99 prósent líkur á því að Aldridge fari frá Portland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2015 13:45 LaMarcus Aldridge. Vísir/Getty LaMarcus Aldridge, einn besti stóri framherji NBA-deildarinnar, og leikmaður Portland Trail Blazers undanfarin níu tímabil, er á förum frá félagi samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla. Aldridge er að renna út á samningi og það er ekki búist við því að hann skrifi undir nýjan samning við Portland Trail Blazers þar sem hann var með 23,4 stig og 10,2 fráköst að meðaltali í leik á nýloknu timabili.Heimildarmaður ESPN segir að það séu 99 prósent líkur á því að Aldridge yfirgefi Portland og semji við annað félag í NBA-deildinni. Þau félög sem eiga möguleika á því að ná samningum við LaMarcus Aldridge eru San Antonio Spurs, Los Angeles Lakers, New York Knicks, Dallas Mavericks og Atlanta Hawks. Heimildir ESPN-blaðamannanna Marc Stein og Chris Broussard herma að mestar líkur séu á því að hann semji við San Antonio Spurs en félagið þarf þá að finna leiðir til að koma góðum samningi hans undir launaþakið um leið og að ná því að framlengja við þá Tim Duncan og Manu Ginobili. LaMarcus Aldridge spilaði körfubolta í háskóla í Austin í Texas-fylki sem er ekki langt frá San Antonio og þá er vitað að hann sé mjög spenntur að fá tækifæri til að spila fyrir Gregg Popovich, þjálfara Spurs-liðsins. Los Angeles Lakers telur sig eiga möguleika á því að semja við Aldridge en hann býr í LA þegar hann er í fríi frá körfuboltanum. Fyrir draumóramenn í Cleveland þá væri möguleiki á því að næla í LaMarcus Aldridge en aðeins með því að semja fyrst við Kevin Love og skipta síðan á þeim Aldridge og Love. Love er ættaður frá Oregon þar sem Portland Trail Blazers hefur aðsetur. Það eru því margir möguleikar í stöðunni og því spennandi að sjá hvar LaMarcus Aldridge spilar á næsta tímabili. Hann er einn af betri leikmönnum deildarinnar og því mikill styrkur fyrir hvaða lið sem er í NBA-deildinni. NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
LaMarcus Aldridge, einn besti stóri framherji NBA-deildarinnar, og leikmaður Portland Trail Blazers undanfarin níu tímabil, er á förum frá félagi samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla. Aldridge er að renna út á samningi og það er ekki búist við því að hann skrifi undir nýjan samning við Portland Trail Blazers þar sem hann var með 23,4 stig og 10,2 fráköst að meðaltali í leik á nýloknu timabili.Heimildarmaður ESPN segir að það séu 99 prósent líkur á því að Aldridge yfirgefi Portland og semji við annað félag í NBA-deildinni. Þau félög sem eiga möguleika á því að ná samningum við LaMarcus Aldridge eru San Antonio Spurs, Los Angeles Lakers, New York Knicks, Dallas Mavericks og Atlanta Hawks. Heimildir ESPN-blaðamannanna Marc Stein og Chris Broussard herma að mestar líkur séu á því að hann semji við San Antonio Spurs en félagið þarf þá að finna leiðir til að koma góðum samningi hans undir launaþakið um leið og að ná því að framlengja við þá Tim Duncan og Manu Ginobili. LaMarcus Aldridge spilaði körfubolta í háskóla í Austin í Texas-fylki sem er ekki langt frá San Antonio og þá er vitað að hann sé mjög spenntur að fá tækifæri til að spila fyrir Gregg Popovich, þjálfara Spurs-liðsins. Los Angeles Lakers telur sig eiga möguleika á því að semja við Aldridge en hann býr í LA þegar hann er í fríi frá körfuboltanum. Fyrir draumóramenn í Cleveland þá væri möguleiki á því að næla í LaMarcus Aldridge en aðeins með því að semja fyrst við Kevin Love og skipta síðan á þeim Aldridge og Love. Love er ættaður frá Oregon þar sem Portland Trail Blazers hefur aðsetur. Það eru því margir möguleikar í stöðunni og því spennandi að sjá hvar LaMarcus Aldridge spilar á næsta tímabili. Hann er einn af betri leikmönnum deildarinnar og því mikill styrkur fyrir hvaða lið sem er í NBA-deildinni.
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira