NBA: Söguleg sýning hjá LeBron og Kyrie sá til þess að Cleveland er á lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2016 03:59 LeBron James og Kyrie Irving fagna körfu í nótt. Vísir/Getty LeBron James og Kyrie Irving áttu báðir magnaðan og sögulegan leik fyrir Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt þegar Cleveland-liðið vann fimmtán stiga sigur á Golden State Warriors og kom í veg fyrir að Golden State tryggði sér NBA-titilinn á heimavelli sínum. LeBron James og Kyrie Irving skoruðu saman 82 stig í þessum 112-97 sigri Cleveland Cavaliers en LeBron James var með 41 stig, 16 fráköst og 7 stoðsendingar en Kyrie Irving skoraði 41 stig og gaf 6 stoðsendingar. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem liðsfélagar skora báðir 40 stig í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. LeBron James var mjög einbeittur og lét ekki stanslaust baul stuðningsfólks Golden State trufla sig. Auk fyrrnefndar tölfræði þá var hann einnig með 3 stolna bolta og 3 varin skot. Það fór ekki á milli mála að hann naut góðs af því að það var enginn Draymond Green til þess að stoppa hann. Þrátt fyrir frábærar tölur hjá LeBron var það þó Kyrie Irving sem var maður leiksins en Irving hitti úr 17 af 24 skotum sínum (71 prósent) þar af 5 af 7 fyrir utan þriggja stiga línuna. Þegar Kyrie fór á flug í seinni hálfleiknum þá virtist allt fara niður hjá honum en hann var þarna að skora yfir 30 stigin í þriðja leiknum í röð. Cleveland Cavaliers minnkaði muninn í 3-2 og næsti leikur fer fram í Cleveland á fimmtudaginn. Golden State Warriors liðið lék án Draymond Green sem tók út leikbann og þá fór Andrew Bogut fór meiddur af velli í þriðja leikhlutanum. Það munar um minna en Bogut meiddist á hné og gæti líka misst af næsta leik. Skvettubræðurnir Klay Thompson og Stephen Curry átti sína spretti í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari virtist fátt fara ofan í hjá Warriors-liðinu. Golden State menn hittu aðeins úr 27 prósent skota sinna í seinni hálfleik þar sem 18 af 21 þriggja stiga skoti liðsins rataði ekki í körfuna. Klay Thompson endaði leikinn með 37 stig og Stephen Curry skoraði 25 stig. Andre Iguodala kom inn í byrjunarliðið í stað og skilaði 15 stigum, 11 fráköstum og 6 stoðsendingum. Staðan var 61-61 í hálfleik en það höfðu ekki verið skoruð svona mörg stig í fyrri hálfleik í leik í úrslitum NBA í heil tuttugu ár. Það var allt hnífjafn, Warriors-liðið vann fyrsta leikhlutann 32-29 en Cavaliers-liðið svaraði með því að vinna annan leikhlutann 32-29. Klay Thompson setti á svið mikla skotsýningu í fyrri hálfleiknum þar sem hann skoraði 26 stig og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Stephen Curry lét sér nægja 13 stig en saman skoruðu þeir 9 af 11 þriggja stiga körfum Warrior-liðsins í fyrri hálfleiknum. LeBron James skoraði 25 stig í hálfleiknum en tók 18 skot á sama tíma og hann gef ekki eina einustu stoðsendingu. Kyrie Irving hitti vel og var með 18 stig úr aðeins 10 skotum í fyrri hálfleiknum. Kyrie Irving fór á flug á lokakafla leiksins og nánast kláraði leikinn með því að raða stigum úr öllum mögulegum aðstæðum. Hann og LeBron James enduðu síðan með jafnmörg stig og tryggðu sér pláss í sögubókunum. NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
LeBron James og Kyrie Irving áttu báðir magnaðan og sögulegan leik fyrir Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt þegar Cleveland-liðið vann fimmtán stiga sigur á Golden State Warriors og kom í veg fyrir að Golden State tryggði sér NBA-titilinn á heimavelli sínum. LeBron James og Kyrie Irving skoruðu saman 82 stig í þessum 112-97 sigri Cleveland Cavaliers en LeBron James var með 41 stig, 16 fráköst og 7 stoðsendingar en Kyrie Irving skoraði 41 stig og gaf 6 stoðsendingar. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem liðsfélagar skora báðir 40 stig í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. LeBron James var mjög einbeittur og lét ekki stanslaust baul stuðningsfólks Golden State trufla sig. Auk fyrrnefndar tölfræði þá var hann einnig með 3 stolna bolta og 3 varin skot. Það fór ekki á milli mála að hann naut góðs af því að það var enginn Draymond Green til þess að stoppa hann. Þrátt fyrir frábærar tölur hjá LeBron var það þó Kyrie Irving sem var maður leiksins en Irving hitti úr 17 af 24 skotum sínum (71 prósent) þar af 5 af 7 fyrir utan þriggja stiga línuna. Þegar Kyrie fór á flug í seinni hálfleiknum þá virtist allt fara niður hjá honum en hann var þarna að skora yfir 30 stigin í þriðja leiknum í röð. Cleveland Cavaliers minnkaði muninn í 3-2 og næsti leikur fer fram í Cleveland á fimmtudaginn. Golden State Warriors liðið lék án Draymond Green sem tók út leikbann og þá fór Andrew Bogut fór meiddur af velli í þriðja leikhlutanum. Það munar um minna en Bogut meiddist á hné og gæti líka misst af næsta leik. Skvettubræðurnir Klay Thompson og Stephen Curry átti sína spretti í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari virtist fátt fara ofan í hjá Warriors-liðinu. Golden State menn hittu aðeins úr 27 prósent skota sinna í seinni hálfleik þar sem 18 af 21 þriggja stiga skoti liðsins rataði ekki í körfuna. Klay Thompson endaði leikinn með 37 stig og Stephen Curry skoraði 25 stig. Andre Iguodala kom inn í byrjunarliðið í stað og skilaði 15 stigum, 11 fráköstum og 6 stoðsendingum. Staðan var 61-61 í hálfleik en það höfðu ekki verið skoruð svona mörg stig í fyrri hálfleik í leik í úrslitum NBA í heil tuttugu ár. Það var allt hnífjafn, Warriors-liðið vann fyrsta leikhlutann 32-29 en Cavaliers-liðið svaraði með því að vinna annan leikhlutann 32-29. Klay Thompson setti á svið mikla skotsýningu í fyrri hálfleiknum þar sem hann skoraði 26 stig og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Stephen Curry lét sér nægja 13 stig en saman skoruðu þeir 9 af 11 þriggja stiga körfum Warrior-liðsins í fyrri hálfleiknum. LeBron James skoraði 25 stig í hálfleiknum en tók 18 skot á sama tíma og hann gef ekki eina einustu stoðsendingu. Kyrie Irving hitti vel og var með 18 stig úr aðeins 10 skotum í fyrri hálfleiknum. Kyrie Irving fór á flug á lokakafla leiksins og nánast kláraði leikinn með því að raða stigum úr öllum mögulegum aðstæðum. Hann og LeBron James enduðu síðan með jafnmörg stig og tryggðu sér pláss í sögubókunum.
NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira