Umfjöllun, viðtöl og einkunni: Stjarnan - Valur 2-3 | Dramatík á lokasekúndunum í fjórða sigri Valsmanna í röð Stefán Árni Pálsson á Samsung-vellinum skrifar 11. september 2016 22:00 Úr fyrri leik liðanna á Valsvellinum. vísir/eyþór Valsmenn unnu fjórða leikinn í röð í Pepsi-deild karla á ótrúlegan hátt 3-2 gegn Stjörnunni í Garðabæ eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik en sigurmark leiksins kom með síðustu spyrnu leiksins. Garðbæingar voru búnir að tapa þremur leikjum í röð fyrir leik dagsins en Valsmenn komu sjóðheitir inn í leikinn eftir þrjá sigurleiki í röð. Ævar Ingi Jóhannesson kom Stjörnunni yfir með snyrtilegu marki á 13. mínútu og á 40. mínútu bætti Hilmar Árni Halldórsson við öðru marki þegar aukaspyrna hans rataði í netið með viðkomu í varnarmanni. Sigurður Egill Lárusson kom Valsmönnum inn í leikinn á ný með marki á lokamínútu fyrri hálfleiks og gaf Valsmönnum von fyrir seinni hálfleikinn. Andreas Albach jafnaði metin fyrir Valsmenn á 78. mínútu með skalla en fimm mínútum áður voru Garðbæingar æfir þegar þeir sögðu skot Halldórs Orra hafa farið yfir marklínuna en Þóroddur Hjaltalín sagði boltann ekki hafa farið allan inn. Lokamínúturnar voru æsispenandi og sóttust liðin bæði eftir sigurmarkinu sem kom svo loksins á 97. mínútu. Var þar að verki Albach með sitt annað mark eftir góðan samleik við Rolf Toft en það reyndist vera síðasta spyrna leiksins. Valsmenn eru því komnir upp í annað sæti deildarinnar á markatölu en stjarnan virðist einfaldlega vera úr leik í baráttunni um Evrópusæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Nánar verður fjallað um leikinn á Vísi innan skamms.Af hverju vann Valur ?Valsmenn spila bara þannig þessa dagana að þeir virðast ekki geta tapað. Liðið lenti 2-0 undir í kvöld en það virðist ekki skipta neinu máli, þeir gefast aldrei upp og leikmenn liðsins trúa ekki að þeir geti tapað. Það sést langar leiðir og bara synd að liðið hafi ekki byrjað á þessu fyrr í sumar, því þá væri Valur að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Það er nokkuð ljóst. Stjörnumenn misstu bara hausinn í kvöld og það gerði Rúnar Páll Sigmundsson líka, hann missti hausinn og var rekinn upp í stúku með rautt spjald.Hverjir stóðu upp úr ?Bakvörðurinn Andreas Albach var auðvitað frábær í kvöld en hann skoraði tvö mörk og sigurmarkið á 97. mínútu leiksins, með síðustu snertingu leiksins. Hilmar Árni Halldórsson var mjög góður í liði Stjörnunnar í kvöld og besti leikmaður gestanna. Anton Ari var nokkuð traustur í markið Vals, þó að hann hafi fengið á sig tvö mörk.Hvað gekk vel ?Uppspil Valsmanna gekk mjög vel í síðari hálfleiknum og fóru þeir meistaralega vel upp kantana. Sóknarleikur Vals var í raun frábær í síðari hálfleiknum. Sóknarleikur Stjörnunnar var einnig mjög fínn í fyrri hálfleiknum en liðið þarf að spila vel heilan leik.Hvað gerist næst ?Valsmenn mæta Blikum í næstu umferð og maður sér ekki að liðið tapi eins og það er að spila þessa dagana. Valsmenn geta fræðilega séð orðið Íslandsmeistarar en þeir rauðu vilja eflaust komast eins ofarlega og hægt er. Stjarnan mætir ÍBV og verður liðið að vinna til að eiga möguleika á Evrópusæti. Brynjar: Sigurmarkið algjört rothöggBrynjar Björn (til hægri) ásamt Rúnari Páli Sigmundssyni, þjálfara Stjörnunnar.vísir/daníel„Það var ekki gott fyrir okkur að fá á okkur mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins og hleypa þeim inn í leikinn,“ segir Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Það hefði verið mun betra fyrir okkur að fara inn í hálfleikinn með 2-0 forystu. Í síðari hálfleiknum fengum við nokkur færi sem við hefðum mögulega getað skorað úr og komið okkur í 3-1. Það var síðan algjört rothögg að fá markið á okkur undir lokin.“ Brynjar segir að sigurmark Vals hafi komið vegna einbeitingarleysis Stjörnumanna. „Það á að vera einfalt að verjast svona spili og við bara sofnum á verðinum. Það síðasta sem við þurftum var að tapa leiknum. Jafntefli hefði verið svekkjandi en að tapa leiknum er skelfilegt.“ Hann segir að Stjarnan muni samt sem áður halda áfram í baráttunni um Evrópusæti og það sé enn möguleiki. Ólafur: Algjörlega útilokað að ná FHÓlafur Jóhannesson á góðri stunduvísir/anton„Þetta var mjög sætur sigur,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld. „Það er nánast ekki hægt að vinna leik sætara en þetta, en að sama skapi ömurlegt að tapa svona leik. Mér fannst við ekki vera nægilega sterkir í fyrri hálfleik. Mér fannst liðsheildin ekki nógu góð og menn að reyna gera hlutina sjálfir,“ segir Ólafur sem fór vel yfir málin inni í búningsherbergi í hálfleik. „Ég vissi það ef við myndum byrja spila okkar bolta þá myndum við alltaf fá færi. Ég er bara mjög ánægður með liðið mitt og leikmennina þessa dagana, það er ekki hægt að neita því,“ segir þjálfarinn en hann ætlar sér að komast í annað sæti deildarinnar. „FH er búið að vinna þetta mót, það er ekki hægt að ná þeim, það er alveg útilokað.“ Andri Fannar: Við erum helvíti góðir í fótboltaMynd/Valur„Þetta var algjörlega magnað,“ segir Andri Fannar Stefánsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn. „Stemningin er þannig í hópnum okkar núna að við trúum því ekki að við getum tapað. Mér fannst seinni hálfleikurinn vera eign okkar alveg frá a-ö.“ Valsmenn urðu bikarmeistarar í fyrra og eftir þann leik lék liðið mjög illa í Peps-deildinni. Núna í ár varð Valur aftur bikarmeistari. „Við lærðum það bara í fyrra að láta þetta ekki gerast aftur og töluðum strax um það á laugardagskvöldinu þegar við urðum bikarmeistarar að þetta kæmi alls ekki fyrir í ár. Það er fátt skemmtilegra en að spila fótbolta og sérstaklega þegar pressan er enginn. Við erum bara að njóta þess núna.“ Valsmenn geta nagað sig í handarbakið að hafa ekki byrjað fyrr að spila svona vel. „Það er vissulega svekkjandi en hlutirnir voru bara ekki að falla fyrir okkur í fyrstu leikjunum. Við fáum á okkur ódýr mörk og nýtum ekki færin okkar. Um leið og þetta fór að smella hjá okkur þá sjá allir að við erum helvíti góðir í fótbolta.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Valsmenn unnu fjórða leikinn í röð í Pepsi-deild karla á ótrúlegan hátt 3-2 gegn Stjörnunni í Garðabæ eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik en sigurmark leiksins kom með síðustu spyrnu leiksins. Garðbæingar voru búnir að tapa þremur leikjum í röð fyrir leik dagsins en Valsmenn komu sjóðheitir inn í leikinn eftir þrjá sigurleiki í röð. Ævar Ingi Jóhannesson kom Stjörnunni yfir með snyrtilegu marki á 13. mínútu og á 40. mínútu bætti Hilmar Árni Halldórsson við öðru marki þegar aukaspyrna hans rataði í netið með viðkomu í varnarmanni. Sigurður Egill Lárusson kom Valsmönnum inn í leikinn á ný með marki á lokamínútu fyrri hálfleiks og gaf Valsmönnum von fyrir seinni hálfleikinn. Andreas Albach jafnaði metin fyrir Valsmenn á 78. mínútu með skalla en fimm mínútum áður voru Garðbæingar æfir þegar þeir sögðu skot Halldórs Orra hafa farið yfir marklínuna en Þóroddur Hjaltalín sagði boltann ekki hafa farið allan inn. Lokamínúturnar voru æsispenandi og sóttust liðin bæði eftir sigurmarkinu sem kom svo loksins á 97. mínútu. Var þar að verki Albach með sitt annað mark eftir góðan samleik við Rolf Toft en það reyndist vera síðasta spyrna leiksins. Valsmenn eru því komnir upp í annað sæti deildarinnar á markatölu en stjarnan virðist einfaldlega vera úr leik í baráttunni um Evrópusæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Nánar verður fjallað um leikinn á Vísi innan skamms.Af hverju vann Valur ?Valsmenn spila bara þannig þessa dagana að þeir virðast ekki geta tapað. Liðið lenti 2-0 undir í kvöld en það virðist ekki skipta neinu máli, þeir gefast aldrei upp og leikmenn liðsins trúa ekki að þeir geti tapað. Það sést langar leiðir og bara synd að liðið hafi ekki byrjað á þessu fyrr í sumar, því þá væri Valur að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Það er nokkuð ljóst. Stjörnumenn misstu bara hausinn í kvöld og það gerði Rúnar Páll Sigmundsson líka, hann missti hausinn og var rekinn upp í stúku með rautt spjald.Hverjir stóðu upp úr ?Bakvörðurinn Andreas Albach var auðvitað frábær í kvöld en hann skoraði tvö mörk og sigurmarkið á 97. mínútu leiksins, með síðustu snertingu leiksins. Hilmar Árni Halldórsson var mjög góður í liði Stjörnunnar í kvöld og besti leikmaður gestanna. Anton Ari var nokkuð traustur í markið Vals, þó að hann hafi fengið á sig tvö mörk.Hvað gekk vel ?Uppspil Valsmanna gekk mjög vel í síðari hálfleiknum og fóru þeir meistaralega vel upp kantana. Sóknarleikur Vals var í raun frábær í síðari hálfleiknum. Sóknarleikur Stjörnunnar var einnig mjög fínn í fyrri hálfleiknum en liðið þarf að spila vel heilan leik.Hvað gerist næst ?Valsmenn mæta Blikum í næstu umferð og maður sér ekki að liðið tapi eins og það er að spila þessa dagana. Valsmenn geta fræðilega séð orðið Íslandsmeistarar en þeir rauðu vilja eflaust komast eins ofarlega og hægt er. Stjarnan mætir ÍBV og verður liðið að vinna til að eiga möguleika á Evrópusæti. Brynjar: Sigurmarkið algjört rothöggBrynjar Björn (til hægri) ásamt Rúnari Páli Sigmundssyni, þjálfara Stjörnunnar.vísir/daníel„Það var ekki gott fyrir okkur að fá á okkur mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins og hleypa þeim inn í leikinn,“ segir Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Það hefði verið mun betra fyrir okkur að fara inn í hálfleikinn með 2-0 forystu. Í síðari hálfleiknum fengum við nokkur færi sem við hefðum mögulega getað skorað úr og komið okkur í 3-1. Það var síðan algjört rothögg að fá markið á okkur undir lokin.“ Brynjar segir að sigurmark Vals hafi komið vegna einbeitingarleysis Stjörnumanna. „Það á að vera einfalt að verjast svona spili og við bara sofnum á verðinum. Það síðasta sem við þurftum var að tapa leiknum. Jafntefli hefði verið svekkjandi en að tapa leiknum er skelfilegt.“ Hann segir að Stjarnan muni samt sem áður halda áfram í baráttunni um Evrópusæti og það sé enn möguleiki. Ólafur: Algjörlega útilokað að ná FHÓlafur Jóhannesson á góðri stunduvísir/anton„Þetta var mjög sætur sigur,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld. „Það er nánast ekki hægt að vinna leik sætara en þetta, en að sama skapi ömurlegt að tapa svona leik. Mér fannst við ekki vera nægilega sterkir í fyrri hálfleik. Mér fannst liðsheildin ekki nógu góð og menn að reyna gera hlutina sjálfir,“ segir Ólafur sem fór vel yfir málin inni í búningsherbergi í hálfleik. „Ég vissi það ef við myndum byrja spila okkar bolta þá myndum við alltaf fá færi. Ég er bara mjög ánægður með liðið mitt og leikmennina þessa dagana, það er ekki hægt að neita því,“ segir þjálfarinn en hann ætlar sér að komast í annað sæti deildarinnar. „FH er búið að vinna þetta mót, það er ekki hægt að ná þeim, það er alveg útilokað.“ Andri Fannar: Við erum helvíti góðir í fótboltaMynd/Valur„Þetta var algjörlega magnað,“ segir Andri Fannar Stefánsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn. „Stemningin er þannig í hópnum okkar núna að við trúum því ekki að við getum tapað. Mér fannst seinni hálfleikurinn vera eign okkar alveg frá a-ö.“ Valsmenn urðu bikarmeistarar í fyrra og eftir þann leik lék liðið mjög illa í Peps-deildinni. Núna í ár varð Valur aftur bikarmeistari. „Við lærðum það bara í fyrra að láta þetta ekki gerast aftur og töluðum strax um það á laugardagskvöldinu þegar við urðum bikarmeistarar að þetta kæmi alls ekki fyrir í ár. Það er fátt skemmtilegra en að spila fótbolta og sérstaklega þegar pressan er enginn. Við erum bara að njóta þess núna.“ Valsmenn geta nagað sig í handarbakið að hafa ekki byrjað fyrr að spila svona vel. „Það er vissulega svekkjandi en hlutirnir voru bara ekki að falla fyrir okkur í fyrstu leikjunum. Við fáum á okkur ódýr mörk og nýtum ekki færin okkar. Um leið og þetta fór að smella hjá okkur þá sjá allir að við erum helvíti góðir í fótbolta.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira