsmuni leiksins.“ Stóri Sam sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist iðrast gjörða sinna. „Í ljósi liðanna atburða hafa ég og enska knattspyrnusambandið komist að samkomulagi um að slíta samstarfinu,“ segir Allardyce. „Það var mér mikill heiður að vera ráðinn landsliðsþjálfari og ég er mjög vonsvikinn með niðurstöðu málsins. Síðdegis fundaði ég með Greg Clarke og Martin Glenn og baðst innilega afsökunar á framferði mínu. „Þótt það hafi komið skýrt fram á upptökunum að allar tillögu þörfnuðust samþykkis enska knattspyrnusambandsins viðurkenni ég að sumt af því sem ég sagði var óviðeigandi. „Á fundinum í dag var ég beðinn um að útskýra orð mín og í hvaða samhengi samræðurnar áttu sér stað. Ég hef verið mjög samvinnuþýður. „Ég sé einnig eftir ummælum mínum um aðra einstaklinga.“
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stóri Sam í vandræðum og gæti misst starfið Sam Allardyce, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, var gripinn á falda myndavél ræða ansi vafasama hluti. 26. september 2016 23:07 Starf Allardyce hangir á bláþræði Forystumenn enska knattspyrnusambandsins að ræða nú um hvort það eigi að segja Sam Allardyce upp störfum. 27. september 2016 13:45 Allardyce hneykslið: Fundað um framtíð Stóra Sam Enski landsliðsþjálfarinn er í vondum málum eftir að nást á falda myndavél vera tilbúinn að beygja reglurnar fyrir myndarlega upphæð. 27. september 2016 07:45 Allardyce hættur eftir 67 daga í starfi Sam Allardyce er hættur sem þjálfari enska landsliðsins í fótbolta eftir aðeins 67 daga í starfi. 27. september 2016 18:55 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Stóri Sam í vandræðum og gæti misst starfið Sam Allardyce, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, var gripinn á falda myndavél ræða ansi vafasama hluti. 26. september 2016 23:07
Starf Allardyce hangir á bláþræði Forystumenn enska knattspyrnusambandsins að ræða nú um hvort það eigi að segja Sam Allardyce upp störfum. 27. september 2016 13:45
Allardyce hneykslið: Fundað um framtíð Stóra Sam Enski landsliðsþjálfarinn er í vondum málum eftir að nást á falda myndavél vera tilbúinn að beygja reglurnar fyrir myndarlega upphæð. 27. september 2016 07:45
Allardyce hættur eftir 67 daga í starfi Sam Allardyce er hættur sem þjálfari enska landsliðsins í fótbolta eftir aðeins 67 daga í starfi. 27. september 2016 18:55