Jordan hættur við að fara til Dallas | Verður áfram hjá Clippers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2015 12:04 Jordan verður áfram í Los Angeles eftir allt saman. vísir/getty Hlutirnir eru oft fljótir að breytast í NBA-deildinni eins og kom í ljós í nótt þegar miðherjinn DeAndre Jordan ákvað að halda kyrru fyrir hjá Los Angeles Clippers eftir að hafa gert munnlegt samkomulag við Dallas Mavericks um að leika með liðinu næstu fjögur árin. Nú er ljóst að ekkert verður af þeim vistaskiptum og Dallas-menn sitja því eftir með sárt ennið. Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla gerðu þjálfari Clippers, Doc Rivers, eigandi liðsins, Steve Balmer og fjórir leikmenn; Chris Paul, Blake Griffin, JJ Redick og Paul Pierce sér ferð til Houston þar sem Jordan býr og fengu hann til að framlengja samning sinn við Clippers. Þeir héldu miðherjanum nánast í gíslingu í hans eigin húsi fram eftir miðnætti en fram að því mátti ekki ganga formlega frá samningum í NBA. Samkvæmt því sem blaðamaðurinn Adrian Wojnarowski segir á Twitter-síðu sinni þurftu Clippers-menn ekki langan tíma til að sannfæra Jordan um að halda kyrru fyrir í borg englanna þar sem hann hefur leikið allan sinn feril í NBA. Marc Stein, sem skrifar fyrir ESPN, segir á Twitter að Jordan hafi samþykkt fjögurra ára samning við Clippers að verðmæti 88 milljóna dollara. Clippers heldur því sama leikmannakjarna og síðustu ár, með þá Paul, Griffin og Jordan í broddi fylkingar. Þá hafa Pierce og Lance Stephenson bæst í hópinn í sumar og því verður að teljast líklegt að Clippers verði áfram í toppbaráttunni í Vesturdeildinni. Clippers komst í undanúrslit Vesturdeildarinnar á síðasta tímabili þar sem liðið tapaði 4-3 fyrir Houston Rockets.Yahoo Source: Clippers, DeAndre Jordan meeting was short. It was clear he was returning to them. Then they started to play cards.— Adrian Wojnarowski (@WojYahooNBA) July 9, 2015 I've heard same as @sam_amick, who just tweeted DeAndre Jordan, in the end, is opting for a four-year deal as opposed to full five-year max— Marc Stein (@ESPNSteinLine) July 9, 2015 NBA Tengdar fréttir Jordan spilar með Dallas Mavericks næsta vetur DeAndre Jordan hefur ákveðið að yfirgefa Los Angeles Clippers og ætlar miðherjinn öflugi að semja við Dallas Mavericks. 3. júlí 2015 22:49 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Hlutirnir eru oft fljótir að breytast í NBA-deildinni eins og kom í ljós í nótt þegar miðherjinn DeAndre Jordan ákvað að halda kyrru fyrir hjá Los Angeles Clippers eftir að hafa gert munnlegt samkomulag við Dallas Mavericks um að leika með liðinu næstu fjögur árin. Nú er ljóst að ekkert verður af þeim vistaskiptum og Dallas-menn sitja því eftir með sárt ennið. Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla gerðu þjálfari Clippers, Doc Rivers, eigandi liðsins, Steve Balmer og fjórir leikmenn; Chris Paul, Blake Griffin, JJ Redick og Paul Pierce sér ferð til Houston þar sem Jordan býr og fengu hann til að framlengja samning sinn við Clippers. Þeir héldu miðherjanum nánast í gíslingu í hans eigin húsi fram eftir miðnætti en fram að því mátti ekki ganga formlega frá samningum í NBA. Samkvæmt því sem blaðamaðurinn Adrian Wojnarowski segir á Twitter-síðu sinni þurftu Clippers-menn ekki langan tíma til að sannfæra Jordan um að halda kyrru fyrir í borg englanna þar sem hann hefur leikið allan sinn feril í NBA. Marc Stein, sem skrifar fyrir ESPN, segir á Twitter að Jordan hafi samþykkt fjögurra ára samning við Clippers að verðmæti 88 milljóna dollara. Clippers heldur því sama leikmannakjarna og síðustu ár, með þá Paul, Griffin og Jordan í broddi fylkingar. Þá hafa Pierce og Lance Stephenson bæst í hópinn í sumar og því verður að teljast líklegt að Clippers verði áfram í toppbaráttunni í Vesturdeildinni. Clippers komst í undanúrslit Vesturdeildarinnar á síðasta tímabili þar sem liðið tapaði 4-3 fyrir Houston Rockets.Yahoo Source: Clippers, DeAndre Jordan meeting was short. It was clear he was returning to them. Then they started to play cards.— Adrian Wojnarowski (@WojYahooNBA) July 9, 2015 I've heard same as @sam_amick, who just tweeted DeAndre Jordan, in the end, is opting for a four-year deal as opposed to full five-year max— Marc Stein (@ESPNSteinLine) July 9, 2015
NBA Tengdar fréttir Jordan spilar með Dallas Mavericks næsta vetur DeAndre Jordan hefur ákveðið að yfirgefa Los Angeles Clippers og ætlar miðherjinn öflugi að semja við Dallas Mavericks. 3. júlí 2015 22:49 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Jordan spilar með Dallas Mavericks næsta vetur DeAndre Jordan hefur ákveðið að yfirgefa Los Angeles Clippers og ætlar miðherjinn öflugi að semja við Dallas Mavericks. 3. júlí 2015 22:49