Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 25-28 | Seltirningar mæta Val í úrslitum Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar 26. febrúar 2016 22:00 Úr leiknum í kvöld. vísir/ernir Það verður Grótta sem mætir Val í úrslitaleik Coca Cola bikars karla í handbolta en Seltirningar unnu þriggja marka sigur, 25-28, á 1. deildarliði Stjörnunnar í kvöld. Þessi sömu lið mættust í úrslitum árið 2009. Þá hafði Valur betur, 31-24, en Grótta var á þeim tíma í 1. deild.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Það tók Gróttu tíma að brjóta Stjörnuna á bak aftur en það má segja að innkoma Lárusar Gunnarssonar í mark Seltirninga hafi gert gæfumuninn. Hann varði fjögur fyrstu skotin sem hann fékk á sig og tólf í heildina, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Grótta byrjaði leikinn betur og komst í 1-3. Stjörnumenn áttu í vandræðum með að leysa 5-1 vörn Seltirninga sem var öflug í upphafi leiks. Lárus Helgi Ólafsson byrjaði sömuleiðis vel í markinu en datt svo niður. Uppstilltur sóknarleikur Gróttu var góður lengi framan af fyrri hálfleik en liðið átti auðvelt með að skapa sér góð færi gegn göttótri Stjörnuvörn. Garðbæingar héldu sér hins vegar á lífi með mörkum úr hraðaupphlaupum og fyrir vikið náði Grótta aldrei neinu teljandi forskoti. Grótta var jafnan fyrri til að skora en í stöðunni 10-12 hrökk sóknarleikur Seltirninga í baklás. Stjörnumenn þéttu vörnina og Grótta skoraði aðeins eitt mark á síðustu níu mínútum fyrri hálfleiks. Grótta var með betri skotnýtingu í fyrri hálfleik (59% gegn 46%) en átta tapaðir boltar reyndust liðinu dýrir. Stjörnumenn héldu alltaf ró sinni, skoruðu þrjú mörk í röð og komust í fyrsta sinn yfir, 13-12, þegar Ari Pétursson skoraði sitt þriðja mark. Aron Dagur Pálsson átti hins vegar síðasta orðið í fyrri hálfleik og því var staðan jöfn, 13-13, þegar liðin gengu til búningsherbergja.Lárus Gunnarsson fór hamförum í marki Gróttu í upphafi seinni hálfleiks en þrátt fyrir það náðu Seltirningar ekki að slíta sig frá Garðbæingum sem seigluðust áfram. En smám saman sigu Gróttumenn fram úr og þeir breyttu stöðunni úr 16-16 í 16-20 um miðjan seinni hálfleik. Sóknarleikur Stjörnunnar var mjög hikandi og stirður á þessum kafla og liðinu gekk bölvanlega að búa til góð færi gegn sterkri Gróttuvörn sem varði sjö skot í leiknum (samkvæmt HBStatz). Á tíma opnuðu Seltirningar vörn Stjörnunnar trekk í trekk en liðið spilaði afbragðsgóðan sóknarleik lengst af í seinni hálfleik. Það hjálpaði reyndar til að markverðir Stjörnunnar, Einar Ólafur Vilmundarson og Ísak Richter, fundu sig ekki en þeir vörðu einungis eitt skot á síðustu 20 mínútum leiksins. Grótta spilaði af skynsemi á lokakaflanum og hleypti Stjörnumönnum aldrei of nærri. Seltirningar skoruðu að vild og unnu að lokum þriggja marka sigur, 25-28. Lárus Gunnarsson átti sem áður sagði frábæra innkomu í mark Gróttu en í sóknarleiknum lögðu margir hönd á plóg. Finnur Ingi Stefánsson og Daði Laxdal Gautason voru markahæstir í liði Gróttu með sex mörk hvor en Aron Dagur og Viggó Kristjánsson komu næstir með fimm mörk hvor. Aron Dagur gaf einnig fimm stoðsendingar á félaga sína (samkvæmt HBStatz). Ari Magnús Þorgeirsson skoraði sex mörk fyrir Stjörnuna en Starri Friðriksson kom næstur með fimm mörk.Gunnar: Tók okkur tíma að hrista þá af okkur Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, var skiljanlega sáttur með sigurinn á Stjörnunni í kvöld og sætið í úrslitaleik bikarkeppninnar. "Þetta var hörkuleikur allan tímann," sagði Gunnar eftir leik. "Varnarleikurinn var ekkert spes í fyrri hálfleik og það tók okkur tíma að hrista þá af okkur sem er ekkert skrítið þar sem þeir eru með hörkulið. Við þurftum að hafa virkilega mikið fyrir þessum sigri," bætti Gunnar við. Hann hrósaði Stjörnuliðinu, sem situr á toppnum í 1. deildinni, fyrir sína frammistöðu í kvöld. "Ég hamraði á því alla vikuna að við gætum ekki leyft okkur neina værukærð. Og við sáum það í dag, við þurftum að hafa mikið fyrir sigrinum," sagði Gunnar sem var að vonum sáttur með innkomu Lárusar Gunnarssonar sem varði helming þeirra skota sem hann fékk á sig eftir að hann kom í markið undir lok fyrri hálfleiks. "Lárusi hefur farið gríðarlega mikið fram í vetur, þótt hann hafi kannski staðið aðeins í skugga Lárusar Helga (Ólafssonar) sem kom slappur í leikinn í dag." Grótta mætir Val í úrslitaleiknum á morgun en ekki er langt síðan þessi sömu lið áttust við í Olís-deildinni. Þá hafði Grótta betur, 23-24. "Við þekkjum Val ágætlega og erum að fara að mæta liði sem er miklu sterkara á pappírnum en við. En litlu liðin geta strítt þeim stóru eins og við sýndum um daginn á Hlíðarenda. Pressan verður öll á þeim," sagði Gunnar að endingu.Einar: Að mínu mati skutum við illa í kvöld Einari Jónssyni, þjálfara Stjörnunnar, var heitt í hamsi eftir tapið fyrir Gróttu í kvöld. Hann gaf sér þó tíma til að spjalla við blaðamann Vísis í leikslok. "Við vorum ekki nógu öflugir í upphafi seinni hálfleiks. Þá fórum við illa með nokkur mjög góð færi og vörn og markvarsla voru ekki alveg eins og ég vonaðist eftir. Því fór sem fór, Grótta náði yfirhöndinni og hélt henni," sagði Einar. Lárus Gunnarsson kom gríðarlega sterkur inn í mark Gróttu og varði 12 skot, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Einar var þó á því að sínir menn hafi skotið illa á markið í leiknum. "Okkur vantaði markvörsluna sem Gróttan fékk. Hann tók stóra bolta en að mínu mati skutum við illa. Við klikkuðum á dauðafæri á eftir dauðafæri og það er ekki nógu gott," sagði Einar. Stjarnan sló tvö Olís-deildarlið úr leik á leið sinni í undanúrslitin og stóð lengi vel í Gróttu í kvöld. Einar segir að sitt lið standi liðunum í efstu deild ekki langt að baki. "Þetta var hörkuleikur í dag og við vorum lengst af flottir. Auðvitað stöndum við þessum liðum ekkert langt að baki en við töpuðum í dag og það er augljóst að við getum bætt okkur mikið," sagði Einar að lokum.Lárus: Við Euro-Lalli erum lítið lið inni í stóru liði Lárus Gunnarsson átti frábæra innkomu í mark Gróttu í sigrinum á Stjörnunni í undanúrslitum Coca Cola bikarsins í kvöld og var að vonum kátur í leikslok. Hann vildi þó ekki gera of mikið úr sínum þætti í sigrinum. "Þetta var ágætt. Við vorum vel undirbúnir og það er þægilegt þegar allir bakka mann upp," sagði Lárus sem kom í markið í stað nafna síns, Helga Ólafssonar. Hann kveðst ánægður með þeirra samstarf. "Við Lalli eldri, eða Euro-Lalli eins og hann vill láta kalla sig, bökkum hvorn annan upp. Það skiptir engu máli hver er í markinu, við vinnum þetta saman. Við erum lítið lið inni í stóru liði," sagði markvörðurinn. Það tók Gróttu tíma að brjóta ólseigt Stjörnulið á bak aftur en um miðbik seinni hálfleiks skildu leiðir. "Við vissum að þetta myndi taka tíma. Þetta er gott lið og á heima í efstu deild. Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og við myndum ekkert valta yfir þá," sagði Lárus sem er spenntur fyrir úrslitaleiknum gegn Val á morgun. Bæði karla- og kvennalið Gróttu leika til úrslita og það verður því sannkölluð veisla á Nesinu á morgun. "Ég er mjög spenntur og held að þetta verði geðveikt á morgun. Allt bæjarfélagið verður hérna og við ætlum að koma með tvær dollur heim," sagði Lárus að lokum.Gunnar stýrir liði í fyrsta sinn í bikarúrslitum á morgun.vísir/ernirStuðningsmenn Gróttu létu vel í sér heyra í kvöld.vísir/ernirAron Dagur Pálsson átti flottan leik og kom með beinum hætti að 10 mörkum Gróttu.vísir/ernirEinar var líflegur að vanda á hliðarlínunni.vísir/ernir Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Það verður Grótta sem mætir Val í úrslitaleik Coca Cola bikars karla í handbolta en Seltirningar unnu þriggja marka sigur, 25-28, á 1. deildarliði Stjörnunnar í kvöld. Þessi sömu lið mættust í úrslitum árið 2009. Þá hafði Valur betur, 31-24, en Grótta var á þeim tíma í 1. deild.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Það tók Gróttu tíma að brjóta Stjörnuna á bak aftur en það má segja að innkoma Lárusar Gunnarssonar í mark Seltirninga hafi gert gæfumuninn. Hann varði fjögur fyrstu skotin sem hann fékk á sig og tólf í heildina, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Grótta byrjaði leikinn betur og komst í 1-3. Stjörnumenn áttu í vandræðum með að leysa 5-1 vörn Seltirninga sem var öflug í upphafi leiks. Lárus Helgi Ólafsson byrjaði sömuleiðis vel í markinu en datt svo niður. Uppstilltur sóknarleikur Gróttu var góður lengi framan af fyrri hálfleik en liðið átti auðvelt með að skapa sér góð færi gegn göttótri Stjörnuvörn. Garðbæingar héldu sér hins vegar á lífi með mörkum úr hraðaupphlaupum og fyrir vikið náði Grótta aldrei neinu teljandi forskoti. Grótta var jafnan fyrri til að skora en í stöðunni 10-12 hrökk sóknarleikur Seltirninga í baklás. Stjörnumenn þéttu vörnina og Grótta skoraði aðeins eitt mark á síðustu níu mínútum fyrri hálfleiks. Grótta var með betri skotnýtingu í fyrri hálfleik (59% gegn 46%) en átta tapaðir boltar reyndust liðinu dýrir. Stjörnumenn héldu alltaf ró sinni, skoruðu þrjú mörk í röð og komust í fyrsta sinn yfir, 13-12, þegar Ari Pétursson skoraði sitt þriðja mark. Aron Dagur Pálsson átti hins vegar síðasta orðið í fyrri hálfleik og því var staðan jöfn, 13-13, þegar liðin gengu til búningsherbergja.Lárus Gunnarsson fór hamförum í marki Gróttu í upphafi seinni hálfleiks en þrátt fyrir það náðu Seltirningar ekki að slíta sig frá Garðbæingum sem seigluðust áfram. En smám saman sigu Gróttumenn fram úr og þeir breyttu stöðunni úr 16-16 í 16-20 um miðjan seinni hálfleik. Sóknarleikur Stjörnunnar var mjög hikandi og stirður á þessum kafla og liðinu gekk bölvanlega að búa til góð færi gegn sterkri Gróttuvörn sem varði sjö skot í leiknum (samkvæmt HBStatz). Á tíma opnuðu Seltirningar vörn Stjörnunnar trekk í trekk en liðið spilaði afbragðsgóðan sóknarleik lengst af í seinni hálfleik. Það hjálpaði reyndar til að markverðir Stjörnunnar, Einar Ólafur Vilmundarson og Ísak Richter, fundu sig ekki en þeir vörðu einungis eitt skot á síðustu 20 mínútum leiksins. Grótta spilaði af skynsemi á lokakaflanum og hleypti Stjörnumönnum aldrei of nærri. Seltirningar skoruðu að vild og unnu að lokum þriggja marka sigur, 25-28. Lárus Gunnarsson átti sem áður sagði frábæra innkomu í mark Gróttu en í sóknarleiknum lögðu margir hönd á plóg. Finnur Ingi Stefánsson og Daði Laxdal Gautason voru markahæstir í liði Gróttu með sex mörk hvor en Aron Dagur og Viggó Kristjánsson komu næstir með fimm mörk hvor. Aron Dagur gaf einnig fimm stoðsendingar á félaga sína (samkvæmt HBStatz). Ari Magnús Þorgeirsson skoraði sex mörk fyrir Stjörnuna en Starri Friðriksson kom næstur með fimm mörk.Gunnar: Tók okkur tíma að hrista þá af okkur Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, var skiljanlega sáttur með sigurinn á Stjörnunni í kvöld og sætið í úrslitaleik bikarkeppninnar. "Þetta var hörkuleikur allan tímann," sagði Gunnar eftir leik. "Varnarleikurinn var ekkert spes í fyrri hálfleik og það tók okkur tíma að hrista þá af okkur sem er ekkert skrítið þar sem þeir eru með hörkulið. Við þurftum að hafa virkilega mikið fyrir þessum sigri," bætti Gunnar við. Hann hrósaði Stjörnuliðinu, sem situr á toppnum í 1. deildinni, fyrir sína frammistöðu í kvöld. "Ég hamraði á því alla vikuna að við gætum ekki leyft okkur neina værukærð. Og við sáum það í dag, við þurftum að hafa mikið fyrir sigrinum," sagði Gunnar sem var að vonum sáttur með innkomu Lárusar Gunnarssonar sem varði helming þeirra skota sem hann fékk á sig eftir að hann kom í markið undir lok fyrri hálfleiks. "Lárusi hefur farið gríðarlega mikið fram í vetur, þótt hann hafi kannski staðið aðeins í skugga Lárusar Helga (Ólafssonar) sem kom slappur í leikinn í dag." Grótta mætir Val í úrslitaleiknum á morgun en ekki er langt síðan þessi sömu lið áttust við í Olís-deildinni. Þá hafði Grótta betur, 23-24. "Við þekkjum Val ágætlega og erum að fara að mæta liði sem er miklu sterkara á pappírnum en við. En litlu liðin geta strítt þeim stóru eins og við sýndum um daginn á Hlíðarenda. Pressan verður öll á þeim," sagði Gunnar að endingu.Einar: Að mínu mati skutum við illa í kvöld Einari Jónssyni, þjálfara Stjörnunnar, var heitt í hamsi eftir tapið fyrir Gróttu í kvöld. Hann gaf sér þó tíma til að spjalla við blaðamann Vísis í leikslok. "Við vorum ekki nógu öflugir í upphafi seinni hálfleiks. Þá fórum við illa með nokkur mjög góð færi og vörn og markvarsla voru ekki alveg eins og ég vonaðist eftir. Því fór sem fór, Grótta náði yfirhöndinni og hélt henni," sagði Einar. Lárus Gunnarsson kom gríðarlega sterkur inn í mark Gróttu og varði 12 skot, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Einar var þó á því að sínir menn hafi skotið illa á markið í leiknum. "Okkur vantaði markvörsluna sem Gróttan fékk. Hann tók stóra bolta en að mínu mati skutum við illa. Við klikkuðum á dauðafæri á eftir dauðafæri og það er ekki nógu gott," sagði Einar. Stjarnan sló tvö Olís-deildarlið úr leik á leið sinni í undanúrslitin og stóð lengi vel í Gróttu í kvöld. Einar segir að sitt lið standi liðunum í efstu deild ekki langt að baki. "Þetta var hörkuleikur í dag og við vorum lengst af flottir. Auðvitað stöndum við þessum liðum ekkert langt að baki en við töpuðum í dag og það er augljóst að við getum bætt okkur mikið," sagði Einar að lokum.Lárus: Við Euro-Lalli erum lítið lið inni í stóru liði Lárus Gunnarsson átti frábæra innkomu í mark Gróttu í sigrinum á Stjörnunni í undanúrslitum Coca Cola bikarsins í kvöld og var að vonum kátur í leikslok. Hann vildi þó ekki gera of mikið úr sínum þætti í sigrinum. "Þetta var ágætt. Við vorum vel undirbúnir og það er þægilegt þegar allir bakka mann upp," sagði Lárus sem kom í markið í stað nafna síns, Helga Ólafssonar. Hann kveðst ánægður með þeirra samstarf. "Við Lalli eldri, eða Euro-Lalli eins og hann vill láta kalla sig, bökkum hvorn annan upp. Það skiptir engu máli hver er í markinu, við vinnum þetta saman. Við erum lítið lið inni í stóru liði," sagði markvörðurinn. Það tók Gróttu tíma að brjóta ólseigt Stjörnulið á bak aftur en um miðbik seinni hálfleiks skildu leiðir. "Við vissum að þetta myndi taka tíma. Þetta er gott lið og á heima í efstu deild. Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og við myndum ekkert valta yfir þá," sagði Lárus sem er spenntur fyrir úrslitaleiknum gegn Val á morgun. Bæði karla- og kvennalið Gróttu leika til úrslita og það verður því sannkölluð veisla á Nesinu á morgun. "Ég er mjög spenntur og held að þetta verði geðveikt á morgun. Allt bæjarfélagið verður hérna og við ætlum að koma með tvær dollur heim," sagði Lárus að lokum.Gunnar stýrir liði í fyrsta sinn í bikarúrslitum á morgun.vísir/ernirStuðningsmenn Gróttu létu vel í sér heyra í kvöld.vísir/ernirAron Dagur Pálsson átti flottan leik og kom með beinum hætti að 10 mörkum Gróttu.vísir/ernirEinar var líflegur að vanda á hliðarlínunni.vísir/ernir
Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira